Tíminn - 16.11.1974, Qupperneq 1

Tíminn - 16.11.1974, Qupperneq 1
HREYFILHITARAR i VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR SLONGUR BARKAR TENGI HF HÖRÐUR OUNNARSSON SKULATUNI 6 -SIMI (91)19460 í DAG Furðuleg gagnrýni — leiðari bls. 7 Síld og selur — enginn háhyrningur — sjá bls. 3 Gömlu íslenzku bæirnir spennandi verkefni — sjá bls. 8 227. tölublað — Laugardagur 16. nóvember — 58. árgangur J Landvélarhf Flokksþingið hefst á morgun HJ-Reykjavik. — Þriggja daga flokksþing Framsóknarflokksins hefst i Glæsibæ, Álfheimum 74, kl. 10 i fyrramálið. Þingiö er hiö 16 i rööinni og er haldiö viö nokkuö óvenjulegar aöstæöur, þar sem alþingiskosningar eru tiltölulega nýafstaönar. Venja hefur veriö, aö flokksþing sé haldiö nokkrum mánuöum fyrir kosningar. En eins og mönnum er i fersku minni, bar kosningar nokkuö brátt aö og þvl enginn timi þá til flokksþingshalds. Að sögn Þráins Valdimars- sonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, biöa þessa þings mörg mikilvæg verkefni, þótt kosningar séu nú ekki á næstu grösum. Nefnd hefur starfaö undir forystu ritara flokksins að endurskoðun flokks- laganna, og munu viðamiklar til- lögur til breytinga fyrirhugaðar á þeim. Fjórar málanefndir munu starfa á þinginu. Stjórnmála- nefnd, atvinnu- og samgöngu- málanefnd, mennta- og félags- málanefnd og flokksmálanefnd. Mun þingið ákveða höfuðstefnuna fyrir næstu ár I öllum þessum efnum. Sú nýjung er fyrirhuguð á þessu þingi, að annan dag þingsins skiptist þingið upp i a.m.k. 6 mál- efnahópa, þar sem tekin verða til umræðu máléfni, eins og kosningalögin, alþingiskosning- Frh. á bls. 15 Skrifstofan opin í dag HJ-Reykjavik. — Athvgli þingfulltrúa á fiokksþingi Fra msóknarflokksins skal vakin á þvi, aö flokksskrif- stofan aö Rauöársstig 18, er opin I dag (laugardag) frá kl. 10 árdegis til 18 síðdegis. Þing- fulltrúar geta vitjað allra gagna viövikjandi flokks- þinginu þar. Einnig geta þeir gestir, sem óska aö sækja flokksþingið, fengiö aögöngu- miöa á flokksskrifstofunni. Helmingur fiskmjöls- birgða seldur Rússum HJ—Reykjavík — Eins og alþjóö mun kunnugt hefur gætt sölu- tregöu á fiskmjölsmörkuðum okkar erlendis næstum allt þetta Lánasjóður íslenzkra námsmanna: Bráðabirgðatölur bárust í surriar — en endanlegum tölum seinkaði vegna könnunar á raunverulegri fjárþörf FB—Reykjavlk — Baráttunefnd námsmanna gekk á fimmtudag- inn inn á fund fjárveitinganefnd- ar alþingis tii þess aö skýra þar mál sitt og óska eftir þvi, aö tölur þær, sem komu fram á fjárlögum og ætlaðar voru lánasjóöi is- lenzkra námsmanna, veröi hækkaöar. Á fjárlögum var reiknað meö aö lánasjóöurinn hlyti 606 milljónir króna, en sú upphæö byggöist á tillögum frá menntamálaráöuneytinu, þar sem tillögur lánasjóðsins höföu ekki borizt I tæka tlö, aö þvi er fjármálaráöherra sagöi i fyrstu umræöu um fjárlög, og áöur hefur komiö fram hér I blaðinu. Fulltrúar námsmanna eru mjög óánægðir með þessa fram- vindu mála og telja, að fjárlaga- talan hefði átt að geta verið nær þvi, sem æskilegt hefði verið, þar