Tíminn - 15.09.1974, Page 2
2
TtMINN
Sunnudagur 15. september 1974.
Hermann
Evrópubikarhátíð
i Laugardal
VALUR
PORTADOWN
r
Omar
Jón x
Laddi
Pétur
d Laugardalsvelli þriðjudaginn 1 3. sept. kl. 17.30 |. ^
NÚ ER AFTUR tækifæri fyrir Val , að komast í 2. umferð í Evrópubikarkeppni Kalli
jMr ” í
ÞAR AÐ AUKI ;4i ■*'*'' ■ I
munu landsfrægir heiðursmenn taka Alli
þdtt í fyrstu 0/jú
HINDRUNAR- TRIMKEPPNI d íslandi í 1/2 leik j|l ^ SssStíBsúíiííítm
Raggi
FORSALA
aðgöngumiða fer fram
í tjaldi í
Austurstræti í dag og
d morgun frd kl. 1 3
Magnús VALUR
Bjarni
Viðmiðunarlisti
FrimerkjamiöstöBin hefur
nú sent út sérstaka fri-
merkjaskrá yfir islenzk fri-
merki, sem kannski verður
einna lenzkast að kalla við-
miðunarlista. Þessi skrá er
ætluð fyrir safnara, og eru
skráð i henni islenzk frimerki,
með 4 auðum reitum aftan við,
þar sem menn geta merkt i,
hvaða frimerki þeir eiga.
Akveður hver og einn sjálfur,
hvaö hann lætur hvern dálk
gilda fyrir, t.d. ónotuð, notuð,
fjórblokk ónotaða og notaða,
fyrsta dags bréf, o.s.frv.
ABur var komin út hjá sama
útgefanda samskonar skrá
yfir konungsrikið, en skrá sú,
sem nú er út komin, er yfir
lýðveldið. Auk þessa er i
skránni listi yfir sérstimpla
lýðveldisins, og er þar talinn
hver dagur, sem þeir hafa
veriði notkun. Er þetta þvi hin
þarfasta skrá fyrir sérsafnara
þessara hluta.
Þess má þó geta, að i skrá
þessa vantar. Framan við:
1907, Konungsheimsókn, og
1930, Alþingishátið. Þá vantar
og aftan viö skrána eftirtalda
sérstimpla á þessu ári: 1100
ára þjóöhátfö, Reykjavik, 12.
III. Útgáfudagur. Reykjavik,
11. VI. Útgáfudagur. Selfoss,
15. VI., 16. VI., 17. VI,
Frimerkjasýning F.F.S. og
Þjóðhátið Arnesinga. Lónfell,
13. 7.14. 7., Þjóðhátið Vestfirð-
inga. Reykjavik 16. VII. Út-
gáfudagur og 28. júli Þing-
vellir — Þjóðhátið. Keflavik,
25ára afmæli, 1. VI., 2. VI., 3.
VI., 4. VI., 5. VI., 6. VI., 7. VI.,
8. VI. og 9. VI. Reykjavik —
Frímerki — 74 L.l.F.
frimerkjasýning. 14. VI. 15.
VI. og 16. VI. Reykjavik —
Hestapóstur, 3. VII. Vind-
heimamelar, Landsmót hesta-
manna. 13. VII. og 14. VII.
Reykjavik — 12. Norræna
dýralæknamótið — D. 1. 7.
VIII. og 8. VIII. Reykjavik -
Evrópuráðstefna skáta. 1. IX.,
2. IX. og 3. IX. Reykjavlk,
Alþjóðapóstsambandið UPU
100 ára 1874 — 1974. 9. X., út-
gáfudagur. Reykjavik, Dagur
frimerkisins.
Skal mönnum bent á, að þeir
geta skrifað þessa sérstimpla
inn I bækur sinar, svo að þeir
hafi heildaryfirlit yfir alla Is-
lenzka sérstimpla. Þess má
einnig geta, að ennþá er til-
tölulega auðvelt að ná i alla
sérstimplana, að minnsta
kosti I einu eintaki hvern, þótt
ekki sé safnaö öllum dög-
unum.
Skráiner48 blaösiður og hin
vandaðasta að öllum frágangi
og myndir i henni góðar.
Þess má einnig geta, að auk
þessa gefur Frimerkjamið-
stöðin út skrá yfir Islenzkar
myntir.
Siguröur H. Þorsteinsson.
BRÚÐUHEIMILIÐ
A fimmtudaginn var gaf Kiwaniklúbburinn Hekla I Reykjavlk Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
kælingarbaksturstæki, sem kostar um hundrað og fimmtiu þúsund krónur. Myndin var tekin við af-
hendinguna, og er formaður klúbbsins Magnús Jónsson, yzt til vinstri, en Jónfna Guðmundsdóttir, for-
stöðukona endurhæfingarstöðvarinnar við Háaleitisbraut yzt til hægri.
