Tíminn - 16.11.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 16.11.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Laugardagur 16. nóvember 1974 HVERJU ÁTTI AÐ LOFA ? Einstakir menn, sem yfir- gáfu Framsóknarflokkinn á siöasta vori, ræða nú um það, að honum sé ekki treystandi og hafi ekki verið treystandi, þar sem ekki fékkst samþykkt fyrirheit um það á mið- stjórnarfundi Framsóknar- flokksins sl. vor að taka ekki þátt i stjórnarsamstarfi öðru visi en með Alþyðubandalag- inu. Þess ber að minnast, að þegar miðstjórnarfundurinn var haldinn höfðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna snúizt gegn fyrrverandi stjórn. Þegar fram kom i nefnd til- laga um yfirlýsingu eins og áður er getið, spurði ég til- lögumanninn, dr. Ólaf Ragnar Grimsson, hvort þetta ætti að vera loforð um það, að ganga til stjórnarsamstarfs með Al- þýðubandalaginu með þeim skilyrðum sem það setti. Við þvi fékk ég engin svör. Það fannst mér heldur ekki von. Þessa hugsun gátu og máttu tillögumenn ekki hugsa til enda. Flokkur, sem lofar þvi fyrir kosningar, að vinna með á- kveðnum flokki öðrum, án nokkurs málefnasamnings eða annarra skuldbindinga frá honum, á ekki neitt val að kosningum loknum. Hann verður að ganga til samstarfs sem hann lofaði, hvaða skil- yrði og kröfur sem fram koma frá flokknum, sem hann hét trú og hollustu. Þess vegna getur enginn flokkur gefið slikt einhliða fyrirheit. Það væri miklu hreinlegra að ganga i samstarfsflokkinn, þvi þá hefðu menn þó aðstöðu til að hafa skoðun og vinna fyrir hana á jafnréttisgrund- velli innan flokksins. En að vera sérstakur flokkur og vinna öðrum flokki trúnaðar- eið skilyrðislaust, — það finnst mér fásinna. Ég skal ekki f jölyrða hér um fordóma og fræðisetningar. En ég held að við mættum stundum minnast þess, sem Stephan G. kvað: Með hverjum helzt vinna að velferð sins lands þar viðreisnarfæri við sjáum, þó hann væri eiðsvarinn óvinurmanns og einvlg á morgun við háum. Sé það vinstri pólitik að jafna lifskjör þá held ég að láglaunabæturnar núna séu meir i ætt við vinstri pólitík en allt, sem gerðist I launamál- um meðan vinstri stjórnin blessuð fór með völd. Þá tel ég ekki til launamála aðgerðir hennar til að afmá þann srhánarblett að svelta gamal- menni. Atján ára gamlar ályktanir um dægurmál hafa takmark- að gildi i dag. Viðhorfin eru breytt, flokkarnir eru lika breyttir. Stundum eru stjórnmála- menn hræddir að taka ábyrgð. Þegar Lúðvik Jósepsson fór að hika og tvistiga i vinstri stjórninni i vor snerist Björn Jónsson ákveðið gegn tillög- unum. Aldrei skyldi hann verða ábyrgur fyrir þvi, sem Lúðvik þyrði ekki að styðja. Stundum getur átt sér stað aö heill flokkur vilji heldur vera utan stjórnar en bera á- byrgð á þvi, sem hann veit að verður að gera og verður gert. Hvernig á þá að vinna með honum? Halldór Kristjánsson Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda: Spámaður er meðal vor t dagblaöinu Visi 5. þ.m. var leiöaragrein þar sem boöaö var aö stórgróöi væri aö þvf fyrir is- lenzku þjóöina aö greiöa hverjum ,,alvöru”-bónda I landinu eina miljón kr. fyrir aö hætta aö fram- leiöa búvöru. Jafnframt væri þá hægt aö bjóöa þjóöinni i veizlu svfna og alifuglakjöts svo og dýr- indis osta. Ekki tóku menn þenn- an boöskap