Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 44
SVIPMYND Róm: Höfuðborg Ítalíu. Íbúar: 2.655.970 milljónir. Tungumál: Ítalska. Trúarbrögð: Rómverjar eru flestir rómversk-kaþólskir. Í borginni eru líka mót- mælendur og gyðingar og innfluttum múslimum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þjóðerni: Ítalir eru í miklum meirihluta en 6,36% íbúa eru Filippseyingar, Pól- verjar, Bandaríkjamenn, Spánverjar og Rúmenar. Upphaf Rómar: Samkvæmt arfsögn Rómverja stofnuðu tvíburabræðurnir Rómulus og Remus Róm á 8. öld fyrir Krist. Aðalatvinnuvegur: Ferðaþjónusta, almannatengsl og tíska. Lífsstíll: Róm er vinsælasti ferðamannastaður í heimi og íbúar taka vel á móti gestum sem skipta milljónum árlega. Rómverjar eru eins og aðrir Ítalir opnir og skapheitir. Góður matur og fjölskyldubönd skipta Rómverja miklu máli, Litir borgarinnar: Gulur og rauður. Í Róm er sagan við hvert fótmál, fagrar bygg- ingar, listasöfn og yndislegir garðar. Rómverjar: Samkvæmt hefðinni eru ekta Rómverjar þeir sem geta rakið ættir sínar til Rómar sjö kynslóðir aftur í tímann. Ýmislegt: Róm og Páfagarður eru sögusvið Engla og djöfla, æsipennandi sögu Dans Brown, þess sama og skrifaði Da Vinci-lykilinn. 5. mars 2005 LAUGARDAGUR 16 Vissir þú … … að launahæsti sjónvarpsmaður heims er Ray Romano frá Banda- ríkjunum en hann fékk 127.800.000 íslenskar krónur fyrir hvern þátt af Everybody Loves Raymond? … að stærsta fruman er blóð- flagnafruman sem er 0,2 millimetr- ar en hún er í beinmergnum og framleiðir blóðflögurnar? … að Gisele Weser í Þýskalandi er elsti danskennari heims en hún fæddist 1. febrúar árið 1921 og kennir enn? … að þúsund manns frá Guelph- háskóla í Kanada mynduðu færi- band 7. september árið 1998 en seglbretti var flutt eftir „færiband- inu“? … að Eufemia Stadler í Sviss straujaði stanslaust í fjörutíu klukkustundir á strauborði 16. til 18. september árið 1999? Hún straujaði alls 228 skyrtur. … að mesta björgunaraðgerð á sjó án manntjóns var 7. júní árið 1944 undan strönd Normandí í Frakk- landi en þá var 2.689 bjargað um borð í ameríska skipið Susan B. Anthony? … að þau ský sem lengst eru lóð- rétt eru þrumuský en slík ský hafa náð allt að 20.000 metra hæð í hitabeltinu en það er nærri þreföld hæð Everest-fjalls? … að saltasta ferskvatnið er Don Juan-tjörn í Wright-dal á Suður- skautslandinu en hún er svo sölt að hún frýs ekki einu sinni við -53˚C? … að hægfleygustu fuglar heims eru kjarrsnípan og skógarsnípan en í tilhugalífinu hafa þau mælst á aðeins átta kílómetra hraða án þess að hrapa? … að hættulegast allra ígulkera er blómaígulkerið en eitrið úr brodd- um þess og griplum geta valdið mönnum miklum sársauka, andnauð og lömun? … að hæsti aldur hests sem áreið- anlega hefur verið skráður er 62 ár en þeim aldri náði Old Billy í Bret- landi en hann lést 27. nóvember árið 1822? … að prinsar sádiarabísku kon- ungsfjölskyldunnar eru hvorki fleiri né færri en 4.200 og aðrir ættingj- ar 40.000? … að sé miðað við fjármuni var gjaldþrot fjarskiptafyrirtækisins WorldCom Inc, 21. júlí árið 2002 stærsta gjaldþrot í heimi en það hljóðaði upp á 7.480 milljarða króna? … að 38,89 metra maísstöng var reist í New Westminster í Kanada 20. maí árið 1995? … að verðmætasta hjólið var selt hjá Philips í London í ágúst árið 1999 fyrir 12,2 milljónir króna? … að Manfred Klauda í Þýskalandi hefur safnað 9.400 koppum, þeim elstu frá sextándu öld? … að stærsta grasasafnið í Nátt- úrufræðisafninu í París státar af 8.880.000 tegundum varðveittra jurta? … að stærsti rósagarðurinn í Ros- eto di Cavriglia í Cavrigia í Ítalíu státar af meira en 7.500 rósateg- undum? 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.