Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. september 1974.
TÍMINN
5
Geröur Hjörleifsdóttir viö eitt verkanna á sýningunni,
Ensk sýning hjá Heimiiisiðnaðarfélagi íslands
Hugmyndaauðgi
í hannyrðum
SJ-Reykjavik.Vefum, saumum,
hnýtum, nefnist sýning sem
verður opnuð á laugardaginn kl. 3
i húsnæði Heimilisiðnaðarfélags
íslands, Hafnarstræti 3. Þetta er
ensk sýning, sem er vissulega
þess virði að listunnendur og fólk,
sem hefur hannyrðir að tóm-
stundastarfi, fari að sjá. Á
sýningunni er útsaumur úr
margvislegustu efnum, og
gamalkunnar aðferðir notaðar á
nýstárlegan hátt, þar eru enn-
fremur hnýtt teppi og vefnaður.
Einkenni á sýningarmunum er að
höfundar þeirra eru að skapa eitt-
hvað sjálfir en fara ekki eftir
fyrirmyndum.
Embroiderers’ Guild er áhuga-
mannafélag um útsaum og
skildar handiðagreinar. Félagið
hefir aðsetur i London og er
félagatalan liðlega 4 þús. Megin
markmið félagsins er að leið-
beina, kenna og hvetja alla sem
áhuga hafa á útsaumi. Félagið
gengst einnig fyrir kennslu eða
námskeiðum i stórum stil,
sýningum, gefur út bækur og
timarit, og efnir til samkeppni.
Sýning þessi sem Embroiderers’
Guild var svo vinsamlegt að lána
Heimilisiðnaðarfélagi Islands er
bæöi frá einstökum félögum
innan samtakanna og úr einka-
safni þess. Sýningin er fyrst og
fremst til að kynna hvað er að
gerast i nútima útsaumi i Bret-
landi svo og ef hún mætti verða
einhverjum hvatning eða örvun
til að taka sér nál i hönd og rifja
upp gömlu útsaumssporin með
nýjum og margvislegum garn-
tegundum i fjölbreyttari efni en
við eigum að venjast.
Um 20 manns úr félagi þessu
koma til íslands innan fárra
daga.
Sýning þessi er einn liður i
starfi Heimilisiðnaðarfélags
íslands, en félagið hefur áður
fengið erlendar sýningar til
landsins.
t húsnæði Heimilisiðnaðar-
félags tslands i Hafnarstræti 3,
þar sem námskeið félagsins eru
haldin, er aðstaða fyrir sýningar,
og stefnir félagið að þvi að halda
þar smærri sýningar, bæði inn-
lendar og erlendar þegar nám-
skeiðin eru ekki i gangi
Sýningin verður opin i 14 daga
eða til 21. september frá kl. 1400-
2200.
SNOGH0J
Nordisk folkehojskole
(v/dengl. Lillebælts-
broen)
6 mdrs. kurs fra 1/11
send bud eftir skoleplan
DK7000 Fredericia,
Danmark
tlf.: 05-95 22 19
Athugið breyttan
sýningartíma
NÝ AAYND
Sýningar:
Laugardag og sunnudag kl.
6,8 og 10.
Barnasýning kl. 4.
Mánudag til föstudags kl. 8
og 10.
Bragi Ásgeirsson listmálari hefur opnað sýningu á nokkrum nýjustu
listaverka sinna I Norræna húsinu. Það hcfur jafnan þótt nokkrum tlð-
indum sæta, þegar Bragi sýnir verk sin, en hann er I fremstu röð lista-
manna. Á meðfylgjandi mynd sést Bragi ásamt tveimur verkum sln-
um. — Timamynd: Róbert.
Bjarni Jónsson
sýnir í Keflavík
BH—Reykjavík — 1 dag, laugar-
dag opnar Bjarni Jónsson, list-
málari, málverkasýningu i húsa-
kynnum Iðnaðarmannafélagsins i
Keflavik. Sýningin verður opin kl.
4-10 laugardaginn 7. og á sama
tlma sunnudaginn 8. september.
Næstu helgi á eftir verður sýning-
in aftur opin laugardag og sunnu-
dag kl. 4-10, og lýkur henni á
sunnudagskvöld.
A sýningunni i Keflavik sýnir
Bjarni Jónsson um 50 myndir,
sem hann hefur gert siðustu þrjú
árin. Bjarni er viðkunnur sem
listmálari og teiknari, tók fyrst
þátt i sýningu aðeins átján ára
gamall árið .1952, og hefur sýnt
viða siðan, bæði hérlendis og
erlendis. Nú sem stendur eru
þrjár myndir Bjarna á farand-
sýningu i Bandarikjunum.
Bjarni er þó ef til vill kunnastur
fyrir myndskreytingar sinar og
teikningar. Hann hefur mynd-
skreytt fjölda námsbóka og
kennsluspjöld bækur fjölmargar
og um nokkurra ára skeið var
hann aöalteiknari Spegilsins,
enda gæddur ágætu skopskyni,
sem kemur vel fram i myndum
hans.
Myndirnar, sem sýndar eru i
Keflavik á þessari sýningu, hafa
sérstaklega verið valdar með það
fyrir augum að sýna sem flestar
hliðar á list Bjarna Jónssonar.
Stúdentadeilan færeyska:
Neitað um stúdents-
skírteini
FÆREYSKU menntaskóla-
nemarnir tveir, sem neituðu
að tala dönsku á stúdentsprófi
i vor, fá ekki stúdentspróf sitt
viðurkennt, cnda þótt þýðing
hafi verið á segul-
bandsupptöku frá prófinu.
Þetta hefur fræðslumála-
stjórinn danska tilkynnt
skólameistara menntaskólans
i Heydölum við Þórshöfn.
Aftur á móti hefur skólameist-
aranum verið heimilað að
undirrita skjal, þar sem getið
sé einkunna þeirra, er þau
Elin Henriksen og Hermann
Hermansen fengu.
Þessi úrskurður er liklegur
til þess að valda nýjum ill-
deilum og draga dilk á eftir
sér i Færeyjum.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðir, Pic Up bifreiðir,
vörubifreið og Pic Up bifreið með 4ra
hjóla drifi, er verða sýndar að Grensás-
vegi 9 þriðjudaginn 10. september kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri
klukkan 5.
Sala Varnarliðseigna.
VIUKIVI
ÞAÐ ER I
S.EM ÚRVALIÐ ER
'ranQ
Veljið vegg
fóðrið og
málning
una á
SAMA
STAÐ
[Mai 1 fair
L ‘
IKKXI f
eggfóður- og málningadeild
Ármúla 38 - Reykjavík
Simar 8-54-66 & 8-54-71
Op/ð til 10 á föstudagskvöldum
og hádegis á laugardögum