alvarlega, töldu aö höfundur hans myndi hafa veriö undir annarlegum áhrifum þegar greinin var samin og þvl væri ekki mikil alvara f henni fólgin. En 13. þ.m. kom annar lciöari sama efnis og nú var „gróöinn” oröinn ennþá meiri — og ekki aö- eins Hklegur — heldur staðreynd, og viö hann bættist sú fjárhæö gjaldeyris, sem bændur nota til kaupa á rekstrarvörum sfnum. Ekki viröist svo aö höfundur- inn hafi veriö undir augnabliks á- hrifum, heldur mun hann telja sig hugsjónalegan og fræöilegan boö- bera lfkt og Marx og Lenin voru. Og jafnframt trúr lærisveinn þýzkra áróöursmeistara, er fluttu vafasaman boöskap því oftar sem minni sannleikur var I honum, þar til honum var trúaö. Ég hlýt aö óska Sjálfstæöis- flokknum til hamingju meö sinn lærimeistara og spámann. Sósial- istarnir eiga Marx, Alþýöuflokk- urinn Gylfa og Sjálfstæöisflokk- urinn J.K. sVo enginn þarf aö öf- unda annan. Nú ætla ég ekki aö fara aö rök- ræöa þaö, hvort niöurgreiöslur stjórnvalda á fsl. landbúnaöar- vörum séu geröar fyrir landbún- aöinn, þó svo aö þær séu geröar til aö halda niöri kaupgjaldsvfsitölu fyrir aöra atvinnuvegi. Vfsitölu, sem hækkar ef til vill vegna hækkaös oliuverðs á heimsmark- aöi, hækkaös rafmagnsverös eöa hækkaös vcrös á dagblööum svo dæmi séu tekin af þvi sem skeö hefur. Og ekki ætla ég heldur að ræöa um þaö hvort fært muni aö halda uppi miklum ullar- og skinniönaöi I landinu, m.a. til útflutnings, ef hætt er aö framleiöa kjöt. En há- skólamenntaöir spámenn kunna, ef til vill slfkar listir. Ekki ætla ég heldur aö tiunda þann gjaldeyri, sem fæst fyrir Is- lenzkar landbúnaöarvörur, sem seldar eru á erlendum markaði og ekki heldur tolla og skatttekjur rfkisins af innflutningi til land- búnaöarins. Þá dettur mér ekki I hug aö tf- unda þann fjölda fólks, sem vinn- ur aö þjónustu viö landbúnaðinn og viö úrvinnslu landbúnaöar- vara vfös vegar um landið, en þaö eru margar þúsundir manna, sem yröu atvinnulausirog fengju enga „milljón” f sinn vasa, ef hætt yröi aö framleiða landbúnaöarvörur i landinu. 1 sjálfu sér er ekkert af þeim fullyröingum sem I greinun- um eru svaraveröar þó aö ein- hverjir kunni samt aö trúa þeim. En mig iangar til aö setja fram örlitil dæmi um „gróöann” af þvi aö flytja inn búvörur, ef þær Gunnar Guöbjartsson. kynnu aö fást keyptar erlendis. Nú eru notaðir hériendis um 70 millj. lftra af nýmjólkog rjóma á ári, sem þyrfti aö kaupa erlendis frá. Óniöurgreitt verö á mjólk hér er nú kr. 55.40 pr. lt. I 2 lt. fernum. Verö á mjólk I sams kon- ar umbúöum i Danmörku, þar sem liklegast væri aö fá mjólk keypta, er nú tæpar 2 kr. danskar pr. lt. eöa 41.57 Isl. pr. lt. Væri slik mjóik flutt I skipi til landsins og yröi þá 7—10 eöa 12 daga gömul, þegar hún kæmi á markaö hér, þá kostaöi flutningurinn skv. nýjum upplýsingum og þaö sem honum fylgir um 25 kr. pr. lt. og sölu- kostnaöur hér heima er 20—25 kr. pr. lt. Einn litri af mjólk þannig kominn til landsins myndi þvf kosta 80—85 kr. og „gróöinn”, á 70 millj. lt. magni yröi þá -í- 1,750—2,100 millj. kr. Væri mjólkin hinsvegar flutt flugleiðis, sem Hklegra væri, yröu 18 flugvélar I förum alla virka daga ársins, miðaö viö þær vélar, sem Iscargo notar. Viö þá flutn- inga yröi flutningskostnaöurinn einn um 7 milljaröar króna og þaö væri mestmegnis erlendur