Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI Landvélar hf íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag — þeir eru 16 síður að þessu sinni 4000 nemendur í mennta- skólunum — sjó bls. 3 • GESTURINN I 30 DAGA VARÐHALD — óvíst hvað olli dauða gamla mannsins — sjd bls. 3 Viltu hætta að reykja? sjd bls. 6 Alþýðubandalagið og Samtökin snúast gegn fyrri stefnu — sjd leiðara d bls. 7 Ástæða til að athuga gerð fasteigna- samninga — segir Baldur Möller rdðuneytis- stjóri — sjd bls. 9 • MORÐ I SÚGANDA- FIRÐI — í nýrri íslenzkri kvik- mynd sjd bls. 16 iiMl 167. tölublað — Laugardagur 8. september — 58. árgangur. Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á íslandi iPantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Finnskur prestur predikar: Kirkjugest- ir heyrn- leysingjar — fyrsta guðsþjónusta, sem flutt er ó tóknmóli hérlendis HJ-Reykjavik. t gærkvöldi kom hingað til iands finnski presturinn Eino Savisaari. Það er i sjálfu sér ekkert tiitökumál, að hingaö komi prestur eriendis frá, en hitt er öllu óvenjulegra, að hann mun flytja hér guðsþjónustu fyrir heyrnardaufa. Séra Eino er einn af fimm prestum fyrir heyrnar- laust fólk I Finnlandi, og fiytur hann prédikanir sinar á táknmáli, auk þess sem hann talar á sænsku. Hann er hér á iandi i boði Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra og mun flytja eina guðsþjónustu i safnarðarheimili Grensássóknar næstkomandi sunnudag ki. 14.00. Auk þess mun hann flytja erindi á aðalfundi fé- lagsins, sem hefst kl. 16 i dag, laugardag i Norræna húsinu. Timinn kom að máli við Jón Er- lings Jónsson, formann Foreldra- og styrkarfélags heyrnardaufra, til að grennslast fyrir um nánari tildrög þessa máls og fá vitneskju um málefni heyrnardaufra hér á landi nú. Jón kvað foreldrafélagið hafa verið stofnað upp úr rauðu-hundafaraldrinum, sem hér geisaði árið 1964. Þá fæddust 30 mjög heyrnarskert börn, en á- lika fjöldi stundaði þá nám i gamla heyrnleysingjaskólanum I Stakkholti 3. Var þar með i al- gjört óefni komið, þvi að gamli skólinn var þá þegar yfirfullur og engar horfur á, að mögulegt væri að taka á móti öllum þeim fjölda, sem þarna bættist við, en skóla- skylda heyrnardaufra barna hefst við fjögurra ára aldur. Foreldrafélagið var, allt frá upphafi, mjög virkt I baráttunni fyrir bættum hag heyrnardaufra. Oruggt má telja, að það átti mik- inn þátt i þvi, að nýi skólinn við öskjuhlið var byggður. Bygging skólans er að líkindum stærsti þátturinn i baráttunni fyrir bætt- um hag, þvi að hann er afar full- kominn og vel búinn tækjum. Þar stunda nú nám u.þ.b. 60 nemend- ur, og geta börn utan af landi búiö þar i heimavist. Samstarf með styrktarfélögum heyrnardaufra á Norðurlöndun- um hefur verið mjög mikið, en Is- land hefur ekki tekið raunhæfan þátt I þvi, fyrr en nú allra siðustu Frh. á bls. 15 Finnski heyrnleysingjapresturinn Eino Savisaari kennir Sigurbirni Einarssyni biskupi að segja amen á táknmáli Timamynd: Gunnar. Slökkvilið og lögregla: Allsherjarútkall — af því að næturvörðurinn í Stjórnarróðinu kveikti sér í vindli GB —Ailflestar bifreiðir lögreglu og slökkviliðs þustu um miðbæj inn i Reykjavikréttcftir miðnætti DÝRASTI HEST- UR Á ÍSLANDI JH—Reykjavik — Þetta er fjögurra vetra gamall stóð- hestur, sem ég keypti norður I Eyjafirði, og fyrir hann borg- aði ég fjögur hundruð þúsund krónur