Tíminn - 05.09.1974, Blaðsíða 16
*....
Firamtudagur 5. september 1874.
-
n
í sís-iómjR SUNDAHÖFN 1 —
, ■ -
fyrir góöan mai
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Fjöldagröf í
Mósambík
NTB—Beira — Blaðið Noticias i
Mósambik sagði I gær, að frétta-
menn þess hefðu fundið fjöldagröf
með likum fólks sem leyni-
þjónustan portúgalska hefði myrt
fyrr á þessu ári
I forsiðufrétt blaðsins segir, að
fréttamaður þess, sem veriðhafi I
heimsókn i þorpinu Sena, um 300
km norður af höfuðborginni
Beira, hefði tekið tali mann, sem
kvaðstvera sá eini, sem lifði
fjöldamorðin af. Maðurinn sagði,
að menn úr leyniþjónustunni
hefðu pyndað 68 af ibúum þorps-
ins þann 19 aprll i ár en siðan hafi
fangarnir verið færðir út 1 skóg,
þar sem þeim var skipað að grafa
sina eigin gröf, áður en þeir voru
skotnir. Blaðamaðurinn fann
siöan gröfina um fjóra kilómetra
fyrir utan þorpið
Leyniþjónustan var leyst upp
eftir byltinguna I Portúgal 25.
april. Portúgölsk yfirvöld rann-
saka nú staðhæfingar um, að .8
menn úr þjónustunni hafi pyndað
pólitiska fanga.
Átök á landa-
mærum Líbanons
NTB—Reuter — Tel Aviv,
Damaskus — Israeiskur her var I
fullri vigstöðu meðfram landa-
mærum Libanons I gærkvöidi
eftir blóðug átök við paiestinska
skæruliða fyrr um daginn.
Að sögn talsmanns hersins i
Tel Aviv féllu tveir úr hvoru liði,
þegar Palestinumennirnir reyndu
að taka Israelska gisla viö þorpið
Fassuta, þremur kllómetrum
sunnan við landamærin
I yfirlýsingu frá Palestinu-
mönnum segir, að markmiðið
með töku gislanna hafi verið að fá
látna lausa 12 menn, sem. eru i
fangelsi I Israel þeirra á meðal
erkibiskupinn af Jerfisalem,
Hilarion Capucci, sem er sakaður
um vopnasmygl til Palestinu-
manna.
Haig yfir-
maður Nato?
NTB-Washington —
Alexander Haig hershöfðingi,
sem var yfirmaður starfsliðs
Hvita hússins siðustu 15
mánuðina, sem Nixon var við
völd, og hefur haldið áfram
starfi eftir að Ford tók við,
mun væntanlega veröa
útnefndur yfirmaður Atlands-
hafsbandalagsins i Evrópu
með haustinu.
Þótt fregnir um þetta, sem
borizt hafa frá V-Evrópu hafi
ekki verrið opinberlega stað-
festar, viðurkenna talsmenn
Hvita hússins, að þetta sé það
starf, sem helzt komi til
greina fyrir Haig.
Aður en Haig, sem verður
fimmtugur i desember, getur
tekið við starfinu af Andrew
Goddpaster, þurfa öll aðildar-
riki Nato og öldungadeild
Bandarikjaþings að sam-
þykkja hann.
í Brússel er sagt, að Max
van der Stoel, utanríkisráð-
herra Hollands, sé ekki alls
kostar ánægður með Haig,
bæði vegna náinna tenglsa
hans við Nixonstjórnina og lit-
illar reynslu i stjórn heildar,
sem mynduð er úr mörgum
einingum.
Þess má geta, að síðan
Eisenhower var yfirmaður
Nato, hefur það verið sjálf-
sagt, að Bandarikin útnefndu
yffrmanninn, og hafa Nato-
rikin jafnan samþykkt hann.
ísamer '74 leíka
á Nesvegi
KAMMERKVARTETTINN
ISAMER ’74,sem eins og kunnugt
er hefur verið á tónleikaferðalagi
viða um landið á vegum Mennta-
málaráðs, mun halda tónleika hjá
Menningarstofnun Bandarikj-
anna sunnudaginn 8. september
n.k.
Hjá Menningarstofnun Banda-
rikjanna mun ISAMER ’74 leika
lög eftir Dohnanyi, Copland og
tvo höfunda frá Puerto Rico. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.30 þann 8.
september hjá Menningarstofnun
Bandarikjanna að Neshaga 16.
Aðgangur er ókeypis.
Lindargata
Laugarnesvegur
Laugarásvegur
Akurgerði
Austurbrún
Kjartansgata
Háteigsvegur
Bergsstaðastræti
Hart barizt um
þorp á Kýpur
— þrátt fyrir vopnahlé
NTB-Nikósiu — Tyrkir tóku I gær
þorp, vestan við Nikósiu eftir bar-
daga, sem sagðir eru hafa verið
meðal þeirra hörðustu á eynni
siðan um miðjan ágúst, þegar
vopnahléð tók gildi. Tyrknesku
hermennirnir réöust inn i þorpið
Aline eftir að hafa skipzt á
skotum við þjóðvarðliða.
