Tíminn - 06.09.1974, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Föstudagur 6. september 1974.
Kvennaskólinn d Blönduósi
auglýsir:
Tvö hússtjórnar-
nómskeið
í vetur
3ja og 5 mánaða. — Heimavist starfrækt
fyrir stúlkur i 3. og 4. bekk Barna- og
gagnfræðaskólans á Blönduósi og
heimilisfræði sem valgrein fyrir
nemendur 3. og 4. bekkjar, ef næg þátt-
taka fæst.
Umsóknarfrestur er til 15. sept.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri i
sima 95-4239.
Hjúkrunarkonur
Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða
hjúkrunarkonur nú þegar eða eftir sam-
komulagi.
Góð launakjör.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i
sima 96-4-13-33.
$jíkr«l|ásii t Húsnvík s.f.
Blaðburðarfólk
vantar í Kópavogi
aðallega í austurbæ.
— Upplýsingar í síma 4-20-73
Handavinna
Kaupum vel prjónaðar lopapeysur
i öllum stærðum.
Móttaka er á þriðjudögum og
föstudögum kl. 1-5.
fflS
EP u ÍS
ojAustutstræti
,Á XW
í ■ ..
fDenningar/tofriun
Bondcifikjanno
Tónlistarkvöld
Sunnudag 8. september, kl. 20:30.
Kammerkvartettinn ISAMER ’74 heldur tón-
leika hjá Menningarstofnun Bandarikjanna,
Neshaga 16, n.k. sunnudag kl. 20:30. Guðný
Guðmundsdóttir (fiðla), Halldór Haraldsson
(pianó), Guillermo Figueroa (fiðla, vióla) og
William Grubb (selló) flytja verk eftir
Dohnanyi, Copland og tvo höfunda frá Puerto
Rico.
FÆREYJAR
Hvað er að gerast I
Færeyjum? Þannig hafa
margir spurt aö undanförnu.
Þar hefir veriö boöuð fri-
merkjaútgáfa 14. nóvember,
og er ekki seinna vænna, því
að danska póststjórnin hefir
tilkynnt, að ekki megi nota
dönsk frimerki á færeyskan
póst frá 13. nóvember.
21. ágúst var fundur á lög-
þingi Færeyja, þar sem fri-
merkjaútgáfan var eina
málið á dagskrá og sýndist sitt
hverjum.
Atli Dam vill gjarnan að fri-
merkin komi út fyrir kosn-
ingarnar, sem verða I
Færeyjum 8. nóvember, en
andstæðingar hans eru á öðru
máli, meðal þeirra póst-
meistarinn i Vestmannahöfn.
Hann krefst þess að útgáfan
verði stöövuö, þar til hún
verður framkvæmd af
Færeyingum sjálfum, og
Færeyjar verði þá sérsvæði.
Eftir mikið rifrildi á þinginu,
var um þrjá möguleika að
ræða: a) Að biðja dönsku póst-
stjórnina að láta vera að gefa
út dönsk Færeyjafrímerki þvi
aö slikt verði gert af
Færeyjum sjálfum, sem sér-
svæði eða b) að fresta fri-
merkjaútgáfunni þar til eftir-
kosningarnar, svo að hið nýja
þing geti tekið afstöðu til
málsins eða c) að gefa merkin
út eins og áætlað var.
Málið er komið svo langt, að
Dimmalætting er farið að
skrifa um það i leiöurum og
staöhæfir þar, að danskur fri-
merkjakaupmaður standi á
bak við útgáfuna, hvaðan sem
sú hugmynd er nú komin.
Annars verður hin áætlaða
útgáfa mjög svo skemmtileg,
ef hún sér dagsins ljós. 1 tS-
kynningu frá dönsku póst-
stjórninni I júli, segir, að út
verði gefin 14 merki, með 7
myndun. Þess má þó geta, að
áætlað er að hafa tilkynningu
i litum tilbúna fyrir
STOCHOLMIU, þar sem sam-
stæðan verður kynnt nánar.
