Tíminn - 15.09.1974, Page 13
Sunnudagur 15. september 1974.
TÍMINN
13
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof-
ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Skattalækkun, sem
ekki má gleymast
Stjórnarandstöðublöðin gera nú mikið veður út
af skattahækkunum, sem vinstri stjórnin hafði
beitt sér fyrir og náði fyrst fram að ganga á auka-
þinginu. Þess láta þau hins vegar ekki getið, að
vinstri stjórnin felldi niður nefskatta og stór-
lækkaði beina skatta. Af þeim ástæðum er nú mun
auðveldara fyrir launþega að þola nokkrar auknar
álögur, þvi að beinu skattarnir skerða hlut þeirra
miklu minna en áður.
Sú lækkun beinu skattanna, ásamt afnámi nef-
skattanna, sem gerð var i tið vinstri stjórnarinnar,
var i fullu samræmi við baráttu Framsóknar-
flokksins á kjörtimabilinu 1967-1971. „Viðreisnar-
stjórnin” stórhækkaði þá beinu skattana, bæði
tekjuskattinn og útsvörin, með þvi að slita skatt-
visitöluna úr sambandi við framfærsluvisitöluna.
Framsóknarmenn fluttu þá þing eftir þing tillögur
um leiðréttingu á skattvisitölunni, sem hefðu haft
verulega skattalækkun i för með sér. Viðreisnar-
flokkarnir felldu þær allar. Með þessum tillögu-
flutningi framsóknarmanna á kjörtimabilinu
1967-1971, var gefið fyrirheit um, að þeir myndu
beita sér fyrir lækkun beinna skatta, ef völdin féllu
þeim i skaut. Við þetta hefur verið staðið fullkom-
lega.
Fyrir nokkru var birt i Timanum skýrsla, sem
Skattstofa Reykjavikur hefur gert að beiðni fjár-
málaráðuneytisins um þróun skattamála á árun-
um 1961-74. Skýrslan er miðuð við hjón með 2 börn,
búsett i Reykjavik. Byggt er á meðaltekjum
kvæntra verkamanna i Reykjavik samkvæmt
niðurstöðum Hagstofu íslands. Skýrslan nær til
tekjuskatts, tekjuútsvars, almannatryggingagj.
og sjúkrasamlagsgjalds, en tvö siðastnefndu
gjöldin hafa alveg verið felld niður. Niðurstöðu-
tölur skýrslunnar sýna hvað hinir umræddu skatt-
ar nema hárri hundraðstölu af tekjum verka-
mannsins. Árið 1961, þegar „viðreisnarstjórnin”
taldi sig hafa framkvæmt mikla skattalækkun,
námu þeir 13.4%. Siðan hækkuðu skattarnir
stöðugt, unz þeir voru komnir upp i 17.7% árið
1971, sem var siðasta árið, sem lagt var á sam-
kvæmt skattalögum „viðreisnarstjórnarinnar”.
Árið 1972 voru þeir hins vegar komnir niður i 11.8%
og munar þar mest um niðurfellingu nefskatt-
anna. 1 ár nema þeir svo ekki nema 9%, eða eru
nær helmingi lægri en á siðasta valdaári
„viðreisnarstjórnarinnar”, þegar þeir námu
17.7% eins og áður segir.
Rétt er að geta þess, að á árunum 1961-1971 var
leyft að draga frá við tekjuskattsálagningu útsvar
fyrra árs, ef það hafði verið greitt að fullu, en
annars ekki. Ef reiknað er með fullum frádrætti
greidds útsvars samkvæmt framangreindu, lækka
prósentutölurnar á árunum 1961-1971, um u.þ.b.
tvö prósentustig, þannig að umræddir skattar
hefðu numið 11.4% á árinu 1961 og 15.7% 1971.
Rétt er einnig að geta þess, að söluskatturinn
var nokkuð hækkaður vegna lækkunar beinu skatt-
anna, en þó mun minna en lækkun beinu skattanna
nam. Auk þess leggst söluskatturinn á margt
annað en neyzluvörur og var þessi breyting til
ótviræðra hagsbóta fyrir launþega, enda höfðu
samtök þeirra óskað eftir henni. Þessari lækkun
beinu skattanna mega menn ekki gleyma, þegar
rætt er um skattamálin nú.
