Tíminn - 06.09.1974, Qupperneq 7
Föstudagur 6. september 1974.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof-
ur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523.
Verö i lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Nýir íhaldsflokkar
Það er talið, að enginn islenzkur stjórnmála-
maður hafi lýst ihaldsstefnunni betur en Jón Þor-
láksson i grein, sem hann reit i Lögréttu skömmu
eftir að hann kom til landsins eftir að hafa lokið
verkfræðiprófi i Kaupmannahöfn. Hinn ungi verk-
fræðingur var þá fullur af miklum framfaravilja,
vildi leggja vegi, þjóðnýta vatnsaflið o.s.frv. í
áðurnefndri grein beindi hann geiri sinum einkum
gegn ihaldsmönnum eða þeim, sem væru á móti
framförum.
— Ihaldsmenn eru svo klókir, sagði Jón, að þeir
viðurkenna það ekki, að þeir séu á móti framför-
um. Þvert á móti þykjast þeir vera fylgjandi þeim.
Þeir vita, að það væri óvinsælt, ef þeir létu það i
ljós. En ihaldsmenn segja annað. Þeir segjast
vera á móti sköttum. Það er vinsælt að segja þao
En með þvi að berjast á móti sköttum, eru þeir
raunverulega að berjast á móti framförum.
Þannig reyna þeir að standa i vegi framfaranna.
Þessi gamla lýsing Jóns Þorlákssonar rifjast
óneitanlega upp, þegar ihuguð eru viðbrögð hinna
svokölluðu vinstri flokka, eftir að þeir lentu i
stjórnarandstöðu. Fyrir aukaþinginu hefur legið
að afgreiða þrjú frumvörp, sem öll höfðu verið
flutt með einum eða öðrum hætti af vinstri stjórn-
inni á siðasta þingi. Þá voru bæði Alþýðubanda-
lagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna
eindregið fylgjandi þessum málum. Nú bregður
hins vegar svo við, að þessir flokkar snúast
hatrammlega gegn þeim. Þingmenn þeirra, sem
áður töldu þessi mál nauðsynleg, svo að hægt væri
að halda uppi framfara- og jafnaðarstefnu i
landinu, hafa við þá breytingu að lenda i stjórnar-
andstöðu gerzt mestu ihaldsmenn þingsins.
Fyrst þessara mála er hækkun söluskattsins um
tvö stig. Vinstri stjórnin beitti sér fyrir þessari
hækkun á siðasta þingi. Hún var þá talin nauðsyn-
leg til þessm.a., að rikið gæti haldið uppi fullnægj-
andi niðurborgunum á vöruverði, en það er ekki
aðeins þýðingarmikið úrræði gegn verðbólgunni,
heldur stuðlar flestum ráðstöfunum betur að
jöfnuði og bættum hag þeirra, sem erfiðasta að-
stöðu hafa t.d. stórra, fátækra fjölskyldna.
Annað þessara mála er hækkun bensingjaldsins,
sem rennur i vegasjóð. Ef það fengist ekki fram,
myndi vegaviðhald dragast saman og nýju vega-
framkvæmdirnar vera úr sögunni. Hér er þvi um
mikið framfaramál að ræða, enda viðurkenndu
bæði Alþýðubandalagið og Samtökin það á siðast-
liðnum vetri. Nú snúast þessir flokkar hins vegar
gegn málinu af mikilli hörku. Með þvi eru þeir
raunverulega að berjast fyrir verra vegaviðhaldi
og minni vegaframkvæmdum.
Þriðja málið er verðjöfnunargjald á raforku. Ef
það fengist ekki fram, yrði enn að hækka stórlega
raforkuverð til þeirra, sem búa við óhagstæðasta
verðið og lökustu aðstöðuna. Það myndi leiða til
aukins óréttlætis og ójafnaðar, ef það fengist ekki
fram.
í þeim málum, sem aukaþingið fjallar um, hafa
Alþýðubandalagið og Samtökin gengið undir
merki ihaldsstefnunnar i verki, þótt þau geri það
ekki i orði. Áreiðanlega hafa fylgismenn þessara
flokka ætlað þeim annað en að taka að sér þetta
hlutverk Sjálfstæðisflokksins, eftir að hann snerist
til réttari vinnubragða.
Þ.Þ.
Grein úr Norges Handels- og Sjöfartstidende:
Hverju breytir opnun
Súezskurðarins?
Áhrifin eiga að vera jákvæð fyrir heimsmálin
SÚEZSKURÐURINN var
notaður meira en nokkur
annar skipaskurður allt þar til
hann lokaðist fyrir sjö árum.
Sú spurning er borin fram i
júnlhefti „100 Al”, málgagns
Lloyds, hvort hugsanlegt sé,
að skurðurinn öðlist fyrra
mikilvægi þegar á næsta ári.