gjald- eyrir og aö sjálfsögöu allt „gróöi”. Og mjólkin þar aö auki 5—10 kr. dýrari litrinn en islenzk mjóik hér I Reykjavfk en 15—20 kr. dýrari, annars staöar á land- inu. Væri keypt svfnakjöt frá Dan- mörku f staö fslenzks kindakjöts, og þaö flutt á skipum mánaöar- lega allt áriö. Væri veröið miðaö viö 50% toll svo sem lög mæla fyr- ir um og sölu I heilum skrokkum yrði þaö um 600 kr. pr. kg. Óniö- urgreitt verö á fsl. lambakjöti er nú meö söluskatti 414 kr. pr. kg. i heilum skrokkum. „Gróöinn” pr. kg. kjöts er þvf -5- 186 kr. pr. kg og á 10 þús. tonnum, sem er eðlileg árssala kindakjöts i landinu er þvi „gróöinn” -r 1.860 milj. kr. Nú skal ég láta ósagt hvort rikiö mundi vilja sleppa tolli af kjötinu og gefa neytendum hann. Ég læt lika ósagt hvort danska rikiö vildi greiða niöur þær búvörur, sem þaö kynni aö selja okkur tslend- ingum likt og þaö gerir nú I stór- um stíl heima fyrir. Þaö hefur þekkst i tslandssögunni aö íllt væri aö semja um góö viöskipta- kjör, þegar þjóöin er orðin algjör- lega háö einum söluaöila. Matur er keyptur, þegar hann vantar þó dýr sé, til aö komast hjá svelti. Þetta hefur Islenzka þjóöin reynt áöur fyrr. Svo er þaö „gróöinn” af aö selja rafmagn til álframleiöslu sem á aö vera bjargráðið fyrir þjóðina. Nú er söluverö á rafmagni til álversins 36 aurar pr. kWst. og árssala orku ca. 1190.000.000 kWst. tslenskir bændur og reynd- ar allir rafmagnsnotendur i dreif- býli greiöa nú kr. 8.40 pr. kkw st. til heimilisnota, en 2,14 pr. kw. st. til húsahitunar aö viöbættum 600 kr. pr. árskw. i notkun fast gjald. Hverjir skyldu græöa á þessum viöskiptum, þeir sem greiöa 0,36 pr. kW st. eöa þeir sem greiöa 23 falda þá upphæö fyrir orkustund- ina? Er hagkvæmara aö kaupa oliu til húsakyndingar á isiandi og selja álverum fsl. rafmagnið á áöurgreindu verði, en aö seija þaö til tslendinga á t.d. 1 krónu kw. st. til upphitunar húsa? Hver gefur meö hverjum? Aö lokum óska ég Háskóla ts- lands til hamingju meö fram- leiöslu hagspekinga þeirra sem mest skfna i umræðum um land- búnaöarmálin nú. ER SLÍKUR LODDARASKAPUR TIL EFTIRBREYTNI ? Nemendur Stýrimannaskólans og Vélskólans svara þingfréttaritara Tímans A ÞINGFRÉTTARITARI Tfmans erfitt meö aö halda sér vakandi, þegar hann situr aö störfum sin- um niöri I Alþingishúsi? Viö spyrjum svo, vegna þess aö maö- urinn viröist hafa veriö sofnaður áöur en þingfundum lauk f gær. Viö troðfylltum þingpallana i gær, nemendur Stýrimannaskól- ans og Vélskólans, til aö leggja áherzlu á þrjú mál: 1. Mótmæli okkar gegn hvers konar samningamakki við útlendinga I landhelgi okkar ts- lendinga. 2. Mótmæli okkar gegn þeirri alvarlegu skerðingu á kjörum sjómanna, sem felst I frumvarpi rikisstjórnarinnar um „ráö- stafanir i sjávarútvegi”. 3. Kröfur okkar um bættan aðbúnað f Sjómannaskólahúsinu. Margir okkar eru orðnir persónulega kunnugir Jónasi Arnasyni, vegna þess að hann hefur stundaö forfallakennslu við Stýrimannaskólann. Þess vegna báöum við hann að koma þessum atriöum á framfæri og þetta ekki af neinum pólitfskum toga spunnið, fyrir okkur. En vegna mistaka tókst okkur ekki að gera Jónasi viðvart um þetta fyrr en hann var að ganga inn á þing- fundinn. Þau mistök voru okkur að kenna, en ekki Jónasi — auk þess erum við reyndar ekki sér- lega