Tíminn - 16.11.1974, Page 9
8
TÍMINN
Laugardagur 16. nóvember 1974
Laugardagur 16. nóvember 1974
TÍMINN
9
GÖMLU ÍSLENZKU BÆIRNIR
ERU SPENNANDI VERKEFNI
Paul Nedergaard.
— rætt við einn dönsku
arkitektanna, sem mælt
hafa og teiknað gömul
íslenzk hús
H.P.-Arósum. — tsland, lifnaöar-
hættir þar og náttúra landsins, er
slfellt að veröa erlendum þjóöum
áhugaveröari skoöunarefni frá
ýmsum sjónarhólum. Okkur kann
aö sjáifsögöu fátt um aö finnast,
viö viljum jú vera eins og allir
aörir, en þvi er ekki aö neita, aö
landiö er sérstakt um margt. Þaö
er t.d. oröin hefö hjá nemendum i
arkitektaskólunum i Kaup-
mannahöfn og í Arósum aö fara
til tsiands i leiöangra, sem hafa
þaö aö markmiöi aö mæla upp og
rannsaka gömul hús og bygg-
ingariag þeirra eins og Tfminn
hefur sagt frá. Ferðir þessar hóf-
ust sumariö 1970, þegar mæld
voru og teiknuö húsin á hinni um-
deiidu Bernhöftstorfu, en auk
þeirra hús I gamla bæjarhlutan-
um á tsafiröi og bærinn að Þverá i
Laxárdal.
1972 voru mæld upp bæjarstæöi
6 bæja viös vegar um landiö og
síöastliðið sumar dvaldist 11
manna hópur við slikar mælingar
i öræfum, þar sem mæld voru
upp býlin að Skaftafelli, Sandfelli
og aö Hofi.
Arkitektaskólinn i Arósum hef-
ur nú gefið út mjög vandaða bók,
sem hefur að geyma ferðalýsingu
og ýmsar visindalegar ályktanir,
ásamt með öllum teikningum,
sem gerðar voru af bæjunum i
öræfum. Var bókin gefin út i
sambandi við sýningu, sem skól-
inn hélt á gögnum, sem til urðu i
þessum ferðalögum og nýlega var
opnuð að nýju i Kaupmannahöfn.
Ungur kennari við Arkitekta-
skólann hér í Árósum, Paul
Nedergaard, var leiðangursstjóri
nú i sumar og áttum við spjall við
hann um bókina og aðdraganda
hennar:
— tsland hefur löngum verið
rannsóknarefni fyrir verðandi
arkitekta og þá sérstaklega þá,
sem hyggjast leggja fyrir sig
endurbyggingu gamalla húsa og
viðhald þeirra, sagði Paul. Við
byrjuðum fyrst á húsum i
Bakarabrekkunni, þau hús eru að
vissu leyti dönsk, svo að ekki er
hægt að segja, að þar hafi nokkur
hlutur komið okkur á óvart. Það
voru hins vegar gömlu bónda-
bæirnir, sem okkur þótti sérstak-
lega spennandi verkefni. 1 mörg-
um tilfellum er um að ræða bygg-
ingarlag, sem notað var i Skandi-
naviu á járnöld og steinöld, en
hefur siðan horfið. Vegna ein-
angrunar Islands og hörguls á
smiðaefni þegar frá leið, hafa
landsmenn haldið við þessum
byggingarháttum við byggingu
húsa á bændabýlum um landið
allt. Islandingar stukku hins veg-
ar frá þessum byggingaraðferð-
um til nýtizkulegustu byggingar-
hátta, og þess vegna var mikils
um vert, að eiga teikningar að
hinum gömlu húsum, áður en þau
hverfa alveg af sjónarsviðinu.
— Raunar, eru mælingarferðir
þessar liður I náminu þannig að
nemendum gefst kostur á að fara
1 þessar ferðir, fyrir eigin reikn-
ing að visu. Við nutum þó styrks
frá Þjóðminjasafni tslands og
Háskólanum, auk þess, sem Þór
Magnússon, þjóðminjavörður,
hefur valið fyrir okkur þá staði,
sem áhugaverðastir eru.