Merkin verða af stærðinni
32,13x40,83 mm. Djúpprentuð i
Finnlandi. 5,50 og 90 aurar
sýna kort L.J. Debes af
Færeyjum, frá 1951. 10, 60, 80
og 120 aurar sýna kort
Abraham Ortelius af
Noröur-Atlantshafi
(1527-1598). 70 og 200 aurar
með mynd frá vesturströnd
Sandeyjar. 250 og 300 aurar,
útsýni frá Straumey að
Vogum. 350 aurar, málverk
Eyvindar Mohr af Svíney. 450
aurar, málverk Ruthar
Smiths byggö á Nesi 500
aurar, málverkiö, sólsetur á
Skálafiröi
A merkjunum stendur
FÖROYAR og verð I aurum.
Númer á marginal eru i 3
tölum, merkt með ö, 001 og
áfram. Fyrstadagsstimplun
verður i Þórshöfn og sér
E.S.K. Midjord póstmeistari
um hana.
GRÓÐURKORT AF
60% LANDSINS
Kdlfurinn Tumi
þumall:
• •
Orverpi,
sem að er
hlúð sem
barni
SJ—Reykjavik — Þau tiðindi urðu
á bænum Búðarhóli i Austur-
Landeyjum á fimmtudagskvöldið
var, að kýr bar kálfi, sem vó að-
eins 8 kg nýfæddur, en meðalkálf-
ur er um 20 kg. Kálfurinn er 45 sm
að hæð og á stærð við litinn hund.
örverpi þetta var alveg full-
burða og drekkur úr pela, að sögn
Konráðs Auðunssonar bónda á
Búðarhóli. Honum hefur farið
fram þessa fyrstu viku og er far-
inn að leika sér. Fyrst var kálfur-
inn hafður inni i bæ, en hann er
eftirlæti allra á heimilinu, ekki
sizt barna hjónanna á Búðarhóli,
sem eru niu, það yngsta fimm
mánaða. Tuma þumal kalla þau
kálfinn litla, og faðir þeirra segist
ákveðinn i að láta hann lifa. Nú er
kálfurinn kominn út i skúr, en er
búinn peysu, likt og barn i reifum,
svo að tryggt sé, að honum verði
ekki kalt, og börnin fara oft út að
heimsækja hann, svo að hann sé
ekki einmana.
Þetta er þriðji kálfurinn, sem
kýrin móðir Tuma þumals eign-
ast, og voru hinir tveir alveg eðli-
legir.
— Einu sinni áður hefur fæðzt
óeðlilega litill kálfur aö Búðar-
hóli, segir Konráð bóndi, en ekki
svona litill. Sá kálfur lifði stutt.
Þessi var ekki nema eins og tvö
nýfædd lömb að stærð. En ég býst
við að hann lifi, fyrst honum hefur
farið þetta fram og er orðinn
vikugamall, sagði Konráð i gær.
o Fornleifar
hvort það er úr islenzku járni eða
innfluttu.
Alls hafa ellefu manns unnið að
fornleifagreftrinum i Reykjavik i
sumar. Einn þeirra gat þess til
gamans, aö liklega væru þau búin
að grafa burt um 150 rúmmetra af
jarðvegi viö Suðurgötu. Þá ber að
hafa i huga, að graftrartól forn
leifafræðinganna eru ekki mikiL
virk, þvi að þeir notast við
múrskeiðar og þaðan af minni
verkfæri til þess að ekkert fari
forgöröum við gröftinn.
HHJ-Rvík. — Nú er langt komið
gerð gróðurkorta af landinu. Að
sögn Ingva Þorsteinssonar, sem
annazt hefur gerð gróðurkort-
anna og þær rannsóknir, sem að
baki þeim liggja, allt frá upphafi,
er nú búið að kortleggja um 60%
af landinu. Heita má að allt
hálendið sé kortlagt, og sums
staðar er byrjað að gera kort af
byggðum svæðum, svo sem
Austur-Skaftafellssýslu og Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu.