I grein timaritsins er þvi
haldið fram að lokun skurðar-
ins árið 1967 hafi sennilega
verið afdrifarikasti atburður i
alþjóðasiglingamálum siðan á
heimsstyrjaldarárunum. Þá
varð offramboð tankskipa allt
i einu úr sögunni, og skortur á
þeim i þess stað. Þá hófst
kapphlaup i skipasmiðum og
hefur það staðið siðan, og
hafizt var handa um smiði
hraðskreiðari, stærri og dýr-
ari skipa en áður.
SÚEZSKURÐARFÉLAGIÐ
birti skýrslu réttum mánuöi
áður en skurðurinn lokaðist.
Samkvæmt henni fluttu tank-
skip rúmlega tvo þriðju þess
vörumagns, sem um skurðinn
var flutt. Þau fluttu 84 af
hundraði vara á norðurleið og
þriðjungur skipa á suðurleið
um skurðinn var tóm tank-
skip. Eitt þeirra var norskt
tankskip, 150 þús smálestir, og
var það stærsta skip, sem þá
hafði lagt leið sina um skurð-
inn.
Framtið Súezskurðarins
veltur að verulegu leyti á þvi,
hvort oliuflutningurinn verður
látinn fara um hann að nýju.
Flest tankskipanna eru nú
stærri en 150 þús. smálestir.
Árið 1967 var gert ráð fyrir
40 feta dýpi i skurðinum, og
nægði sú dýpt þá niu af
hundraði allra tankskipa i
notkun eða smiðum.Árið 1971
nægði þetta dýpi ekki helmingi
tankskipanna.
TANKSKIP hafa ekki ein-
ungis stækkað, heldur hefur
komið i ljós að ódýrara er að
flytja oliu frá Persaflóa suður
fyrir Afriku til Evrópu.
Flutningskostnaður á smálest
hækkaði að visu ört eftir lokun
skurðarins, en lækkaði aftur,
þegar farið var að nota skipin,
sem smiðuð voru eftir lokun
hans. Arið 1971 var flutnings-
gjaldið orðið jafnlágt og
1967 vegna stækkunar skip-
anna.
Ódýrara er að reka stærri
skipin, og einnig eru þau ódýr-
ari i smiðum. Talað er um 4,11
dollara rekstrarkostnað á
smálest, þegar um 70 þús.
smálesta tankskip er að ræða,
en aðeins 2,53 dollara i 250 þús.
smálesta tankskipi. Smiða-
kostnaður er einnig 30 af
hundraði lægri á smálest i
stóru skipunum. 250 þús. smá-
lesta tankskip teljast raunar
ekki sérlega stór eins og nú er
komið. Flutningur oliu með
200 þús. smálesta skipi frá
Persaflóa til Evrópu er talinn
ódýrastur með þvi móti, að
skipið fari hlaðið suður fyrir
Afriku en tómt um Súezskurð-
inn. Næst ódýrast er að fara
suður fyrir Afriku báðar
leiðir.
OPNUN Súezskurðarins
leiöir tæplega til þess, að
skipaeigendur smækki skip
sin. I „100 Al” er ekki gert ráð
fyrir að skipaeigendur vilji
einvörðungu vera upp á
flutninga um Súezskurðinn
komnir enda er þar lýst van-
trú á, að skurðurinn verði að
nýju jafnmikilvægur sem
flutningaleið milli Evrópu og
Persaflóa og hann var áður.
Egypzk stjórnvöld hafa
stöðugt unnið að áætlunum um
stækkun og dýpkun skurðarins
siðan 1967. Egypzka rikis-
stjórnin birti nýjustu áætlanir
sinar fyrir skömmu. í fyrsta
áfanga á skurðurinn að vera
38 fet á dýpt, eins og hann var
fyrir sex-daga-striðið. Til þess
að gera hann færan, verður að
fjarlægja dufl og ósprungnar
sprengjur, og dæla burt
nokkurri leðju sums staðar.
Brezki flotinn og sá bandariski
veita aðstoð við þetta verk, og
það á að taka um sex mánuði.
Þar með er talin vinna við að
fjarlægja 15 sokkin flutninga-
skip.
Siðan er gert ráð fyrir
dýpkun i 53 fet, og þá geta 150
þús. smálesta tankskip farið
hlaðin um skurðinn. Næst á að
auka dýpið i 67 fet, og breikka
skurðinn um leið úr 197 fetum i
294 fet, og þá geta 260 þús.
smálesta tankskip farið hlaðin
um skurðinn. Dýpkunin fer að
nokkru fram á vegum skurð-
stjórnarinnar, en erlendir
verktakar munu taka að sér
breikkunina. Bjartsýnustu
áætlanir Egypta gera ráð fyrir
opnun skurðarins i október i
haust. Fyrirhuguð breikkun
og dýpkun tekur sennilega um
sex ár og kostar frá 800 til 2000
milljónir sterlingspunda.