— Sjálfar mælingarnar taka um
hálfan mánuð og siðan eru aðrar
tvær vikur notaðar til ferðalaga
og rannsókna, sagði Paul. Urðum
við á þeim ferðum margs visari
um lifnaðarhætti fólksins og for-
sögu þessara gömlu húsa. Og sá-
um auðvitað fram- og bakhliðina
á varðveizlu þeirra. Við bjuggum
Grunnmynd vesturbæjarins aö Hofi i öræfum.
um tima að Rauðabergi i öræfum
og þar eru ánægjulegir hlutir að
gerast. Mér skilst, að starfs-
mannafélag Pósts og sima sé búið
að kaupa þá jörð, eða hluta af
henni og ætla þeir m.a. að byggja
upp gamla bæinn þar, auk þess
sem þeir ætla að reisa þar sumar-
dvalarbústaði.
Bæinn að Sandfelli, sem er
gömul landnámsjörð, mældum
við einnig upp, — og mátti ekki á
tæpara standa.
Jörðin er i rikiseign, skilst mér
og höfðu bændur fengið leyfi til
þess að nytja hana og vist einnig
leyfi til frekari ræktunar. Einn
góðan veðurdag var svo komið
með jarðýtu og bænum, hleðslum
og öllu saman, ýtt i burtu. Sá bær
er þvi ekki lengur til nema á
pappir.
— Arkitektaskólarnir i Kaup-
mannahöfn og i Arósum hafa nú,
sem fyrr lagt fram fjárhæð til
styrktar þessum mælingarferð-
um og verður þeim þvi haldið
áfram, a.m.k. næsta sumar. Þá
er ætlunin að fara norður i Skaga-
fjörð, segir Paul Nedergaard.
Þaðan höldum við svo áfram til
Norð- og norðausturlands. 1976
veröur allt efnið siðan tekið sam-
an i eina bók og gefið út.
Þess má og geta, að hægt er að
verða sér úti um eintak af bókinni
um bæina i öræfum hjá Bygg-
ingaþjónustu Arkitektafélagsins
við Grensásveg.
— Ég vil endilega fá að nota
þetta tækifæri til þess að færa öll-
um, sem við höfðum samskipti
við á tslandi, sérstakar þakkir
fyrir ánægjuleg kynni. Sigurði
Björnssyni, Magnúsi Þorsteins-
syni og Ragnari Stefánssyni i
Öræfum þökkum við fyrir hjálp
og aðstoð við mælingarnar og
ýmsar upplýsingar, sagnfræði-
legs eðlis. Og að sjálfsögðu Þór
Magnússyni, þjóðminjaverði,
fyrir góð ráð og þarfar ábending-
ar, sagði Paul Nedergaard að lok-
um.
EINVÍGI KORCHNOJS
OG KARROVS
Skdkskyringar eftir Friðrik Ólafsson
Einvigi Karpovs og Korchnojs.
Fyrsta vinningsskák Korchnojs.
EFTIR tapið i 17. skákinni, þeg-
ar staðan i einviginu var 3-0
Karpov I hag, hafa efalaust
flestir ef ekki allir talið, að nú
væri „gamli maðurinn” búinn
að vera, en hann hefur enn einu
sinni sýnt það og sannað, að sem
keppnismaður á hann vart sinn
lika. Endaspretturinn hefur
verið með eindæmum góöur og
honum hefur tekizt að minnka
forskot Karpovs i 1 vinning i
aðeins 4 skákum.Einvigiö erþvi
„galopiö”, eins og iþróttafrétta-
ritararnir mundu oröa þaö.