sem sjóðstjórnin hafi snemma I sumar verið búin að skila bráöa- birgðatölum, þótt endanlegar tölur væru ekki tiltækar. Ástæðan til þess, að endanlegar tölur voru ekki lagðar fram, var sú, aö verið var að vinna aö mjög umfangs- mikilli könnun á hinni raunveru- legu fjárþörf námsmanna. Olafur Pálsson frá SINE, sem var i stjórn lánasjóðsins I sumar, og er I baráttunefnd námsmanna, sagði I viðtali við Tlmann, aö sjóðstjórnin hefði fengið leyfi til þess að skila aðeins bráðabirgða- tölum, þar til endanlegar tölur væru handbærar, og þessar bráðabirgðatölur hefðu hljóðað upp á um 900 milljónir króna. Sföan hefði sú upphæð verið skorin niður eftir kúnstarinnar reglum hjá fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, og hefðu endað i 606 mill- jónum. Atli Arnason frá SHl, sem er i núverandi stjórn lánasjóðsins sagöi, að námsmenn hefðu gengið á fund fjárveitinganefndar, og hefðu þar reynt að skýra sjónar- mið námsmanna. Hann Itrekaði ennfremur, að bráðabirgðatölur hefðu verið sendar frá sjóðnum I sumar, og heföu þær hljóðað upp á 900 milljónir króna eða þar um bil. Gunnar Vagnsson, formaður lánasjóðs Islenzkra námsmanna, sagði til skýringar á seinkun á tillögum stjórnar sjóðsins: — A haustmánuðum 1973 var hafizt handa um að gera könnun á námskostnaði I einstökum náms- löndum. Undirbúningur að úrvinnslu innsendra gagna þar um fór fram á siðast liðnum vetri, og úrvinnslan sjálf á vormánuðum og fyrri hluta sumars. Þaö var ætlun stjórnar lánasjóðsins að taka mið af könn- uninni við áætlun um fjárþörf næsta árs. Fljótlega varð þó sýnt, að hún yröi ekki unnin nægilega snemma til þess, að fjárlagatil- lögur gætu borizt á réttum tima. 15. júlí voru menntamálaráðu- neytinu afhentar bráðabirgöatil- lögur, sem fólu I sér áætlun um fjárþörf sjóðsins, þegar tekiö væri tillit til áætlaðrar fjölgunar námsmanna og einnig til verðlags og gengisbreytinga, en endanleg áætlun, þar sem tekið var mið af kostnaðarkönnuninni, var send þann 1. ágúst sl. Fjárlagatillögur stjórnar lánasjóðsins eru eftir þvl, sem bezt er vitað, I höndum fjár- veitinganefndar alþingis. Þær munu þvi fá þinglega afgreiöslu, enda þótt þær bærust ekki nægilega snemma til þess að veröa teknar I fjárlagafrumvarp af þeim ástæðum, sem raktar voru. ár. Algjör kyrrstaða var frá þvl I aprll og fram I september, en I byrjun september, slðustu daga þess mánaðar og fyrstu viku októbermánaöar seldust rúmlega 15.000 tonn af fiskimjöli, þar af 10.900 tonn af loðnumjöli. Nú fyrir skemmstu var talið, að birgðir af óseldu fiskmjöli I landinu væru nálægt 22.000 tonnum, þar af 9.000-10.000 tonn af loönumjöli og gekk saian þá treg- lega. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Sveini Benediktssyni, formanni stjórnar Félags Isl. fiskmjölsframleiðenda, að I gærmorgun hefði samizt um sölu á 10.000-10.500 tonnum af fiskmjöli til Rússa. Kvað Sveinn fiskmjölsframleiðendur eftir atvikum ánægða með þessa sölu. Af þvi magni, sem samizt hefur um sölu á við Prodintorg I Moskvu, eru 5.500 tonn af loðnu- mjöli á 5.12 dollara hver prótein- eining I tonni, greiðanlegt upp I 68% próteineiningar, 3.600 tonn af þorskmjöli og 900 tonn af spærlingsmjöli, sem hvort tveggja er selt á 5,30 dollara fyrir próteineiningu, einnig greiðanlegt upp I 68% prótein- einingar. Alltfiskmjölið er selt cif — Leningrad, og á að afhenda það frá Islandi I þessum mánuði og hinum næsta. Kvað Sveinn þessa sölu hafa veriö gerða I framhaldi af þeim viðskiptaumræðum, sem sendi- nefnd okkar, undir forystu ólafs Jóhannessonar viðskiptaráð- herra, átti við Rússa i Moskvu s.l.mánuði. Þar var rætt um viðskiptaskuldir Islendinga viö Rússa I Moskvu i s.l. mánuði. Þar var rætt um viðskiptaskuldir Islendinga við Rússa vegna ollukaupa o.fl. Munu Rússar þá hafa lofað að kaupa af okkur 10.000 tonn af fiskmjöli á heims- markaðsverði og hefur sú sala nú fariö fram. Af hálfu Islands önnuðust þessa sölusamninga þeir Guðjón O. Ólafsson, sem var formaður nefnderinnar og Haukur Björns- son, en Gunnar Pedersen frá fyrirtækinu Bernhard Pedersen Frh. á bls. 15 Matsverð Blika- staða einn til tveir milljarðar? HHJ—Rvlk — Áætlað var, að Breiöholt myndi fullnægja eftir- spurn eftir byggingalóðum I Reykjavik allt til ársins 1983, en nú er fyrirsjáanlegt, að verði vöxtur borgarinnar jafn ör á næstunni og verið hefur undan- farin ár, verður Breiðholt full- byggt eftir þrjú ár. Þess vegna er sýnt, að skipuleggja þarf Korpúlfsstaðaland og byggja þar. Það land mun endast um hrlð, en þá hlýtur að koma að þvi að Reykjavik fari að þreifa fyrir sér um kaup á Blikastaðalandi. Sig- steinn bóndi Pálsson að IBiika- stöðum skýrði frá þvi i sjónvarps- þættinum Kastljósi I gærkvöldi, að óformlegar viðræður um þetta mál hefðu farið fram, en engar tölur hefðu þó verið nefndar. Þá kom og fram, að skipuiagsyfir- völd i Mosfellssveit hafa þegar veitt leyfi til þess, að Blikastaða- land verði skipulagt, og ýmis byggingafélög hafa leitaö hófanna um framkvæmdir. Verð á landi á mörkum strjál- býlis og þéttbýlis er sem kunnugt er orðið glfurlega hátt, og þótt Sigsteinn vildi ekki nefna neinar tölur, benti hann á að söluverð lóöa á Helgafelli, I næsta ná- grenni við Blikastaði, væri rösk- lega 500 krónur fermetrinn. Að þvl er fram kom I Ka&tljósi, er hentugt byggingarland að Blikastöðum um 150 hektarar. Takist ekki samningar með eig- endum Blikastaða og Reykja- vlkurborg, má að sjálfsögðu færa út lögsagnarumdæmi borgar- innar, eins og oft hefur verið gert, og taka Blikastaði síðan eignar- námi. Þá félli þriðjungur landsins Reykjavik I skaut, án þess aö bætur kæmu fyrir, samkvæmt ákvæðum skipulagslaga. Þessi þriðjungur er I sllkum tilvikum ætlaðúr undir götur og til annarra sameiginlegra þarfa. Eftir verða þá 100 hektarar, sem meta þarf til fjár. Og þá vaknar auðvitað sú spurning, hversu mikils viröi landiö sé. Reykjavlk neyddist fyrir skömmu til þess að kaupa skika úr landi Kópavogs og greiddi 300 krónur fyrir fermetrann. Sam- kvæmt þvi ætti Blikastaðaland að kosta 300milljóir króna. Sigsteinn Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.