Gróöurkortin hafa margvislegt
hagnýtt gildi. M.a. má af þeim
ráða beitarþol tiltekinna svæða,
þá má og sjá hvar gróður- og
jarðvegseyðing á sér stað eða
hvar hætta er á sliku. Inn á
gróðurkortin eru færð landa-
merki jarða, og má siðan áætla
ræktunarhæfni hverrar jarðar
fyrir sig og búnaðargildi hennar.
Gróðurkortarannsóknirnar
sýna hvar skórinn kreppir með
tilliti til gróðurnýtingar. Þær
veita vitneskju um hvar land er
vannýtt, fullnýtt eða ofnýtt.
— Þannig má i stórum dráttum
sjá, að land er ofnýtt, og þess
vegna i nokkurri hættu, á Suður-
landi vestanverðu og Suðvestur-
landi, sagð* lngvi. Sama máli
gegnir um Húnavatns- og Skaga-
fjaröarsýslur. Þetta er þó ekki
GB—Akranesi — Þriðjudaginn 27.
ágúst var tekin i notkun inn-
gangshluti nýbyggingar
sjúkrahúss Akraness.
Undirbúningur að byggingu
hússins hófst, er byggingarnefnd
var kosin, hinn 6. aprfl 1962.
Bygging hússins hófst haustið
1963. í desember 1968 var tekin til
notkunar sjúkradeild með 31
rúmi. Læknamiðstöð og heilsu-
vernd var tekin i notkun vorið
1970 og röntgendeild árið 1972.
Byggingaráfangi sá, sem nú er
lokiö, er um 17% allrar
nýbyggingarinnar. I honum er
aðalanddyri, aðstaða fyrir alla
stjórnun og skrifstofur, fundar-
alveg einhlitt, þvi að sums staðar
er vannýtt land aö finna i þessum
héruðum.
t sumum héruðum er land
fullnýtt án þess að vera ofnýtt, og
sums staðar má auka land-
nýtinguna, svo sem i tsafjarðar-
syslum. Greinilegt er og að
gróður er að aukast i Austur-
Skaftafellssýslu. Þar hefur gifur-
leg ræktun á undanförnum
áratugum létt mjög á beitilandi.
Nýverið var sem kunnugt er
ákveðið að verja einum milljarði
króna til landverndar af ýmsu
tagi. Þegar unnið var að áætlun-
inni um landvernd og land-
nýtingu, var leitað til heima-
manna i öllum héruðum landsins,
sagði Ingvi, og þeir beðnir að
segja sitt álit á þvi, hvernig
gróðurlendi væri á vegi statt. Það
var gaman að sjá, að áliti þeirra
og niðurstöðum gróðurkorta-
rannsóknanna bar nánast alveg
saman.
Ætla má að gróöurkortagerð-
inni verði að mestu lokið innan
fimm ára, og alveg innan
áratugs.
Til viðbótar við það fé, sem
áður hafði verið veitt til gróður-
kortagerðar, voru veittar 20
milljónir króna af þjóðargjöfinni,
s.k., og skiptist það fé á fimm ár.
herbergi, biðstofa, skiptistofa,
sölubúð, sjúkrastofa fyrir 4 rúm
auk nauðsvnlegra snyrtiher-
bergja. Auk þessa hefur verið sett
upp lyfta.
Aformað er að ljúka innréttingu
eldhúss áþessu ári og taka i notk-
un lyflæknindadeild með 31 rúmi
á næsta ári. Byggingu hússins
mun væntaiilega ljúka árið 1977.
Húsið er teiknað af teiknistofu
Húsameistara rikisins. Nú hin
siðari árin hefur Verkfræði- og
teiknistofan s/f, Akranesi, annast
allar innréttingateikningar undir
umsjá Húsameistara, en stofan
hefur séð um hönnun burðar-
virkja og lagna frá upphafi.
Fyrsti hluti nýbygg-
ingar sjúkrahúss
Akraness í notkun