Álagið hefur verið gifurlegt á
báða keppendur, — allar
skákirnar tefldar til þrautar —,
og þvi ekki undarlegt, þótt
greina megi þreytumerki i
taflmennskunni. 1 fyrstu
vinningsskák Korchnojs, sem
hér fer á eftir, gerir and-
stæðingur hans sig sekan um
fjöldann allan af minni háttar
skyssum, og þær nægja Korch-
noj til að knýja Karpov til
uppgjafar i löngu og harðsóttu
endatafli.
Fyrir einvigiö hélt Korchnoj
þvl fram, að andstæðingur hans
myndi verða fyrri til aö þreytast
og benda úrslitin I 19. og 21.
skákinni til þess, aö þessi stað-
hæfing hafi við rök aö styðjast.
Spennan er nú I hámarki og allt
getur skeð, úr þvi að stiflan er
brostin. Tekst Karpov að halda
velli I þremur slðustu skákun-
um?
19. skákin.
Hv.: Korchnoj
Sv.: Karpov.
1. d4 Rf6
2. Bg5
Korchnoj hefur reynt flestar
venjulegar leiðir gegn and-
stæðingi sinum I þessu einvigi
og freistar nú gæfunnar meö
einni óvenjulegri. Raunar beitti
hann svipaöri leikaðferö gegn
Karpov I Hastings 1971/72 og
hafði betur. Þar féllu leikar á
þessa leið: 2. Rf3, e6 3. Bg5, B6
4. e4, h6 5. BxR, DxB 6. Bd3, Bb7
7. Rbd2, a6 8. De2, d6 9. 0-0-0,
Rd7 10. Kbl, e5 11. c3, Be7 12.
Rc4, 0-0 13. Bc2 og möguleikar
hvlts á kóngsvængnum reyndust
þyngri á metaskálunum.
2. — e6
I skák milli Fullers og Frið-
rlks I Glasgow 1974 varð fram-
haldið 2. —, Re4 3. Bf4, d5 4. f3,
Rf6 5. Rc3, e6 6. e4, c5 og svartur
náði betri stöðu. Eftir hins veg-
ar 3. Bh4 kemur sterklega til
greina framhaldiö 3. —, c5 4. f3,
g5! sbr. skákina Bondarevsky —
Boleslafsky, sovétmeistaramót-
ið 1945.
3. e4 h6
4. BxR DxB
5. Rf3 d6
6. Rc3
Korchnoj hefur hér nokkuð
annan hátt á en I fyrrnefndri
skák viö Karpov. Hann ætlar
riddaranum veigameira hiut-
verk.
6 - g6
7. Dd2 De7
8. 0-0-0 a6
Undirbúningur sóknarað-
gerða á drottningarvængnum og
jafnframt varúðarleikur.
9. h4 Bg7
10. g3 b5
Karpov er ekki fyllilega sátt-
ur viö stutta hrókun að svo
stöddu og hefur atlögu á drottn-
ingarvængnum til að ná betri
tökum á stöðunni. Slfk atlaga
getur að sjálfsögöu skapað veik-
ingu I eigin herbúðum, en
Karpov er ekki um þaö, að and-
stæðingurinn ráði einn öllu um
gang mála.
11. Bh3
Hugmynd Korchnojs er vænt-
anlega sú að reyna að skapa
veikleika á f5 hjá svarti með h4
— h5 ásamt d4 — d5 o.s.frv.
11. - b4
12. Rd5
Þessi nýstárlegi leikur
einfaldar stöðuna og leiðir til
eilltið hagstæðari stöðu fyrir
hvlt, en ekki verður séð, að
honum hafi staðið betri leikur til
boða. Eftir 12. Re2, c5 mætti
svartur vel við una.
12. — exd5
Annars félli b-peðið óbætt.
13. BxB 0-0
Betra en 13. —, dxe4 14. Bb7,
Ha7 15. Bxe4, 0-0 16. Hhel og
svartur á við margvlsleg
vandamál að strlða.
14. Bb7 Ha7
15. Bxd5 c6
16. Bb3 Dxe4
17. Dd3(?)
Hjá drottningarkaupum
kemst hvltur ekki með góðu
móti (17. Rh2, c5), en hann
býöur þau ekki á réttum stað.
