Tíminn - 25.10.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.10.1974, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur. 25, október. 1974. Föstudagur. 25, október. 1974, TÍMINN 11 Talið frá vinstri: Bríet Bjcirnhéðinsd. Karólína Siemsen. lóntna Jónatansdóttir. Jónína Jósefsdóttir. Aíaría Pétursdóttir. Verkakvennafélagið Framsókn i Reykjavik var stofnað 25. október 1914 að frumkvæði Kvenréttindafélags | ís- lands, sem þá mun um árabil hafa stefnt að þvi að stofna til samtaka meðal verkakvenna, m.a. haftbein afskipti af kaupgjaldi verkakvenna með viðræðum, og jafn- vel samningum, við at- vinnurekendur. Það liðu 17 ár frá því karlmenn stofnuðu fyrstu lifvæn- legu stéttarfélögin, þ.e. Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði og Hið islenzka prentara- félag, en bæði þessi félög eru starfandi enn þann dag i dag. Aöur höföu þó veriö stofnuð verkamannafélög: á Akureyri og i Hrunamannahreppi. Trésmiðir og skósmiðir höfðu einnig stofnað stéttarfélög fyrir 1890, og sagnir eru um það, að verkamannafélag hafi verið stofnað austur á Héraði áður en Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði var stofnað. Formaður þessa félags mun hafa verið Guðmundur Hallvarðsson, bóndi að Bessastöðum, en hann lézt á bezta aldri. Hvaða ástæöur lágu til þess, að verkakonur stofnuðu ekki til sam- taka fyrr en fyrsta verkakvenna- félagið var stofnað árið 1914, ligg- ur ekki ljóst fyrir: konur á vinnu- markaði voru að visu miklu færri en karlar. Forystumenn fyrstu verkamannafélaganna munu flestir hafa verið heldur andvigir þvi að konur fengju þar félags- réttindi. Ekki mun þó hafa reynt á þetta nema i einu tilviki, svo kunnugt sé, þvi að við stofnun Dagsbrúnar — 1906 — mun hafa komið fram tillaga um að konur fengju aðild að félaginu með sama hætti og karlar. Þessi til- laga fékk dræmar undirtektir, og var a.m.k. ekki samþykkt. Eins og áður segir þá var það Kvenréttindafélag íslands, sem ruddi brautina og lagði grund- völlinn að stofnun stéttarsamtaka meðal kvenna. Hér verður birtur hluti af við- tali við fyrsta formann Verka- kvennafélagsins Framsóknar, Jónlnu Jónatansdóttur, en viðtal þetta var einn hluti fjögurra ára starfssögu Kvenréttindafélags- ins, sem út kom árið 1947. í niður- lagi viðtalsins segir svo: „Manstu hvenær ykkur datt þessi félagsstofnun i hug? „Ja, hvort ég man: Við Briet vorum nágrannakonur, og heimsóttum hvor aðra oft. Einu sinni kom hún til min I eldhúsið. Ég var að baka kökur, og hún settist á eldhússtól- inn og fór að segja mér frá ein- hverju, sem Kvenréttindafélagið þyrfti nauðsynlega að gera, safna fé til styrktar ýmsum málefnum, styrkja eða hjálpa einhverjum stúlkum til náms, eöa eitthvað slikt. Og það varð mér allt i einu að orði: „Þið eruð alltaf að hugsa um lærðu konurnar, væri ekki lika nauðsynlegt að gera eitthvað fyrir verkakonurnar hérna i Reykjavik, fiskverkunar- stúlkurnar og allar, sem verða að þræla daginn út og daginn inn fyr- ir svo að segja engu kaupi?” Briet þagði nokkra stund, en mælti svo: „Já, það er ágætt, komdu þá með tillögu um það á næsta fundi, svo skulum við hjálpast að.” — Ég gerði það. En það kostaði mörg orð og mörg spor og mikil heilabrot: unz fé- lagið var stofnað 25. okt. 1914. Stofnendur voru 68. En meðlimum fjölgaði óðfluga. Þetta var fyrsta verkakvennafélagið, sem stofnað var á Islandi. „Og hvernig var mörkuð stefna og tilgangur félagsins?” „Að styðja og efla hag félags- kvenna og menningu, á þann hátt, sem kostur er á, meðal annars með þvi að ákveða vinnutíma og kaupgjald, og stuðla að þvi, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt i stjórnmálum lands og bæj- arfélags. Ennfremur er ákveðið, að félagið skuli stofna