Tíminn - 25.10.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. október 1974. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur I Aftalstræti 7, simi 26500 — afgreiftslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verft f lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánufti. Blaftaprenth.f. J Staða iðnaðarins Að undanförnu hefur verið réttilega skýrt frá þvi i fjölmiðlum, að sjávarútvegurinn og fisk- iðnaðurinn hafi við margvislega erfiðleika að glima. Þar fara saman stórhækkað kaupgjald á þessu ári, miklar hækkanir á innfluttum rekstrarvörum og lækkað verðlag á ýmsum út- flutningsafurðum. Gengislækkunin hefur ráðið nokkra bót á þessu, en hvergi nærri fullnægj- andi. Hér má áreiðanlega ekki neitt út af bera, ef ekki á að koma til meiri eða minni stöðvun. Þetta þurfa ekki sizt leiðtogar stéttarfélaga að vega og meta áður en hafizt er handa um nýja kröfugerð. En það er ekki aðeins sjávarútvegurinn og fiskiðnaðurinn sem hefur við erfiðleika að glima um þessar mundir. Það, sem gildir um fiskiðnaðinn, gildir vitanlega einnig um annanútflutningsiðnað. Iðnaðurinn, sem fram- leiðir fyrir innanlandsmarkað berst lika i bökkum. Launahækkanirnar, sem hafa orðið á þessu ári hvila þungt á honum. Einnig hafa orðið miklar verðhækkanir á aðfluttum hráefnum. Við þetta bætist svo stóraukin samkeppni af hálfu erlendra aðila. Efta-aðildin opnaði ekki aðeins fyrir óheftan innflutning á þessum vör- um, heldur fól i sér, að þessar vörur yrðu smám saman tollfrjálsar. Þessi tollalækkun segir þegar orðið verulega til sin. Þegar rætt var um Efta-aðildina á sinum tima, drógu framsóknarmenn mjög i efa, hvort iðnaðurinn fengi nógu langan aðlögunartima, og átti það meginþátt i þvi, að þeir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Þá fylgdi það Efta-aðildinni, að ekki má t.d. i sambandi við auglýsingar i opinber- um fjölmiðlum mismuna neitt innlendum eða útlendum fyrirtækjum. Þetta hafa útlendu fyrirtækin sem eru fjársterkari, notað sér verulega i sambandi við auglýsingar i sjón- varpi. Það hefur svo sitt að segja, að hlutur iðn- fyrirtækja hefur enn ekki reynzt nægilega bættur i sambandi við rekstrarlán og búa is- lenzku iðnfyrirtækin, sem framleiða fyrir heimamarkað, tvimælalaust við mun lakari aðstöðu i þeim efnum en erlendu keppi- nautarnir, sem geta veitt innflytjendum hér mikla fyrirgreiðslu. öll eru þessi mál þannig vaxin, að fyllsta ástæða er til, að staða iðnaðarins verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar og það ekki aðeins athugað með bráðabirgðalausn i huga, hvernig framtið hans verður bezt tryggð. Það er aug- ljóst mál, að næg atvinna verður ekki byggð hérlendis, frekar en annars staðar, án blóm- legs og vaxandi iðnaðar. Þetta er ekki aðeins mál iðnrekenda eða þeirra, sem við iðnaðinn starfa, heldur mál allrar þjóðarinnar. Af hálfu sumra launþegasamtaka hefur ver- ið óskað eftir þvi, að það yrði upplýst sem bezt, hver staða atvinnuveganna raunverulega sé. Þetta er vafalaust sagt með það i huga, að þau muni miða kröfur sinar við þessar upplýsing- ar. Þetta er eðlileg afstaða. Þetta er ein af ástæðum þess, að rétt er nú að láta fara fram itarlega athugun á stöðu iðnaðarins og reyna þannig að leiða i ljós, hvar skórinn kreppir mest að og hvað er helzt til úrbóta. TÍMINN 9 ERLENT YFIRLIT Hlýtur