Tíminn - 16.11.1974, Qupperneq 12
12
TÍMINN
Laugardagur 16. nóvember 1974
,, Koma til Eikieyjar? Já, ég held nú það...en — en hvað
yrði þá um börnin? Ég get ekki skilið þau ein eftir
heima", svaraði Katrín.
,, Er húsbóndinn ekki kominn heim af sjónum ennþá?"
,,Nei. Ég á von á honum í næstu viku".
,, Er þá... bíðum nú við — hvað eigum við þá að gera?"
sagði hann hugsi. En í þessari andrá snaraðist Seffer
gamli inn, sprengmóður eftir harða göngu upp ásinn.
,,Katrín, Katrín — Jóhann — börnin, börnin" stund"
hann milli andkafanna og skaut fram hökunni með gráu
skegginu.
,,Já, börnin. Hvað gerum við við þau?" spurði Eiki-
vallabóndinn.
,,Eldri drengirnir geta verið hjá mér, þangað til Jó-
hann kemur heim, yngri börnin verða að fylgja þér. Eða
hvað annað, góður?"
,,Það er allt í lagi, yngri börnin geturðu tekið með
þér".
,, En drengirnir verða þér til svo mikillar byrði", sagði
Katrín hikandi.
„Æ, hvaða þvaður. Alls ekki, alls ekki. Við höfum nóg
rúm og sængurföt, og þeir geta borið inn eldivið og sótt
vatn, strákarnir".
Svo læsti Katrín kotinu og lét Einar og Eirik fara með
Sef fer gamla, en fór sjálf niður að Bátvikinni með yngri
börnin í fylgd með Eikivallabóndanum og sigldi til Eiki-
eyjar.
Það var illviðrasamt um jólin, og Katrín átti þess eng-
an kost að komast heim um hátíðina. Hún var dálítið óró-
leg vegna drengjanna. Hún vissi ekki, hvernig þeir
myndu fella sig við það, að hún var f jarverandi á sjálfri
jólahátíðinni. Annars treysti hún því, að Seffersfólkið
myndi hlynna að þeim.
Viku eftir nýár frétti hún, að „Baldur" væri kominn
heim. Og næsta sunnudag kom Jóhann í heimsókn með
báða drengina, öllum að óvörum. Þá var ísinn orðinn
mannheldur. Katrín blygðaðist sín fyrir það, að hún varð
miklu fegnari að sjá drengina, sem hún hafði kvatt f yrir
fáum dögum, heldur en Jóhann, er verið hafði f jarvist-
um meira en hálft árið. En samt sem áður var það sæl og
glöð f jölskylda, sem sat í vinnufólksskálanum á Eiki-
völlum, þar sem Katrín og börn hennar höfðu fengið her-
bergi til íbúðar. Börnin f jögur voru yfrið giöð. Einar og
Eiríkur höfðu frá mörgu að segja úr vistinni hjá Seffer.
Þeir lýstu brauðsneiðunum, kökunum og osthleifunum
af miklum fjálgleik, og þeir höfðu bæði kvölds og
morgna fengið að koma með boilana sína og halda þeim
undir skilvindupípunum þangaðtil þeir voru orðnir fullir
af volgri, freyðandi mjólk. Og það var svo ósegjanlega
gaman að sleikja hvíta froðuna, sem hjaðnaði fyrr en
varði í súgnum frá búrdyrunum. Þeir voru líka drjúgir
yfir störfum sínum. Þeir höfðu hjálpað Kalla við að
hirða hestana, þeir höfðu verið i f jósi og hlöðu með kven-
fólkinu, og þeir höfðu tveir einir borið allt brenni til jól-
anna og hlaðið hæsta og fallegasta eldiviðarhlaðann í
öllu þorpinu. Hann hafði náð alveg upp i mæni. Á jóla-
dagsmorgun höfðu þeir ekið til kirkju og fengið að sitja
við hliðina á Kalla, og það voru bjöllur á aktýíjjun-
um...Jóhann sagði, að drengirnir ættu að vera hjá Seff-
er, þar til Katrín kæmi heim. Seffersfólkið hafði orðið
ákaf lega hrif ið af Einari og átti vart orð til áð hrósa hon-
um nógsamlega, en Eiríkur hafði verið öllu erf iðari við-
fangs, hann hafði grátið mikið og verið órólegur.
Katrín teymdi kú, er hún kom aftur heim til Þórseyjar
í miðjum febrúarmánuði. Fiskimaður frá Eikiey, er fór
til Vesturbæjar i verzlunarerindum, tók börnin á sleða
sinn.