Sovézki skákmeistarinn, Nikit-
in, bendir á, að 17. Df4! hefði
reynzt Karpov mun örðugra
úrlausnar en 17. Dd3. Eftir
drottningarkaupin (17. —, DxD
18. g3xD) ætti hann I vök að
verjast vegna hótana hvits á
kóngsv (h4-h5 eða eftir atvikum
f4-f5) og ekki gagnar 17. —, He7
vegna 18. Dxd6. Skásti kostur-
inn er e.t.v. 17. —, De7, en ekki
veitir hann fullnægjandi lausn á
vandamálunum. Hvitur tryggir
sér betri stöðu með þvi að leika
einfaldlega 18. Hhel eða blæs til
atlögu með 18. g4 T.d. 18. —, Df6
19. Dg3 eða einfaldlega 19. DxD,
BxD 20. g5 og vörnin er erfið
fyrir svart.
Eftir umskiptin á d3 nær
hvitur eilltið hagstæðara tafli,
en svartur á að geta haldið sinu
með útsjónarsemi og aðgæzlu.
17. — DxD
18. HxD Rd7
18. — d5 myndi að vlsu
stemma stigu við áhrifavaldi
hvlta biskupsins, en gallarnir
eru meiri en kostirnir. Svarta
peðið á c6 verður bakstætt og
veikt auk þess sem hviti riddar-
inn næði þá fótfestu á e5. Hins
vegar kemur 18. —, He7 sterk-
lega til greina. T.d. 19. d5, c5 20.
Rd2, Rd7 21. Rc4, Re5 22. He3,
Hd7 og hvitur hefur lltið borið úr
býtum.
19. Hel Rb6
20. a4
Leikið til að losa um stöðuna
og koma I veg fyrir framrásina
a6 — a5 — a4 o.s.frv.
20. — bxa4frhl.
21. bxa3 a5
22. Hde3 Bf6
Kemur I veg fyrir innrás hvltu
hrókanna á 7. reitaröðina. Til
greina kom að leika fyrst 22. —,
a4, þótt peðið gæti reynzt veik-
leiki á a4.
23. a4!
Þetta peð á eftir að reynast
Karpoy þungt I skauti.
23. — c5(?)
Ónákvæmni, sem gerir hviti
kleift að halda frumkvæðinu.
Nauösynlegt var 23. —, Hc7 til
að veita svarta c-peöinu
stuðning. T.d. 24. g4, c5 25. dxc5,
dxc5 26. g5, hxg5 27. hxg5, Bd8
og nú á hvitur vart betri leik en
28. c4, sem gerir hvita biskupinn
áhrifalausan. Góð leiö fyrir hvit
er vandfundin.
24. dxc5 dxc5
25. Rd2
A þennan hátt tekst hviti að'
halda áhrifamætti biskupsins
óskertum, sbr. hins vegar at-
hugasemdina hér á undan.
25. — Kg7
26. Hf3 Hc7
Hæpið væri 26. —, He7 vegna
27. Re4!
27. Rc4 RxR
28. BxR
Nú er komin upp jafnteflisleg
staða með mislitum biskupum.
Hvíta staðan er að visu litið eitt
virkari (munurinn er fólginn I
staðsetningu hvita c-peðsins og
þess svarta), en svartur ætti að
halda jafntefli án teljandi fyrir-
hafnar.
28. — Hd8
28. —, Hb8 kæmi engu til
leiðar vegna 29. Bb5 o.s.frv.
29. c3 Hcd7
30. Kc2
Áætlun Korchnojs er I þvl
fólgin að koma kóngnum til c4,
þar sem hann ógnar mjög
peðum andstæðingsins á drottn-
ingarvængnum.
30. - Hd2+
31. Kb3 Hdl?
Það er áreiöanlega rangt að
stofna til uppskipta I sllkri
stöðu. Við einföldunina aukast
möguleikar hvits. I sllkum
stöðum verður að sýna
útsjónarsemi og markvissa tafl-
mennsku, sem annars hefur
verið eitt aðalsmerki Karpovs.
