Tíminn - 15.09.1974, Síða 17
Sunnudagur 15. september 1974
TÍMINN
17
Óvíst um framtíð dansflokksins
Undanfarin ár hefur islenzki
dansflokkurinn auðgað
islenzkt menningarlif. Nú er
hins vegar óvist um framtið
dansflokksins. Sá háttur
hefur verið á hafður, að fjár-
hagslegur grundvöllur
flokksins hefur verið tryggð-
ur eitt ár I senn. Gerð hefur
verið fjárhagsáætlun fyrir
næsta starfsár flokksins og
nemur hún niu milljónum, en
enn er óvist hvort veitt verð-
ur fé til dansflokksins á
næsta ári.
íbúðir í Stykkishólmi
Til sölu eru ibúðir I smíðum i fjölbýlishúsi I Stykkishólmi.
íbúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja og afhendast
tilbúnar undir tréverk. Upplýsingar I simum 93-8244 og
30-733.
Múrarar óskast
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
múrara i vinnu við Laxárvatnsvirkjun.
Upplýsingar veitir Páll Guðfinnsson,
Laxárvatnsvirkjun við Blönduós eða
starfsmannastjóri.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
Reykjavik
Leiðréttur
mis-
skilningur
en nýjar spurningar
H.E.H. segir að ég hafi mis-
skilið sig þar sem hann talaði um
milljarða, sem teknir væru bóta-
laust af launþegum og afhentir
fyrirtækjum einkabraksins. Hann
hafði alls ekki átt við söluskatt
heldur haft gengislækkun i huga.
Þetta finnst mér rétt að
lesendur Timans viti.
Þegar ég las pistil H.E.H. mun
ég hafa verið undir áhrifum
þeirrar kenningar, sem rösklega
varfluttiAlþbl.á sinum tima, að
Alþfl. hefði fengið rikisstjórnina
til að hverfa frá þvi ráði að
hækka söluskatt um 1 stig og
minnka niðurgreiðslur um 400
milljónir. Með þvi taldi blaðið að
flokkurinn rétti launþegum 1200
milljónir króna.
Það er satt að gengislækkun
veldur þvi að launþegum verður
minna úr kaupi sinu. En hvað er
hægt að gera þegar launþegar
eiga umsaminn rétt á að fá fleiri
krónur en falla til? Þá er ekki
nema tvennt til. Annað er að
koma á einhverns konar endur-
greiðslu svo að launþegar skili
aftur hluta af launum slnum um-
fram það sem áður var. Hitt er að
smækka krónurnar svo að þær
geti orðið nógu margar. Þessar
leiðir hafa báðar verið farnar
með ýmsum hætti á ýmsum
tlmum. Þegar Alþfl. hefur verið
stjórnarflokkur hefur hann
vissulega átt sinn þátt i þvi.
H.E.H. talar um fyrirtæki
einkabrasksins. Nú er atvinnu-
rekstur með ýmsum hætti hér á
landi. Bæjarfélög reka útgerð og
eiga viða meiri eða minni hlut i
fiskiðnaði. Samvinnufélög bænda
vinna útflutningsvörur úr ull og
skinnum. Mér er ekki ljóst að
gengislækkunin mismuni útflutn-
ingsfyrirtækjum eftir þvi hvert
rekstrarformiö er. Ég vildi að at-
vinnureksturinn væri meira en
enn er orðið á félagslegum grund-
velli. En ég sé ekki annað en
sama gengisskráning verði að
gilda fyrir einkarekstur og
félagsrekstur. Og ég held að
félagsreksturinn hafi þurft hags-
bætur núna.
Svona aðgerðir má vitanlega
kalla að taka frá launþegum
handa fyrirtækjunum „einka-
braskinu”, jafnt sem bæjar-
félögum og öðrum. En hvernig
ætlar H.E.H. að sjá launþegum
fyrir tekjum ef atvinnu-
reksturinn stöðvast? Telur hann
ekki takmörk fyrir þvi hvað lengi
sé hægt að reka meö halla?
Heldur hann að beinn, opinber
styrkur. hefði hentað betur en
eengislækkun?
Og hvernig átti þá að afla fjár i
þá styrki?
Sér H.E.H. einhverjar leiðir til
þess án þess að snerta laun-
þegana?
Þetta skulum við láta nægja i
bili. Ég vona að við getum haldið
þessum viðræðum áfram án
varanlegs misskilnings.
ÞM
Bestur þegar mest á reynir
í höröustu hríöarveörum fer Blazer í
gang á fyrsta snúningi og brýst yfir skafla,
svell og hjarn án teljandi fyrirhafnar.
í vorleysingum og haustrigningum
öslar hann flaum og foræði, þegar færö
versnar og vegir teppast.
Á sumrin er Blazer besti feröafélaginn
á fáförnustu slóðum óbyggöanna, á fundi
viö ævintýriri, kyrröina og fegurö fjallanna.
EINKAUMBOÐ
FYRIR
GENERAL MOTORS
Á ÍSLANDI
Glæsilegt útlit og vandaöur innri
búnaður. V8 vél og sjálfskipting, vökva-
stýri og aflhemlar, sjálfvirkur fjórhjóla
driflás, rúmgóö yfirbygging og sérlega
vel hannaöur undirvagn gera Blazer
frábæran feröabíl.
CHEVROLET BLAZER
ER BESTUR ÞEGAR MEST Á REYNIR.
A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Véladeild
ÁDIIIII A O DCVIY IAX/ÍU' ciin o oonn
ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900
H.K.r