Fréttablaðið - 18.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2005, Blaðsíða 6
6 18. apríl 2005 MÁNUDAGUR Hús er skemmt eftir framkvæmdir: Íbúarnir komast ekki ferða sinna TJÓN Enn syrtir í álinn hjá íbúum svonefnds Gestshúss í vesturbæ Hafnarfjarðar en það hefur stór- skemmst vegna holræsafram- kvæmda sem bærinn hefur staðið fyrir í götunni að undanförnu. Í síð- asta mánuði mynduðust sprungur í veggjum hússins og í fyrrinótt hrundi skurðarkantur við það. Kom- ast heimilismenn ekki lengur inn og út með góðu móti. Erni Ægi Óskarssyni, eiganda Gestshúss, var illa brugðið þegar kanturinn hrundi. „Þetta var eins og versti jarðskjálfti, húsið nötraði. Ég hef ekkert sofið síðan klukkan fjög- ur í nótt. Ég fékk lögregluna til að taka skýrslu í morgun því það verð- ur að laga aðgengið að húsinu, ég varð að klifra upp klöppina til að komast inn.“ Örn segir ráðamenn í bænum sýna málinu lítinn áhuga og því úti- lokar hann ekki að hann muni leita réttar síns hjá dómstólum. Engu að síður er Örn borubratt- ur og ætlar að búa áfram í húsinu. „ Maður verður að reyna að þrauka, maður er harður Gaflari. Fæddur og uppalinn í Firðinum.“ - shg Afmæli Vigdísar Finnbogadóttur: Um 40 kvenráðherrar til Íslands í ágúst RÁÐSTEFNA Kvenkyns menntamála- ráðherrar hvaðanæva að úr heimin- um hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. Fundurinn er einn liður í því að minnast 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta á þessu ári og er haldinn á vegum Alþjóðlegra samtaka kvenna í leið- togastörfum en Vigdís veitti þeim samtökum formennsku um árabil. Sömuleiðis koma forsætis-, utanrík- is- og menntamálaráðuneytið að undirbúningi fundarins. Meðal annarra umræðuefna á þessum fundi verða áhrif menning- arhefða á jafnrétti kynjanna og kon- urnar munu sérstaklega beina sjón- um sínum að þeirri staðreynd að allt of hægt gengur að auka áhrif kvenna í stjórnsýslu og stjórnmál- um. Enn fremur er stefnt að því að leggja drög að víðtæku samstarfi og samræðum kvenna um allan heim um aukin áhrif kvenna á alþjóða- vísu. - ssal Íbúðaverðið hefur tvöfaldast Fermetraverð á íbúðum í Reykjavík hefur rúmlega tvöfaldast á áratug. Fast- eignaverð hefur hækkað um fimm prósent á síðustu fjórum vikum. Ólafur B. Blöndal fasteignasali segir að verðið eigi eftir að hækka enn meira. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ PALESTÍNA Verður næsti páfi ítalskur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að sameina yfirstjórn heilsu- gæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59,6% 40,4% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Á SLYSSTAÐ Svissneskir hjálparstarfsmenn horfa niður brekkuna þar sem rútan rann niður. Umferðarslys: Rúta ofan í gljúfur SVISS, AP Tólf manns fórust og fimmtán slösuðust þegar rúta með 27 ferðamenn innanborðs rann 250 metra niður í gljúfur á svissneskum fjallavegi í gær. Um eitt hundrað hjálparsveit- armenn létu sig síga niður í gljúfrið til að bjarga ferðamönn- unum en einhverjir þeirra höfðu dottið úr rútunni á leiðinni niður. Talið er að hálka hafi valdið því að ökumaðurinn missti stjórn á rút- inni með þessum hræðilegu af- leiðingum. ■ AP /M YN D Borgaraleg ferming: Aldrei fleiri börn fermd FERMING 93 börn fæddust borgara- legri fermingu í Háskólabíó í gær og hefur fermingarhópurinn aldrei verið fjölmennari. Borgaraleg ferming hóf göngu sína á Íslandi árið 1989 og á síð- astliðnum 17 árum hafa 755 börn tekið þátt í undirbúningsnám- skeiði Siðmenntar, sem heldur utan um borgaralegu fermingarn- ar. Um 9.000 manns hafa sótt loka- athafnir á þessum tíma en athöfn- in er haldin að námskeiði loknu og taka fermingarbörn virkan þátt í henni með tónlistarflutningi, ljóðalestri og ávörpum. - sg VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Afmæli hennar fagnað með al- þjóðlegum fundi kvenna sem gegna störfum menntamála- ráðherra. ÓFÖGUR SJÓN Eigandi Gestshúss vaknaði við vondan draum í fyrrinótt þegar skurðarkantur við húsið hrundi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VÍSITALA FASTEIGNAVERÐS ÍBÚÐAHÚSNÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Íbúðarverð alls Fjölbýli Sérbýli Nafnverð Janúar 1994 Febrúar 2005 100 251,3 245,7 244,9 231,0 FASTEIGNAMARKAÐURINN Fermetra- verð í Reykjavík hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum. Stað- greiðsluverð á fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi var að meðal- tali tæpar 68 þúsund krónur á fer- metrann árið 1995. Í dag er það rúmar 166 þúsund krónur, sam- kvæmt gögnum hjá Fasteigna- mati ríkisins. Fasteignaverðið hefur hækkað sérstaklega mikið síðustu árin. Það hækkaði um 13 þúsund krón- ur á fermetra milli ára 2002 og 2003 og um 15 þúsund krónur milli ára 2003 og 2004. Langmest hefur það þó hækkað frá 2004 til 2005, um heilar 29 þúsund krónur. Rétt er að hafa í huga að fast- eignaverðið árið 2005 er miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins. Ólafur B. Blöndal, fasteigna- sali og fyrrverandi varaformaður Félags fasteignasala, segir að fasteignaverð hafi haldið áfram að hækka síðustu vikur og mán- uði, það hafi til dæmis hækkað um fimm prósent síðustu fjórar vik- urnar, þrátt fyrir spár um að róast taki á fasteignamarkaði. Hann telur að fasteignaverð sé víða komið upp í 200 þúsund krón- ur á fermetrann og nefnir sem dæmi fjögurra herbergja íbúð í litlu fjölbýli í grónu hverfi. Sú íbúð kostar í dag um 18,5 milljón- ir en kostaði um 10 milljónir fyrir tíu árum. Í nýjum íbúðum er fer- metraverðið 225 þúsund, til dæm- is á Vatnsendasvæði. „Tölur segja að hækkunin hafi verið fimm prósent undanfarnar fjórar vikur, sem kemur okkur fasteignasölum töluvert á óvart því að við höfum ekki átt von á þetta mikilli hækkun. Verðið er ennþá að stíga en kannski ekki al- veg jafn hratt og undanfarna mánuði. Við teljum okkur alls ekki sjá fyrir endann á þessum hækkunum. Það er ennþá eftir- spurn eftir fasteignum og lánum,“ segir hann. Félagsmálaráðuneytið hefur hækkað hámarkslán Íbúðalána- sjóðs úr 14,9 milljónum í 15,9 milljónir og tekur breytingin þeg- ar í stað gildi. Ólafur segir að þetta sé góð hækkun en gera þurfi enn betur. ghs@frettabladid.is Erill á Akureyri: Flestir til fyrirmyndar LÖGREGLUMÁL / AKUREYRI Það skorti ekki verkefnin hjá lögreglunni á Akureyri um helgina og var hún stanslaust að, frá föstudags- morgni til sunnudags. Fjórir gistu fangageymslurnar, tveir aðfaranótt laugardags og tveir aðfaranótt sunnudags. „Við reyndum í flestum til- vikum að leysa þau mál sem upp komu án þess að þurfa að henda fólki inn,“ segir Hermann Karls- son vaktstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. Söngvakeppni framhalds- skólanemanda fór fram á Akur- eyri á laugardagskvöldið. „Langstærsti hópurinn, sem kom hingað til þess að fylgjast með keppninni, var á vegum skólans síns og þeir krakkar voru til fyrirmyndar,“ segir Hermann. Þeir sem voru á eigin vegum voru frekar til vand- ræða. ■ SKOÐA FRESTUN KOSNINGA Palestínska heimastjórnin íhug- ar að fresta þingkosningum í Palestínu fram yfir brotthvarf Ísraela frá Gaza. Hamasliðar, sem eru taldir sigurstranglegir í kosningunum, hóta því að end- urskoða óopinbert vopnahlé sitt við Ísraela ef kosningunum verður frestað. FERÐAMAÐUR SLASAÐIST Bandarískur ferðamaður slas- aðist þegar bíll sem hann var farþegi í lenti utan vegar í Lyngbrekku í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn sem reyndist vera með háls- og bakmeiðsli. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.