Tíminn - 06.09.1974, Síða 1
SLÖNGUR
BARKAR
TENGI
Landvélar hf
Haustsýning Félags
islenzkra myndlistarmanna
verður opnuð á morgun,
klukkan 17, eins og sagt er frá
á 3ju siðu blaðsins í dag.
Hér er ein myndin, sem
verða mun á sýningunni. Við
ætlum okkur ekki þá dui að
fella um hana dóm i stuttum
myndatexta, en leyfum okkur
að hverja fólk til þess að láta
ekki sýninguna framhjá sér
fara. Tímamynd Róbert.
Þingi
slitið
AUKAÞINGINU, sem setið
hefur að undanförnu var slitið
I gær og verður þing ekki kvatt
saman að nýju fyrr en 29.
október. Aukaþingið var kvatt
saman hinn 18. júli og hefur
þvi staðið ails 50 daga.
Alls hafa verið haldnir 47
þingfundir, 19 i neðri deild og
211 efri deild, en i sameinuðu
þingi voru fundirnir 7.
Fimm lagafrumvörp frá
stjórninni voru lögð fyrir neöri
deild og 3 fyrir efri deild.
Sjö stjórnarfrumvörp voru
afgreidd sem lög, en ekki varð
lokið afgreiöslu eins stjórnar-
frumvarps.
Tvær þingsályktunartil-
lögur voru bornar fram i sam-
einuöu þingi og lauk meðferð
annarrar með ályktun
alþingis, en ekki varð lokið
umræðu um hina.
Þau mál sem þingið hafði til
meðferðar urðu þvi alls tiu.
' .........
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
Islandi
Pantið bækling núna
33373
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
Heimaval/ Kópavogi.
>___'
AAargar gátur
óráðnar um
byggð Ingólfs
-fornleifagreftri í Reykjavík lokið að sinni
HHJ-Rvik. — Nú er fornleifa-
greftrfnum i Reykjavík lokið að
sinni. Þetta er fjórða sumarið,
sem grafið er I Reykjavik, og hið
þriðja, sem grafið er við Suður-
götu. Alls hafa 487 munir af ýmsu
tagi fundizt við rannsóknirnar I
Suðurgötu.
Sænski fornleifafræðingurinn
Else Nordahl, sem stjórnað hefur
fornleifagreftrinum frá upphafi,
sagði Timanum, að i sumar heföi
meðal annars veriö unnið að
rannsókn á langhúsi, sem virtist
vera frá landnámsöld. Húsið er
tiu sinnum þrir metrar aö innan-
máli og eldstæði i þvi miðju. í
öðrum enda hússins hafa fundizt
ýmsar menjar um vefnað, svo
sem hluti af vefjarskeið, snældu-
snúðar og kljásteinar.
Þá var grafin upp steinþró, sem
virðist hafa verið notuð sem
korngeymsla, þvi að þar fundust
korndrefjar.
Ekki er enn vitað' hvers konar
korn þar er um aö ræða, né hvort
það er innflutt eða ræktað hér-
lendis, en væntanlega mun vera
hægt að skera úr þessu, þegar
kunnáttumenn hafa rannsakað
kornið. Ekki er annaö vitaö um
aldur kornþróarinnar en að hún
er örugg frá þvi fyrir 1500.
— Það má raunar segja um
allar þær mannavistarleifar, sem
hér hafa fundizt, sagði Else, að
allt er mjög flókið, þvi að hús hafa
verið reist á sama eöa svipuðum
stað æ ofan i æ, þannig að tiðast er
illt að greina, hvað á saman og
hvað ekki.
Else gat þess, og að undir
gólfum heföi viða fundizt birki-
hris, og sagðist hún hafa látið sér
detta I hug, að hrisið hefði verið
lagt undir gólfin til þess að
þurrara yrði i húsunum. Það
styddi þessa hugmynd, að votlent
hefði liklega verið á þessum staö.
Hins vegar væri einkennilegt, að
húsin hefðu ekki verið reist i
brekkurótunum fáeinum metrum
ofar, þvi aö þar hefði verið þurrt.
Einna skemmtilegast.' þeirra
muna, sem fundizt hafa, veröur
að telja fimmtán sentimetra
langa mannsmynd úr viði.
Þá má og geta þess, að fundizt
hefur mikið af gjalli. Þaö er enn
órannsakað og þvi ekki vitað,
Frh. á bls. 6
í ÖÐRUM enda ianghússins
frá landnámsöid, sem sagt er
frá i greininni, fundust marg-
vislegar minjar um vefnaö,
svo sem hluti af vefjarskeið,
snældusnúður og kljásteinar.
