Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 44
SVIPMYND Róm: Höfuðborg Ítalíu. Íbúar: 2.655.970 milljónir. Tungumál: Ítalska. Trúarbrögð: Rómverjar eru flestir rómversk-kaþólskir. Í borginni eru líka mót- mælendur og gyðingar og innfluttum múslimum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þjóðerni: Ítalir eru í miklum meirihluta en 6,36% íbúa eru Filippseyingar, Pól- verjar, Bandaríkjamenn, Spánverjar og Rúmenar. Upphaf Rómar: Samkvæmt arfsögn Rómverja stofnuðu tvíburabræðurnir Rómulus og Remus Róm á 8. öld fyrir Krist. Aðalatvinnuvegur: Ferðaþjónusta, almannatengsl og tíska. Lífsstíll: Róm er vinsælasti ferðamannastaður í heimi og íbúar taka vel á móti gestum sem skipta milljónum árlega. Rómverjar eru eins og aðrir Ítalir opnir og skapheitir. Góður matur og fjölskyldubönd skipta Rómverja miklu máli, Litir borgarinnar: Gulur og rauður. Í Róm er sagan við hvert fótmál, fagrar bygg- ingar, listasöfn og yndislegir garðar. Rómverjar: Samkvæmt hefðinni eru ekta Rómverjar þeir sem geta rakið ættir sínar til Rómar sjö kynslóðir aftur í tímann. Ýmislegt: Róm og Páfagarður eru sögusvið Engla og djöfla, æsipennandi sögu Dans Brown, þess sama og skrifaði Da Vinci-lykilinn. 5. mars 2005 LAUGARDAGUR 16 Vissir þú … … að launahæsti sjónvarpsmaður heims er Ray Romano frá Banda- ríkjunum en hann fékk 127.800.000 íslenskar krónur fyrir hvern þátt af Everybody Loves Raymond? … að stærsta fruman er blóð- flagnafruman sem er 0,2 millimetr- ar en hún er í beinmergnum og framleiðir blóðflögurnar? … að Gisele Weser í Þýskalandi er elsti danskennari heims en hún fæddist 1. febrúar árið 1921 og kennir enn? … að þúsund manns frá Guelph- háskóla í Kanada mynduðu færi- band 7. september árið 1998 en seglbretti var flutt eftir „færiband- inu“? … að Eufemia Stadler í Sviss straujaði stanslaust í fjörutíu klukkustundir á strauborði 16. til 18. september árið 1999? Hún straujaði alls 228 skyrtur. … að mesta björgunaraðgerð á sjó án manntjóns var 7. júní árið 1944 undan strönd Normandí í Frakk- landi en þá var 2.689 bjargað um borð í ameríska skipið Susan B. Anthony? … að þau ský sem lengst eru lóð- rétt eru þrumuský en slík ský hafa náð allt að 20.000 metra hæð í hitabeltinu en það er nærri þreföld hæð Everest-fjalls? … að saltasta ferskvatnið er Don Juan-tjörn í Wright-dal á Suður- skautslandinu en hún er svo sölt að hún frýs ekki einu sinni við -53˚C? … að hægfleygustu fuglar heims eru kjarrsnípan og skógarsnípan en í tilhugalífinu hafa þau mælst á aðeins átta kílómetra hraða án þess að hrapa? … að hættulegast allra ígulkera er blómaígulkerið en eitrið úr brodd- um þess og griplum geta valdið mönnum miklum sársauka, andnauð og lömun? … að hæsti aldur hests sem áreið- anlega hefur verið skráður er 62 ár en þeim aldri náði Old Billy í Bret- landi en hann lést 27. nóvember árið 1822? … að prinsar sádiarabísku kon- ungsfjölskyldunnar eru hvorki fleiri né færri en 4.200 og aðrir ættingj- ar 40.000? … að sé miðað við fjármuni var gjaldþrot fjarskiptafyrirtækisins WorldCom Inc, 21. júlí árið 2002 stærsta gjaldþrot í heimi en það hljóðaði upp á 7.480 milljarða króna? … að 38,89 metra maísstöng var reist í New Westminster í Kanada 20. maí árið 1995? … að verðmætasta hjólið var selt hjá Philips í London í ágúst árið 1999 fyrir 12,2 milljónir króna? … að Manfred Klauda í Þýskalandi hefur safnað 9.400 koppum, þeim elstu frá sextándu öld? … að stærsta grasasafnið í Nátt- úrufræðisafninu í París státar af 8.880.000 tegundum varðveittra jurta? … að stærsti rósagarðurinn í Ros- eto di Cavriglia í Cavrigia í Ítalíu státar af meira en 7.500 rósateg- undum? 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.