Tíminn - 15.09.1974, Side 23
Sunnudagur 15. september 1974.
TÍMINN
23
hann að komast i gegn.
Hugi sló strengina, og
undir eins skildust trjá-
greinarnar að, og trén
virtust fylgja honum,
þar til hann var kominn
út úr skóginum.
Að siðustu komst hann
til grjótnámunnar.
Tindóttir klettar voru til
beggja hliða og djúp
hola i miðju. Þegar hann
snerti strengina, lyftust
steinarnir á botninum
upp og mynduðu sléttan
stig, og klettarnir til
hliðanna hreyfðu sig
mjúklega með honum
yfir i hinn endann.
Nú langaði hann til að
hvila sig og settist niður
nálægt nokkrum
þyrnirunnum. Hann var
að borða hafrakökuna
sina, þegar litill fugl féll
úr hreiðri rétt hjá hon-
um, beint ofan i
runnana. Hann flýtti sér
að bjarga unganum og
setti hann varlega i
hreiðrið aftur.
Allt i einu stóð lítill
maður fyrir framan
hann. Hann hafði bjart
blik i augunum og mjög
góðlegt bros. Hann rétti
Huga fjöður og sagði: —
Taktu við þessu fyrir
góðverk þitt, og ef i
nauðirnar rekur, skal ég
hjálpa þér. Við vatnið,
þar sem kastali risans
er, muntu sjá máv.
Danglaðu i fuglinn með
fjöðrinni. Flýttu þér
siðan í burtu, enda
verður þá farið að halla
degi, og all mun fara
vel.
Þegar litli maðurinn
hafði sagt þetta, hvarf
hann.
Hugi hélt áfram ferð
sinni. Eftir nokkurn
tima settist hann aftur
niður til að hvila sig og
eta af kökunni sinni. Hjá
honum stóð gamalt
eikartre, og vafnings-
jurt klifraði upp eftir
bolnum á þvi. Leður-
blaka hafði einhvern
veginn flækzt í vafnings-
jurtinni, og hún gat ekki
hreyft sig. Sólin skein
beint i augun á vesa-
lingsi leðurblökunni.
Hugi klifraði upp i treð
og kom leðurblökunni i
skuggann, þar sem trjá-
greinarnar skýldu henni
og vafningsviðurinn
huldi hana.
Aftur heyrði hann
þessi orð: Taktu við
þessu fyrir góðverk þitt,
og ef í nauðirnar rekur,
skal ég hjálpa þér.
Þarna stóð litli mað-
urinn og rétti Huga
leðurblökuvæng.
— Ef þú snýrð þessu
þrisvar sinnum í hring
með hægri hendi, fellur
myrkur, sem á nóttu
væri, á þig, en aðeins um
stutta stund. Flýttu þér
siðan i burtu, enda
verður þá farið að halla
degi, og allt mun fara
vel.
Eins og hendi væri
veifað var iitli
maðurinn horfinn.
Enn hélt Hugi áfram
ferðinni um stund, en
settist svo niður á stein
við veginn. Yfir
limgirðinguna barst
hljóð frá særðu dýri.
Hann fór i gegnum limið
til að hyggja að þessu.
Þar sá hann kött niðri í
djúpum brunni og
komst hann ekki upp úr.
Hugi fór úr treyjunni
sinni og rétti hana fram
yfir brúnina á brunnin-
um. Kisa náði í hana
með framlöppunum, og
Hugi dró hana upp.
,,Taktu við þessu fyrir
góðverk þitt, og ef i
nauðirnar rekur, skal ég
hjálpa þér”. Þarna stóð
litli maðurinn með
kattarauga i hendinni,
sem hann rétti huga.
Flýttu þér nú I burtu,
enda er farið að halla
degi, og allt mun fara
vel.
Aftur hvarf maðurinn.
Hugi hélt áfram ferð-
inni. Eftir nokkra stund
sá hann stóran kastala,
sem var byggður úti i
stöðuvatni. Hann vissi,
að þetta hlaut að vera
kastali risans, í einum
af efstu gluggunum sá
hann fallega, dapra
stúlku, og vissi, að Maca
prinsessa myndi vera
fangi hér.