Vefjarskeiðin var svo illa
leikinn, að ekki var viðlit að
hrófia við henni, án þess að
gripa til sérstakra ráða. Else
Nordahl, sein stýrt hefur forn-
leifarannsóknunum, brá á það
ráð að rjóða vatnsleysaniegu
limi á skeiðina. Það var látið
þorna, og siðan var unnt að
lyfta skeiöinni. Siðan verður
vefjarskeiðin látin þorna
smám saman til þess að hún
springi ekki og eyðileggist.
Tímamynd Gunnar
Aðalfundur L.l. að Hallormsstað:
Læknar enn andvígir
frjólsum fóstureyðingum
SJ-Reykjavik — Það var álit
fundar Læknafélags tslands, sem
haldinn var að Hallormsstaö að
gera þurfi stórátak I uppbyggingu
heilbrigðisþjónustu i landinu,
m.a. til þess að nýju heilbrigðis-
lögin komist i framkvæmd. Til
þess töldu læknarnir að þurfi
aukna fjárveitingu frá þvi sem
verið hefur. Með nýju lögunum
tók rikisvaldið á sig auknar
skuldbindingar, en siðasta fjár-
veiting alþingis var engan veginn
I samræini við þau áform, sem
felast i nýju lögunum. — Afstaða
lækna til fóstureyöingafrum-
varpsins er óbreytt eftir niöur-
stöðu fundarins að dæma, þeir
eru andvigir frjáisum fóstur-
eyðingu. Fundurinn varar við að
neyöa iækna til að gera ónauðsyn-
legar aðgerðir. Þó vilja læknarnir
að fóstureyðingalöggjöfin verði
rýmkuð, þannig að vissar félags-
legar ástæður verði metnar til
jafns við sjúkdóm.
Aðsögn Snorra P. Snorrasonar,
formanns Læknafélags Islands,
var á fundinum talsvert rætt um
framkvæmd nyju heilbrigðislag-
anna. Læknarnir telja að ganga
þurfi frá þeim hlutum laganna,
sem frestað hefur verið að
afgreiða. Héraðslæknar eru
t.d.ekki skipaðir ennþá sam-
kvæmt nýju lögunum. En sam-
kvæmt þeim verða heilsugæzlu-
stöðvar úti á landi og jafnframt
nokkrir héraöslæknar, sem hafa
stærri svæöi að sinna en héraðs-
læknar nú. Fundarmenn töldu að
endurskoða þurfi hvernig þessu
verði hagaö og lögunum siðan
komið i framkvæmd sem fyrst.
Margt var rætt um læknis-
þjónustu i dreifbýli yfirleitt.
Einnig var rætt um skipulag
læknisþjónustu utan sjúkrahúsa
og tengsl hennar við sjúkrahús.
Sérstaklega var fjallað um skipu-
lag og starfsemi göngudeilda
sjúkrahúsa, en þær geta verið
mikill þáttur i læknisþjónustunni.
Fundarmenn voru sammála
um að mikið átak þyrfti að gera
til uppbyggingar læknisþjónustu
á Reykjavikursvæðinu. A það
bæði við um heimilislækna-
þjónustu og uppbyggingu lækna-
miðstöðva og heilsugæzlustöðva i
þéttbýli, en slíkar stöövar úti á
landi hafa af eölilegum ástæðum
verið látnar hafa forgang.
Þörf væri á fleiri læknum, en
útlit er fyrir að úr rætist með það i
Frh. á bls. 15
Hið eina rétta er,
að maðurinn dó
— segir rannsóknarlögreglumaður um
forsíðufrétt Vísis í gær
Gsal-Rvik. — i fyrrakvöld lézt
74 ára gainall maður á heimili
sinu við Vesturgötu. Ljóst er,
að dauöa hans bar ekki eðli-
lega að höndum, en rannsókn
mátsins stendur yfir, og þvi er
ekki liægt að segja frá máls-
atvikum, að svo stöddu.
Að sögn Eggerts Bjarna-
sonar rannsóknarlögreglu-
manns, sem hefur rannsókn
þessa máls, með höndum, er
nú beöið eftir niðurstöðum
krufningar.
Sagði Eggert, að frétt sú um
þennan atburð, sem birtist i
VIsi i gærdag, væri ekki höfð
eftir rannsóknarlögreglunni,
og þar væri rangfarið með
flest.
— Það má næstum þvi
segja, að það eina rétta, sem
þar kemur fram, sé að maður-
inn dó, sagöi Eggert.