Það væri allt of hóflega að orði komizt að segja, að
Katrín hefði verið létt í skapi, er hún teymdi kúna sina
gegnum Vesturbæ. Hún gat ekki að því gert: hún bar
höf uðið hátt og þandi út brjóstið. Henni var svipað í huga
og hermanni, sem kemur heim að unnum sigri.
Hún mætti Norðkvist á torginu. Hann nam staðar og
starði undrandi og orðvana á Katrínu og kúna. Katrín
veitti því athygli, og það færðist bros yfir varir hennar.
Hún var falleg, þarna sem hún stóð sigri hrósandi þessi
þroskamikla, sterka kona. Hún hafði ýtt höfuðskýlunni
aftur á hnakkann, og slétt hárið hvíldi mjúklega yf ir enn
inu. í kinnunum var léttur roði og nærri (dví glettnislegur
glampi í augunum. Hún hélt annarri hendi í múlbandið á
rauðskjöldóttri kúnni, sem stóð fyrir aftan hana, ofur-
róleg að sjá. Norðkvist leit af Katrínu á kúna og síðan
aftur af kúnni á Katrínu. Svo hló hann hátt. En þessi
hlátur var líkari hlátri íþróttamanns, er játar sig yfir-
unninn, en hæðnisfullum sköllum Norðkvists kapteins.
„Svo þú hefur þá eignazt kú, kona góð", sagði hann.
„Ja-há", svaraði Katrín og reyndi ekki að dylja
ánægju sína.
„Það var vel af sér vikið, kona góð", svaraði hann
viðurkenningarrómi. Hann gekk kringum kúna og tók á
henni. „Já, jú, þetta er góð kýr, ágæt kýr". Hann leit aft-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Nei óþekka ^\5^Þetta er ▼ Andinn
stelpa, þú færðl Dreki! A \gengur
A4
Þú sem hér inn gengur,
kemst aldrei út aftur.
Nú sjáum við
Hhann I siðasta 1
skipti.
Hver ætli hann hafi
raunverulega verið?
Laugardagur
16. nóvember
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.30 íþróttir. Umsjón: Jón
Asgeirsson.
14.15 Að hlusta á tónlist, III.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
15.00 Vikan framundan
Magnús Bjarnfreðsson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir. Veðurfregnir.
islenskt mál
Dr. Jakob Benediktsson flytur
þáttinn.
16.40 TIu á toppnum örn Pet-
ersen sér um dægurlaga-
þátt.
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: ,,A eyðiey”
eftir Reidar Anthonsen
Samið upp úr sögu eftir
Kristian Elster. Þriðji þátt-
ur: Er einhver að leita að
okkur, eða...? Þýðandi
Andrés Kristjánsson. Leik-
stjóri: Briet Héðinsdóttir.
18.00 Söngvar I léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Frettaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vestur-þýskt kvöld
21.15 Hljómplöturabb Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. . Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
16. nóvember
16.30 Jóga til heilsubótar.
Bandarisk mynd með leiö-
beiningum I jógaæfingum.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
16.55 Knattspyrnukennsla.
Nýr, breskur kennslu-
myndaflokkur, þar sem
knattspyrnusnillingurinn
George Best gefur góð ráð
um iþrótt sina. Þýðandi og
þulur Ellert B. Schram.
17.05 Enska knattspyrnan.
17.55 íþróttir. Meðal annars
bein útsending frá júdó-
keppni i sjónvarpssal.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrárkynning og
augiýsingar.
20.30 Læknir á lausum kili.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Erfið aðgerð. Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Ugla sat á kvisti. Get-
raunaleikur með skemmti-
atriðum. Upptakan var gerð
I sjónvarpssal að viðstödd-
um fjölda áhorfenda, og eru
þátttakendur i getrauninni
valdir úr þeirra hópi.
Spurningarnar höfða til at-
hyglisgáfu og viðbragðsflýt-
is fremur en þekkingar.
Gestir kvöldsins eru bræð-
urnir Halli og Laddi.
Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson. Stjórn upptöku
Egill Eðvarösson.
21.50 Litið inn hjá iistamanni
Heimildamynd um danska
myndlistarmanninn Ernst
Eberlein, lifsviðhorf hans
og listaverk.
22.15 Barry. Frönsk biómynd
frá árinu 1948. Aðalhlutverk
Pierre Fresnay. Þýðandi
Ragna Ragnars. Myndin
gerist i nágrenni munka-
klausturs i Alpafjöllum
fyrir tæpum 200 árum. Aðal-
persóna myndarinnar er
ungur maður. Hann er
kvaddur i herinn, og unn-
usta hans ætlar að biða
hans, meðan hann gegnir
herþjónustu. En áður en
hann á afturkvæmt gerast
ýmsir atburðir.
23.55 Dagskrárlok.