styrktar- sjóð, strax og það sér sér fært.” „Hverjar voru kosnar I stjórn?” „Fyrsta reglul. stjórn félags- ins ar kosin i janúar 1915, og skip- uðu hana þessar konur: Jónina Jónatansdóttir, formaður, Karó- lina Siemsen, gjaldkeri, Maria Pétursdóttir, varaformaður, BrietBjarnhéðinsdóttir, ritari, og Jónina Jósefsdóttir, fjármálarit- ari.” „Hve lengi varst þú formað- ur?” „Ég var formaður samfleytt fyrstu 20 árin, en svo tók frú Jó- hanna Egilsdóttir við, og hefur veriö formaður siðan. Meðlimir voru um 900, þegar ég lét af for- mennsku. Stjórnina skipa nú: Formaður Jóhanna Egilsdóttir, varaformaður Jóna Guðjónsdótt- ir, ritari Anna Guðmundsdóttir, gjaldkeri Guðrún Þorgeirsdóttir, fjármálaritari Guðbjörg Brynjólfsdóttir. Félagskonur hafa öðlazt miklar réttarbætur, og eru farnar að lita á sig sjálfar og lifið i heild öðrum augum en fyrr. En ekki hefur það allt gengið baráttulaust.” „Varstu ekki oft þreytt að standa I þessu stimabraki milli verkakvenna og vinnuveitenda?” „Vist varð maður að hafa sig allan við með köflum. Kunningja konur minar voru undrandi yfir þvi, af þvi að við hjónin vorum I sæmilegum efnum, að ég skyldi standa i þessu amstri og illdeil- um. En ég stóð aldrei i illdeilum. Konurnar fylgdu svo fast eftir, og skildu ótrúlega fljótt og vel, að hér var að ræða um hag þeirra sjálfra og barna þeirra. Þær voru mér alltaf svo þakklátar, og margar urðu beztu vinkonur min- ar. Ég hafði nokkuð gott lag á að tala við útgerðarmenn og vinnu- veitendur, svo alltféll i ljúfa löö.” Og frú Jónina nefnir þar ýmist nöfn þeirra sem örðugastir voru viðureignar, og annarra, sem sanngjarnastir voru i öllum samningum. „Ég tel þennan þátt einna markverðastan i lifi minu, og mér þykir so vænt um alla, sem meta viðleitni mina og annarra I þess- um málum til verðleika.” Við kveðjumst með meiri skiln- ingi og klökkva en noKkurn tima fyrr. Ég sá hana ekki framar.” Hér iýkur þeim þáttum fyr- greinds viðtals, sem I.B. birti i 40 ára minningarriti Kvenréttinda- félags tslands árið 1947. Eins og áöur segir lét Jónina Jónatansdóttir af formennsku ár- iö 1934. Þá tók Jóhanna Egilsdótt- ir við formennsku, og hafði hana á hendi til ársins 1962, að Jóna Guðjónsdóttir tók við árið 1962. Hún lét af formennsku i byrjun þessa árs, og við tók núverandi formaður, Þórunn Valdimars- dóttir. Það mun vera sjaldgæft, að á nálega 60 ára starfsferli eins félags skuli aðeins þrjár konur hafa gegnt formannsstörfum all- an þann tima. Starfi Verkakvennafélagsins Framsóknar siðustu áratugina verða vafalaust gerð greinargóö skil af félagsins hálfu. Þökkum Verkakvennafélaginu Framsókn farsælt forustustarf til hagsældar vinnandi konum og velfarnaðar um ókomna tima. Siðast en ekki sizt ber að þakka Kvenréttindafélagi Islands hið fórnfúsa brautryðjendastarf, semþað lét i té við undirbúning og stofnun fyrsta verkakvenna- félagsins hérlendis — starf, sem hefir borið rikulegan árangur. Áskorun til ríkisstjórnarinnar frá hreppsnefnd Hvammstangahrepps: AFKASTAGETAN ÞEGAR ÞRISVAR TIL FJÓRUM SINNUM MEIRI EN LEYFÐUR HÁMARKSAFLI FB—Reykjavlk. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps kom til fundar á þriðjudag, og samþykkti þar áskorun til rikisstjórnarinnar varðandi rækjumálin við Húna- flóa. Var áskorunin siðan send i bréfi til ríkisstjórnarinnar. Er það dagsett 21. október og fer hér á eftir: A fundi hreppsnefndar Hvammstangahrepps i dag var samþykkt eftirfarandi áskorun til rikisstjórnarinnar: Hreppsnefnd Hvammstangahrepps skorar á rikisstjórnina, að koma i veg fyrir, að rækjuvinnslustöö verði sett upp á Blönduósi, með þvi að heimila ekki bátum þaðan rækju- veiðar á Húnaflóa, eða með öör- um aðgerðum. Vegna þessarar áskorunar vill hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps benda á eftirfarandi: Afkastageta þeirra rækjuverk- smiöja, sem fyrir eru við Húna- flóa I dag er liklega þrisvar til fjórum sinnum meiri en leyfður hámarksafli úr flóanum. Augljóst er þvi, að enginn grundvöllur er til að skipta aflanum á fleiri staði, en nú er gert. A þeim fjórum stöðum við Húnaflóa, þar sem rækja hefur verið unnin, hefur hundruðum milljóna króna verið varið i fjárfestingu i rækjuvinnslustöðv- ar og báta, og þar hefur rækju- vinnsla verið byggð upp sem við- varandi atvinnugrein, og verið uppistaðan i atvinnulifi staðanna mikinn hluta árs. Verði aflanum nú skipt á enn fleiri staði, má bú- ast viö, að undirstöðunni verði kippt undan þeirri f járfestingu og atvinnulifi staðanna aö verulegu leyti. A Blönduósi hefur um árabil veriðmun betra atvinnuástand en á öðrum stöðum við Húnaflóa. At- vinriurekendur þar hafa gefið yfirlýsingar um, að þar hafi veriö tilfinnanlegur vinnuaflsskortur á siðast liðnum vetri. Þar eru 1 byggingu iðngarðar yfir smærri iðnfyrirtæki og búið að leggja i mikla fjárfestingu I sambandi við iðnað. Töluverð fólksfjölgun hef- ur orðið þar á undanförnum ár- um, þegar Ibúafjöldi annarra kauptúna við Húnaflóa hefur staðið i stað, eða farið minnkandi, þar til rækjuvinnsla var hafin á þeim stöðum. A Hvammstanga var byrjað að vinna rækju árið 1966 og hefur rækjuvinnsla verið starfandi þar siðan, nema árin 1968 og 1972. Þaöan eru nú gerðir út fimm bát- ar á rækjuveiðar, og hefur það sjónarmið verið rikjandi hjá for- ráðamönnum rækjuvinnslunnar, að fjölga ekki bátum úr hófi fram. Þar sem fjölgun báta þýöir minnkandi aflamagn á bát og minnkar rekstrarmöguleika þeirra og laun sjómanna. Tölu- verð ásókn utanhéraðsmanna hefur verið að flytjast til Hvammstanga og komast að með báta I viðskitpi. Við rækjuvinnsl- una og á bátunum vinna nú 40 til 50 manns, og eru rækjuveiðarnar þá atvinnuvegur, sem veitir flestu fólki atvinnu fyrir utan sláturhúsin á haustin. Hvammstangi er sá staður, sem liggur næst beztu rækjumiö- unum i Húnaflóa, út af Hrútafirði og Miðfirði, og þangað er um hálfrar klukkustundar sigling A Hvammstanga hefur verið landað miklum hluta þess rækjuafla, sem unninn er á Skagaströnd, og aflinn verið bilfluttur þangað. A undanförnum vertiðum hefur verið gott samkomulag á milli staða, sem stundað hafa rækju- veiðar I Húnaflóa, þótt rækju- aflanum hafi ekki verið skipt. A fundi I Staðarskála 5. september sl. með sjómönnum og forráða- mönnum rækjuvinnslustöðva frá Hólmavik, Drangsnesi, Hvammstanga og Skagaströnd náðist fullt samkomulag um skiptingu rækjuaflans úr flóan- um, 50% vestur og 50% austur, en umræður um hugmyndir um upp- setningu rækjuvinnslustöðvar á Blönduósi komu I vég fyrir, að það samkomulag tæki gildi. Þvi verður ekki annað séð, en i algjört óefni sé komið, með sam- komulag milli staða um afla- hluta, þó er ekki ástæða til að ætla annaö, en við það samkomulag' verði staðið, verði komið I veg fyrir, að rækjuvinnslustöðin á Blönduósi komist upp. Virðingarfyllst, fyrir hönd hreppsnefndar Hvammstanga- hrepps, Þórður Skúlason, sveitarstjóri. Hringvegur um Vestfirði — sala happdrættisskuldabréfa hafin DJÚPVEGUR Fimmtudaginn 24. október nk. hefst sala á happdrættisskulda- bréfum rikissjóðs, E flokki, og skulu fjármunir þeir, er inn koma fyrir sölu bréfanna renna til greiöslu kostnaðar við að fullgera Djúpveg og opna þannig hringveg um Vestfirði. Úm þessar mundir er verið að ljúka undirbyggingu siðasta veg- arspottans i Djúpveginum, um 3 1/2 km kafla i Hestfirði. Enn er eftir aö sprengja á nokkrum stöð- um, steypa brú i Hestfirði, og setja nokkur ræsi, áður en endan- legt slitlag verður sett á veginn. Er nú sýnt að