Mondale fylgi Kennedys? Humphrey styður hann öfluglega Walter F. Mondale ÞAÐ létti yfir flestum þeirra, sem höfftu ráögert aft gefa kost á sér sem forsetaefni demokrata, þegar Edward Kennedy lýsti yfir þvl 23. september siðastliðinn, aft hann myndi ekki ljá máls á þvi að vera i framboði i sambandi við forsetakosningarnar 1976. Kennedy færði einkum fyrir þessu persónuleg rök eins og heilsuleysi konu sinnar og son- ar og umsjón með börnum sin- um og bræðra sinna. Fram að þessu hafði Kennedy staðið i vegi allra hinna forsetaefn- anna en þó mest i vegi þeirra, sem voru svipaðrar skoðunar og hann. Almennt þótti liklegt, að hann yrði langsamlega sigursælastur i prófkosning- unum, en hins vegar var talið tvisýnt, að hann gæti unnið i sjálfum forsetakosningunum, þvi að Watergate-málið hefur orðið til að rifja upp ýmsar spurningar, sem margir telja að enn sé ósvarað i sambandi við bilslysið, sem hann lenti I fyrir nokkrum árum. Ef það væri ekki til fyrirstöðu, væri Kennedy vafalitið sigurvæn- legasta forsetaefni demokrata nú og nýtur hann þar ekki að- eins bræðra sinna. Kennedy er nú sennilega sá sjórnmála- maöur Bandarikjanna, sem er aðsópsmestur ræðumaður á stórum fundum og fáir koma betur fyrir i sjónvarpi eða á blaðamannafundum en hann. Þá hefur hann unnið sér gott orð sem starfsamur og glögg- ur þingmaður. Kennedy hefði þvl orðið sterkur frambjóð- andi, ef bilslysið hefði ekki verið annars vegar. Annars er hann það ungur, að hann getur vel beðið til 1980 eða 1984, en að sjálfsögðu getur margt breytztá þeim tíma. Kennedy- dýrkunin getur minnkað og nýir glæsilegir leiðtogar kom- ið til sögu. En þrátt fyrir þetta allt, hefur sú ákvörðun Kennedys mælzt vel fyrir, að hann skyldi draga sig I hlé að þessu sinni, og má vel vera að það geti orðið honum til styrktar siðar. AF ÞEIM stjórnmálamönn- um demokrata, sem hafa hugsað til framboðs i forseta- kosningunum 1976, hefur vafa- laust enginn hagnazt meira á þvi, að Kennedy dró sig i hlé en Walter F. Mondale öldungadeildarþingmaður frá Minnesota. Hann þykir likleg- ur til að fá mikið af fylgi Kennedys, þvi að skoðanir þeirra falla mjög saman. Meðan rætt var um Kennedy sem hugsanlegan frambjóð- anda, átti Mondale lika erfitt uppdráttar, en sagt er að það hafi breytzt mjög siðan. Fylgismenn Kennedys fylkja sér um hann, enda er sagt, að Kennedy kjósi hann helzt til framboðs. Sjálfur hefur Kennedy lýst yfir þvi, að hann muni styðja hvern þann mann, sem flokkurinn velur til fram- boðs, að undanskildum Wallace. WALTER F. MONDALE er fæddur 5. janúar 1928 og er yngstur þeirra manna, sem nú er helzt rætt um sem hugsan- legt forsetaefni demokrata. Hann er fæddur og uppalinn i Minnesota og gerðist strax á unglingsárum mikill stuðn- ingsmaður Humphreys, sem hefur verið áhrifamestur stjórnmálaleiðtogi i Minne- sota um þrjátiu ára skeið. Eft- ir að hafa lokið háskólanámi og herþjónustu sneri Mondale sér óskiptum að stjórnmálum. Hann var kjörinn dómari 1956 og fjórum árum síðar var hann kosinn dómsmálaráð- herra I Minnesota og var hann þá yngsti maðurinn, sem hef- ur gegnt þvi starfi. Hann gegndi þvi til 1964, en þá var hann skipaður öldunga- deildarþingmaður i stað Humphreys, sem hafði verið kjörinn varaforseti og varð þvi að láta af þingmennsku. Arið 1968 var Mondale svo kosinn öldungadeildarþing- maður