Tíminn - 15.09.1974, Síða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 15. september 1974.
Menn og málefni
Aukin launajöfnun
er réttlætismól
Sögulegt auka-
þing
Aukaþingiö, sem lauk störfum
sfnum um mánaðamótin siðustu,
■ veröur fyrir margra hluta sakir
sérstætt í sögunni. Það kom sam-
an á Þingvöllum i tilefni af ellefu
alda afmæli íslandsbyggöar, og
samþykkti þar einróma merka
áætlun um landgræðslu og
gróðurvernd. Það náði samkomu-
lagi um myndun starfhæfrar
þingræðisstjórnar, þótt svo horfði
um skeið, að mynduð yrði
embættismannastjórn, án stuðn-
ings i þinginu.
Meö myndun núverandi rikis-
stjórnar var náð merkum áfanga
i þvi forustustarfi ólafs Jó-
hannessonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, að snúizt yrði
gegn verðbólguvandanum á
raunhæfan og ábyrgan hátt af
rikisstjórn, sem nyti stuðnings
meirihluta Alþingis.
Erfiðleikarnir
á árinu 1974
Stafnsrétt i Svartárdal —cin af nafnkenndustu réttum landsins
Það er óumdeilt, að siðastliðið
ár var efnahagslega mjög hag-
stætt Islenzku þjóðinni og at-
vinnuvegum hennar. Afkoma at-
vinnuveganna hefur sjaldan verið
betri en þá. Það verður þvi ekki
meö réttu sagt, að vinstri stjórnin
hafi búið ilia að atvinnuvegunum.
Hins vegar tók strax að syrta
nokkuð i álinn um og eftir siðustu
áramót, en þar voru að verki öfl,
sem stjórnin réð ekki við. Fyrst
var það hin mikla verðhækkun
oliunnar, og raunar margra ann-
arra aðfluttra vara, þótt oliuverð-
hækkunin væri langsamlega til-
finnanlegust. Annað var verð-
lækkun á ýmsum útflutningsvör-
um. 1 þriðja lagi voru svo kjara-
samningarnir i febrúarmánuði
siöastliðnum, þar sem samið var
um meiri kauphækkanir en at-
vinnuvegirnir gátu borið. Eftir
það var ljóst, að þetta allt myndi i
sameiningu leiða til mikillar
veröbólgu og stöðvunar atvinnu-
rekstrar, ef ekki yrði strax veitt
fullt viönám.
Forusta Olafs
Jóhannessonar
Ólafur Jóhannesson brá þegar
við sem forsætisráðherra vinstri
stjórnarinnar. Skömmu eftir að
kaupsamningarnir höfðu verið
gerðir, lagði hann fyrir rikis-
stjórnina tillögur um sérstakar
efnahagsaðgerðir. Þessar tillögur
voru einnig lagðar fyrir stjórnar-
andstöðuflokkana, þar sem
vinstri stjórnin hafði ekki starf-
hæfan meirihluta i neðri deild,
eftir að Bjarni Guðnason skarst
úr leik. Eftir margra vikna þóf,
sem bar ekki neinn árangur, lagði
Ólafur Jóhannesson tillögur sinar
fyrir Alþingi, og gerði jafnframt
tillögur um að mynduð yrði þjóð-
stjórn, sem sæti fram yfir þjóð-
hátlöina, en þá yrðu látnar fara
fram kosningar til Alþingis. Verk
þjóöstjórnarinnar yrði að gera
nauösynlegar bráðabirgðaráð-
stafanir, unz kosningar hefðu far-
ið fram. Engar af þessum tillög-
um ólafs hlutu nægilegan stuðn-
ing. Ljóst var af þvi, að ekkert
fengist að gert að óbreyttri skipan
Alþingis. Ólafur Jóhannesson tók
þvl þá ákvörðun að rjúfa þing i
trausti þess, að hægt yrði að
mynda starfhæfa stjórn eftir
kosningar.
Þaö sem gerzt hefur eftir kosn-
ingar er öllum enn I fersku minni.
Geir Hallgrimssyni var fyrst faliö
að mynda stjórn, en honum mis-
tókst. ólafi Jóhannessyni var þá
falin stjórnarmyndun. Hann
reyndi fyrst að mynda vinstri
stjórn, en það mistókst vegna
sameiginlegs viljaleysis Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins.
