Tíminn - 15.09.1974, Síða 4

Tíminn - 15.09.1974, Síða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 15. september 1974. Þægindi borgarlífsins í þorpunum t sovétlýðveldinu Úkrainu er verið að ljúka skipulagningu og byggingu sjö þorpa af nýrri gerð. Arkitektarnir og skipu- leggjendur þessara nýju þorpa hafa hagnýtt allt hið nýjasta og bezta, sem fram hefur komið i þróun bygginga úti á lands- byggðinni á siðari árum. 1 sex ★ nýju þorpanna eru ibúarnir fluttir inn i hús sin. Þessi nýju þorp hafa vakið verulega athygli og áhuga, bæði i öðrum sambandslýðveldum i Sovétrikjunum, svo og utan landamæra Sovétrikjanna. Eitt hinna nýju þorpa, Kodaki, ligg- ur i grennd við Kiev, höfuðborg Ctkrainu. Hafa komið þangaö i heimsókn yfir 100 sendinefndir frá ýmsum stöðum, bæði i og ut- an Sovétrikjanna. Hafa gestirn- ir hrósað mjög hinum þægilegu ibúðum, skóla og menningar- miðstöð, svo og öllu skipulagi þorpsins, sem einkennist af breiðgötum. Yngingar á eyðimörk Palm Springs er bær á miðri y eyðimörk i Kaliforniu. Þessi vin hefur margt sér til ágætis, t.d. b að þar eru heimili margra miil- S jónamæringa og er tæpast á ú annarra færi að búa þar þvi s vegna hitans er ekki verandi úti Þ við nema um tima kvölds og f morgna, en öll hús eru loftkæld u og inni i þeim láta þeir forriku 1; fara vel um sig i svalanum. Ný u atvinnugrein hefur skotið upp b kollinum i Palm Springs og til e að njóta hennar þurfa viöskipta- í vinirnir að vera milljónamær- ingar, þvi þjónustan kvað ekki beinlinis vera gefin i þeim bæ. Smásjúkrahúsum hefur skotið upp eins og gorkúlum á staðnum seinustu árin og mánuðina og þangað safnazt færustu sér- fræðingar i sköpunarlækning- um, sem er sú sérgrein skurð- lækninga sem fæst við að breyta útliti á fólki. Þarna fara fram, brjósta og andlitslyftingar, nef eru rét og sléttað úr hrukkum. Er Palm Springs þvi orðinn sannkallaður yngingarbrunnur. Þangað kemur fólk gamalt og grett, dvelur i nokkrar vikur á staðnum, vel falið fyrir um- heiminum i loftkældum lúxus- húsum og fer þaðan með slétta húð, réttar tennur og skafin nefbein og getur einbeitt sér að þvi að eyða peningunum sinum annars staðar. Meðfylgjandi myndir eru af leikkonunni Phyllis Diller og er önnur tekin fyrir aðgerð og hin á eftir. „Allar vildu meyjarnar eiga hann" Hér sjáum við mynd af Clark Gable leikara og eiginkonu hans Carole Lombard. Þau voru bæði mjög fræg á sinum tima, einkum þó hann — þvi að kven- fólkiö fór aftur og aftur á kvik- myndirnar, sem hann lék i og ófáar höfðu stærðar myndir af honum yfir rúminu sinu. Clark var mikill ævintýramaður og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Þessi mynd er tekin á þvi tima- bili ævi hans, þegar allt lék i lyndi. Þau voru talin mjög hamingjusöm hjón og Carole og hann voru alltaf saman alls staðar og hann hætti sinu fyrra æsilega liferni. Þetta var á striðsárunum, en þá fóru leik- arar i Bandarikjunum og viðar i miklar ferðir til þess að skemmta hermönnum, bæði á vigstöðvum og öðrum herstöðv- um. Carole Lombard fórst i flugslysi i einni slikri ferð. Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir eiginmanninn og hann virtist i langan tima varla mönnum sinnandi, en svo fór hann að vinna aftur af krafti og nokkrum árum seinna kvæntist hann á ný. (hann hafði reyndar verið kvæntur a.m.k. tvisvar áður). Sú kona, sem þá varð eiginkona hans var ekki leik- kona og þau höfðu þekkzt lengi og verið vinir. Sambúð þeirra var hin bezta, en varð enda- slepp, þvi að Clark lézt af hjartaslagi eftir að hafa ofreynt sig við töku kvikmyndar, sem hann lék i og krafðist mikilla átaka við hesta og margs konar erfiðis, en hann vildi ekki láta leika erfiðustu atriðin fyrir sig, eins og margir leikarar gera. Þá vareiginkona hans ófrisk, og fyrsta barn þessa fræga kvennagulls fæddist rétt eftir dauða hans. Um það leyti, sem Carole Lombard fórst i flugslys- inu, þá gengu slúðursögur I Hollywood upi það, að ekki hefði tekizt að ná i Clark til að til- kynna honum um slysið, þvi að hann hefði verið með stúlku ein- hvers staðar sem enginn vissi um. Þetta var þaggað niður sem hvert annað kjaftæði en nýkom in er nú út bók i Hollywood, eftir Anitu Loos, sem er sjálfsævi- saga hennar, og heitir hún „Kiss Hollywood Goodby”. Þar stað- festir Anita þennan gamla orð- róm um Clark og þótti þá ýms- um gömlum vinum hans, að ævisöguritarinn hefði mátt láta satt kyrrt liggja og véfengdu jafnfram að hún myndi svo ná- kvæmlega ýmis atvik, sem hún tlar um, þvi að kerla er komin á niræöisaldur. Hún varð fræg sem rithöfundur fyrir bók, sem kom ut fyrir mörgum árum og hneykslaði þá marga. Sú bók hét „Gentlemen Prefer Blond- es”. Hvort Anita gamla var ljóshærðog talaði af reynslu um það, að karlmenn kysu heldur ljóshært kvenfólk, er ekki sagt i þessu bandariska blaði, sem mynd þessi er úr, en kannski hefur hún lika verið dökkhærð og enginn viljað hana og hún kennt háralitnum um. DENNI DÆMALAUSI „Ef ég sný litla hjólinu svolitið svona, getur verið að hún fari að búa til búðinga aftur.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.