Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 15
Miftvikudagur 12. febrúar 1975 TÍMINN 15 /j Framhaldssaga I FYRIR í f •• BORN 7 ■ ^ ' ' hbk Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla ann um vandamálið. Undir morguninn hugkvæmdist honum um nokkuð. Hann reif sig fram úr rúminu, svo mikið var honum niðri fyrir, og hann sagði: „Fljótur, Finnur. Flýttur þér að klæða þig. Mér hefur dottið nokkuð i hug: Blóð- hundur”. Eftir tvær minutur vorum við á þönum eins hratt og við kom • umst eftir veginum upp með fljótinu i átt- ina til þorpsins Karl einn, Jeppi smiður, átti blóðhund, og ætl- aði Tumi að biðja um að fá hann lánaðan. Ég sagði: „Sporin er orðin of gömul, og þar að auki veiztu, að það hefur rignt”. „Þaði skiptir engu máli, Finnur. Ef líkið er falið hér einhvers- staðar i skóginum, þá finnur hundurinn það. Ef Júpiter hefur verið myrtur og grafinn, þá hefur hann þó aldrei verið grafinn * djúpt, og ef hundurinn geng- ur yfir staðinn, þá þekkir hann áreiðan- lega lyktina af hon- um. Finnur, það end- ar með þvi, að við verðum frægir, svo sannarlega sem ég heiti Tumi”. Hann brann af áhuga. Og þegar einu sinni var kviknað i honum, leið venjulega ekki á löngu, þar til hann brann alveg fram i fingurgóma. liiiiHiiii Keflavík Aöalfundur fulltrúaráös Framsóknarfélagana og húsfélagsins Austurgötu 26 h/f. veröur haldin i Framsóknarhúsinu fimmtu- daginn 13. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar 1975. Stjórnin. Frd Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveöiö hefur veriö aö einhver úr stjórn félagsins veröi til viö- tals og starfa fyrir félagiö á skrifstofu flokksins Rauöarárstig 18 alla þriöjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og 19,simi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. AAosfellssveit — nógrenni Siöasta kvöldiö i þriggja kvölda spilakeppninni veröur fimmtu- daginn 20. febrúar i Hlégaröi og hefst kl. 20.30. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra flytur ávarp. Kristinn Hallsson syngur. Lára Rafnsdóttir leikur undir. Fram- sóknarvistinni stjórnar Teitur Guðmundsson, Móum. O Guðmundur og allt á kafi i snjó. Þá stöðvaöi mig maður og spurði um hey. Hann sagði að þarna væri heylaust með öllu og 700 fjár. Hann spurði mig hvort hann gæti fegiö eina sátu. Ég sagöi honum að það yrði hann aö eiga við þá, sem skipu- lögöu þetta. Hann gæti fengið það allt min vegna, en ég yrði að vinna samkvæmt fyrirmælum þeirra. sem stjórnuöu þessum málum. Svona var ástandið. En það tókst aö bjarga öllu. — Hvaft fékkstu borgaft fyrir þetta? — Égheldaöþaðhafi verið 5 eða 8 hundruö krónur á dag og fritt bensin. Vegagerðin borgaöi þaö. — Hvernig var afkoman? — Þaö verður enginn feitur af rekstri snjóbila Jón i Möðrudal og metorðalistinn. — En þú minntist ekki á Möörudal. Komstu ekki þangaft? — Jú, ég fór um allt þetta snjóþyngslasvæði. Ég kom I Möörudal og hafði mætur á Jóni. Hann haföi líka mætur á mér að ég held, svo þetta var gagn- kvæmt. — Fyrst þegar ég kom til hans þá varég a'feröalagi þarna, 1944 eða ’45. Ég gisti þarna og svaf uppi á lofti ásamt karlinum og einhverj- um fleiri. — Þar kynntumst viö vel. Svo var þaö einu sinni á þessum snjóbilaferöum, aö Jón i Möörudal sagöi við mig, aö hann hefði þaö til siðs að númera menn eftir verðleikum þeirra. Asgeir forseti var númer eitt, þvi hann var forseti og hafði verið i sveit hjá karlinum, þegar hann var drengur. — Helgi Hjörvar var númer tvö, en eftir aö Helga lenti saman viö Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóra, sem var lika hátt settur hjá Jóni, þá færði hann Helga niöur i nr. 3 og setti mig I annaö sætið I staöinn. Heyi varpað úr flugvél í Möðrudal — Hvernig var ástandift I Möftrudal þennan vetur: — Þaö var slæmt. Það var varpaö heyi niður til hans i DC-3 flugvél og ég held aö þaö hafi veriö I fyrsta skipti, sem heylaust varð I Möðrudal, og i fyrsta skipti, er heyi var varpað niður i flugvél á íslandi. Ég fór þangað eina ferð og lagði þá af stað um miðnættiö frá Egilsstöðum. Viö