Þá var ekki um annaö aö ræöa en
stjórnarmyndun Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
eða utanþingsstjórn. Fram-
sóknarmenn völdu hiklaust fyrri
kostinn. ólafur Jóhannesson
hafði forustu um myndun slikrar
stjórnar og var þvi sá maður, sem
myndaði hana, þótt annar yrði
forsætisráðherra.
Myndun þessarar stjórnar gef-
ur fyrirheit um að hægt verði nú
að snúast gegn verðbólguvandan-
um af fullri einbeitni og alvöru.
En miklu auðveldara hefði þetta
allt orðið, ef farið hefði verið að
ráðum ólafs Jóhannessonar og
snúizt strax gegn vandanum i
marzmánuði i vetur. En þá var
enginn flokkur fáanlegur til þess,
nema Framsóknarflokkurinn.
AAál vinstri
stjórnarinnar
Þegar fram liða stundir, verður
aukaþingsins vafalitið einkum
minnzt vegna landgræðslu-
áætlunarinnar og stjórnar-
myndunarinnar. t náinni framtiö
veröur þess sennilega meira
minnzt vegna þeirra snöggu skoð-
anaskipta, sem urðu hjá öllum
flokkum þingsins, nema Fram-
sóknarflokknum.
Vinstri stjórnin beitti sér fyrir
þvi á vetrarþingi, að söluskattur
yrði hækkaður um tvö stig. Þetta
taldi stjórnin nauðsynlegt til þess
að geta fengið aukið fjármagn til
dýrtiðarráðstafana og niðurborg-
ana, en þótt söluskattur sé ekki
æskilegur, leiðir hann til aug-
ljósrar jöfnunar á lifskjörum og
kjarabóta hinna lægstlaunuðu, ef
hann er notaður til niðurborgana.
Þegar söluskattur er þannig
notaður, er hann raunverulega
ekki álögur, sem renna i rikis-
sjóð, heldur millifærsla milli
þjóðfélagsþegna til leiðréttingar
á lifskjörum.
Þá beitti vinstri stjórnin sér
fyrir þvi á vetrarþinginu, að
bensinskatturinn yrði hækkaður,
svo aö meira fé yrði handbært til
vegaviðhalds og vegalagningar.
Þetta var i samræmi við umbóta-
stefnu hennar.
Loks beitti vinstri stjórnin sér
fyrir þvi á vetrarþinginu, að lagt
yrði nokkurt verðjöfnunargjald á
raforku, svo að ekki þyrfti aö
hækka mest raforkuverð hjá
þeim, sem búa við lakasta að-
stöðu. Þetta var augljóst
jafnaöarmál.
Snöqq skoðana-
skipti
Aukaþingið afgreiddi öll þessi
mál vinstri stjórnarinnar, og
tryggði þannig framgang mikil-
vægra þátta I stefnu hennar. En
það furðulega geröist, að við af-
greiðslu þeirra skárust bæöi
Alþýðubandalagið og Samtökin
úr leik. Þessir aðilar greiddu nú
atkvæði gegn málum, sem þeir
höfðu stutt á siðasta þingi. Jafn-'
vel Magnús Kjartansson greiddi
nú óbeint atkvæði gegn frum-
varpi, sem hann hafði sjálfur
flutt, og mun það einstætt i þing-
sögunni! Það bjargaði hins vegar
þessum málum vinstri stjórnar-
innar, að Sjálfstæðisflokknum
hafði snúizt hugur og veitti þeim
nú brautargengi. Hann mun jafn-
framthafa gert sér ljóst, að betra
hefði verið, að hann hefði stutt
þessi mál strax á vetrarþinginu.
Eini flokkurinn, sem var sjálfum
sér samkvæmur á báðum þingun-
um, var Framsóknarflokkurinn.
Alþýðubandalagið og Samtökin
héldu þvi fram, meðan þau tóku
þátt I vinstri stjórninni, að þau
vildu stuðla að aukinni samneyzlu
og framförum. Þess vegna studdu
þau umrædd frumvörp á þinginu i
vetur. A aukaþinginu snerust þau
hins vegar til augljósrar ihalds-
stefnu og greiddu atkvæði gegn
þeim. Hver getur treyst slikum
tækifærissinnum?