og endurkosinn 1972. Mondale og Humphrey eru nú öldungadeildarþingmenn Minnesota. Þeir Mondale og Humphrey eru báðir af norskum ættum. Það hefur lengi verið kunn- ugt, að Mondale ætlaði sér stærri hlut en að vera öldungadeildarþingmaður. I þeim efnum hefur hann lika notið hvatningar og stuðnings Humphreys, sem hefur litið á hann sem eins konar pólitisk- an fósturson sinn. Fyrir for- setakosningarnar 1972 beitti Humphrey sér fyrir þvi, að Mondale yrði teflt fram sem forsetaefni, en i reynd var það ekki gert I fullri alvöru, heldur frekar gert til þess að koma honum á blað, ef svo mætti segja, þannig að farið yrði að ræða um hann sem forsetaefni i framtiðinni. Mondale fékk lika litlar undirtektir að þvi sinni og svo fór,að Humphrey fór sjálfur á stúfana og gaf kost á sér á móti McGovern, sem hann taldi ósigurvænleg- an, eins og lika kom á daginn. Humphrey beið ósigur fyrir McGovern og nú er hann tal- inn vera of gamall til þess að vera i framboði við forseta- kosningar. Hann vinnur þvi kappsamlega að þvi, að Mon- dale verði i framboði. Mon- dale getur þannig treyst á stuðning margra fylgismanna Humphreys og Kennedys og er það ekki litill grundvöllur til að byggja á. Það háir hins vegar Mon- dale verulega, að hann er litið þekktur utan Minnesota og Washington. I Washington hefur hann unnið sér gott álit sem mjög starfhæfur og sam- vizkusamur þingmaður. Hann hefur yfirleitt skipað sér i frjálslyndari arm demokrata og ætti þvi m.a. að geta treyst á stuðning blökkumanna, þvi að hann hefur jafnan stutt málstað þeirra. Mondale skortir það hins vegar, að hann er ekki ræðumaður á borð við þá Humphrey og Kennedy. Hann er að visu sæmilega máli farinn, en er of sléttmáll og tekst þvf oft ekki að vekja nægilegan áhuga og eftirtekt áheyrenda sinna. Hann hefur þvi verið að reyna að breyta nokkuð ræðustil sin- um að undanförnu, m.a. á þann hátt að beina spurning- um til áheyrenda. Nokkurt dæmium það var nýlega nefnt i Washington Post. Mondale hefur lengi verið hvatamaður þess, að útgjöld til vigbúnaðar væru lækkuð. Andstæðingar hans hafa túlkað þetta á þann veg, að hann stefndi að þvi að gera Bandarikin að annars flokks herveldi. Sovétrikin yrðu hernaðarlega sterkari en Bandarikin, ef stefnu hans yrði fylgt. Á stórum fundi, sem Mondale var á nýlega, ræddi hann um þessi mál og sagði siðan: Vilja þeir rétta upp hendina, sem hafa verið i hernum? Mjög margir fundarmenn réttu upp hend- ina. Þá spurði Mondale: Hversu margir ykkar telja að óþörf eyðsla eigi sér stað inn- an hersins? Þá voru álika margar hendur réttar upp. Mondale er einnig misjafn sem sjónvarpsmaður. Hann er myndarlegur maður, en getur verið heldur dauflegur, og hættir til að vera of langorður i skýringum sinum. Sagt er að hann sé nú i þjálfun hjá reynd- um sjónvarpsmönnum og hafi það þegar borið verulegan árangur. Ef dæma á eftir skoðana- könnunum, á Mondale enn langt i land áður en hann getur talizt sigurvænlegur i próf- kjörum á næsta ári. En ætlun hans er að hefja nú þegar undirbúning að þátttöku i nokkrum þeirra og mun hann leggja aðalkapp á að kynna sig i viðkomandi rikjum. Hann hefur þegar hlotið opinberan stuðning ýmissa þekktra stuðningsmanna Kennedy- bræðra. Meðal þeirra má nefna Arthur Schlesinger og Theodore Sorensen. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.