Hér mátti t.d. reyna 31. —,
Hb8+ 32. Bb5, c4+ 33. Kxc4,
Hb2 og hótunin 34. —, Hc8+ er
erfið viöureignar fyrir hvlt.
32. HxH HxH
33. Bb5 Hd5(?)
Karpov teflir vörnina ákaf-
lega tilþrifalítið. Hvi ekki halda
hróknum virkum fyrir aftan
vlgllnur andstæðingsins og leika
33. —, Hd2 34. Kc4, Hc2 o.s.frv?
Hvítur gæti reynt að beita
leikþvingun meö 35. Be8, He2 36.
Bc6, Hc2 37. Bd5, en afgerandi
framhald er ekki sjáanlegt. =
34. He3 He5
35. Hd3 He2
36. Hf3
Hér hefði fullt eins vel komið
til greina að leika strax 36. Kc4,
Hxf2 37. Kxc5 o.s.frv., en Korch-
noj vill ekki hætta á neitt áður
en skákin fer I bið. Karpov
neyðir hann þó til að taka
ákvörðun.
36. - He5
37. Kc4 Hf5
38. Hd3
Sbr. aths. við 36. leik hvits. 38.
HxH, g6xH 39. f4, h5 40. Bd7,
Kg6 leiöir aöeins til jafnteflis.
38. — Hxf2
39. Kxc5 Be5
Eftir 39. —, Hg2 40. Kd6 yrði
hvlta c-peðið erfitt viðureignar.
40. Kb6 Hg2
Hér fór skákin I bið. Lokakafl-
inn er birtur að mestu án
skýringa, enda má ætla að
stöðunni sé gerð viðhlitandi skil
af beggja hálfu eftir Itarlegar
rannsóknir.
41. c4 Hxg3
42. Hd7 g5
43. hxg5 hxg5
44. C5 Hc3
45. c6 g4
46. C7 g3
47. Bc6 Bxc7 +
48. Hxc7 Kh6
49. Hc8
Ekki 49. Hxf7?, HxB+ 50.
KxB, g2 og sv. vinnur. Eftir 49.
—, Kg7 léki hvítur bezt 50. Hd8.
49. - f5
50. Hf8 Hxc6+
Skásti kosturinn. Eftir 50. —,
Kg5 51. Bd7 væri framrás svörtu
frelsingjanna heft og hvita peðið
gerir útslagið.
51. KxH Kg5
52. Hg8+
Eftir 52. Kd5, Kf4 heldur
svartur jafntefli.
52. - Kf4
53. Kb5 Kf3
54. Kxa5 f4
Getur svartur haldið jafntefli
með 54. —, g2 ásamt 55. —, Kf2
eða er staðan unnin fyrir hvit?
Þeir sem nenna að spreyta sig á
þessu geta sent lausnina til
undirritaðs að Hjarðarhaga 15,
Reykjavik. Dregið verður úr
réttum lausnum og bókarverð-
laun veitt.
55. Kb4 Kg2
56. a5 f3
57. a6 f2
58. a7 fl = D
59. a8 = D + Df3
60. Da2+
Dr ottningarkaup leiða
einungis til jafnteflis.
60. — Df2
61. DQD5+ Df3
62. Dd2 Df2
63. Kc3! Kgl
Hvltur ynni auðveldlega eftir
63. —, DxD+ 64. KxD, þvi að
hvtti kóngurinn er kominn of
nálægt uppkomureit svarta
frelsingjans.
64. Ddl+ Kg2
65. Dd3! Dc5+
66. Kb3 Db6+
67. Kc2 Dc6+
68. Kd2 Dh6+
69. De3 Dh4
70. Hb8 Df6
71. Hb6 Df5
72. Hb2 Kh2
73. Dh6+ Kgl
74. Db6+ Kh2
75. Db8 Kh3
76. Dh8 + Kg4
77. Hb4+ Kf3
78. Dhl + Kf2
79. Hb2 Gefiö
Hvltur fráskákar meö kóngn
um i næsta leik og gerir út um
taflið.