hringvegi um Vest- firði verður lokið fyrir næsta haust. Aður hefur rikissjóður boðið til sölu fjóra flokka happdrættis- skuldabréfa, að verðmæti 580 millj. króna, til að fullgera hring- veg um landið. Allir þessir flokkar hafa selzt upp. í þessum flokki eru gefin úr happdrættisskuldabréf samtals að fjárhæð 80 milljónir króna, en hvert bréf er að fjárhæð tvö þúsund krónur. Arleg fjárhæð happdrættisvinninga nemur 10% af heildarútgáfunni og er dregið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 27. desember nk. Alls er dregið 10 sinnum, en vinningar hverju sinni eru samtals að fjárhæð 8 milljónir króna og skiptast þannig: 2 vinningar á kr. 1.000.000.00 1 vinningur á kr. 500.000.00 20 vinningar á kr. 100.000.00 350 vinningar á kr. 10.000.00 Happdrættisskuldabréfin verða endurgreidd handhafa að 10 árum liðnum ásamt verðbótum i hlut- falli við þá hækkun, sem kann að verða á framfærsluvisitölu á lánstimanum. Sem dæmi um þró- un framfærsluvisitölu, hækkuðu 1000 kr. bréf, sem gef in voru út 20. sept I fyrra um kr. 414.00 á einu ári. Happdrættisskuldabréfin eru undanþegin framtalsskyldu og eignaskatti, en vinningar svo og verðbætur undanþegnar tekju- skatti og tekjuútsvari. Seðlabanki íslands sér um út- boðhappdrættislánsins fyrir hönd rikissjóðs, en sölustaðir eru bankar, bankaútibú og spari- sjóðir um land allt. Öfluðu 21000 króna fyrir hjartabíl SJ—Reykjavik. Þessar duglegu stúlkur úr 11 ára bekk f Lækjarskóla I Hafnarfirði tóku sig til og héldu hlutaveltu að Erluhrauni 2 nú á laugardaginn var. Þær höfðu 21.000 krónur upp úr krafsinu og lögðu þær fram til kaupa á nýjum hjartabfl fyrir islendinga. Myndina tók Guðjón ljósmyndari Timans á skrifstofu Rauöa kross islands, þegar stúlkurnar ellefu komu þangað með ágóðann af þessu framtaki sinu. Þvl miður vitum viö ekki rööina á stúlkunum, en þær heita: Sigrlður Siguröardóttir, Guðbjörg Ingi- bergsdóttir, Hanna M. ólafsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Heiðveig Brynjólfsdóttir, Auöur Sigurgeirs- dóttir, Asta G. Björnsdóttir, Dagbjört Gisladóttir, Kristln B. Halldórsdóttir, Ragnheiður ólafsdóttir og Þórey Dan. 250 þús. í hjartabíl fyrir Norðurland Sldtrun FB—Reykjavik. Stjórn Kiwanisklúbbslns Kaldbaks á Akureyri ákvað fyrir nokkru að leggja 250 þúsund krónur I söfnunina vegna hjartabfls á Norðurlandi, sem Blaðamannafélag tslands beitir sér fyrir. Þessi mynd var tekin, er forseti Kaldbaks, Stefán Gunnlaugsson, afhenti Guðmundi Blöndal, gjaldkera Rauða krossins á Akureyri, peninga- upphæðina. A myndinni eru einnig Kiwanisfélagarnir Haraldur Svein- björnsson, Ottó Tulinius, Sævar Vigfússon og Sigurjón Þorvaldsson (talið frá vinstri). að Ijúka SÞ Búðardal — Sauðfjárslátrun lauk I Kaupfélagi Hvammsfjarð- ar á þriðjudag. Heldur var slátr- að meira nú en I fyrra, en fail- þungi dilka mun vera heldur minni I ár. Um 27.500 fjár var slátraö i sláturhúsi kaupfélagsins, sem er heldur meir en sl. ár. Þetta var fé úr Dalasýslu, að undanskildum Saurbæjarhreppi, og einnig af Skógarströnd. Um eitt til tvö hundruö stór- gripum veröur slátraö, en stór- gripaslátrun var einnig áður en sauðfjárslátrun hófst, 17. septem- ber. Stórgripaslátrun verður út þessa viku, en þar á eftir verður einhverju af hrossum slátrað. Electrolux Eldavélin NOVA 160 Hún hefur 4 hellur með stiglausri stillingu (2 hraðhellur, I steikarhellu, I hellu með sjálfvirkum hitastilli) Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6 1/2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og raf mótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD =- 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt, koparbrúnt og hvítt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.