Tíminn - 15.09.1974, Síða 11

Tíminn - 15.09.1974, Síða 11
Sunnudagur 15. september 1974, TÍMINN n Miklar eru vinsældirnar — jafnvel hænan vill vera einhvers staðar nærri Tuma. Margrét ósk er bara tveggja ára, og hér er hún að gefa Tuma að sjúga úr pela. TUMI ÞUMALL Á BÚÐARHÓLI TUMI ÞUMALL lifir og dafnar í allri sinni smæð og verður ekki annað séð en honum heilsist sæmilega. A hinu leikur grunur, að til séu menn, sem unna honum varla langra lifdaga og vilji jafn- vel til vinna að sækja fáeinabláa eða brúna I veskið til þess að eignast Tuma og hafa hann upp- stoppaðan inni hjá sér. En börn- unum á Búðarhóli finnst meira gaman að sjá hann lifa og leika sér. Nokkur vafi leikur á um hagi kýrinnar móður Tuma Sá grunur hefur sein sé komið upp, að hún kunni að eignast annan kálf núna um mánaðamótin, þegar talið hennar var. Sliks munu dæmi. En hún mjólkar eins og vera ber, og dýralæknir mun ekki hafa skoðað hana. Svo það er bara að biða og sjá, hvort hún gengur enn með afkvæmi. Yzt til vinstri. Margrét Ósk og bak við hana hundurinn Spori, siöan Auöur og Unnur og Gunnar og loks sá, sem allt snýst um, Tumi þumall i hlýrri lopapeysu. Hér sýnir Tumi, hve hann er greindur. Eða er þetta kannski ekki hentugt hús handa honum? Ljósmyndir: Ottó Eyfjörð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.