Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 8
LEIT Leitin að Brasilíumanninum
Ricardo Correia Dantas hafði
enn ekki borið árangur í gær.
Leitað hefur verið að honum á
Stokkseyri og nágrenni frá laug-
ardagskvöldi en síðast spurðist
til ferða hans inni í bænum um
hádegi þann dag. Í gær leituðu 90
hjálparsveitarmenn ásamt leit-
arhundum að manninum en leit-
að hefur verið í fjöru frá Þjórsá
að Selvogi og fyrir ofan bæinn í
dælum og
tjörnum. Þá er
búið að fín-
kemba byggð-
ina sjálfa en
ekki þótti úti-
lokað að
Ricardo hefði
farið í felur.
Soffía Sig-
urðardóttir, for-
maður svæðis-
stjórnar björg-
unarsveita í Ár-
nessýslu, segir
að ekkert bendi
til að maðurinn
hafi ætlað að
fara í burt. Hann hafi ætlað með
fjölskyldu sinni á bíl til Selfoss
en hafi lagt af stað á undan.
Hann hafi líklega farið á mis við
þau í þorpinu en hefði samt sem
áður átt að rata heim.
Soffía segir ekkert benda til
þess að Ricardo hafi farið í felur.
Hann hafi þó verið kvíðinn um að
fá landvistarleyfi til að geta ver-
ið áfram á Íslandi. Hins vegar
hafi hann ekki verið það lengi í
landinu að komið væri að úrslita-
stundu um áframhaldandi dval-
arleyfi hans.
Lögreglan á Selfossi segir
fjöruna við Stokkseyri varhuga-
verða með hálum steinum og
djúpum hvörfum og því vel hugs-
andi að menn lendi þar í vand-
ræðum. Til að mynda sé þekkt að
búfénaður hafi flætt uppi á þess-
um stað. Talið er líklegt að það
sem fer í
sjóinn við Stokkseyri reki upp
í Selvog og er það ástæða þess að
leitarsvæðið nær alla leið þang-
að.
Anna Kristjánsdóttir fóstur-
móðir Ricardos segist ekkert
geta getið sér til um afdrif hans.
Hún hafi töluverðar áhyggjur af
honum enda sé hann hluti af fjöl-
skyldunni en Ricardo bjó hjá
henni í fimm ár í Brasilíu. Hún
sagði þó að hann hefði verið
sannfærður um að hann fengi
ekki að búa á Íslandi þar sem
verið var að handtaka menn á
Suðurlandi sem voru ólöglega í
vinnu.
solveig@frettabladid.is
1Hversu stór hluti íslenskra lögreglu-bíla er úreltur samkvæmt viðmiðum
nágrannalanda okkar?
2Að hvaða leiti eru sænskar gallabuxursem Sautján býður til sölu frábrugðn-
ar venjulegum gallabuxum?
3Hvað heita Íslandsmeistararnir í ein-liðaleik í tennis?
SVÖRIN ERU Á BLS. 38
VEISTU SVARIÐ?
8 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
MATVÖRUMARKAÐURINN Verðstríðið
hefur lægt, í bili að minnsta kosti.
Forráðamenn verslananna eru þó
sammála um að vöruverðið sé
lægra og samkeppnin sé ekkert
minni en áður. Það sé þó misjafnt
frá degi til dags.
„Við höfum ekki skoðað verðið,
þannig að það er erfitt að segja. Ég
hef engar tölulegar upplýsingar,
þannig að við getum ekki dregið
beinar ályktanir ennþá en við mun-
um gera það þegar fram í sækir,“
segir Henný Hinz, verkefnisstjóri
verðlagseftirlits ASÍ.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að
miklar verðbreytingar eigi sér stað
daglega og vöruverðið sé mun
lægra en áður.
Guðjón Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Samkaupa, segir að
„vitleysan“ sé búin þar sem menn
seldu epli á sex krónur og mjólkur-
lítrann á krónu eða gáfu hann. Ekk-
ert lát sé á samkeppninni, þótt blæ-
brigðamunur sé milli daga og versl-
ana. Verðkannanir séu úreltar og
gefi ekki rétta mynd.
-ghs
Fornleifasjóður:
Öræfingar fá
hæstan styrk
ÚTHLUTUN Fornleifafélag Öræfa
fékk hæstu úthlutun úr fornleifa-
sjóði í ár, um 1,1 milljón króna.
Fimm milljónum var úthlutað til
tíu umsækjenda. Ragnar F. Krist-
jánsson, formaður Fornleifafélags
Öræfa, segist mjög stoltur af
styrknum enda sé félagið rekið af
áhugamönnum.
Styrknum verður varið í upp-
gröft við Fagurhólsmýri, á Bæ við
Salthöfða sem fór undir í eldgosi
árið 1362. Ragnar segir bæinn vera
á borð við Stöng í Þjórsárdal. Bær-
inn er fullur af ösku en uppgreftri
verður haldið áfram í maí. - sgi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
FE
VERÐIÐ HELST LÁGT
Verðstríðið hefur lægt en matvöruverð hefur samt haldist lágt, að sögn forráðamanna
lágvöruverslana.
Verðstríðið:
„Vitleysan“ búin en
verðið áfram lágt
LEITAÐ Í HÖFNINNI
Björgunarsveitarmenn leituðu við bryggjusporðinn á Stokkseyri í gær án árangurs.
SOFFÍA SIGURÐ-
ARDÓTTIR
Mikið var að gera
hjá formanni svæð-
isstjórnar björgun-
arsveita í Árnes-
sýslu við að skipu-
leggja leitina að
Brasilíumanninum.
SKOLA AF SÉR
Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar skola af sér sjó á bensínstöðinni á Stokkseyri.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Óvíst um afdrif Ricardo
Enn er leitað að hinum 28 ára Brasilíumanni sem hvarf á Stokkseyri á laugardag. Engar vísbendingar hafa
fundist en leitað hefur verið bæði í fjöru, á landi og í húsum og sumarbústöðum á Stokkseyri og í kring.
BÆR VIÐ SALTHÖFÐA
Hleðslur bæjarins eru mjög heillegar og
útlínur skýrar. Myndin er tekin við forn-
leifauppgröft á síðasta sumri.