— næsta mánudagsmynd í Háskólabíói
Það eru nú liðin 95 ár siðan norski
leikritahöfundurinn Henrik Ibsen
lét frá sér fara „Brúðuheimilið”
— eitt ádeiluleikrita sinna — og
það er enn eitt vinsælasta leikrit,
sem ritað hefur verið. Það má
jafnvel segja, að það lifi „betra
lifi” um þessar mundir en löngum
áður, vegna þess að konur gera
nú auknar kröfur til jafnréttis og
frelsis.
Þaö eru enskir aðilar, sem að
þessu sinni hafa ráöizt i að gera
kvikmynd eftir þessu fræga leik-
riti, og má með sanni segja að þar
sé valinn maður i hverju rúmi,
allt frá höfundi kvikmyndahand-
rits til minnsta hlutverks. Þess
má geta sem dæmis, að Claire
Bloom fer með hlutverk Nóru, en
Þorvald mann hennar leikur
Anthony Hopkins, sem er einn
helzti leikari Old Vic leikhússins
brezka, sem flestir kannast við.
Sir Ralph Richardson leikur vin
þeirra hjóna, Rank lækni, en Sir
Ralph er viðurkenndur einn bezti
leikari sem nú er uppi. Höfundur
kvikmyndahandritsins er ungur
maður, Christopher Hampton að
nafni. Hann er einn sá þekktasti á
sinu sviði i Bretlandi, þótt hann sé
aðeins 25 ára gamall. Leikstjór-
inn Patrick Garland, er meðal
kunnustu sjónvarpsleikstjóra
Breta.
Það ætti að vera óþarfi að rekja
hér gang þessa fræga leikrits, en
á það má minna, að það var ritað
á þeim tima, þegar orðiö „kven-
frelsi” hafði ekki veriö myndað,
og hugtakið var lika óþekkt að
kalla. Þess vegna vakti það mikla
athygli þegar Ibsen lét þetta verk
frá sér fara, en óhætt er að segja,
að það veki alltaf jafnmikla at-
hygli meðal þeirra, sem það sjá,
og það er oftar kveikja fjörugra
samræðna um stöðu konunnar en
flest önnur leikrit.
Að endingu skal á þaö minnt, að
samkvæmt venju verða aðeins 3
sýningar á þessari mánudags-
mynd Háskólabiós, og verður sú
fyrsta n.k. mánudag.
Hollenzkur listamaður sýnlr í galleríSÚAA
Laugardaginn 14. sept. 1974, kl. 4
verður opnuð sýning á myndlist
HoIIendingsins Pieter Holstein I
galleri SÚM, Vatnsstig 3B, Rvk.
Pieter Holstein er búsettur i
Amsterdam, þar sem hann er
kunnur fyrir myndlist sina. Hon-
um lýsir Sigurður Guðmundsson,
sem einnig er starfandi mynd-
listarmaður i Hollandi eftirfar-
andi:
Mér finnst það alltaf fela i sér
gæði myndlistarverka þegar þau
likjast manneskjunni, sem býr
þau til. Sjaldan hef ég séð minni
mun á verkum og höfundi, en á
Pieter Holstein og verkum hans.
Það er eins og ekkert sé þar á
milli nema auð pappirsörk. Og að
tala við hann, drekka meö honum
kaffi, te eða eitthvað ennþá glær-
ara, gefur manni sömu tilfinningu
og að sjá a.m.k. þrjátiu verk eftir
hann á sýningu.
Pieter Holstein er alþýðuheim-
spekingur, sem gefur myndlist-
inni ekkert heiðurssæti i lifi sinu
Hann kaupir einn litra af mjólk I
mjólkurbúð meö sama hugarfari
og hann teiknar mynd á sink-
plötu. Það má alveg eins kalla
hann trúboða eða spretthlaupara
eins og myndlistarmann. t hol-
lenzku simaskránni er hann skrif-
aður leynilögreglumaður. Ég
spurði hann, hvers vegna? Og
hann svaraöi: „Leynilögreglu-
menn hjálpa fólki að finna sann-
leikann, ég geri það lika.”
A sýningunni eru 30 grafikverk,
sem gefin eru út i misjafnlega
stóru upplagi, en þó eru engin tvö
þrykk sömu myndar nákvæmlega
eins vegna mismunandi hand-
litunar.
Pieter Holstein hefur áður
haldið einkasýningu i galleri
SÚM, árið 1970. Auk þess hefur
hann tekið þátt i samsýningum
SÚM, I Fodor Museum i Amster-
dam, 1971, og á Listahátið i
Reykjavik ’72.
Sýning þessi er haldin á'vegum
SÚM og er liður i markvissri við-
leitni félagsins að kynna erlenda
myndlist fyrir íslendingum, og i
þessu tilviki er að hluta til notið
styrks frá Menntamálaráði.
Sýningin er opin daglega frá kl.
4-10 og stendur til 28. sept. nk.
Hollenzki listamaðurinn Pieter Holstein sýnir verk sln I galleri SÚM
um þessar mundir.