Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 5. september 1974. Fimmtudagur 5. september 1974. TÍMINN 9 Hættunni boðið heim III YNGSTU BORGAR I NYJU HVERFUN Skrif og myndir: Baldur & Róbert Þarna voru þau aö leika sér I leöjunni hjá steypukrananum. Dúfnakofinn er hinum megin viö kranann. Og svo er nú hann þessi, sem þarf nánari athugunar viö mikið um stórar og þungar vinnu- vélar, og við höfum vitað til þess oftar en þetta, að þau hafa reynt að setja þær af stað, sem stundum hefur heppnazt. Þetta er ekki af þvi að sviss- lykillinn hafi verið skilinn eftir i. Þau eru ekki ýkja gömul börnin, þegar þau gera sér grein, fyrir, hvernig hægt er að nota vir eða nagla til slikra hluta. Við skulum gjarnan hugsa þessa hugsun til enda, þótt við skrifum ekki lengra að sinni.... Krakkarnir kringum menn aö störfum Leiksvæði barnanna i Breið- holti er lika á þann veg, að full ástæða er til að taka það mál til nánari athugunar. Okkur hraus hugur við að sjá samsetninginn, sem sést á einni myndinni, inni á vinnusvæði steyputromlu og krana. Þar voru krakkarnir búnir að leggja bilavegi sina öðrum megin og byggja kofa hinum megin. Og það er alls staðar verið aö grafa. Grunnar og skurðir út um allt. - En það dettur engum i hug að merka þetta, hvað þá girða það af. Það er rétt eins og menn geri sér ekki ljóst, að börn og ung- lingar séu á næsta leiti. Hvar i ósköpunum skyldu starfsmennir- nir við þessar framkvæmdir hafa augun? Fuðrulegt, aö þeir skuli ekki hnjóta um krakkasverminn, sem sifellt er i kringum þá, meöan þeir eru að störfum. Þeir skyldu þó ekki halda, að krakkarnir fari hvert til sins heima um leið og þeir leggja niður vinnu? Það er hætt við þvi, að svo sé ekki. Þá fyrst verði skemmtilegt að leggja vettvanginn undir sig, þegar karlarnir eru ekki lengur til að skipta sér af þeim — skyldi maður halda. — Þaö bjargar einhverju i þessu vandræðaástandi/ sem ríkir í nýju hverfunum/ að það eru ekki komnar neinar sjoppur þangað ennþá. Meðan þær eru ekki fyrir hendi/ eru minni mögu- leikar á því en ella, að krakkar séu að hangsa úti fram cftir öllum kvöldum. Nóg um það samt. Aö þessu sinni eru þaö hverfin, sem eru i byggingu, sem viö ræöum um i sambandi viö öryggi barna og unglinga. Viö skulum viöurkenna þaö, aö viö höfum ekki skoöaö þessi mái alveg niöur i kjölinn. Viö áttum aö visu fróö- legt samtai við Einar Asgrims- son, varöstjóra hjá lögreglunni, sem hefur aösetur sitt I Arbæjar- hverfi, en annast eftirlit meö Breiðholtinu lika. Viö fórum líka um svæðiö, sérstaklega þaö, sem er I byggingu og sáum margt. Þaö er æriö margt, sem benda mætti á, og þarf úrbóta viö. Úrtölusöngur í viðkvæmu vandamáli En afsakanirnar eru svo sem alltaf lika fyrir hendi. Þetta stendur allt til bóta, þetta er I skipulagningu, það er veriö að vinna að þessu, svona hljómar úr- tölusöngurinn. En sannleikurinn er bara sá, aö yfirleitt er hér um hreint og ómengað framtaksleysi að ræða, stundum blandað peningaleysi. En það gera sér allir ljóst innst inni, að úrbóta er þörf — eða myndu gera það ef þeir stæðu andspænis slysi af völdum þessa. Setja vinnuvélar i gang um helgar En það er svo sem margt fleira en húsin, sem þarna eru i byggingu, sem börnunum stafar hætta af. Þeir sögðu okkur frá þvi, lögreglumennirnir, sem þarna eru á vakt, og við skulum taka vel eftir þvi.sem þeir hafa að segja: — Eitt það allra versta, sem við lendum i þarna efra, er að taka