Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 5. september 1974. Fimmtudagur 5. september 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú skalt alveg búa þig undir það, að umgangur við annað fólk verði þér fremur til ama en skemmtunar i dag, svo að þú skalt fremur færast undan þvi að lenda i fjölmenni, þó með kurteisi. Þetta gengur yfir. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þú skalt forðast að efna til rökræðna um viðkvæm mál eða lenda i orðaskaki i dag, og þá eru langmestar likur fyrir þvi, að dagurinn verði þér skemmtilegur og árekstralitill. En þú skalt halda þig heima við i kvöld. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þetta er heppilegur dagur til breytinga, ekki aðeins á vinnustað heldur og heimafyrir. Þú skalt búa þig undir það, að fagrir hlutir freisti þin, og einhverjar tilfinningar festa rætur hjá þér i dag, þú finnur sjálfur bezt hverjar. Nautið (20. april—20. maí) Það, sem krefst sameiginlegs átaks gengur mjög vel i dag, og eins það, sem snertir sam- vinnu við annað fólk. Þú átt mjög auðvelt með að tala um fyrir skyldfólki þinu, ef þú þarft á þvi að halda i dag — og það getur vel verið. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er framkoma þin, sem auðveldar þér margt i dag, en þú skalt samt varast að skipta þér af viðskiptamálum, þetta er ekki rétti dagurinn til þess. Þú ættir að reyna að sækjast eftir umgengni við skemmtilegra fólk en upp á siðkastið. Krabbinn (21. júni—22. júlí) Þú munt komast að raun um þaö i dag, að vinir þinir eru afar skilningsrikir, og hvað snertir áform þin, munu þeir að ýmsu leyti koma þér að liði. Þetta skaltu meta við þá og sýna þeim þakk- læti og velvilja á móti. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það er harla litið útlit fyrir annað en möguleik- arnir séu á hverju strái i kringum þig i dag. Það verður einna helzt á vinnustaðnum, sem þú berð virkilega eitthvað úr býtum, jafnvel aðstöðu, sem þú ert búinn að sækjast lengi eftir. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú skalt gefa þér tima til að lita i kringum þig á heimili þinu og athuga, hvort ekki sé hægt að gera það skemmtilegra á einhvern hátt. Umhverfið hefur afskaplega mikil áhrif á sálar- lifið. Þetta skaltu hafa hugfast. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þér veitist innan skamms tækifæri til þess að gera hreint fyrir þinum dyrum gagnvart einhverjum, sem hefur komið þannig fram gagnvart þér, að það er engu likara en tilfinningar þinar hafi orðið fyrir verulegu áfalli. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þetta er að mörgu leyti ágætur dagur, og þar sem aðstæður eru heldur hagstæðar, þá skaltu gera þitt bezta til þess að hagnýta þér þær. Þú skalt vinna vel og af vandvirkni, þar sem vel er fylgzt með störfum þinum i dag. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það litur út fyrir, að tilfinningarnar séu ekki i jafnvægi i dag og jafnvel litur út fyrir, að þær sveiflist frá innilegustu hamingju til sárustu örvæntingar. Að öllum likindum stafar þetta af einhverjum nákomnum þér. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þú skalt taka daginn snemma, svo að þú missir ekki af gullvægu tækifæri, sem þér mun veitast að likindum rétt fyrir hádegið. Þú þarft að endurskoða einhver smáatriði til þess að koma i veg fyrir misskilning, sem annars gæti orðið. •3 Auglýsid | í Tímamim 3 A sunnudaginn var opnuð sýning að Hallveigarstöðum á innrömmuðum eftirprentunum eftir á annað hundrað heimsfræga listmálara. Þetta eru á þriðja hundrað eftirprentanir, og er verðið frá rúmum þrjú þúsund krónum. Þetta er i fimmta skipti sem sýning er haidin á eftirprentunum en þessi sýning verður opin dagiega milli klukkan 14-22 og stendur hún tii 8. sept. Vetrarstarf Pólýfónkórsins SJ—Reykjavik— Á undanförnum árum hefur Pólýfónkórinn eink- um helgað sig stórverkum J.S. Bachs og flutt Jólaoratoriuna mörgum sinnum, frumflutt Mattheusarpassiuna og H-moll messuna á Islandi og Jóhannes- arpassiuna I heild sl. vor. Næsta stórverkefni Pólýfón- kórsins verður oratorian Messias eftir G.F. Handel, eitt hið feg- ursta tónverk sinnar tegundar og tvimælalaust hið vinsælasta. Veröa tónleikarnir I páskavik- unni. 100-150 kórfélagar flytja verkið. Messias hefur þrisvar áður ver- ið tekinn til flutnings hér á landi, siðast árið 1973, undir stjórn Dr. Róberts A. Ottóssonar. Ekkert stórverk fyrir kór og hljómsveit er jafnoft flutt erlendis, einkum i Bretlandi, þar sem sérstök hefð rikir um flutning verksins, enda er talið að oratorian Messias hafi haft meiri áhrif á tónlistarsmekk og framþróun tónlistarlifs hjá Bretum en nokkur tónlist önnur. Æfingar Pólýfónkórsins á Messiasi munu hefjast i næsta mánuði og verður verkið flutt i sinum upprunalega búningi á ensku, og a.m.k. sumir einsöngv- aranna verða úr hópi kunnustu einsöngvara i Bretlandi. Það hefur verið regla kórsins að flytja tónverk á frummálinu. Uppi- staðan i hljómsveitinni verður hin nýstofnaða Kammersveit Reykjavikur, en hún er að mestu skipuð sömu hljóðfæraleikurum og hafa tekið þátt i flutningi Pólý- 40 SÓTTU UM A TVEIM DOGUM fónkórsins á verkum J.S. Bachs. Raddþjálfarar Pólýfónkórsins auk söngstjórans, Ingólfs Guð- brandssonar, eru Elisabet Erlingsdóttir, Ruth L. Magnússon og Friðbjörn G. Jónsson. Ef til vill verður einnig unnið að sérstakri jólasöngdagskrá. Pólýfónkórinn hefur farið margar söngferðir til útlanda við góðan orðstir og m.a. sungið inn á stóra hljómplötu RCA fyrir alþjóðamarkað, sem kom út sl. haust. Hefur hún hlotið lofsam- lega dóma hér og i Sviþjóð. Siðast kom kórinn fram á þjóðhátið i Reykjavík og flutti islenzk þjóðlög, sem i ráði er að hljóðrita til útgáfu á næstunni. Auk kórstarfseminnar rekur Pólýfónkórinn fjölmennan söng- skóla, þar sem fólki gefst kostur á að læra undirstöðuatriði tónlistar, nótnalestur, rétta öndun og beitingu raddarinnar. Hefur sú starfsemi bætt úr brýnni þörf og notið mikilla vinsælda, enda árangur ágætur, þvi að margir nemendur kórskólans eru nú .starfandi félagar i Pólýfónkórn- um og öðrum kórum borgarinnar. Kórskólinn tekur til starfa i lok september, og er innritun þegar hafin I sima 26611. Um fjörutiu manns sóttu um upptöku i kórinn tvo fyrstu dag- ana eftir að auglýst var eftir söng fólki fyrr i vikunni. Hjúkrunarkonur Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða hjúkrunarkonur nú þegar eða eftir sam- komulagi. Góð launakjör. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 96-4-13-33. £júltrabijsfö í Husdvík s.f. SqLuh SÖLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBILA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. ARMULA7V3050I&84844

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.