Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 7
Fimmtudagur 5. september 1974.
TÍMINN
7
r
v
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof-
ur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523.
Verö i lausasöiu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
J
Launajöfnunar
bætur
í samræmi við stjórnarsamninginn hefur for-
sætisráðherra nú snúið sér til aðila vinnu-
markaðarins og óskað eftir samráði við þá um
skipan kjaramála. f fyrsta lagi er óskað eftir
viðræðum um skipan þeirra til nokkurrar fram-
búðar, og i öðru lagi um launajöfnunarbætur eða
tryggingabætur, sem tækju sem fyrst gildi, til
handa þvi fólki, sem skarðastan hlut ber frá borði.
Eins og komið hefur fram, er stefnt að þvi að ná
samkomulagi við stéttasamtökin um launa-
jöfnunarbæturnar fyrir lok þessa mánaðar.
Ætlunin er, að umræddar launajöfnunarbætur
komi fyrst um sinn i stað dýrtiðarbóta samkvæmt
visitölu. Ætlunin er að þeir, sem meira bera úr být-
um, verði að sætta sig við visitöluskerðing-
una óbætta, enda myndu efnahagsráðstafanir
haldlausar, ef visitölukerfið héldist óbreytt áfram.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
kaupsamningarnir, sem gerðir voru á siðastliðn-
um vetri, höfðu i för með sér stóraukið óréttlæti i
launamálum. Þeir fengu mesta hækkun, sem bezt
voru settir. í efnahagsfrumvarpi vinstri stjórnar-
innar, sem lagt var fyrir Alþingi á siðastliðnu
vori, var lagt til að þetta yrði leiðrétt á þann hátt,
að skertur yrði hlutur þeirra, sem mest hefðu
fengið. Þetta fékk ekki nægan hljómgrunn og þótti
illframkvæmanlegt. I tillögum þeim, sem Ólafur
Jóhannesson lagði fram, þegar hann hóf stjórnar-
myndunarviðræður við vinstri flokkana i sumar,
lagði hann til, að sú leið yrði farin til launa-
jöfnunar, að þeir, sem hefðu lægst kaup og
lakastar aðstæður, fengju sérstakar bætur vegna
væntanlegra efnahagsaðgerða, en aðrir ekki. Um
þetta yrðu höfð nánari samráð við launþega-
hreyfinguna. Á þetta féllust vinstri flokkarnir
svonefndu. Sjálfstæðisflokkurinn féllst einnig á
þetta, eftir að viðræður hófust við hann.
Það liggur i augum uppi, að hér er um augljóst
réttlætismál að ræða. Það er réttlátt að jafna
aftur launin eftir þann ójöfnuð, sem átti sér stað
við gerð kjarasamninganna á siðastliðnum vetri.
Það er réttlátt að tryggja sérstaklega hlut þeirra,
sem lakast eru settir, þegar gera þarf meiriháttar
efnahagsaðgerðir.
Þess ætti að mega vænta,að tillögunni um launa-
jöfnuð verði vel tekið af verkalýðssamtökum. Þau
settu sér það mark, þegar viðræður hófust um
kjaramálin i fyrra, að stefnt yrði sérstaklega að
þvi að bæta kjör hinna láglaunuðu. Það var þvi
ekki að vilja heildarsamtakanna, að útkoman varð
önnur. Nú fá verkalýðssamtökin sérstakt tækifæri
til að auka jöfnuðinn að nýju. Við þær erfiðu að-
stæður sem nú eru,er vitanlega ekki hægt að koma
á fullum jöfnuði, enda þarf lengri tima til að vega
og meta þau hlutföll, sem hér eiga að vera og telja
verður eðlileg. Eðlilegum launajöfnuði verði ekki
komið á öðruvisi en i áföngum. Hér er tækifæri til
að ná fyrsta áfanganum.
Ýmsir telja það ekki góðs vita og kenna pólitik
um, að Alþýðusambandið hefur mælt með uppsögn
kaupsamninganna vegna gengisfellingarinnar.
