Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. september 1974. TÍMINN 11 Knattspyrnusnillingar á heimsmælikvarða Belgíumenn mæta með sína sterkustu menn ÞEIR verða ekki öfunds- verðir, landsliðsmennirnir okkar í knattspyrnu, sem leika gegn Belgíumönnum á Laugardalsvellinum á morgun. islenzku leik- mennirnir fá að glíma við eittallra sterkasta landslið Evrópu, lið sem er skipað knattspyrnusnillingum á heimsmælikvarða,. skot- fastasta leikmann Evrópu, Poul van Himst, sem hefur leikið 78 sinnum í lands- liðsbúningi Belgíu, Raoul Lambart, sem leikur sinn 25. landsleik á morgun, Wilfried van Moer, sem hefur leikið 33 landsleiki, Piot Chiritian, mark- vörðinn snjalla, sem hefur leikið 28 landsleiki og Nicolas Dewalque, sem leikur sinn 30 landsleik á morgun. Allt eru þetta f ræg nöf n í knattspyrnunni í Evrópu, leikmenn sem ,,Eg fann ekki Jil hand- anna" — þeir skutu svo fast ,,ÉG HEF aldrei leík- ið gegn skotfastari mönnum á ævinni, þeir skutu svo fast, að ég fann hreinlega ekki til handanna.” Þetta sagði Sigurður Dags- son, landsliðs- markvörður úr Val, eftir leikinn gegn Anderlecht i Evrópu- keppninni. Atta leikmenn úr Ander- lecht eru komnir hingað með belgiska landsliðinu, en þeir eru uppistaðan i hinu sterka liði Belgiumanna. ★ Þeir ætla sér að gera stóra hluti ó Laugardalsvell- inum ó morgun. Þeir fó stórupphæðir fyrir skorað mark ★ Verður knattspyrnusnillingurinn Poul van Himst tekinn úr umferð? léku með Belgíu í HM- keppninni í Mexikó 1970. Já, belgizka landsliðið er örugglega það allra sterkasta landslið, Sem hefur leikið hér á iandi. Það þarf að fara alla leið aftur til 1960, til að finna landslið, sem jafnast á við belgiska iiðið — en 1960 léku V-Þjóðverjar á Laugardalsvellinum. Belglska liðið sem leikur hér á morgun, mun örugglega leggja sig allt fram i leiknum. Leikmenn liðsins muna örugglega eftir undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar, en þá léku þeir i sama riðli og tslen^ingar, Hoilendingar og Norðmenn. Belgiumenn komust þá ekki i úrslitakcppnina i V- Þýzkalandi, þvi að þeir voru með lakari markatölu en Hollend- ingar. Belgiumenn ætla greini- lega ekki að brenna sig á sama soðinu i undankeppni Gvrópu- keppni landsliða. Þeir koma með alla sina sterkustu leikmenn til tslands, greinilega til að gera stóra hluti. Þegar tslendingar léku gegn þeim út i Belgiu, þá fengu leikmenn Belgiu stórupp- hæðir, <2500 franka — ca. 5000 Isl. kr.) fyrir hvert mark, sem þeir kynnu að skora hjá islandi. Nú er örugglega það sama upp á teningnum, þvi að hvert mark er dýrmætt iriðlakeppnum, þar sem markatalan er látin ráða, ef lið verða jöfn að stigum — Belglu- menn kannast við það frá þvi I HM. En ef við litum á möguleika tslendinga gegn Belgiumönnum, þá eru þeir ekki miklir, þvi að við ofurefli er að etja. tslenzka liðið mun að öllum likindum leika varnarleik, þar sem boðið væri upp á skyndisóknir. Það má segja, að það sé það eina rétta. En hvað er hægt að gera, til að halda leik Belgiumannanna niðri? Þvl er fljótsvarað — taka Poul van Himst úr umferö. Aö öilum Hkindum verður það gert og fengi þá annar hvor Karl Hermannsson eða Asgeir Elias- son það hlutverk. Gæti verið, að Jón Pétursson yrði látinn gera það. Að lokum má geta þess, að Islenzkir áhorfendur geta hjálpað landsliðsmönnunum okkar mikiö, með hvatningarhrópum. tslenzk- iráhorfendur verða að láta lands- liðsmenn okkar finna, að þeir leiki á heimavelli. Það er ekki hægt að krefjast mikiis af þeim, en má gefa þeim gott klapp, fyrir þaö sem er vel gert. Leikurinn á morgun hefst kl. 14.00. Þeir sem ætla sér að tryggja sér miða i tima, er bent á forsölu aðgöngu- miða, sem hefst á Laugardals- vcllinum kl. 10 f.h. —SOS Belgía LIÐ Belgiumanna sem leikur á Laugardalsvellinum, er skipað þessum leikmönnum: Lands- leikjafjöldi I sviga. Christian Piot, Standard (28) Gilbert Van Binst, Anderl. (6) Erwin Vanden Daele, Anderl. (28) Francois van der Elst, Ar.derl. (2) Ivo van Herp, Mechelen (3) Paul van Himst, Anderl. (78) Wilfried van Moer, Standard (33) Jam Verheyen, Anderl. (27) Hugo Broos, Anderl. (1) Julien Cools, Brugge (1) Jan Decex, Anderl. (32) Roger Henrotay, Standard (3) Raoul Lambert, Brugge 24) Marie Jean Pfaff, Beveren (0) ★ „Himst skaut okkur • x r« niour „Poul van llimst er örugglega einn bczti knattspyrnumaður, sem ég hef séö. Hann hrcin- lega skaut okkur niður I fyrri leiknum, en þá skoruöu Belgiumenn 6 mörk, sem voru aö meira eöa minna leyti hans verk”.þctta sagði Þor- steinn Friðþjófsson, fyrrver- andi landsliðsmaður úr Val, I viðtali við Timann 1969. Þá var hann að koma heint meö Valsliðinu, eftir að Valur hafði leikið tvo leiki i Belgiu, gegn Anderlecht i Evrópukeppni borgarliða. ..Belgíumenn svipaftir og Hollendingar''... — segir landsliðsmaðurinn Guðgeir Leifsson, sem lék gegn Belgíu og Hollandi í HM „Poul van Himst er stór- kostlegur knattspyrnu- maður — einn sá bezti sem ég hef séð. Hann hefur f rá- bæra boltameðferð og næmt auga fyrir samspili — sendingar hans eru nákvæmar og notar hann mikið af utanfótar- snúningum, þegar hann sendir frá sér. Þar að auki er hann mjög skotfastur t.d. tók hann aukaspyrnu gegn okkur út í Belgíu, langt fyrir utan vítateig. Þrumuskot hans smaug við stöngina á markinu." Þetta hefur landsliðs- maðurinn Guðgeir Leifs- son, að segja um belgíska knattspyrnusnillinginn Poul van Himst, sem er uppbyggjari sóknarleiks Belgíumanna, hann leikur yfirleitt sem afturliggj- anrii sóknarleikmaður, tengiliður á milli miðvall- arspilaranna og miðherj- anna. Og matar hann sóknarleikmenn óspart með frábærum sending- um. Guðgeir segir að Belgiumenn séu svipaöir að styrkleika og Hol- lendingar, leiki skemmtilega knattspyrnu, þar sem alllir leik- menn taki þátt i sókninni. Bak- veröirnir i belgiska liðinu eru mjög virkir sóknarleikmenn og sagði Guðgeir, að Belgiumcnn hafi ekki leikið með fasta útherja gegn islenzka liðinu i HM 1972 i Belgiu. _ sns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.