Tíminn - 16.08.1974, Qupperneq 9
Föstudagur 16. ágúst 1974.
TÍMINN
9
ÞRJÚ A PALLI. Troels Bendtsen tekur mynd af hinum, þeim Eddu Þórarinsdóttur og Halldóri Kristinssyni. Myndin er tekin viö Bernhöftstorfuna, en ef til vill svipar áhuga á
fornum kvæöum og þjóölögum til hins mikla áhuga, sem rikir hér úm varöveizlu gamalla húsa og minja.
Texti: Jónas Guomundsson
þvi fyrr þvi betra. Nýjar raddir fá
fæturna og hljóta vinsældir með
sama hraða og þjóðin gleymir
þeim, sem áður bar hæst.
Um Savanna-trióið gegnir
svolitið öðru máli. í vissum skiln-
ingi hefur söngur þess hlotið viss-
an sess með þjóðinni, og telst
fremur klassik en dægurfluga,
sumt að minnsta kosti.
í tilefni af þjóðhátiðinni, ellefu
alda áfmælinu var gerð áður-
nefnd þjóðlagaplata. Við hittum
Troels Bendtsen að máli og báð-
um hann að segja okkur af plöt-
unni og eitt og annað af Þrem á
palli og Svanna-trióinu, og siðast
en ekki sizt af þjóðlagasöng al-
mennt. Og við spurðum fyrst:
Byrjuðum að syngja
saman i skóla
Hvernig varö Savanna-trlóiö til
og hann hafði þetta að segja:
— Ég veit það ekki. Þetta
sprettur bara einhvernveginn
upp. Savanna-trióið átti ekki að
verða neitt. Við byrjuðum að
syngja saman á skólaárunum og
komum fram á nemendamóti i
Verzlunarskólanum fyrst. Þetta
var árið 1962.
Siðan lá leiðin út i skemmtana-
lifið. Það var ekki hörð
samkeppni við aðra skemmti-
krafta um það leyti. Það var helzt
Ómar Ragnarsson, sem þá — eins
og nú — skemmti fólki á samkom-
um og Jón Gunnlaugsson var þá
lika mikið á ferðinni.
Við fengum þvi næg verkefni
fyrir okkar söng.
Fyrst að við i Savanna-trióinu
fórum á annað borð að. koma
fram sem söngflokkur, þá langaði
okkur til að koma með eitthvað
nýtt. Dægurlög, sem verið höfðu
vinsælt flutningsefni þokuðu brátt
fyrir þjóölögum. Alls konar nýj-
um og gömlum lögum og jafnvel
sálmum.
Að þessu leyti sóttum við fyrir-
myndina til útlanda, þar sem
bæði var rik tónlistarhefð i þjóð-
lögum og eins mikill og vaxandi
áhugi fyrir þjóðlögum og flutningi
þeirra.
Þjóðlög tekin til flutn-
ings
Þá byrjuðum við að taka Is-
lenzk þjóðlög og færa þau i
flutningshæfan búning, sem hent-
aði okkur og ennfremur tókum
við erlend þjóðlög til flutnings.
Við þessa lagaleit og útsetningu
á þjóðlögum, nutum við Þóris
Baldurssonar sem var einn af
trióinu. Hann er gæddur rikri tón-
listargáfu og hefur þetta allt i
blóðinu, ef svo má að orði komast.
Við fundum, eða höfðum upp á
lögunum svona i sameiningu, en
hann útsetti og færði i flutnings-
hæft form fyrir okkur.
— Þjóðlög eru viða að finna i
bókum, ef menn vilja hafa fyrir
þvi að leita eftir þeim. Hæst ber
þó liklega þjóðlagasafn séra
Bjarna Þorsteinssonar frá Siglu-
firði, en þjóðiagasafn hans gegnir
viðlika hlutverki á þessu tónlist-
arsviði og Þjóðsögur Jóns Árna-
sonar i þjóðsögum Islendinga. Úr
þessu safni fengum við talsvert af
lögum, sem náðu vinsældum og
þess voru dæmi að menn komu til
okkar með lög og visur sem við
siðan fluttum.
Hann Bjarni sálugi
bróðir minn
Til dæmis um þetta er visurnar
um hann Bjarna sáluga bróður
minn, sem hlutu talsverða frægð
innan þess ramma, sem frægð
þjóðlaga verður. Þennan texta
fengum við á skemmtun i Silfur-
tunglinu, en þar vorum við að
syngja. úlfur Hjörvar, blaða-
maður lét okkur fá vísurnar og
við þær var lag, sem við reyndar
notuðum svo ekki, heldur nýtt
lag, sem Þórir Baldursson samdi.
Með þessum hætti hlóðst utan á
Savanna-trióíð, og lagavalið varð
fjölbreytt og frumlegt.
— En svo hættir Savanna-trió-
ið. Hvers vegna, fyrst allt gekk
ljómandi vel?
Það er gamla sagan. Meðan við
vorum i skóla, höfðum við meiri
tima, en svo eftir að menn höfðu
stofnað til hjúskapar og fengið sér
fasta vinnu, var naumast eins
hægt um vik og áður að syngja og
koma fram opinberlega á
skemmtunum. Þar að baki liggur
þrotlaus vinna, og maður hrein-
lega gefst upp og dregur sig I hlé.
Okkur var það ljóst, svo til frá
upphafi, að við myndum aldrei
geta boðið upp á vandaðan flutn-
ing á efni, nema við hefðum taeki-
færi til að helga okkur söngnum
allt að þvi einvörðungu.
Þvi var það mjög snemma á
söngferlinum, sem við ákváðum
að hætta, ef til þess kæmi, að við
hefðum ekki nægan tima til þess
að sinna . söngnum, vegna ann-
arra starfa.
Sungið fyrir sjónvarp og
á hljómplötum
— Savanna-trióið kom síðast
fram i aprilmánuði árið 1965 i
Stapanum i Keflavik. Eftir það
gerðum við samning við sjón-
Framhald á bls. 13
Erik Bye hinn frægi norski sjónvarpsmaöur (með gleraugun) sem dáður er um alla Skandinavfu fylgist
með upptöku á Þrem á palli, i Roger Arnhof studlóinu I Osló. Við hlið hans stendur Jónas Sigurðsson
bassaleikari, sem setti út þjóðlög fyrir söngflokkinn. Þrjú á palli komu fram I sjónvarpsþætti Eriks Bye,
þar sem safnað var fé fyrir norsku strandgæzluna og björgunarsveitirnar. Erik Bye var sjómaður áöur
en hann gerðist sjónvarpsstjarna. Hann er mjög vinsæll um borð I islenzku sildveiðiskipunum i Norður-
sjónum, en sést aftur á móti sjaidan I islenzka sjónvarpinu.
Þrjú á palli á Karl Johan I Osló. Myndin er tekin I janúar 1973 en þau ferðuðust til Oslóborgar til að taka
þátt I sjónvarpsþætti Erik Bye, þess er frægastur varð hér vegna söfnunar i Vestmannaeyjasöfnunina i
Noregi.