Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 12

Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 5. september 1974. r Frank Usher: ($3) A TÆPU VAÐI V__________________________________________) detta í hug að þú viljir nokkuð fyrir mig gera. Þú hefur aðeins áhuga á þínum skitnu tíu prósent. Og það var Amanda sem lagði símann á. — Hvers gat hún með réttu vænzt af Figl? Hún hafði neitað að gerast ástmey hans, aðallega fyrir það að henni fannst hann vera andstyggilegur. Stúlka í hennar starf i gat ekki leyft sér að vera vandlát um elskhuga ef hún átti að halda velli. Enda þótt hún hefði samþykkt að sofa hjá honum mundi hann sennilega hafa synjað henni um hjálp núna. Hann var slík manngerð. Hvaða vini átti hún? Þeir voru ekkí margir, og enginn þeirra í stöðu svo valdamikilli að þeir gætu hjálpað henni eða Óskari. Hún fékk ekki leyf i til að tala við Óskar, þótt hún hefði þrábeðið Braun um það. Hann var eini maðurinn f rá lög- reglunni sem hún hafði séð, að lögreglukonunni frátal- inni. Braun hafði yfirheyrt hana nákvæmlega. Hún var sannfærð um að Óskar hefði ekki skotið Nickolai, þótt hún gæti ekki lagt nokkuð það fram sem sannfærði Braun. Þegar Braun efaðist um tilveru Petersons sagði hún að Brieger mundi staðfesta að Peterson hefði komið á hótelið ásamt þeim Óskari. En samkvæmt því sem Braun sagði hafði Brieger ekki séð nokkurn Englending að naf ni Peterson í för með þeim. Stanislov hefði aðeins komið í f ylgd þeirra Amöndu og Óskars. Þegar Amanda krafðist þess að fá að standa fyrir máli sínu augliti til auglitis við Brieger, neitaði Braun henni um það. — Við rekum ekki lögreglurannsókn á þann hátt. Þér getið ráðizt á framburð Briegers í réttinum þegar vitna- framburður verður sannprófaður. Braun varð engan veginn þokað. Henni fannst Bayliss, hinn lýtalausi Breti sem stóð á þritugu, mikið ánægjulegri maður. Hann kom í heimsókn til hennar frá brezka sandiráðinu En samtalið við hann létti hann ekki af henni áhyggjum, heldur þvert á móti. Hann þekKti ekkerttil Petersons að því er hann sagði. — En hvað með Brieger? spurði Amanda. — Hann þekkir Pterson, en neitar nú að hafa heyrt hann eða séð. Er Brieger brezkur njósnari? Það e eina skýringin sem ég get f undið. Þér hljótið að vita það, hr. Bayliss. Bayliss hristi höfuðið. Hann þekkti ekkert til Petersons að því er hann sagði. — En hvað með Brieger? spurði Amanda. — Hann þekkir Peterson, en neitar nú að haf a heyrt hann eða séð. Er Brieger brezkur njósnari? Það er eina skýringin sem ég get fundið. Þér hljótið að vita það, hr. Bayliss. — Bayliss hristi höfuðið. — Ég hef alls engan kunnugleika á slíkum málum, en ég skal að sjálfsögðu gera skoðanir yðar kunnar á æðri stöðum. — Get ég ekki fengið að tala við sendiherrann? Við erum bæði brezkir þegnar. Bayliss hristi enn höfuðið. Það var eins og honum fyndist uppástungan óviðurkvæmileg. — Hans hátign situr í Bonn og þetta er ekki mál sem hann hefur persónuleg e.fskipti af. Það mundi verða gagnslaust að tala við hann. — Er ekki einnig gagnslaust að tala við yður? spurði Amanda hreint og beint. — Gerið þér nokkuð fyrir okk- ur? — Mín kæra unga dama, sagði Bayliss nokkuð þurrlega.— Ef þér haf ið drýgtafbrot, verður hegning að koma fyrir. Sú staðreynd að þér eruð brezkur ríkisborg- ari gerir engan mun. Það getur ekki verndað ykkur fyrir þýzkum lögum. — En Óskar er ákærður fyrir glæp sem hann hefur aldrei drýgf, það er alveg víst. — Dómstólarnir í Bayern eru öruggir. Hvorugt ykkar verður dæmtfyrir afbrotsem þið hafið ekki framið. Það þurfið þið ekki að óttast. Það varð þungbær þögn. Amanda hafði á tilfinning- unni að hann hefði engan eldlegan áhuga fyrir málefnum þeirra Óskars. — Hafið þér heimsótt Óskar? — Já. — Hvernig hefur hann það? — Hann lítur vel út og kvartar ekki undan meðferðinni á sér. — AAér er bannað að heimsækja hann. — Það er ekkert óeðlilegt við það. — En hvers vegna? Þeir haf engri sök komið á hann ennþá. Eða eru þeir kannske búnir að ákveða að hann sé sekur? Bayliss hristi höfuðið. — Þetta megið þér ekki segja. Þér fáið kannski leyf i til að heimsækja hann seinna. Verið þolinmóðar. — Þolinmóð! Skiljið þér hvað þetta allt þýðir fyrir okkur? — Ég held að ég geri það. — Vitið þér þá hvað það er sem skeður? —Það erítindir því komið hvort Braun f ulltrúa tekst að byggja upp pottþétt mál á vin yðar. Þá kemur málið fyrir rétt hér. Ef ekki munu yf irvöldin í Bayern skjóta málinu til ríkislögreglunnar, sem ákveður svo hvort þið skuluð framseljast til Kaltenburg. Amanda horfði óttaslegin á hann. — Og ætlið þið að framselja okkur? Maður á heima I frumskóg,, inum, kalláður Dreki ey Já, og hvilikur maður! Spurðu frumskógarbúana, sem vinna i^* -Mkastalanum. beiri * vita það kannski. Ég þori að veðja að Július verður frægur visindamaður \begar hann verður full orðinn /Og ég þori að veðja um hvað Haddi yerður þegar hann / verður fullorðinn. iifl liil 1 FIMMTUDAGUR 5. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram lestri sögu sinnar „Lúsindu og Dabba” (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Guðmund Kjærne- sted forseta Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands um siglingatækjasýn- ingu I Þrándheimi o.fl. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Smið- urinn mikli” eftir Krist- mann Guðmundsson Höf- undur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar.Artur Rubinstein leikur á planó „Fantasiestucke” op. 12eft- ir Robert Schumann. Búda- pest-kvartettinn leikur Strengjákvartett nr. 16 i F-dúr op. 135 eftir Beethov- ,en. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Frá Egyptalandi Rann- veig Tómasdóttir lýkur lestri úr bók sinni „Lönd i ljósaskiptum” (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál, Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 A fimmtudagskvöldi Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.10 Leikrit: „Blaðamaður- inn og skáldiö” eftir Eriand Josephson.Þýðandí og leik- stjóri: Stefán Baidursson. Persónur og leikendur: Hann, Róbert Arnfinnsson. Hún, Þórunn Sigurðardótt- ir. 20.50 Guðmundur Guðmunds- son skáld — aldarminninga. Guðmundur G. Hagalin rit- höfundur flytur erindi. b. Steingerður Guðmundsdótt- ir les ljóð. c. Flutt sönglög við ljóð eftir Guðmund Guðmundsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sólnætur” eftir Franz Eemil Sillanpáár Andrés Kristjánsson islenskaði. Baldur Pálmason les sögu- lok (13). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Fyrstir á morgnana

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.