Tíminn - 15.09.1974, Side 6

Tíminn - 15.09.1974, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 15. september 1974. Skarö i Landsveit ( um 1930) Ingólfur Davíðsson: “yaa í gar i wy nla d UUIU aga xxxix „Og Fjallasveit upp á há- lendinu” stendur i gamalli landafræði. Viö vorum á austur- leiö nokkrir náttúruskoðendur i leiðangri Pálma Hannessonar sumarið 1935 og gistum á Grimsstööum. Fram var borin súpa og saltkjötsjafningur, góður matur. En þegar við þótt- umst allmettir kemur á borðið finasta Hólsfjallahangikjöt i eftirmat! Siðar hef ég oft farið um Fjöllin og skal nú vikið að Möörudal sumarið 1950 og birt mynd af kirkjunni. „Möörudals- bóndinn byggir hér blessaða kirkju sina. f himnareikninginn honum er hripuð vinsemdar- lina”. Já, Jón bóndi i Möðrudal byggði litla, laglega kirkju, sem Hafursá (13/8. 1948) Laugar í Reykjadal (ágúst 1942) Kirkjan I Möörudal á Fjöllum (1950) var vigð 6. sept. 1949. Málaði sjálfur altaristöfluna, enda list- fengur á ýmsa lund. 1 Ferða- bókinni 1882 segir Þorvaldur Thoroddsen m.a. að i Möðrudal var þar þá litil kirkja og fornfáleg sem átti að fara aö gera við. Prestakall var i Möðrudal til 1716, en siöan þjónað frá ýmsum prestssetr- um. 1 Möðrudal hafa lengi setiö góðir bændur og gervilegt fólk. Gyða Thorlacius sýslumanns- kona gisti i Möðrudal árið 1814 og segist hafa átt þar góða gist- ing. Heimamenn voru þá 18, „góðlátlegt, þrifið og vingjarn- legt fólk”. Húsbóndi átti sex börn sem „aldrei höfðu komið á neinn annan bæ” og þó var elzta dóttirin gift og átti þrjú börn. Þar var þá litil kapella á stærð við litla stofu, með tveim smágluggum i öðrum enda, og milli þeirra mjótt og hátt borð með hvitum dúk i altaris stað, og þar yfir Kristsmynd á krossi i tinramma. Þó dætur bónda væru heimalningar voru þær hinar snyrtilegustu sveita- stúlkur, sem frú Gyða hafði séð á ferðinni, og vel að sér i hannyrðum og útsaum, og höfðu fléttaö fagrar körfur úr viðitág- um. Litum nú á mynd frá Laugum i Reykjadal, tekna i ágúst 1942. Bæði þá og siðar fýsti margan unglinginn i Laugaskóla og varð þar fyrir andlegri vakningu. Á myndinni sést skólinn til vinstri, reisuleg, ljós bygging. Iþrótta- húsið fyrir miðju og húsmæðra- skólinn til hægri. Ibúðarhús uppi i brekkunni. Þar er viða jarðhiti i hliðinni og margir kar- töflugarðar. Vegurinn heim var æði bugðóttur i þá daga og timburbrúin varla traust. Helgi á Gvendarstöðum gróðursetti birkihrislur við tjörnina fram undan skólanum, og puntur prýddi lika bakkana. Myndin af Haf'ursá, næsta bæ utan við Hallormsstað, er tekin 13/8. 1848. Skógræktin hefur þá jörð til umráða. Viða koma i ljós litlar birkihrislur, enda fýkur þangað fræ úr Hallorms- staðarskógi. Myndirnar af Laugum i Hreppum (1957) og Argilsstöðum á Rangárvöllum (1958) sýna bæöi nýlegt og gamalt byggingarlag, og hlý- lega trjálundi. Loks er svipmynd frá Skarði i Landsveit (1930). Ferðamenn (Hallgrimur bókavörður, Tryggvi ráðherra o.fl.) hafa lagt bilnum sinum við grjót- garðinn um kirkjuna. Undir- ritaður kom fyrst að Skarði fyrsta gosdag Heklu 1947. Hópur skólafólks virti fyrir sér hamfarirnar, sá héðan gosmekkina og heyrði drunurnar. Varð öllum þetta ógleymanlegt. Já, „trautt mun ég trúa þér tröllvættur forn, skapandi máttur og skaðræðis- norn”. Það er langt á milli Skarðs og Möðrudals, en „eldur geisar undir” ekki allfjarri báðum stöðum. Laugar I Hreppum (27/8. 1957) Argilsstaðir, Rangárv. (9/8. 1958)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.