fengum gott færi og það var bjart af tungli og stjörnum þessa nótt. Viö náöum að Möörudal eftir fimm tima ferð. —■ Með i bilnum var hjúkrunar- kona og eitthvert fólk annað. Ég vissi ekki betur en aö Jón i Möðrudal ætti von á okkur og flautaöi, þegar enginn var úti við er okkur bar að garöi. Þá snaraðist Jón bóndi út i hvelli á nærbrókunum einum saman ber fættur, en þrátt fyrir frost og kulda lét hann það ekki aftra sér frá þvi að taka á móti gestum I bæjarhlaðinu. Þaö var losað af bilnum I snarhasti og við þáðum góðar veitingar og svo var lagt af stað aftur til Egilsstaða. Við gerðum stuttan stanz i Möðrudal, og ég held að ég gleymi aldrei ferðinni til baka. Þá ókum við hjarnbreiðurnar i morgunsólinni og það glampaöi á Dyrfjöllin austurfrá. Ég hefi séð margt stórbrotið I þessu landi, en þetta mun vera með þvi áhrifa- meira. Við komum snemma dags til Egilsstaða úr þessari ferð. Það þiðnaði hægt i bliðviðri — Hversu lengi varstu vift þessa fófturflutninga? — Ég man það ekki nákvæm- Auglýsið r i Tímanum lega. Mig minnir þá standa i 7 vikur. Ég kom þangað 19. marz 1951 og 1. mai var komin dáiítil þiða. Snjórinn sjatnaði hægt, en það sem fólk óttaðist mest var hláka, asa hláka I þessum snjóþyngslum. En allt fór vel. Það þiðnaði hægt og i bliðviðri og þaö varð ekki þörf fyrir mig og snjóbilinn lengur. — A sumardaginn fyrsta fór ég út aö Eiðum til að sækja skólafólk, en skólanum var sagt upp þennan dag.^-Þúrarinn skólastjóri af- sak^ði það viö mig að ég yrði að bjða smástund, þvi eftir væri að slita skólanum. Það tæki eina klukkustund. — Ég var hinn versti, þvi að ég hafði nóg að gera. Ég þurfti að leita að jarðýtu, sem tapazt hafði undir fönn upp við Hvanná. En ég beið. Það var ekki annað að gera. Ég ranglaði um milli kirkjunnar og skólahúsanna á Eiðum, meðan verið var að slita skólan- um. Þá varð ég var við eitthvaö einkennilegt undir fætinum rétt fyrir framan kirkjuna og ég fór að athuga þetta nánar, þá var bill þama undir I snjónum (fólksbill) Þetta var ekki einsdæmi, þvi oft var ég beðinn um að aka ekki „þarna”, þvi að þar væri bill grafinn undir I snjónum. „Vatnaði” úr hjólförun- um á Lagarfljóti — Voru nokkrar sérstakar hættur vift þetta flutningastarf? — Hættur eru auðvitað alltaf fyrir hendi, þegar ekið er um ókunnar slóðir. Ég reyndi að ferðast af hyggju sem mest, en auðna varð þó að ráða. Ég man eftir þvi að Sveinn á Egilsstöðum var alltaf að skamma mig fyrir aö fara Löginn en ekki á brúnni en það var sá vankantur á þvi að hún var auð, þrátt fyrir fann- fergiö. Billinn var á skiðum að framan og þvi erfitt að aka hon- um á auðu. Þess vegna fór ég yfir fljótið á isnum. — Einu sinni var ég að koma úr ferð utan úr Hróarstungu og þá skammaði Sveinn mig allhressi- lega, en ég hélt til hjá þeim hjón- um. Sagði hann að hann ætlaði ekki að verða vitni að þvi að ég dræpi mig þarna, en nú væri sér ofboðið. Það hefði sést vatna upp úr bilförunum, þar sem ég fór yfir fljótið rétt fyrir ofan brúna. Ég lét mér þetta að kenningu verða og fór aldrei aftur yfir fljótið, nema um brúna. Heimferð. — Fórstu nokkrar fleiri ferftir, en meft fóftur? — Já, ég fór með sjúklinga, og eina skemmtiferö fór ég upp á Gagnheiði, þar sem sjónvarps- sendirinn er núna. — Og svo heimferftin? — Hún var söguleg. Þá var verið aö bjarga flugvélinni á Vatna- jökli. Þetta voru félagar minir og kom ég við á Bárðarbungu á heimleiðinni og fór með flutning úr Geysi niður af jöklinum. Siðan ók ég vestur sanda og það kom vörubill til móts við mig og flutti bilinn til Reykjavikur, sagði Guðmundur Jónasson að lokum. Jónas Guftmundsson. © Andsvör magnisti góðærinu og geti siðan miðlað fé þegar herðir að. t þriftja lagikemur staða lifeyris- sjóöanna mjög til álita i þessu efni, einkum er varðar hús- byggingar til aö draga úr sveifl- unum i byggingariðnaðinum og auka samræmingu á þvi sviöi. Má nefna að á árinu 1973 höfðu lifeyrissjóðirnir til ráðstöfunar tæplega 12% miðað við heildar- tekjur rlkisins á þvi ári. t fjórfta lagi er ljóst aö endurskapa verður almenna hagstjðrn rikis- valdsinsi þviákyni að efnahags- og fjármálastefnan taki meira mið af almennum horfum i efnahagsmálum, til að draga úr sveiflunum. t fimmta lagi verð- ur ekki hjá þvi komist að stefn- an I kjaramálum og ákvarðanir I þeim efnum verði raunsærri, svo aö komizt verði hjá óhóf- legri einkaneyzlu i landinu, þeg- ar vel árar, og á hinn bóginn svo mikilli kjaraskerðingu, sem fylgir samdráttartimabilunum. 