Tíminn - 16.08.1974, Síða 13
Föstudagur 16. ágúst 1974.
TÍMINN
13
0 Þjóðlög
varpið, gerðum fyrir það 4-5
skemmtiþætti og fórum siðan á
þess vegum til Stokkhólms og
tókum þátt i gerð Norðurlanda-
dagskrár sem send var út á
gamlárskvöld á öllum Norður-
löndunum. Ennfremur fórum við
eftir þetta tvisvar til London og
gerðum hljómplötur.
Þetta voru lög, sem við höfðum
flutt i sjónvarpsþáttunum svo
segja má, að við höfum gernýtt
efnið með þessu móti.
Lögin voru flutt á skemmtun-
um, siðan i sjónvarpi og loks sett
á plötur.
— Nú, i framhaldi af þessu
tekur þú þátt i nýju triói, Þrem á
palli. Var það framhald af
Savanna-trióinu?
Þið munið hann Jörund
—• Þrjú á palli varð til einvörð-
ungu fyrir tilstilli Jónasar Árna-
sonar. Það var i sambandi við
leikritið ÞIÐ MUNIÐ HANN
JÖRUND. Gert var ráð fyrir
þessu söngtriói, þegar leikritið
var skrifað. Það kom i minn hlut
að setja saman þennan söngflokk.
1 honum voru Edda Þórarinsdótt-
ir, Helgi R. Einarsson og ég. Sið-
an urðu mannaskipti, þegar
Halldór Kristinsson kom i stað
Helga.
— Ég persónulega hafði gert
það upp við mig, að bezt væri að
láta opinberan söng vera, eftir að
Savanna-trióið var hætt, eða þá
að demba mér út i þetta aftur
með fullum krafti.
Þarna dugar engin hálfvelgja.
Þótt stökkpallurinn fyrir trióið
væri þarna niður i Iðnó, þá var
öllum ljóst, að timafrekar æfing-
ar urðu að fara fram, ef takast
ætti að þjálfa upp góðan söng-
flokk. Það tekur a.m.k. eitt ár. Og
það verð úr, að byrjað var að æfa.
Þegar Savanna-trióið starfaði,
voru auðvitað margar hugmyndir
i gangi, em ekki komust allar i
gagnið. Sumar þeirra fram-
kvæmdu Þrjú á palli. Þarna á ég
einkum við tvær hljómplötur,
sem Þrjú á palli hafa gefið út.
Það eru þær plötur, sem ég er
hvað ánægðastur með af þvi, sem
gert hefur verið að öðrum ólöst-
uðum, en það eru JÓLALÖG, er
gefin voru út fyrir tveim árum
(tekin upp i Stokkhólmi undir
stjórn Þóris Baldurssonar), og
svo islenzk þjóðlög, sem gefin
voru út nú i sumar og eru nýkom-
in á markaðinn hér.
Segja má, að þessar tvær plötur
séu eins konar kóróna á þessum
ferli.
Þurrausinn þjóðlaga-
brunnur
— Er þessi þjóðlagabrunnur
ekki brátt þurrausinn, eða er af
nægu að taka?
— Ég held að það sé búið að
þurrka hann að mestu leyti. Það
er ekki orðið af miklu að taka, ef
átt er við lög, em henta til söngs
og flutnings af þeirri gerð, sem
áðurnefndir söngflokkar við-
höfðu.
— Að visu bætist ávallt eitt og
annað við af lögum i þennan þjóð-
lagaarf. Ég er nú ekki rétti mað-
urinn til að greina frá starfi að
þjóðlagasöfnun, en þjóðlögum
hefur verið safnað á seinustu ár-
um og er safnað. Rikisútvarpið á
mikinn fjölda af upptökum á
þjóðlögum, sem þyrfti að gefa út i
handhægu formi, skrifuð, eða
flutt. Ég veit t.d. til þess að ágæt
kona, Helga Jóhannsdóttir ferð-
aðist um og safnaði þjóðlögum
fyrir rlkisútvarpið, og Hallfreður
örn Eiriksson hefur unnið að
svipaðri söfnun alþýðusöngs.
Útvarpið geymir sin lög á segul-
böndum, og þau geyma raddir
fólksins, sem kom lögunum á
framfæri. Hallfreður örn mun þó
mest hafa safnað kvæðalögum og
rimum, en eins og áður sagði, er
ég hér að fjalla um mál, sem aðr-
ir kunna á betri skil en ég.
