Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 30
KÖRFUBOLTI Snæfell tók á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslit- anna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Keflavík vann fyrsta leikinn og því lykilatriði fyrir Snæfellinga að fara með sig- ur af hólmi. Það hafðist eftir mikla baráttu og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Loka- tölur urðu 97-93. Snæfell byrjaði betur, leitaði meira inn í teiginn en í fyrsta leiknum og ef til tvídekkunar kom rataði boltinn til bakvarða Snæ- fells sem nýttu færin vel. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 9 af fyrstu 17 stigum Snæfells sem náði mest 10 stiga forystu í fyrsta fjórðung. Gestirnir áttu erfitt uppdráttar gagnvart varnarleik Snæfells til að byrja með en voru þó aldrei langt undan. Snæfelling- ar misstu einbeitinguna um stund- arsakir, Keflavík hjó í muninn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-24. Það tók Keflavík innan við mínútu að ná forystunni í öðrum fjórðungi. Elentínus Margeirsson kom inn á hjá Keflvíkingum, spil- aði sterka vörn og barði sína menn áfram. Þá var Gunnar Ein- arsson drjúgur og skoraði nokkr- ar góðar körfur. Leikurinn hélst nokkuð jafn á þessum tíma og staðan í leikhléi var 44-42 Snæ- felli í vil. Snæfell hóf seinni hálfleikinn með 9-2 áhlaupi og jók forystuna í 7 stig. Töluverður hiti færðist í leikinn um miðjan þriðja fjórðung og voru bæði lið föst fyrir í vörn- inni. Nick Bradford átti margar laglegar hreyfingar þar sem hann sneri á vörn Snæfells, gríðarlega fjölhæfur leikmaður þar á ferð sem lætur sér ekki nægja að gleðja áhorfendur með þristum, troðslum og sendingum heldur samkjaftar allan leikinn, bæði við áhorfendur og leikmenn. Keflavík náði mest 8 stiga forystu í þriðja fjórðung. Staðan eftir þriðja, 68- 73. Æsispenna í lokin Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Mike Ames kom Snæfelli einu stigi yfir, 92-91, þeg- ar ein mínúta og 20 sekúndur voru til leiksloka. Gunnar Einarsson kom Keflavík yfir úr hraðaupp- hlaupi. Þegar hálf mínúta var eft- ir skoraði Sigurður Þorvaldsson þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 95-93. Magnúsi Gunn- arssyni voru mislagðar hendur þegar Keflvíkingar gerðu tilraun til að jafna leikinn og Sverrir Þór Sverrisson braut á Ames þegar 16 sekúndur voru eftir. Lokatölur urðu 97-93. „Þetta var hörkubaráttuleikur og þeir unnu. Gott hjá þeim. Við vorum óheppnir í lokin og þetta hefði getað dottið okkar megin. Við vorum ekki nógu skynsamir á síðustu sekúndum en svona er þetta bara,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur. „Þetta var baráttuleikur út í gegn og mér fannst menn vera mjög einbeittir þó þetta hafi ekki allt rúllað fyrir okkur. Þetta var hörkuleikur í hörkueinvígi og við spiluðum vel í kvöld. Við vorum afslappaðri í þessum leik og við ætlum að halda því áfram.“ smari@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Þriðjudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍR og KA mætast í Austurbergi í úrslitakeppni DHL- deildar karla í handbolta.  19.15 Haukar og FH mætast á Ásvöllum í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta.  19.15 Valur og HK mætast í Valsheimilinu í úrslitakeppni DHL- deildar karla í handbolta.  19.15 ÍBV og Fram mætast í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeildina í fótbolta.  18.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Beint frá leik Liverpool og Juventus í meistaradeildinni.  18.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Beint frá leik Lyon og PSV Eindhoven í meistaradeildinni.  20.40 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Lyon og PSV Eindhoven í meistaradeildinni.  22.30 Olíssport á Sýn.  23.45 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Liverpool og Juventus í meistaradeildinni. Snæfell jafnaði metin í spennuleik 22 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við gleðjumst yfir ... ... körfuboltanum sem er boðið upp á þessa daganna í úrslita- einvígi Keflavíkur og Snæfells. Tvö frábær lið setja á svið körfubolta- sýningu í hver skipti sem þau mætast og næsta sýning verður sett á svið í Keflavík á fimmtudaginn. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... hinum 17 ára unglingalandsliðs- markverði Gróttu/KR sem lokaði markinu í öðrum leik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum DHL-deildar kvenna í gær. Íris Björk Símonardóttir kom inn í markið í hálfleik í stöðunni 4–11 fyrir Stjörnuna, varði 12 af 16 skotum í seinni hálfleik og lagði grunninn að 17-15 sigri Aðal leikur dagsins Hafnarfjarðarslagur í handboltanum Haukar og FH mætast á Ásvöllum, heimavelli Hauka, í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar urðu deildarmeistarar en FH- ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppn- inni eftir sigur á Víkingi í umspili en það skiptir ekki máli þegar þessi lið mætast. Þá snýst allt um heiðurinn. LEIKIR GÆRDAGSINS Mikla athygli vakti þegar leikmönnum úr körfuknattleiksliði ÍR var hótað með SMS-sendingum meðan á undanúrslit- unum í Intersportdeildinni stóð þar sem liðið átti í höggi við Keflavík. Þetta er annað árið í röð þar sem stuðnings- menn úr röðum Keflvíkinga eru staðnir að slíkum sendingum en Hlynur Bær- ingsson, leikmaður Snæfells, mátti þola hótanir með sama hætti á síðasta ári þegar Snæfell mætti Keflavík í úrslitum. „Við gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til að tækla þetta mál,“ sagði Her- mann Helgason, formaður körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur. „Þetta viljum við ekki sjá í körfuboltan- um, hvort sem það er tengt okkar liði eða einhvers annars. Við höfum orðið okkur úti um þessi símanúmer sem hringt var úr til leikmanna ÍR-liðsins en því miður voru engin nöfn skráð þar á bak við.“ Hermann segir at- hæfið setja dökkan blett á íþróttina og að stjórn Keflavíkur harmi að þetta hafi átt sér stað. „Þetta er því miður alþekkt þegar menn eru komnir í úrslitin og líklegt að þarna séu á ferðinni aðilar sem að sækja ekki leiki. Það þarf ekkert endi- lega að vera að þetta séu Keflvíkingar heldur,“ sagði Hermann sem fullyrti að þetta væri ekkert nýtt af nálinni. „Menn á borð við Teit Örlygs- son og Jón Kr. Gíslason þurftu að þola símhring- ingar á nóttu sem degi þegar Keflavík og Njarðvík mættust í úr- slitum hér áður. Svona mál á náttúrlega að útkljá á vellinum en ekki með svona leiðindum. Við stöndum ekki fyrir svona hlutum,“ sagði Hermann. Snæfell vann annan leik lokaúrslita Intersportdeildarinnar með fjórum stigum, 97–93, í æsispennandi leik í Stykkishólmi í gær. Snæfell vann lokaleikhlutann með 9 stigum og tryggðu sér sigurinn í lokin. KEFLAVÍK Í KÖRFUNNI: HÓTANIR MEÐ SMS-SENDINGUM OG SÍMTÖLUM ORÐIÐ DAGLEGT BRAUÐ Gerum allt til að stoppa þetta Kennt þri., fim. og lau. Reiðskólinn Þyrill Næstu námskeið byrja 5. apríl Fyrir börn kl. 16.30 Fullorðnir byrjendur kl. 18.30 Fullorðnir framhald kl. 17.30 REIÐSKÓLINN ÞYRILL Uppl. og skráning í síma 896 1248 Kvennahandboltinn GRÓTTA/KR–STJARNAN 17–15 (4–11) Grótta/KR: Ragna Sigurðardóttir 5, Eva Margrét Kristinsdóttir 4, Arna Gunnarsdóttir 3/2, Gerður Rún Einarsdóttir 2, Inga Dís Sigurðardóttir 2/2, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 1. Sóley Halldórsdóttir varði 6 skot í fyrri hálfleik en Íris Björk Símonardóttir varði 12/1 í þeim seinni. sem Grótta/KR vann með 9 mörkum, 13–4. Stjarnan: Kristín Guðmundsdóttir 4/2, Hekla Daðadóttir 4/4, Anna Blöndal 2, Hind Hannesdóttir 2, Kristín Clausen 2, Ásdís Sigurðardóttir 1 Jelena Jovanavic varði 24/3 skot, 15 þeirra í fyrri. FRAM–HAUKAR 17–30 (8–16) Markahæstar: Ásta Birna Gunnarsdóttir 5/1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/2 – Hanna G. Stefánsdóttir 11/3, Anna Halldórsdóttir 4, Harpa Melsted 4, Martha Hermannsdóttir 4/3, Inga Fríða Tryggvadóttir 3. Haukar eru komnir í undanúrslit ásamt Val og