vel að okkur í hinum ströngu reglum þingskapanna, og lái okkur það hver sem vill. En samkvæmt þeim reglum mun for- seti hafa neitað Jónasi um leyfi til að vekja máls á þessum atriðum utan dagskrár. Hann komst ekki aö með þetta fyrr en undir lok fundarins. En þá viröist þing- fréttaritari Tfmans sem sé hafa veriö sofnaður. Hann virðist ekki einu sinni hafa vaknað við það dynjandi lófatak, sem kvað viö hjá okkur á þingpöllunum, þegar Jónas hafði lokið máli sínu. Maðurinn viröist sem sé eiga ótrúlega gott með svefn.. Þó hefurhann vaknað nógu snemma til aö setja saman klausuna, sem birtist i Tfmanum I gær, en þar fer maðurinn háðulegum orðum um allt þetta mál og talar um ræðu Jónasar, sem „ræðuna sem aidrei var flutt.” Nú spyrjum við, nemendur Stýrimannaskólans og Vélskól- ans: Er þingfréttaritarinn með þessum hæðnisfunu fullyrðingum að túlka viðhorf Tímans til þessarar tilraunar okkar til að jvekja athygli alþingismanna á málum, sem eru okkur hvað mikilvægust allra mála? Er'þetta I raun og veru viðhorf þess blaðs, sem er málgagn þriggja ráðherra, sem eiga hlut að málum: a) utanrfkisráðherrans, sem er forsvari fyrir fslendinga gagn- vart útlendingum i landhelgis- málinu? b) dómsmálaráðherrans, sem er yfirmaður landhelgisgæzlunn- ar? c) menntamálaráðherrans, sem fer meö æðstu völd um málefni þeirra skóla, þar sem við stundum nám? Sfðasti liður spurningarinnar er reyndar óþarfur. Forustumenn okkar ræddu við menntamálaráð- herra niðri i Alþingishúsi I gær. Hann sýndi mikinn skilning á málaleitan þeirra, og mikinn vilja til að bæta það ófremdar- ástand, sem rikir I Sjómanna- skólahúsinu. Við þökkum honum kærlega fyrir það. Viö þökkum líka Jónasi Arnasyni fyrir stuðninginn, — og forseta neöri deildar, Ragnhildi Helgadóttur, þökkum við fyrir aö leyfa Jónasi að komast að með skilaboö okkar — þrátt fyrir allt. Það getur samt verið, að þessi heimsókn okkar á þingpallana beri ekki mikinn árangur. En þá komum við bara aftur. Og vel gæti verið, að svo mikið mundi muna um næstu heimsókn okkar, að jafnvel þingfréttaritara Timans tækist aö halda sér vak- 'andi. Reykjavfk 15. nóv. 1974 Nokkrir nemendur Stýrimannaskólans og Vélskól- ans. (sign): Kristinn Gestsson Stefán Hjaltason Lárus Grimsson Olgeir Hávaröarson Sigurður Friöriksson Helgi Kr. Marvinsson Kristján Friöriksson. ATHUGASEMD Nokkrir nemendur Stýri- mannaskólans og Vélskólans, sem eru að eigin sögn persónulegir kunningjar Jónasar Arnasonar, eru greinilega þeirrar skoðunar, að leiksýning Jónasar I neðri deild Alþingis s.l. s..., fimmtudag hafi heppnazt eftir allt. Ekki eru nú allir sammála þvf. Það, sem Jónasi misheppnaðist, var að fá að tala utan dagskrár f upphafi þingfundar meðan þingpallarnir voru troðfullir. Loksins þegar hann komst aö, var ekki nema litið brot þessa fólks eftir á þingpöllunum. Þess vegna missti tilgangur hans marks. Af þvi til- efni var umrædd smáklausa skrifuð. Vel má vera, að einhverjum finnist það eðlileg vinnuaðferð að alþingismenn stundi það að hvetja fólk og ýmsa hagsmuna- hópa til að fjölmenna áþingpalla i hvert skipti, er þeir taka til máls. Flestir munu þó véra sammála um, að slik vinnubrögð flokkist undir loddaraskap og séu ekki til eftirbreytni. —a.þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.