Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 1
● svarar spurningum íslenskra áhorfenda Björn Almroth: ▲ SÍÐA 27 Leikari í umdeildri Moodyson mynd ● arnar þór gíslason tekur við kjuðunum Jóhann Bachmann: ▲ SÍÐA 30 Hættur að tromma með Írafári ▲SÍÐA 22 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR DRENGJAKVARTETT Vallargerðis- bræður, fjórir sextán ára piltar, halda tón- leika í Salnum í kvöld klukkan 20. Þeir ætla að feta í fótspor merkisbera íslenskra karlakvartetta. DAGURINN Í DAG 5. apríl 2005 – 90. tölublað – 5. árgangur MILLJÓNIR TIL RÓMAR Jóhannes Páll II páfi verður borinn til grafar á föstu- daginn. Búist er við miklum fjölda trúaðra til Rómar af þessu tilefni. Sjá síðu 4 FLEIRI STÓRHÝSI Þrír þrettán hæða íbúðaturnar rísa á næstu misserum við Skúlagötuna milli Vitastígs og Barónstígs. Reikna má með að milli 220 og 240 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. Sjá síðu 4 ÓSANNGJARNAR KRÖFUR Tyrkneski lagaprófessorinn Haluk Günugur segir ESB setja fram ósanngjarnar kröfur um að í að- ildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur frá vissum sam- starfsþáttum. Sjá síðu 10 FÁ RÚMA FJÓRA MILLJARÐA 850 bændur fá 4,2 milljarða króna í beingreiðs- lur úr ríkissjóði, eða sem nemur tæpum fimm milljón krónum hver. Mjólka, sem hyggst framleiða osta, starfar utan þessa kerfis. Sjá síðu 2 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Fótbolti er skemmtilegastur ● heilsa Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 82% 20-49 ára karla á sv-horninu lesa Fréttablaðið á föstu- dögum.* Þeir eru m.a. að sækja í bílaauglýsingar í smá- auglýsingum – og það nýta bílasölur sér. *Gallup febrúar 2005 VEÐRIÐ Í DAG KOMINN VETUR Snjókoma eða slydda sunnan til en él á norðan- og austanverðu landinu. Léttir til syðra síðdegis. Frostlaust syðra að deginum, annars frost. Sjá síðu 4 ● snæfell vann 2. leikinn 97–93 Úrslitin um Íslandsbikarinn í körfu: SAMGÖNGUR Engar framkvæmdir eru ráðgerðar vegna Sundabraut- ar í nýrri samgönguáætlun til næstu fjögurra ára sem kynnt verður á næstunni. Gert er ráð fyrir að verkhönnun hefjist þegar lega brautarinnar hefur verið ákveðin, auk þess sem ákveða skal tilhögun fjármögnunar verksins en um frekari aðgerðir verður ekki að ræða. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður samgöngunefndar Alþingis, segir ýmsar ástæður fyrir því að Sundabrautin sé ekki á þessari nýju áætlun. „Það er gert ráð fyrir að undirbúningsvinna öll fari af stað á tímabilinu en þar sem þarna er um að ræða afar kostnaðarsama aðgerð og fyrirséð er að öll frum- vinna taki tvö til þrjú ár var ákveð- ið að setja hana ekki í þá áætlun sem hér um ræðir enda nær hún aðeins til næstu fjögurra ára.“ Í áætluninni er lagt til að gerð- ar verði endurbætur á gatnamót- um Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þess fyrr en á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum að svo stöddu, heldur skal fjölga akrein- um og breyta ljósastýringu. Að sögn Guðmundar hefur Vegagerð- in gert úttekt á gatnamótunum og tillögur samgönguráðherra bera keim af niðurstöðum þeirra. „Þeir telja að með þessum aðgerðum sé hægt að ráða einhverja bót á þeim gatnamótum. Þau verða hættu- minni og einnig ætti umferð að ganga hraðar og betur.“ Guðmundur viðurkennir þó að slíkar framkvæmdir séu í besta falli tímabundin lausn. „Með tilliti til þess hversu hættuleg þessi gatnamót eru hefði verið eðlilegra að fara í stærri framkvæmdir enda sýnt að vandamálið verður áfram til staðar og verður jafnvel enn stærra þegar hugmyndum um mislæg gatnamót verður hrint í framkvæmd.“ Sjá síðu 6 albert@frettabladid.is Hlynur Sigurðsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sundabraut er ekki á nýrri vegáætlun Ný samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008 gerir hvorki ráð fyrir Sundabraut né mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þá eru engin ný jarðgöng boðuð umfram þau sem hafa þegar verið ákveðin. Þriðja akreinin yfir Hellisheiði ráðgerð árið 2007. FYRIRHUGUÐ SUNDABRAUT Samkvæmt nýrri samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en í fyrsta lagi árið 2009. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ríkið ætlar að selja allan eignarhlut sinn í Símanum í einu: Sölu Símans verði lokið í júlí EINKAVÆÐING Allur eignarhlutur ríkisins í Símanum verður seldur í einu lagi til hóps fjárfesta í júlí í sumar. Enginn fjárfestir í hópnum má eiga meira en 45 prósent hlut í fyrirtækinu og verða því að minnsta kosti þrír aðilar að vera á bak við hvert tilboð. Fyrir árslok 2007 verður að bjóða almenningi og öðrum fjárfestum að kaupa 30 prósent af heildarhlutafé. Jón Sveinsson, formaður einka- væðinganefndar, kynnti söluferlið í gærdag eftir að ráðherranefnd um einkavæðingu afgreiddi málið af sinni hálfu. Nú gefst áhugasömum fjárfest- um tækifæri til að fá ítarlegri upplýsingar um rekstur Símans og skila inn óbindandi tilboði fyrir 6. maí. Allir sem hafa getu til að ljúka kaupunum koma til greina sem kaupendur, segir Jón. Í fram- haldinu verður þeim boðið að gera bindandi tilboð. Við mat á tilboð- um verður meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks, reynslu af rekstri fyrirtækja og framtíðarsýn varðandi rekstur Símans. Einkavæðinganefnd gefur ekki upp hugsanlegt verð á hlut ríkis- ins. Miðað við meðalverð, þegar selja átti Símann árið 2001, var fyrirtækið metið á 45 milljarða króna. - bg / Sjá síður 2 og 16 Fangar á flótta: Snúa aftur í fangelsið INDÓNESÍA, AP Nær þriðjungur þeir- ra fanga sem flýðu, þegar jarð- skjálfti eyðilagði fangelsið sem þeir voru í, hefur snúið aftur í fangelsið. 178 fangar nýttu tækifærið þeg- ar fangelsið á Nias-eyju eyðilagðist í skjálftanum í síðustu viku og flýðu. Síðan þá hafa 50 fangar snúið aftur til fangelsisins og gefið sig fram við fangelsisstjórann, sem hvetur aðra fanga til að gera það sama. Fangarnir fá þó ekki inni í fangelsinu þar sem það eyðilagðist og eru því vistaðir annars staðar. ■ LEITAÐ Í HÖFNINNI Leit að hinum brasilíska Ricardo Correia Dantas sem leitað hefur verið að síðan á laugardagskvöldið hafði engan árangur borið þegar henni var hætt gærkvöldi. Þegar mest var tóku 180 manns þátt í leitinni. Henni hefur nú verið hætt og hefst ekki á ný nema fram komi upplýsingar sem bregða nýju ljósi á málið. Sjá síðu 8 Snæfell jafnaði metin í Hólminum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.