Litil saga fylgir hverju
þjóðlagi
— Þessi þjóðlagasöfnun er
mjög dýrmæt. Ekki vegna þess að
mig skorti lög i svipinn. Fólk er
ekki að trana þessu fram, og dýr-
gripir munu glatast, ef við hirð-
um ekki um að safna þeim, áður
en þeir eru allir, sem geyma þau i
minni. Eina leiðin er að fara út á
meðal fólksins og hljóðrita þau.
Auðvitað er margt af þessum
lögum áður þekkt, en i strjálbýli
og raunar þéttbýli lika, lifir mikið
af þýzkum og dönskum lögum,
sem menn halda að séu islenzk
þjóðlög.
— Nú, að lokum. Hefur þetta
starf þitt að þjóölagaflutningi
haft einhver áhrif á söguskoöun
þína og viðhorf til genginna
kynslóða?
— Þetta er flókin spurnine.
sem erfitt er að svara, en þó vil ég
segja, að þessi gömlu lög eiga það
yfirleitt sameiginlegt að þeim
fylgir litil saga. örstuttar
smásögur, eða þjóðsögur. Mér
finnst ég með einhverjum hætti
komast i mjög náin tengsl við
þessar sögur, upplifa þær jafnvel
með einstæðum hætti, og ég held
að öllum, sem til þekkja, verði
það ljóst, að i þjóðlaginu skilar
sér menningararfur, sem ekki
kemst til skila með öðrum hætti
og á sér lifandi rætur langt út i
sögunnar rökkur.
— JG.
Akranes
Óskum að ráða skrifstofumann til afleys-
inga um 4ra mánaða skeið.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bók-
haldi og almennum skrifstofustörfum.
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 23.
ágúst n.k.
Akranesi 15. ágúst 1974
Bæjarritarinn Akranesi.
Hótel- og
veitingaskóli
íslands
INNRITUN fer fram i skólanum, Suður-
landsbraut2 (Hótel Esju) 19. til 23. ágúst
kl. 1^-16 daglega.
Innritað verður i 1. og 2. bekk framreiðslu
og matreiðslu, ásamt 3. bekk matreiðslu.
— Einnig á kvöldnámskeið fyrir mat-
sveina á fiski- og flutningaskipum.
Skólastjóri.
11
.N;
■111
Sunnudagur
18. ágúst.
18.00 Skippi. Ástralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.25 Sögur af Tuktu.
Kanadiskur fræðslumynda-
flokkur fyrir börn. Þýðandi
og þulur Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.40 Steinaldartáningarnir.
Bandariskur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi Guðrún
Jörundsdóttir.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Bræðurnir. Brezk fram-
haldsmynd. 6. þáttur.
Samningsgerö.Þýðandi Jón
O. Edward. Efni 5. þáttar:
Veislan hjá Carter heppnast
miður en hann hafði vonað.
Aðeins Mary Hammond og
Kingsley-mæðgurnar koma.
Eftir að gengið hefur verið
frá sameiningu fyrirtækj-
anna láta ökumenn Hamm-
ond-fyrirtækisins i ljós
megna óánægju með, að
menn Carters, sem ekki eru
i stéttarfélagi, skuli njóta
sama réttar og þeir sjálfir.
Boðað er til fundar um mál-
ið. Brian hittir Pamelu
Graham aftur og býður
henni á kvöldtónleika, en
áður en hann fer, kemur
Ann óvænt heim og virðist
ekki hugsa sér að fara aftur.
21.20 Andstæður.Tónverk eftir
Béla Bartók. Flytjendur
Rut Ingólfsdóttir, Gisli
Magnússon og Sigurður
Snorrason. Stjórn upptöku
Egill Eðvarðsson.
21.40 Sinn er siður i landi
hverju. Brezkur fræðslu-
myndaflokkur með saman-
burði á siðum og venjum
fólks i fjórum heimsálfum.
3. þáttur. Unglingarnir.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
22.25 Að kvöldi dags. Sr.
Sigurður Haukur Guðjóns-
son flytur hugvekju.
22.35 Dagskrárlok.
Mánudagur
18. ágúst.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Hið lifandi, eilifa haf.
Slóvakisk kvikmynd um
jarðsögulegefni. I myndinni
er einkum fjallað um hafið
og myndun járðlaga á
sjávarbotni. Þýðandi og
þulur Þorsteinn Jónsson.