Þegar Hugi kom nær,
sá hann risann og konu
hans á tröppunum við
innganginn. Hjúin komu
nú auga á Huga. Risinn
veifaði þá barefli sínu
yfir höfði sér, en kona
hans lyfti töfrastafnum
yfir vatninu. Strax fór
það að freyða, og hring-
iða myndaðist allt i
kringum kastalann.
Huga leizt ekki á að
fara út á þetta hættulega
vatn, en þá sá hann
fallegan máv setjast á
bakkann skammt frá
sér. Þá mundi hann eftir
ráði litla mannsins og
sló mávinn með fjöðr-
inni. Allt i einu varð
fuglinn svo stór og
sterkur, að Hugi gat
setzt á bak honum, og
hann var borinn út til
kastalans. Þegar hann
steig af baki, flaug fugl-
inn burt og hvarf.
Risinn og kona hans
æddu niður þrepin, en
Hugi veifaði leður-
blökuvængnum, og i
níyrkrinu misstu hjúin
fótanna og duttu endi-
löng i vatnið. Hringiðan
dró þau niður i vatnið,
og aldrei heyrðist frá
þeim framar.
Við ljósið frá kattar-
auganu gat Hugi gengið
upp stigann til her-
bergisins, þarsem Maca
prinsessa var. Þegar
hún kom að hurðinni,
hvarf myrkrið, og Hugi
snéri lyklinum, sem stóð
i skránni að utanverðu.
Maca sagði honum að
hún væri dóttir
konungsins af Ulster. —
Faðir minn, sagði hún,
rak vondan risa i útlegð.
Bróðir risans hefndi
þess með þvi að ræna
mér og halda mér hér.
— En hvernig gat risinn
náð þér frá föður þin-
um? spurði Hugi. Eru
ekki alls staðar
varðmenn þar?
—Jú, sagði Maca, en
risinn komst að þvi, að
mér þótti gaman að fara
ein i gönguferð i falleg-
um skógi nálægt höll-
inni. Dag einn þegar ég
var að tina fjólur, kom
risinn og bar mig svo
skjótt i burtu, að ég gat
ekki einu sinni kallað á
hjálp.
— Hvar er höll föður
þins? spurði Hugi.
— Hún er nálægt vestur-
ströndinni, og það er svo
langt i burtu, að ég
óttast, að ég komist
aldrei heim aftur.
H u g i I e i d d i
prinsessuna niður að
vatninu. Þar stóð máv-
urinn. Hugi sló til hans
með fjöðrinni, og sam-
stundis varð hann svo
stór, að hann gat borið
bæði Huga og prinsess-
una. Þau flugu nú i
vesturátt, yfir vötn og
skóga, hæðir og dali, unz
þau komu að höll
konungsins. Þau stigu af
baki, og mávurinn hvarf
á augabragði.
Þvi verður ekki með
orðum lýst, hversu glöð
og fengin konungurinn
og drottingin urðu að sjá
dóttur sina aftur, heila á
húfi. Maca sagði nú
foreldrum sinum, hvað
á daga hennar hefði
drifið, hvernig Hugi
hefði bjargað sér, og
hvað hann væri hug-
rakkur og góður.
— Þú ert sannkölluð
hetja, sagði konungur-
inn við Huga og ég ætla
að launa þér með þvi að
gera þig að ráðgjafa
minum.
— Það væri mér sönn
ánægja, sagði Hugi. Ég
get ekki óskað sjálfum
mér neins betra. Og þó,
einn er sá hlutur, sem ég
vildi gefa mikið fyrir, en
hann get ég vist aldrei
eignazt.
— Ég veit hvað það er,
sagði drottningin
brosandi. Það hlýtur að
vera hún dóttir okkar.
Hugi leit á
prinsessuna, en hann
kom ekki upp nokkru
orði.
Hún rétti honum þá
höndina, og sagði: — Ég
hef gefið þér hjarta mitt,
og þá er vist ekki nema
sjálfsagt, að þú fáir
hönd mina lika.
Siðan var haldið mikið
brúðkaup i höllinni, og
allir voru glaðir og
ánægðir. Hugi og Maca
lifðu siðan saman i ást
og friði til æviloka.
Saltsíldarúrgangur
Til sölu á 800 kr. tunnan — til afhendingar
strax.
Sildarréttir
Súðarvogi 7 — Simi 3-83-11 — Reykjavik.
Forðist slysin
og kaupið
WEED keðjur í tíma
Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33