Er úthaldið Akillesarhæll
Karpovs? Hvernig mundi hon-
um reiða af i 36 skáka einvígi
við Fischer, ef hann er þegar
farinn að þreytast eftir 20 skák-
ir? 21. einvigisskákin ber þvi
órækt vitni, hvernig þreytan
getur sljóvgað einbeitinguna.
Karpov sér aldrei glóru I skák-
inni.
21. skákin.
Hv.: Korchnoj.
Sv.: Karpov.
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf6
2. Rf3 e6
3. g3 b6
4. Bg2 Bb7
5. c4 Be7
6. Rc3 0-0
7. Dc2 C5
Sama afbrigðið og i 5. skákinni.
8. d5 exd5
9. Rg5 Rc6(?)
I 5. skákinni lék Karpov 9. —,
g6, sem er áreiðanlega traustari
leikur.
10. Rxd5 g6
11. Dd2! RxR(?)
Betra var 11. —, Hb8 strax.
12. BxR Hb8??
Það er orðið fátt um góða
drætti hjá svarti, en honum yfir-
sest gersamlega hin illþyrmis-
lega hótun andstæöingsins.
Hann gat helzt reynt að klóra i
bakkann með 12. —, BxR 13.
DxB, Ra5 o.s.frv.
13. Rxh7! He8
Þiggi svartur fórnina leiðir
hvltur skákina til lykta á eftir-
farandi hátt: 13. —, KxR 14.
Dh6+, Kg8 15. Dxg6+, Kh8 16.
Dh6+, Kg8 17. Be4, f5 18. Bd5+,
Hf7 19. Dg6+ og vinnur.
14. Dh6 Re5
15. Rg5 BxR
16. BxB DxB
17. DxD Bxd5
18. 0-0
Auðvitað ekki 18. cxd5, Rf3+
og svartur vinnur!
18. — Bxc4
19. f4 Gefiö
Eftir 19. —, Rc6 20. f5 fær
svartur ekki viö neitt ráðið. —
Mjög hættu-
legur leikur
Gsal-Rvik — Nú, þegar vetur er
genginn I garð hér á Fróni, mynd-
ast tíðum mikil hálka á vegum, og
börn og unglingar hefja þá gjarna
þann hættulega leik aö „teika”
bíla, eins og það er yfirleitt
kallað. Það þarf ekki að fjölyröa
um það, hversu hættulegt það er
að hanga af tan I bilum, og þau eru
ófá slysin sem orðið hafa vegna
þessa gáleysislega leiks.
Lögreglan á Akranesi hefur
beöið Timann að geta þess sér-
staklega, að mjög mikil brögð eru
að þessu I kaupstaðnum, og þvi
mikilvægt að foreldrar brýni fyrir
börnum sinum að hanga ekki aft-
an I bilum. Þessi tilmæli eiga að
sjálfsögðu erindi til allra foreldra
á landinu, þvi að slys af þessum
orsökum eru alltof mörg. Aö
„teika” bila er hættulegt, og
framúrskarindi heimskulegt, og
öllum þeim sem þaö iðka til mik-
illar vansæmdar. Þetta ættu
viökomandi börn og unglingar að
gera sér ljóst, — áöur en það er
orðið um seinan.
Borgarstjóri
þakkar
GEIR Hallgrimssyni, forsætis-
ráðherra, hefur borizt bréf frá
Ivor Hanson, borgarstjóra
Grimsby, i tilefni af björgun
áhafnar Grimsby-togarans, Port
Vale, sem strandaði á Héraðsflóa
27 október s.l.
Borgarstjórinn færir islenzku
þjóðinni hugheilar þakkir fyrir
aðstoðina við björgun áhafnar-
innar. Hann segir i bréfi sinu, að
það sé sent eftir einróma
samþykkt i borgarstjórn
Grimsby.