Viðræðurnar við
stéttasamtökin
í samræmi við stjórnarsamn
inginn, ræða þrir ráðherrar nú
við fulltrúa stéttasamtakanna um
kjaramálin. Fyrst um sinn munu
þessar viðræður aðallega snúast
um launajöfnunarbætur eða
tryggingabætur, sem tækju sem
fyrst gildi, til handá þvi fóiki,
sem skarðastan hlut ber frá
borði.
Eins og komið hefur fram, er
stefnt að þvi að ná samkomulagi
við stéttasamtökin um launajöfn-
unarbæturnar fyrir lok þessa
mánaðar. Ætlunin er, að um-
ræddar launajöfnunarbætur komi
fyst um sinn i stað dýrtiöarbóta
samkvæmt visitölu. Ætlunin er að
þeir, sem meira bera úr býtum,
verði að sætta sig við visitölu-
skerðinguna óbætta fyrst um
sinn, enda myndu efnahagsráð-
stefanir haldlausar, ef visitölu-
kerfiö héldist óbreytt áfram.
Launajöfnun
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að kaupsamningarnir, sem
gerðir voru á siðastliðnum vetri,
höfðu I för með sér stóraukið
óréttlæti i launamálum. Þeir,
sem bezt voru settir fengu mesta
hækkun. í efnahagsfrumvarpi
vinstri stjórnarinnar, sem lagt
var fyrir Alþingi á siðastliðnu
vori, var lagt til aö þetta yrði leið-
rétt á þann hátt, að skertur yrði
hlutur þeirra, sem mest hefðu
fengið. Þetta fékk ekki nægan
hljómgrunn og þótti illfram-
kvæmanlegt. 1 tillögum þeim,
sem Ólafur Jóhannesson lagði
fram, þegar hann hóf stjórn-
armyndunarviöræður við vinstri
flokkana I sumar, lagði hann til,
að sú leið yrði farin til launajöfn-
unar, að þeir, sem heföu lægst
kaup og lakastar aðstæður,
fengju sérstakar bætur vegna
væntanlegra efnahagsaðgerða,
en aðrir ekki. Um þetta yrðu höfð
nánari samráð við launþega-
hreyfinguna. A þetta féllust
vinstri flokkarnir svonefndu.
Sjálfstæðisflokkurinn féllst einnig
á þetta, eftir aö viðræður hófust
við hann.
Það liggur i augum uppi, að hér
er um augljóst réttlætismál að
ræða. Það er réttlátt að jafna
aftur launin eftir þann ójöfnuð,
sem átti sér stað við gerð kjara-
samninganna á siðastliðnum
vetri. Það er réttlátt að tryggja
sérstaklega hlut þeirra, sem lak-
ast eru settir, þegar gera þarf
meiriháttar efnahagsaðgerðir.
Fyrsti áfangi
Þess ætti að mega vænta, að til-
lögunni um launajöfnuð verði vel
tekið af verkalýðssamtökunumÞau
settu sér það mark, þegar viðræð-
ur hófust um kjaramálin i fyrra,
að stefnt yrði sérstaklega að þvi
aö bæta kjör hinna láglaunuðu.
Það var þvi ekki að vilja heildar-
samtakanna, að útkoman varð
önnur. Nú fá verkalýðssamtökin
sérstakt tækifæri til að auka jöfn-
uðinn að nýju. Við þær erfiðu að-
stæður sem nú eru, er vitanlega
ekki hægt að koma á fullum jöfn-
uði, enda þarf lengri tima til að
vega og meta þau hlutföll, sem
hér eiga að vera og telja verður
eðlileg. Eðlilegum launajöfnuði
verði ekki komið á öðruvisi en i
áföngum. Hérer tækifæri til að ná
fyrsta áfanganum.
Ýmsir telja það ekki góðs vita
og kenna pólitik um, að Alþýðu-
sambandið hefur mælt með upp-
sögn kaupsamninganna vegna
gengisfellingarinnar. Það þarf þó
ekki að vera, heldur séu samtökin
hér að styrkja samingsstöðu sina.