ERLENT YFIRLIT
Náðunin veikir
traust á Ford
Er einhverju leynt með náðuninni?
Nixon.
DAGINN áður en Ford
Bandarikjaforseti náðaði
Nixon vegna allra afbrota,
sem hann kynni að hafa
framið, meðan hann var for-
seti landsins, eða frá 20.
janúar 1969 til 9. ágúst 1974,
birtust i mörgum blöðum
Bandarikjanna grein eftir
hinn þekkta blaðamann Nor-
man Cousins, þar sem hann
ræddi um, hvort rétt væri að
náða Nixon. Niðurstaða hans
varð sú, að áður en það gæti
komið til athugunar, þyrfti
eftirfarandi að gerast:
I fyrsta lagi þyrfti Jaworski
rannsóknardómari að ljúka
rannsókn málsins.
1 öðru lagi bæri Jaworski,
ef hann teldi Nixon sekan, að
visa málinu til ákærudóm-
stóls.
1 þriðja lagi yrði ákærudóm-
stóll að fella úrskurð um,
hvort mál skyldi höfðað gegn
Nixon.
I fjórða lagi yrði dómari að
taka málið til meðferðar, ef
ákærudómstóllinn fyrirskip-
aði málshöfðun.
1 fimmta lagi yrði dómarinn
að láta fara fram rannsókn og
málflutning, ef sakborningur
viðurkenndi ekki sekt sina.
I sjötta lagi yrði dómarinn
að kveða upp dóm og ákveða
refsingu, ef hann teldi afbrot
sannað.
Það er ekki fyrr en refsiúr-
skurður hefur verið kveðinn
upp af dómara á framan-
greindan hátt, að forseti
landsins getur með góðu móti
tekið málið i sinar hendur og
ákveðið náðun, ef hann telur
aðstæður réttlæta það.
Skýring Cousins á þvi, að
náðunarvaldinu sé ekki rétti-
lega hægt að beita, fyrr en
dómur hefur verið kveðinn
upp, er ákaflega einföld: Það
er ekki hægt að fyrirgefa, án
þess að vita, hvað verið er að
fyrirgefa. Það er ekki hægt að
náða, fyrr en vitað er, fyrir
hvað er verið að náða
NAÐUN sú, sem Ford hefur
veitt Nixon, mun eiga sér fá
dæmi i réttarsögunni, en lög-
fræðingar viðurkenna þó, að
hann hafi rétt til að veita
hana. Hún náðar Nixon, áður
en dómstólar hafa dæmt i máli
hans, áður en rannsókn þess
er lokið, og áður en það liggur
raunverulega fyrir,, hvort
hann er saklaus eða sekur.
Hvers vegna er svo einstæð
náðun veitt? Er verið að koma
i veg fyrir, að rannsókn leiði i
ljós enn meiri afbrot Nixons,
en þegar þykir uppvist um?
Þessi spurning á áreiðanlega
eftir að verða áleitin, og getur
átt eftir að vekja enn meira
umtal um Watergatemálið og
halda þvi lengur á lofti en þótt
mál hefði verið höfðað gegn
Nixon og dómur gengið i þvi.
Ein aðalrök Fords fyrir náðun
inni eru þau, að réttarhald i
máli Nixons myndi taka
langan tima og halda þessu
vandræðamáli lifandi á
meðan. Hætt er hins vegar við,
að þessi einstæða náðun geti
orðið til þess, að enn meiri og
lengri umræður verði um mál-
iö, þar sem það fæst aldrei
endanlega upplýst, hverjar
sakir Nixons raunverulega
eru, þar sem náðunin stöðvar
frekari rannsókn og dóms-
fellingu i máli hans. Þessar
umræður geta ekki siður orðið
mikil andleg áreynsla fyrir
Nixon en þótt hann hefði orðið
að verja mál sitt fyrir dóm-
stólum. Rök Fords fyrir
náðuninni voru m.a. þau, að
Nixon hefði þegar hlotið næga
refsingu, og væri ekki á hana
bætandi. En eykur það ekki
refsinguna enn meira að
liggja undir grun og ákærum,
sem komið hefur verið i veg
fyrir að dómstólar fjölluðu
um, og menn geta þvi álitið
sekt hans enn meiri en hún
raunverulega er?