1 þessu efni mæðir mest á raunsæi og glöggskyggni for- ystumanna verkalýöshreyfing- arinnar, og er þvi ekki að leyna að i fyrra féllu þeir alveg á próf- inu. Loks i sjötta lagi hefur þjóöin þegar langa reynslu af þvi hvað það kostar að gengi krónunnar sé ranglega skráð, þvi að sá vixill fellur ekki siður en aðrir. Gengisfelling er ekkert annað en það að eyðsluvixillinn er afsagöur og kemur til inn- heimtu. Bráðaaðgerðir Eins og nú standa sakir stönd- um við frammi fyrir þvi einu sinni enn að verðbólguhringur- inn er að lokast. Nú er ekki ráðrúm til langtimaákvarðana einna, heldur verður og að gripa til bráöaaðgeröa. Þær leiðir sem um er að velja eru einkum þessar: Bein höft kunna að reynast fær leið meðan menn eru aö ná tökum á vandanum, og þau geta reynzt árangursrik á nokkrum tilteknum sviðum um nokkurt skeið en varla til langframa. Einstakar styrkja- aögerðir eða millifærsla geta variö einstakar atvinnugreinar við skaða þangað til aðstæður breytat til batnaðar. Millifærsl- an kostar hins vegar skrifstofu- vald og getur raskað eölilegum markaðarlögmálum. Gengis- felling eða uppfærsla verðlags getur bætt stöðu þjóðarbúsins út á við og slegiö á eftirspurnar- þensluna innan lands, en hún leysir engan vanda til frambúð- ar samt sem áður, eins og reynslan sýnir. Nifturfærsla verðlags og launa getur einnig náð þessum markmiöum, en mjög er hætt viö að hún myndi bitna óhæfilega á lágtekjufólki og húsbyggjendum um leið og erfitt getur reynzt að fylgjast meö þvi að verðlækkanir eigi sér stað. Loks verður hin opin- bera fjármálastefna að miðast viö aöstæðurnar, svo og lána- og vaxtastefna. Svo sem hér hefur verið rakið hefur hver leið sina miklu kosti og sina augljósu galla. Engin ein þeirra er einhlít. Andspænis slikum vanda sem nú er við að glima verður að gripa til margra samræmdra aðgerða. Þær verður að velja af kost- gæfni, jafnt með tilliti til vanda- mála liöandi stundar og einnig samkvæmt markmiðum lengri framtiðar. — JS. ® Matur heims Norðurlöndum og Bretlandseyj- um og þar hefur hún orðið vinsæl af þeim, sem njóta hennar. Af læknum er þjónusta talin árangursrik, þar sem hún getur tryggt nægilega eggjahvitu i fæð- unni ásamt steinefnum og vita- minum. I Bretlandi hefur verið sýnt fram á, að i einhæfu fæði aldraðs fólks skortir oft þessi efni með þeim afleiðingum að færni og heilsa fólks biður tjón af. Reynsl- an hefur sýnt, aö þar sem fáir eru i heimili verður fæðið einhæft án þess, að fólk taki eftir þvi, en það, sem einkum skortir i fæöiö við slikar aðstæður er fyrsta flokks eggjahvituefni. Varðandi samsetningu heim- sendra máltiða verður haft sam- ráð við manneldissérfræðing. Akveðiö hefur veriö aö byrja meö þessa þjónustu i smáum stil og binda hana fyrst um sinn við húsin Austurbrún 6, Norðurbrún 1 og hús öryrkjabandalagsins Hátún 10 og 10A. Fyrst um sinn verður gefinn kostur á máltiðum 2-3 I viku og verða þær sendar I ein-nota um- búðum. Eins og með ýmsa'Saöra þjón- ustu i þágu borgarbúa hefur stjórn Reykjavikurdeildar R.K.l. haft samráö viö borgaryfirvöld og hafa þau sýnt áhuga á þessu frumkvæöi deildarinnar. Verð á merkjum R.K.l. er óbreytt frá fyrri árum 50,00 kr. og þannig er ætlazt til, aö sem flest- ar fjölskyldur eigi þess kost að kaupa merki fyrir hvern einstak- ling fjölskyldunnar, og sýni þann- ig samstöðu I mannúðarstarfi og stuðning viö þjónustu öldruðu fólki til heilla og þjóðfélaginu til hagsbóta. UTSÖLUNNI fer senn að Ijúka ma Wmivj' Komið sem fyrst að gera GÓÐ KAUP Skbverzlun Bétur Andtésson Laugavegi 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.