20.45 Sjúkur og sæll. Danskt
sjónvarpsleikrit, byggt á
sögu eftir Sven Holm. Aðal-
hlutverk Jörgen Ryg. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir. Aðalpersónan, Arntsen,
er miðaldra öryrki, sem
stundar igripavinnu i
þvottahúsi. Hann er
óánægður með tilveruna og
lendir gjarnan i erfiðleikum
i daglegri umgengni við
annað fólk. (Nordvision —
Danska sjónvarpið).
21.55 Joe Glazer. Þáttur frá
upplýsingaþjónustu
Bandarikjanna. Visna-
söngvarinn Joe Glazer
syngur verkalýðssöngva og
rekur jafnframt sögu
verkalýðsbaráttunnar i
landinu. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Aður á dagskrá
17. mai 1974.
22.30 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
20. ágúst
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Bændurnir. Pólsk fram-
haldsmynd byggð á sögu
eftir Wladislaw Reymont. 5.
þáttur. Þýðandi: Þrándur
Thoroddsen. Efni 4. þáttar:
Brúðkaup Boryna bónda og
Jögnu er haldið með mikilli
viðhöfn, en um það bil, sem
gleðskapnum er að ljúka,
finnst Kuba vinnumaður
látinn af sárum sinum.
21.20 Sumar á norðurslóðum.
Brezkur fræðslumynda-
flokkur um dýralif i norð-
lægum löndum. 3. þáttur.
Griðland visundanna. Þýð-
andi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
22.00 íþróttir. Meðal annars
mynd frá bikarkeppninni i
frjálsum iþróttum.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Dagskrárlok óákv.
Miðvikudagur
21. ágúst.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Nýjasta tækni og visindi.
Landhúnaður með flugvél-
um.
Sædýrasafn I New York.
Sólsjónauki.
Útvarpssjónauki.
Dýragarður i San Diego.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.00 Enginn vildi deyja.
Litháisk biómynd með rúss-
nesku tali gerð árið 1966.
Þýðandi Reynir Bjarnason.
Myndin gerist viö lok
heimsstyrjaldarinnar siö-
ari. Litháiskir skógarmenn,
sem forðuðu sér úr þjónustu
Þjóðverja,er leið að lokum
striðsins, gera samyrkju-
bændum lifið leitt og drepa
alla þá menn i valdastöðum,
sem þeir ná til. Meðal
fórnarlama þeirra er nýráð-
inn bústjóri, Björn að nafni.
Synir Björns koma heim til
útfararinnar og ákveða að
setjast þar um kyrrt og leita
óbótamannanna.
22.40 Dagskrárlok.
Föstudagur
23. ágúst.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Kapp með forsjá. Brezk-
ur sakamálamyndaflokkur.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.25 Samarnir við ströndina.
Finnsk fræðslumynd um
Sama i nyrstu héruðum
Skandinaviu og Finnlands.
Þýðandi Málfriður
Kristjánsdóttir. (Norsvision
— Finnska sjónvarpið).
21.40 íþróttir. Meðal annars
myndir frá knattspyr-nu-
leikjum innanlands.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Dagskrárlok óákv.
Laugardagur
24. ágúst.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Læknir á lausum kili.
Brezkur gamanmynda-
flokkur. Upton tæmist arf-
ur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.50 Borgir. Kanadiskur
fræðslumyndaflokkur,
byggður á bókum eftir
Lewis Mumford um borgir
og borgarlif. 4. þáttur. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
21.20 Makleg málagjöld.
(Death of a Scoundrel).
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1956. Leikstjóri Charles
Martin. Aðalhlutverk Ge-
orge Sanders. Zsa Zsa
Gabor og Yvonne de Carlo.
Þýðandi Briet Héðinsdóttir.
Myndin lýsir ferli manns,
sem flyzt búferlum frá
Evrópu til New York til
þess að öðlast þar fé og
frama. Hann gerist brátt at-
hafnasamur á verðbréfa-
markaðnum, og er ekki allt-
af vandur að meðulum.
23.25 Dagskrárlok.
Bílstjóri
OSKAST
STRAX
I
A
i&J
Kópavogur—
Gæzlustörf
Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar
óskar að ráða tvær kouur til starfa á
gæzluvelli i austur bænum.
Umsóknarfrestur til 26. ágúst n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
Félagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32.
Þar eru jafnframt veittar nánari upp-
lýsingar. Simi 4-15-70.
Félagsmálastjóri.
----------—-------------------------------
Akranes
Verkamenn óskast til sorphreinsunar-
starfa
Umsóknir berist undirrituðum, sem veitir
nánari upplýsingar i sima 1211.
Akranesi, 15. ágúst 1974.
Bæjarritarinn Akranesi.