Niðurstaða flestra virðist
vera sú, að vel hafi komið til
mála að náða Nixon og firra
hann fangavist, ef dómsúr-
skurður hefði fallið á þann
veg, en þetta hafi þó ekki átt
að gera fyrr en dómstólar
voru búnir að fjalla um mál
hans. Að þessu leyti hefði hann
átt að búa við sömu lög og
aörir þegnar Bandarfkjanna.
Málavextir hefðu hins vegar
getað réttlætt náðun, eftir að
dómur hefði verið kveðinn
upp. Náðun á núverandi stigi
hafi hins vegar verið óréttmæt
og veki grunsemdir um meiri
sekt en þegar sé vitað um.
Með slikri náðun sé Ford að
hjálpa til við að hilma yfir
Watergatemálið og geri sig
óbeint meðsekan.
FYRSTU viðbrögð margra,
eftir aö kunnugt varð um
náöun Nixons, urðu þau, að
ranglátt væri, ef 40-50 sam-
verkamenn og undirmenn
Nixons yrðu dæmdir vegna
Watergatemálsins, en Nixon
einn slyppi. Vegna þessarar
gagnrýni lét Ford i það skina á
timabili, að ef til vili myndi
hann náða alla þá, sem hefðu
verið viðriðnir Watergat-
málið. Þetta hlaut strax mjög
slæmar undirtektir m.a. hjá
forustumönnum beggja flokka
I þinginu. New York Times
komst svo að orði um þetta,
að alveg eins mætti sleppa
öllum göngum lausum og
leggja niður öll fangelsi i
Bandarikjunum. Siðustu upp-
lýsingar, sem birtar hafa
verið um þetta i Hvita húsinu,
benda til þess, að Ford hafi nú
fallið frá slikri allsherjar-
náðun en muni ihuga mál
hvers sakbornings sérstak-
lega.
Réttarhöldin i máium
þeirra, sem ákærðir hafa
verið vegna Watergatemáls-
ins, munu þvihalda áfram,og
þau geta átt eftir að verða
Nixon óþægileg. Liklegt er, að
hann verði oft kvaddur til sem
vitni, og raunar hefur honum
þegar verið stefnt sem vitni i
máli Erlichmans. Ekki er
óliklegt, að Nixon geti þá þurft
aö svara ýmsum erfiðum
spurningum. Ef til vill hefur
Ford haft það i huga að Iosa
Nixon við þetta, þegar hann
var að hugsa um að náða alla
þá, sem viðriðnir voru Water-
gatemálið
Áður er Ford ákvað náðun
Nixons, barst út sá orðrómur,
að Nixon væri illa farinn á
taugum og heilsa hans væri
jafnvel I hættu. Nú hefur hins
vegar kvisazt út, að Nixon sé
við góða heilsu og beri sig vel.
Sagt er, að Ford hafi reynt aö
fá Nixon tilað viðurkenna sekt
sina, áður en hann gaf út
náðunarbréfið, en að Nixon
hafi harðlega neitað þvi.
Náðunin hefði vafalitið mælzt
betur fyrir, ef Nixon hefði
áður viðurkennt sekt sina. En
hann var ekki á þeim buxun-
um, og virðist þvi enn jafn
harður i horn að taka og áður.
1 yfirlýsingu þeirri, sem hann
birti eftir náðunina segist
hann játa að hann hafi beitt
röngum vinnuaðferðum i
Watergatemálinu, en hann
forðast að viðurkenna, að
hann hafi brotið lög eða gert
sig sekan um afbrot.
MARGT bendir til þess, að
náðunin eigi eftir að valda
Ford miklum erfiðleikum og
gera framboð hans i forseta-
kosningunum 1976 miklu tvi-
sýnna en ella. Hún hefur þegar
dregiö úr vinsældum hans og
gert hann miklu umdeildari en
hann var fyrst eftir valda-
tökuna. Hætt er við áð náðun-
in verði honum til trafala, þar'
sem margir munu verða til að
trúa þvi, að Ford hafi náðað
Nixon á þessu stigi til að
koma i veg fyrir að hið sanna
kæmi fyllilega i ljós. Eftir
náðunina er Ford ekki eins
hreinn og menn töldu hann
vera áður. _ þ þ
-Þ.Þ.