ÍBV. Úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta byrjar í kvöld með fjórum leikjum: Gaflarar berjast á banaspjótum HANDBOLTI Lokahnykkurinn á löngu handboltatímabili byrjar í kvöld þegar átta liða úrslit í DHL- deild karla hefjast en öll átta liðin verða í eldlínunni í kvöld. Íslands- meistarar Hauka hefja sína bar- áttu gegn nágrönnunum og erkifj- endunum í FH en fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum. FH-ingar eru ekki taldir líkleg- ir til afreka í þessari rimmu enda tryggðu þeir sér sæti í úrslita- keppninni með naumum sigri á Víkingi í umspili en á sama tíma sigruðu Haukar úrvalsdeildina. Styrkleikamunurinn er því ansi mikill en allt getur gerst í úrslita- keppninni þar sem lítið svigrúm er fyrir mistök. Sú rimma sem fyrir fram er talin mest spennandi er viðureign Vals og HK. Bæði lið hafa verið frekar óstöðug í vetur en miklar væntingar voru gerðar til HK- liðsins og þeim var meðal annars spáð Íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum liðanna síðasta haust. Það hefur hallað undan fæti hjá Kópavogsbúum í síðustu leikj- um en Valsmenn hafa verið að styrkjast frekar en annað upp á síðkastið. Rimma ÍR og KA verður einnig áhugaverð en bikarmeistarar ÍR mæta til leiks með laskað lið en landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson mun reyna að leika meiddur í úrslitakeppninni en hann þarf að fara í speglun fyrr frekar en síðar. ÍBV hefur verið á stöðugri upp- leið í allan vetur og þeir eru marg- ir sem spá því að þeir fari langt í vetur. Sérstaklega eftir að þeir fengu stórskyttuna Tite Kalanda- dze í sínar raðir. Eyjamenn taka á móti Fram sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að sigra 1. deildina. Framarar tefla fram frekar ungu liði og mat sérfræð- inga er að þeir verði auðveld bráð fyrir lið ÍBV. - hbg HVAR Á ÉG AÐ SETJA BOLTANN? ÍR-ingurinn Ragnar Helgason sést hér í leik gegn ÍBV fyrr í vetur. Hann verður í eldlínunni með sínum mönnum gegn KA í kvöld. Kvennahandboltinn: Íris breytti öllu á Nesinu HANDBOLTI Haukakonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum DHL- deildar kvenna með 13 marka sigri á Fram, 17-30, í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum í gær en á Nesinu vann Grótta/KR 17-15 sigur á Stjörnunni og liðin mætast því í úrslitaleik á miðvikudaginn. 17 ára markvörður Gróttu/KR, Íris Björk Símonardóttir, lokaði markinu í seinni hálfleik, varði þá 12 af 16 skotum og sá til þess að Grótta/KR vann upp sjö marka forskot og tryggði sér oddaleik á miðvikudag. Íris varði öll skot utan af velli nema eitt. „Ég er í skýjununm og hálforðlaus yfir þessu, því það á ekki að vera hægt að koma svona til baka. Stelpurnar sýndu mikinn andlegan styrk, ég sá engan uppgjafarsvip á neinni í liðinu þótt við værum sjö mörkum undir í hálfleik og etta var síðan ótrúlega glæsileg innkoma hjá Írisi,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR. ■ Intersportdeildin - úrslit SNÆFELL–KEFLAVÍK 97–93 Stig Snæfells: Mike Ames 20 (6 stoðsendingar), Calvin Clemmons 20, Hlynur Bæringsson 18 (17 fráköst, 7 stoðsendingar), Sigurður Þorvaldsson 15, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Magni Hafsteinsson 9, Helgi Reynir Guðmundsson 2. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 24 (8 fráköst, 6 stoðsendingar), Jón Nordal Hafsteinsson 16 (11 fráköst, 6 í sókn), Gunnar Einarsson 16, Magnús Þór Gunnarsson 14, Anthony Glover 13, Sverrir Þór Sverrisson 6, Arnar Freyr Jónsson 2. Staðan er jöfn í einvíginu, 1–1, og næsti leikur fer fram í Keflavík á fimmtudaginn kemur. ALLT JAFNT Á NÝ Bárður Eyþórsson stjórnaði lærisveinum sínum í Snæfelli til sigurs í öðrum leiknum í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík og því er allt jafnt eftir tvo leiki. Snæfellingar voru sterkari á lokamínútunum í Hólminum í gær en það var mikil spenna í leiknum allt frá upphafi til enda. Fréttablaðið/E.Ól.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.