vinnuvélarnar af krökkunum. Það hefur komið fyrir i a.m.k. tveim tilfellum, að gengið var þannig frá stórum traktor fyrir helgi við Iþróttasvæðið þarna i Breiðholti, að krakkar voru að ólmast á traktornum, þegar við komum að. Þarna á svæöinu er Vaðið um allt i tómum byggingum Og nú er fariö að rigna ofan i skurðina og grunnanna. Það eru ekki dælur i þeim öllum — og þó að það séu dælur i þeim, koma þær ekki i veg fyrir, að vatn geti ekki einhvern tima sólarhringsins safnazt fyrir I þá. Þær eru ein- ungis til að gera verkamönnunum auðveldara fyrir yfir vinnu- timann. Ekki er nú veriö aö gera blessuöum börnunum öröugra fyrir aö komast upp á piankana! n H : ■ m ml i n Takiö eftir svölunum uppi á sjöundu hæö! Vaxtarbroddur borgarinnar, Skóga- og Seljahverfi i Breiöholti, Þaö liöur ekki á löngu þangaö til fariö veröur aö flytja i fyrstu húsin. Það er óþarfi að endurtaka það, sem áður var sagt um merkingar og giröingar hjá þessum bökkum, skurðum og grunnum. Og þá erum við komin að húsunum, sem eru i byggingu. Þar er i mörg horn að lita. Það er i afskaplega fáum til- fellum hugsað um það að loka þessum byggingum, meðan þær eru I smiðum. Það er eiginlega ekki fyrr en einhver verðmæti eru komin inn i húsin, að farið er að loka þeim. Fram að þeim tima getur hver sem er vaðið þar um allt. Og þó að verið sé að skella hengilási fyrir hurðir á neðstu hæðum eru iðulega uppslættir utan á húsum, stundum jafnvel með finustu stigum til að prila i Við/ sem þessar greinar höfum unnið fyrir Tímann/ tökum fúslega við öllum ábendingum lesenda blaðsins/ og munum koma þeim rétta boðleið. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir þvi/ að við komumst ekki til þess að sjá allt/ sem betur mætti fara, þessvegna tökum við þakksamlega við ábend- ingum. Við viljum einnig minna á, að þessi mál heyra undir embætti gatnamálastjórans f Reykjavik og tekur skrif- stofa hans að sjálfsögðu við ábendingum í þessum efnum. Það skiptir mestu máli, að úrbót fáist í þessum efn- um. Við efumst ekki um, að það er einlægur vilji allra Reykvíkinga, að frjáls og örugg æska Reykjavíkur geti farið óhult ferða sinna á höfuð- borgarsvæðinu. Myndin verður aldrei máluð nógu dökk Það er óhugnanlegt að sjá i sumum þessum galopnu húsum, sem gnæfa margar hæðir upp i loftið, óvarðar svalir á öllum hæðum, þar sem hversu litill naggur sem er getur i gáleysi hlaupið fram af. Það er lika glæfralega svign- andi plankar uppi á sumum upp- sláttunum, sem að visu freista ekki okkar fullorðnu til að hossa okkur á, en þarna uppi i Breið- holtinu eru þúsundir hugmynda- rikra svellkaldra smápolla.... Þessi mynd verður naumast nokkurn timann máluð nógu dökk. Að minnsta kosti finnst þeim, sem fengið hafa að kenna á afleiðingum þess, sem hér hefur verið lýst, það naumast. Af hverju skyldum við þá ekki taka þessi mál alvarlega og gera útbætur, i stað þess að yppta öxlum og hugsa sem svo, að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt — þangað til eitthvað það kemur fyrir, sem nistir hjörtu okkar allra i samúð með þeim, sem fyrir óhappinu veröur? Þetta er nógu fróöleg mynd. Þaöheföi veri fróölegra aö hafa bakkann aö baki strákanna meö. Dælan á barmi grunni stórhýssisins viröist gefa þaö til kynna, aö einhver skilningur sé á þvi aö vatn getisafnaztIgrunninn,og jafnveloröiötilóþæginda! Hvaö I ósköpunum skyldi nú þetta vera?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.