Engum ætti að vera það ljósara
en leiðtogum verkalýðshreyf-
ingarinnar, að almennar kaup-
hækkanir nú væru engum til hags,
nema verðbólgubröskurum, og
sizt af öllu venjulegu launafólki.
Flokkur byggða-
stefnunnar
Allt frá stofnun Framsóknar-
flokksins hefur hann unnið öðrum
flokkum fremur að hagsmuna-
málum hinna dreifðu byggða.
Þetta starf hans hefur beinzt að
þvi, aö veita landbúnaðinum
margvfslegan stuðning, svo að
hann gæti haldið hlut sinum til
jafns viö vaxandi atvinnuvegi
bæjanna. Það hefur beinzt að þvi,
aö stuðla að aukinni vegagerð um
allt land, hafnargerðum og öðrum
samgöngubótum. Það hefur verið
fólgið i þvi, aö hafa forustu um
skólastofnanir I dreifbýlinu og
eru menntaskólarnir á Akureyri
og Laugarvatni nokkurt dæmi
þess. Um langt skeið var þetta
fundið Framsóknarflokknum til
foráttu af þeim flokkum, sem
einkum leituðu sér fylgis i þétt-
býli, og það t.d. áréttað með þvi
að kalla Framsóknarmenn i
Reykjavik utanbæjarmenn og
óvini Reykjavikur. Jafnvel allt
fram til ársins 1959 var þessu
haldið áfram og það notað sem
röksemd gegn einmenningskjör-
dæmunum, sem þá voru lögð nið-
ur, að þau stuðluðu að pólitiskri
fjárfestingu, en þá var átt við
framlög til vega, hafnarbóta, og
annarra framfara i viðkomandi
héruðum.
Tillaga Gísla
Guðmundssonar
Fyrst eftir kjördæmabreyting-
una 1959 hallaði enn undan fæti
hjá landsbyggðinni. Þá hófu
Framsóknarmenn, undir merki
Gisla Guðmundssonar, baráttuna
fyrir stofnun byggöajafnvægis-
sjóðs, sem siðar hefur hlotið
nafnið Byggðasjóður. Takmark
hans skyldi vera, að efla einkum
þærbyggðir, sem stóðu höllustum
fæti, jafnt kaupstaði, kauptún og
sveitir. Framlag til sjóðsins
skyldi vera 2% af tekjum rikis-
sjóðs samkvæmt ríkisreikningi.
Baráttu fyrir þessu máli var
haldið uppi sleitulaust á árunum
1962 — 1971. Þá varð Fram-
sóknarflokkurinn stjórnarflokkur
að nýju, og fékk þvi framgengt,
að sett voru lög um Byggðasjóð.
Hins vegar fékkst fram mun
minna framlag til hans en Fram-
sóknarmenn vildu. Það var hins
vegar bætt nokkuð upp með sókn i
byggðamálum á öðrum sviðum,
t.d. til eflingar skipastóls og fisk-
vinnslustöðva um allt land. Öhætt
er þvi að fullyrða, að aldrei hefur
verið unnið meira og markviss-
ara I byggðamálum en i stjórnar-
tiö Ölafs Jóhannessonar.
Samkvæmt stefnu Fram-
sóknarfiokksins var hér þó aöeins
um upphaf sóknar að ræða. Það
er I samræmi við þetta, að ákveð-
ið er i stjórnarsamningi Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins að efla stórlega fjárráð
Byggðasjóðs. Framlög til hans
munu verða eftirleiðis 2% af rikis
útgjöldum. Þetta mun margfalda
fjárráð sjóðsins og auka fram-
kvæmdagetuhans að sama skapi.
Framsóknarflokkurinn mun
fylgja þvi fram I hinu nýja
stjórnarsamstarfi, að byggða-
stefnan seti æ meira svipmót á
þjóðlifið. Sú stefna er i þágu allra
landsmanna, jafnt fjárhagslega
og menningarlega. Þannig mun
Islenzkt þjóðlif dafna bezt, að
þjóðin byggi allt landið og nýti öll
gæöi þess.
Þ.Þ.