EBYPTAR gera ráð fyrir,
að tekjurnar af skurðinum
muni aukast jafnört og áður,
eða um 10 af hundraði á ári, en
það er nálægt árlegri aukn-
ingu heimsverzlunarinnar.
Tekjurnar af skurðinum eiga
að geta staðið undir kostnað-
inum við dýpkun hans og
breikkun og skilað umfram-
tekjum. Reiknað er með 28500
skipum árið 1980, og tekjurnar
af siglingu þeirra verða um
230 milljónir sterlingspunda.
Aætlanir Egypta kunna að
sýnast byggðar á nokkurri
bjartsýni, en þær eru gerðar
með hliösjón af öðrum áform-
um, sem Egyptar hafa á
prjónunum. Enduruppbygg-
ingin I Egyptalandi heyrir
undir Osman Ahmed Osman
ráðherra, og áformað er að
gera borgirnar Port Said og
Ismalia að risastórum iðnað-
armiðstöðvum og frihöfnum.
Borgina Súez á að fjórfalda úr
þeirri stærð, sem hún var i
fyrir árið 1967, og þar á að
vera miðstöð skipasmiða og
oliuhreinsunar. Áformað er að
grafa fimm jarðgöng undir
skurðinn til' Sínai, til þess að
tryggja betur sameiningu þess
svæðis og Egyptalands.
ÝiySAR iðnaðarþjónir hafa
látið I ljós áhuga á þessum
áætlunum, og Japanir sendu
hóp atvinnurekenda til Kairó i
marz til þess að ræða ýmis
áform, sem ætlað er að kosti
nokkur hundruð milljónir
bandarikjadala. Egyptaland
hefur upp á fleira að bjóða en
Súezskurðinn. Þar er miðstöð
innflutnings til Evrópu vel
sett, gnægð vinnuafls er i
landinu, og vafalaust er völ á
skattaafslætti og fleiri ivilnun-
um.
Kostnaðurinn við uppbygg-
inguna ofbýður tvimælalaust
fjárhagsgetu Egypta sjálfra,
enda er gert ráð fyrir að fjár-
festingin nemi alls 8 milljörð-
um dollara. Af þessum sökum
verður að verulegu léyti að
treysta á erlend lán og erlent
fjárfestingarfé, en fjár-
hagshorfurnar eru taldar
fremur bjartar.
Bent er á i greininni i „100
Al”, að stóru tankskipin kunni
með tlmanum að láta i minni
pokann fyrir hinum smærri,
sem geti notfært sér Súez-
skurðinn, þegar búið sé að
breikka hann og dýpka. Margt
getur að þvi stuðlað, en enginn
skipaeigandi mun telja stóru
skipin óalandi fyrir það eitt,
að skipaskurður er opnaður á
ný. Þá verður að hafa hliðsjón
af þvi, að ferðin frá Persaflóa
til Evrópu tekur helmingi
lengri tima suður fyrir Afriku
en um Súezskurð.
LOKUN skurðarins leiddi til
skipasmiðakapphlaups, og þvi
er liklegt, að opnun hans leiði
til samdráttar i skipasmiðum.
Einnig ber að lita á það, að
Evrópumenn keppa að þvi að
komast af án innfluttrar
oliu. Sumir hafa jafnvel spáð
þvi, að umframflutningageta
tankskipanna muni nema 48
milljónum smálesta að liðnu
næsta ári. Sömu áætlanir gera
ráð fyrir þvi, að umframgetan
muni nema 43 milljónum smá-
lesta á fyrri hluta næsta árs, ef
Súezskurðurinn verður
opnaður, og komast upp i 58
milljónir lesta við árslok.
Nýjar oliuleiðslur til Miðjarð-
arhafs hafa einnig áhrif á
flutningaskipaþörfina.
Opnun skurðarins getur
einnig dregið úr flutningaþörf
á öðrum varningi en oliu.
Talað er um, að fjögur skip
geti annað sömu flutningum
og fimm gera nú á milli Suð-
austur-Asiu og Evrópu, ef
Súezskurðurinn verður
notaður. Opnun skurðarins
hefur afar neikvæð áhrif á
efnahagslif i Suður-Afriku,
sem hefur hagnazt mjög á lok-
uninni. En betri Súezskurður
en áður hefur jákvæð áhrif á
efnahagslif heimsins yfirleitt.
Að visu er hvergi nærri vist,
að hann dragi aftur til sin alla
þá, sem notfærðu sér hann
fyrr, né heldur, að áætlanirnar
um breikkun hans og dýpkun
standist i kostnaði eða tima.
En ef úr framkvæmdum verð-
ur, verður skurðurinn efalaust
mikilvægasti skipaskurður i
heimi.