Tyrkir segja, að fyrst hafi verið
skotið á þá, en hinir segja, að
Tyrkirnir hafi rofið vopnahléð.
Talsmenn Sþ segja, að Tyrkir
hafi trúlega ráðizt inn i annað
þorp. Jafnframt segja þeir, að
menn úr griska þjóðvarðliðinu á
eynni hafi reynt að hindra Sþ-
menn i að rannsaka sannleiks-
gildi staðhæfinga um fjöldagröf i
grennd við Limassol.
Leiðtogi Kýpur-Tyrkja, Rauf
Denktas, sagði i gær, að Grikk-
land og stjórn Kýpur væru nú fús
til aö samþykkja, að Kýpur væri
skipt I griskt og tyrkneskt svæði.
I viðtali við Reuter sagði
Denktas, að hann hefði fengið
þessar upplýsingar frá opin-
berum aðilum. Hann sagði
einnig, að samningaviðræður um
varanlega lausn Kýpurdeilunnar
yrðu teknar upp að nýju á næstu
vikum.
Fyrri umræður, þar sem Bret-
land, Grikkland og Tyrkland tóku
þátt ásamt fulltrúum þjóðarbrot-
anna á Kýpur, sigldu I strand I
fyrra mánuði.
Skömmu siðar hófu Tyrkir stór-
sókn sina og tryggðu sér umráð
yfir þriðja hluta eyjarinnar. —
Stjórnin i Aþenu og Kýpurstjórn
undir forsæti Kleridesar er komin
að þeirri niðurstöðu, að þjóð-
stjórn sé bezta lausnin á eynni,
sagði Denktas. Það sýnir, að
grisk og kýpur-grisk yfirvöld
hafa gert sér ljóst, hvernig
ástandið er. Þvi fyrr sem setzt
veröur að samningaborði, þeim
mun betra fyrir alla, sagði hann
að endingu.
Etna að
gjósa
Reuter, Cataniu, Sikiley—
Þykkur, svartur reykur byltist
upp úr eldfjallinu Etnu á Sikiley I
gær, og sprengingar heyrðust frá
aðalgignum, sem tók siðan aö
þeyta hraungusum upp i loftið
Eldfjallasérfræðingar hafa
mikinn áhuga og fylgjast með
fjallinu af athygli.
Powell fékk
sprengjuhótun
NTB—Belfast — Stjórnmála-
maðurinn umdeildi Enoch
Powell, fékk i gær sprenguhótun,
eftir að hann hafði verið út-
nefndur frambjóðandi Sam-
einingarflokks mótmælenda i
kjördæmi I Norður-lrlandi
Rétt áður en von var á Powell
til aðalstöðva flokksins i Belfast
ók bill að húsinu. Bilstjórinn
stökk út og hrópaði, að sprengja
værii bilnum. Lögreglan stöðvaði
bil Powells og visaði honum til
Hótel Evrópu handan við hornið.
Nokkrum minútum siðar var svo
öllu fólki skipað þaðan út, og
Powell fór til annars hótels, þar
sem hann hélt blaðamannafund.
Hann sagðist ætla að fylgja for-
dæmi margra annarra stjórn-
málamanna, sem aldrei væru á
ferðinni utan dyra án þess að vera
vopnaðir.
ALLNÝSTARLEG vöru-
kynning átti sér stað siðari
hluta dags I gær, en þá brá
hljómsveitin Pelican á leik
utan dyra til að kynna nýút-
komna LP-hljómplötu sina
„Uppteknir”
Hljómsveitin lék fjögur iög
af hljómplötunni fyrir
framan hljómplötuverzlun
eina hér I borg, að við-
stöddum á að gizka fjögur
hundruð áheyrendum.
Enn slys á
gangbraut
Gsal—Rvik — Gangbrautarsiys
eru tið þessa dagana. t gærdag
varð gangbrautarslys á Lauga-
vegi á móts við húsið númer 178
Gekk stúlka i norðurátt yfir
gangbrautina, en bilar á hægri
akrein, sem óku i austurátt, höfðu
numið staðar til að hleypa henni
yfir. Þegar hún kom að vinstri
akgrein, kom bill aðvi'fandi, og
skipti engum togum, að hann
lenti á stúlkunni
Fótbrotnaði stúlkan og hlaut
höfuðhögg. Hún er ellefu ára
gömul.
Frh. á bls. 15
Volvo stýrisbúnaður
Ef til árekstrar kemur, gefur stýrisbúnaöurinn á Volvo
eftir á þrem stööum, og sjálft stýrishjólið lagar sig
eftir líkama ökumannsins. Volvo öryggi.