Það þarf þó ekki að vera, heldur séu samtökin hér
að styrkja samningsstöðu sina. Engum ætti að
vera það ljósara en leiðtogum verkalýðs-
hreyfingarinnar, að almennar kauphækkanir nú
væru engum til hags, nema verðbólgubröskurum,
og sizt af öllu venjulegu launafólki.
Þ.Þ.
Marcel Berlins, The Times:
Lítill árangur ráð-
stefnunnar í Caracas
Aðalglíman verður í Genf á næsta ári
Hans G. Andersen flytur ræöu á Caracasráöstefnunni. i forseta-
stóli er Amerasinghe, forseti ráöstefnunnar.
„EF 150 hænur eru settar i
sömu stiuna, þarf engan að
undra þó að þær gaggi allar I
einu”.
Ef til vill hefur verið vænzt
of mikils af þriðju hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, eins og ofanskráð at-
hugasemd eins af sendimönn-
unum frá Afriku gefur til
kynna.
Umræður um málin áður en
ráðstefnan settist á rökstóla
lýstu mjög mikilli bjartsýni,
og þessar umræður voru si-
endurteknar á fyrri hluta ráð-
stefnunnar, sem stóð i tiu
vikur. Þetta olli þvi, að margir
af fulltrúunum, sem voru ná-
lega þrjú þúsund, tóku að gera
sér vonir um, að samkomulag
um meginmálin væri ekki að-
eins hugsanlegt, heldur i
seilingarfirrð.
ÞÓTT digurbarkalega væri
lengst af talað, bæði i al-
mennum og opinberum frétt-
um af ráðstefnunni, tókst ekki
að nálgast hin upphaflegu
markmið til neinna muna, og
heildarárangurinn olli von-
brigðum'.
Nú eru helztu vonir bundnar
við næsta áfanga ráðstefn-
unnar, sem hefst i Genf i marz
á næsta ári. Margir fulltrúar
hafa þó látið i veðri vaka, að
óhófleg bjartsýni sé að vænta
verulegs árangurs af þeim
viðræðum. Er þvi ekki talið
útilokað, að til þriðju lotu
komi siðla á næsta ári.
Fram hefur komið veru-
legur ágreiningur um viðhorf
til hafréttar i framtiðinni og
stefnumótunar i löggæzlu á
hafinu og nýtingu auðlinda
þess. Mesti og alvarlegasti
ágreiningurinn er þó milli
tækniþróuðu iðnaðarrikjanna
annars vegar og vanþróaðra
rikja þriðja heimsins hins
vegar.
ÉG ræddi við tugi fulltrúa
frá rikjum þriðja heimsins.
Þeim ber flestum saman um,
að fulltrúar iðnþróuðu
rikjanna yfirleitt, og stórveld-
anna sér i lagi, virðist litið far
gera sér um að reyna að skilja
viðhorf vanþróuðu þjóðanna
eða að taka tillit til þarfa
þeirra.
„Gildandi reglur um hafrétt
eru verk þróuðu þjóðanna. Við
tókum ekki þátt i mótun þeirra
og viðurkennum þær hvergi
nærri aliar. Þessi ráðstefna er
þvi fyrsta meiriháttar tæki-
færið, sem við fáum til að
gagnrýna þessar reglur og
lýsa viðhorfum okkar til
þeirra”. Þannig komst aldinn
og reyndur stjórnmálamaður
frá Afriku að orði.
„Við erum hingað komnir til
þess að ná samkomulagi um
alveg nýjar reglur um haf-
rétt”, hélt hann áfram.
„Sumir fulltrúar þróuðu þjóð-
anna láta þó svo sem aðeins sé
ætlunin að lagfæra gömlu
reglurnar. Þeir heyra það,
sem við höfum um málin að
segja, en þeir virðast ekki
leggja við hlustir i raun og
veru”.
ÉG hef einnig rætt við full-
trúa siglinga- og fiskveiði-
þjóða. Þeir benda á, að full-
trúum vanþróuðu þjóðanna
hafi oft virzt meira i mun að
taka „rétta” stjórnmálaaf-
stöðu en að leggja fram raun-
hæfar tillögur. Sumir þessara
fulltrúa sögðu berum orðum:
„Þetta er miklu fremur
stjórnmálaráðstefna en ráð-
stefna um hafrétt”.