út I hönd, og auk þess lét ég i milligjöf þrjá fola, fjögurra til fimm vetra nokkuð tamda. Ég vil ekkert um það segja, hvort þetta er dýrasti hestur á iandi hér — menn geta reiknað hve hátt þeim sýnist verðið hafa verið I heild. Þetta sagði Sigurbjörn Eiriksson framkvæmdastjóri, er Tlminn spurði hann hvort rétt væri, að hann hefði fest kaup á dýrasta stóðhesti, sem um gæti á íslandi. — Hesturinn er frá hjónum i Ytra-Dalsgerði i Saurbæjar- hreppi, sagðir Sigurbjörn, enn fremur, og hún heitir Jakobína Sigurvinsdóttir, konan, sem ég keypti hann af, Hann er frá Ytra-Dalsgerði að móðurkyni, en þaðan hefur komið margt góðra hesta. Faðir þessa hests er Sörli frá Sauðárkróki, eign Sveins Guðmundssonar, einhvers mesta hrossaræktarmanns landsins. Á sýningu á Vind- heimamelum i sumar fékk Sörli önnur verðlaun stóð- hesta, sem sýndir voru með afkvæmum, en móðir hans, Siða, varð þar efst á af- kvæmasýningu. Ég á dálitið af stóði, sem ég hef flest austur I Rangárvallasýslu, og mig hefur lengi langað til þess að eignast stóðhest af hrossakyni Sveins. Nú held, ég, að ég hafi fengið það bezta, sem völ var á, og ég vonast til að það gefi góða raun, að láta þennan stóðhest blanda blóði við hryssurnar minar. I fyrrinótt, með sirenurnar á fullu. Varð jf þessu heljarmikiil hávaði, og dreif þegar að fjölda fólks, sem leið átti um miðbætinn á þessum tima. Bifreiðirnar héldu að stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu, og slökkviliðsmenn með reykgrimur og I fuilum skrúða hlupu upp að húsinu. Það kom þó fljótlega i ljós að enginn eldur var laus i húsinu og var þvi farið að athuga málið og talað við næturvörðinn sem hafði kallað út lögreglu, sem siðan gerði slökkviliöinu viðvart. Sagðist honum þannig frá, að allt i einu um rúmlega tólf-leytið, hefðu brunabjöllur hússins byrjað að hringja og gat næturvörðurinn ekki gert sér grein fyrir hvar eldur væri i húsinu og hringdi þegar á lögreglu. Þegar málið var svo athugað nánar, kom i ljós, að nætur- vörðurinn hafði kveikt sér i vindli, sett hann i öskubakka á borði sem var rétt við einn af hinum fullkomnu reykskynjurum i húsinu, sem þegar setti brunabjöllur hússins i samband. Það með öðrum orðum, reykur frá vindli næturvarðarins, sem kallaöi allan bifreiðaflotann og alla slökkviliðsmenn sem á vakt voru, á vettvang. Einnig var hinn nýi hjartabill með i förinni. Reykskynjarar þessir, eru mjög nákvæmir, og eru þeir t.d. i öllum sjúkrahúsum og skólum, ásamt flestum stórum byggingum i borginni, en þeir eru margir hverjir tengdir beint til slökkvistöðvarinnar, þar sem strax er hægt að sjá þegar eldur brýzt út. Það hefur t.d. komið fyrir á Kleppi, að þegar starfsfólk var að rista sér brauð, var það nóg til að setja brunaboðann i samband. 1 Faxaskála, vörugeymslu, Eimskip, er ekki hægt að láta ökutæki, sem ganga fyrir bensini eða disel oliu, aka um skálann, þvi útblásturinn i ökutækjunum myndi strax setja reykskynjar- ana i gang. Almennur stjórnmála- fundur Framsókn- arfélaganna Framsóknar félögin I Reykjavik haida aimennan fund að Hótel Sögu n.k. þriðju- dag. Á fundinum verður rætt um stjórnarmyndunina og viðhorfin framundan. Frummælandi á fundinum verður ólafur Jóhannesson, dóms-og kirkjumálaráöherra. Fundurinn verður haldinn i súlnasal hótelsins og hefst kl. 8.30 siðdegis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.