Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 13
TILKYNNING um sölu á hlutabréfum íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. Söluhlutur. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, f.h. fjármálaráðherra, hyggst selja allan eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum), alls að nafnverði 6.949.732.496 kr., í einu lagi til eins hóps kjölfestufjárfesta. Um er að ræða 98,767666% af útgefnu heildarhlutafé í félaginu. Sala á eignarhlut ríkisins verður háð eftirfarandi skilyrðum: a) að enginn einn einstakur aðili, skyldir eða tengdir aðilar, eignist stærri hlut í Símanum, eða í félagi sem stofnað er til kaupa á hlut ríkisins í Símanum, en 45%, beint eða óbeint, fram að skráningu félagsins á Aðallista í Kauphöll. b) að tiltekinn hluti keyptra hlutabréfa og ekki minna en 30% af heildarhlutafé félagsins verði af hálfu kaupanda boðinn almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007, og sala á hlutum í félaginu til annarra eigi sér ekki staða fyrr en að lokinni slíkri sölu. c) að Síminn verði skráður á Aðallista Kauphallar hér á landi að uppfylltum skilyrðum Kauphallarinnar samhliða sölu til almennings og annarra fjárfesta, og innlausnarrétti verði ekki beitt gagnvart núverandi hluthöfum í Símanum (1,233%) fram að skráningu félagsins á Aðallista Kauphallar. d) að kaupandi fari ekki með eignaraðild, beina eða óbeina, í fyrirtækjum í samkeppni við Símann hér á landi. Athygli er vakin á því að hér er ekki um almennt útboð að ræða samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003. Kynningargögn Áhugasamir bjóðendur geta óskað eftir kynningargögnum með því að senda umsjónaraðila útboðsins, Morgan Stanley Ltd. í Lundúnum, skriflegt erindi þess efnis. Nánari upplýsingar er jafnframt unnt að nálgast hjá umsjónaraðila. Erindi til umsjónaraðila útboðsins skulu merkt: Morgan Stanley Ltd. European Media & Communications Group att. Bertrand Kan 25 Cabot Square, Canary Wharf London E14 4QA UK. Aðferðafræði við sölu Allir áhugasamir aðilar, sem hafa til þess getu, nægjanlega reynslu og fjárhagslegan styrk til að ljúka kaupum, koma til greina sem kaupendur. Upplýsingar um gang söluferlisins verða gefnar út með reglulegu millibili, en eðli máls samkvæmt verða ákveðnar upplýsingar varðandi söluferlið bundnar trúnaði, sem og til að viðhalda forsendum til samkeppni. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu í júlí n.k. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum. Ráðherranefnd um einkavæðingu tekur ákvörðun um við hvaða aðila verður samið, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Við mat á tilboðum verður meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hugmynda og framtíðarsýn varðandi rekstur Símans, starfsmenn fyrirtækisins og þjónustu í þéttbýli og dreifbýli næstu fimm árin, og annarra viðeigandi þátta. Skil á óbindandi tilboðum Þeir aðilar sem áhuga hafa á að koma til álita sem kaupendur eignarhlutar íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. skulu skila inn tilboðum til Morgan Stanley fyrir kl. 16.00 föstudaginn 6. maí 2005. Nöfn tilboðsgjafa verða kynnt opinberlega að tilboðsfresti liðnum og verða óskir um nafnleynd ekki virtar. ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2005 13 SÁTT UM AFSÖGN Askar Akajev, hinn landflótta forseti Kirgisistans, og þingforsetinn Omurbek Tekebajev í Moskvu í gær. Kirgisistan: Akajev und- irritar afsögn KIRGISISTAN, AP Askar Akajev undir- ritaði afsagnarbréf sitt sem forseti Kirgisistans í gær. Þetta staðfestu þingmenn ellefu dögum eftir að hann flýði land í kjölfar alþýðuupp- reisnar sem leiddi meðal annars til þess að mótmælendur ruddust inn í stjórnarráðið í höfuðborginni Bis- hkek. Afsögnin, sem tekur gildi í dag, var undirrituð í sendiráði Kirgisistans í Moskvu, daginn eftir að Akajev hitti sendinefnd bráða- birgðavaldhafa landsins. Fyrir henni for þingforsetinn Omurbek Tekebajev. Vonast er til að afsögn- in reynist mikilvægur áfangi að því marki að koma á sáttum og stöðug- leika í Kirgisistan. Akajev hafði stýrt landinu í fjórtán og hálft ár, eða allt frá því Sovétríkin liðuðust í sundur. ■ Svíþjóð: Femínistar bjóða fram SVÍÞJÓÐ Nýr femínistaflokkur mun bjóða fram til þings í næstu þing- kosningum í Svíþjóð. Þetta var til- kynnt á blaðamannafundi í Stokk- hólmi í gær. Fremstar í flokki fyrir framboðinu fara Gudrun Schyman, fyrrverandi formaður sænska Vinstriflokksins, og samherjar hennar. „Við ætlum að byggja upp fé- lagsskap sem er stefnt gegn feðra- veldinu,“ hefur fréttavefur Dagens Nyheter eftir Sofiu Karlsson, sem á sæti í stjórn undirbúningsnefnd- ar nýja framboðsins. Að hennar sögn sé þess vegna hugsanlegt að flokkurinn verði formannslaus. ■ ■ DÓMSMÁL SKILORÐ VEGNA HÓTANA Ungur maður á Austfjörðum fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir húsbrot, eignaspjöll og hótanir í garð félaga síns. Viður- kenndi maðurinn sök sína en hann hefur ekki áður komið við sögu lög- reglu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VOR KOMIÐ Í ÖKUMENN Lögregl- an í Borgarfirði stöðvaði sjö bíla í fyrrakvöld vegna hraðaksturs og mældist sá er hraðast ók á tæplega 150 kílómetra hraða. Segir lögregla að um fleiri sé að ræða en venjulega og kennir hækkandi sól um. SVEITARSTJÓRNARMÁL Töluverðar líkur eru á því að meirihlutasam- starf framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðar hefjist að nýju en slit urðu á samstarfinu 23. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í máli Gísla Ólafssonar, varaforseta bæjarstjórnar og fulltrúa Framsóknar í bæjar- stjórn. Samstarf hefur verið með flokkunum í ellefu ár en upp úr slitnaði þegar ósamkomulag myndaðist vegna skipulagsmála varðandi leikskóla. Segir Gísli að Framsóknarflokkurinn hafi vilj- að láta fara betur yfir öll rök fyr- ir viðbyggingu leikskóla sem áður hafði verið samþykkt. Hins vegar hafi sjálfstæðismenn ekki viljað láta endurskoða fyrri ákvörðun. Að sögn Gísla höfnuðu hinir listarnir í bæjarstjórn viðræðum um meirihlutasamstarf. Því neyðist sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn til að setjast niður og komast að samkomulagi um þetta mál en fundur verður hald- inn á þriðjudag. Gísli segist bjartsýnn á að samstarf flokk- anna hefjist að nýju. - sgi Kosningabarátta: Lofa ódýru húsnæði ENGLAND Allir sem þess óska munu eiga færi á að eignast þak yfir höf- uðið á viðráðanlegu verði gangi kosningaloforð breska Verka- mannaflokksins eftir en með slíkri yfirlýsingu hófst formlega kosn- ingabarátta flokksins fyrir næstu þingkosningar. Flokkurinn hyggst beita sér sér- staklega í húsnæðismálum. Hefur húsnæðisverð á flestum þéttbýlis- stöðum landsins hækkað svo mjög hin síðari ár að ungt fólk og efnam- inna er nánast útilokað frá því að kaupa sér fasteign en vísir að þessu sama hefur átt sér stað á suðvestur- horni Íslands undanfarna mánuði. ■ GRUNDARFJÖRÐUR Í mars slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn sem hafði staðið í ellefu ár. Bæjarstjórn Grundarfjarðar: Líkur á að meiri- hlutinn haldi út FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.