Hlútlaus áheyrandi kæmist
sennilega einna helzt að þeirri
niðurstöðu, að fulltrúar bæði
þróuðu rikjanna og hinna van-
þróuðu hefðu aðeins verið að
itreka áður framkomnar skoð-
anir með mismunandi hætti.
Þeir hefðu notað ráðstefnuna i
Caracas sem eins konar
æfingu til undirbúnings hinni
raunverulegu samningabar-
áttu á ráðstefnunni i Genf að
ári.
Ráðstefnan i Caracas stóð i
tiu vikur, eins og áður er sagt,
og afstaða til þeirra mála,
sem verulegum ágreiningi
valda, hefur ekki tekið
teljandi breytingum á þeim
tima.
t FYRSTA LAGI er ágrein-
ingurum, hvaða vald og laga-
rétt strandriki eigi að hafa
innan efnahagslögsögunnar
(sem flestir fallast á að skuli
ná allt að 200 milum). Full-
trúar þriðja heimsins krefjast
fullra yfirráða á þessu svæði.
Fulltrúar þróuðu þjóðanna
telja yfirleitt, að ef fallizt yrði
á þessar kröfur, jafngilti það
200 milna landhelgi.
t ÖÐRU LAGI er ágreining-
ur um, hvaða vald strandriki
eigi að hafa á skipum, sem séu
á ferð á alþjóða siglingaleið-
um um sund innan 12 milna
landhelgi, ef hún yrði almennt
viöurkennd. Siglingaþjóðir og
flotaveldi krefjast fyllsta
siglingafrelsis öllum skipum
tii handa. Fulltrúar flestra
rikja, sem land eiga að slikum
sundum, krefjast nokkurs
valds á siglingum, einkum þá
þegar herskip eiga i hlut.
1 ÞRIÐJA LAGI er ágrein-
ingur um fyrirhuguð alþjóðleg
yfirráð yfir úthafsbotninum.
Eiga þessi yfirráð einkum að
koma fram i veitingu leyfa til
námunýtingar á hafsbotni,
eins og fulltrúar iðnþróuðu
rikjanna vilja? Eða á þetta að
verða voldug stofnun, sjálfráð
um, hverjum ieyft sé að nýta
námur og hvar, og jafnvel fær
um að taka sjálf að sér slika
nýtingu? Fulltrúar vanþróuðu
rikjanna virðast helzt hallast
að þvi.
1 FJÓRÐA LAGI er svo
ágreiningur um umhverfis-
vernd á hafinu og i þvi, þar á
meðal mengunarvarnir. A
þetta einkum, eða nálega ein-
vörðungu, að lúta ákveðnum,
alþjóðlegum reglum, eins og
siglingaþjóðirnar vilja, eða á
að láta hin einstöku riki að
einhverju leyti um reglurnar
og eftirlitið með þeim?
BRETAR voru tiltölulega
hlutlausir á ráðstefnunni. Þeir
óttast einkum, að vonbrigðin
með hinn litla árangur ráð-
stefnunnar kunni að valda þvi,
að aðrar þjóðir gripi til ein-
hliða ráðstafana, sem skaði
hagsmuni Breta. Einkanlega
er hætt við, að Norðmenn lýsi
yfir einhliða útfærslu fisk-
veiðilögsögu sinnar meöfram
strönd Norður-Noregs, en það
hlyti að valda verulegri rýrn-
un á þorskafla brezkra fiski-
manna.
Fulltrúar Breta og margra
annarra þjóða eru einnig ugg-
andi út af áformum i banda-
riska þinginu um að lýsa ein-
hliða yfir ákveðinni auðlinda-
lögsögu. Ef þetta yrði gert og
lánaðist að fylgja yfirlýsing-
unni fram, gæti það orðið
öðrum þjóðum hvatning til aö
fara eins að. Ef það yrði ofan
á, væri næsta áfanga ráðstefn-
unnar i raun settur stóllinn
fyrir dyrnar.