Fréttablaðið - 18.04.2005, Page 62

Fréttablaðið - 18.04.2005, Page 62
Ertu að leita að… 3-4ra herbergja íbúð í Garðabæ Á þremur stærstu fasteigna- vefjunum má finna eftirfarandi fjölda eigna samkvæmt þess- um leitarskilyrðum (fös. 1. apríl): Húsin í borginni Hverfisgatan er yfirleitt ekki nefnd sem dæmi um fallega götu í Reykjavík. En þegar að er gáð er þar þó talsvert af spennandi byggingum sem eiga sér langa og merka sögu. Hér er saga þriggja þeirra í stuttu máli. Þjóðleikhúsið Hverfisgötu 19 Guðjón Samúelsson hannaði byggingu Þjóðleikhússins árið 1923 en hann var húsasmíðameistari ríkisins á þeim tíma. Hann skírskotaði til íslenskrar náttúru í hönnun sinni og var fyrirmyndin kletta- borg huldufólks. Húsið er mishátt og minnir svo sannarlega á klettaborg, steingrátt að lit. Uppsteypu hússins lauk 1932 og skömmu síðar var það steinað með hrafntinnu og kvarsi en svo tók við tólf ára hlé á framkvæmd- um. Guðjón hannaði einnig allt innan- dyra og notaðist þá við sama álfaborg- arþemað þótt allt yfirbragð væri léttara. Alþýðuhúsið Hverfisgötu 10 Þórir Baldvinsson teiknaði Alþýðuhúsið fyrir Alþýðusambandið árið 1936 en þetta er næstelsta stórhýsið sem hann- að er í anda funkisstefnunnar hér á landi. Húsið er samsett úr þremur mis- stórum rétthyrningum en sá hæsti gengur þvert á hina tvo og myndar eins konar turn á götuhorninu. Þórir sá fyrir sér auglýsingaskilti á turninum, eins og algengt er í Bandaríkjunum. Í húsinu hafa verið skrifstofur, prentsmiðja og veitingastaðir og nú síðast Hótel 101. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu 15 Jóhannes Magdahl-Nielsen húsameist- ari í Danmörku hannaði húsið fyrir íslensk stjórnvöld og var það byggt á árunum 1906 til 1909. Byggingin mark- ar tímamót í íslenskri byggingarsögu þar sem hún er síðasta stórbyggingin á Íslandi sem Danir hönnuðu og höfðu eftirlit með. Húsið var byggt á fyrstu árum heimastjórnarinnar fyrir tilstilli Hannesar Hafstein ráðherra og var því upphaflega ætlað að hýsa landsbóka- og landsskjalasafn. Útveggir hússins voru hlaðnir úr grágrýti að utanverðu en steypusteini að innan. Önnur ný- mæli í húsinu voru steinsteypt gólf og stigar. Danski arkitektinn Frederik Klör- boe teiknaði innréttingar og húsgögn. Heimildir: Leiðsögn um íslenska bygg- ingarlist, 2000. Arkitektafélag Íslands. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis Ætlar þú að láta verðmeta fasteignina þína á næstunni? 18% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ætlar þú að kaupa garðþjónustu í sumar? SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild: Fasteignamat ríkisisins. 4.3.-10.3. TÍMABIL 0 5 10 15 20 24 11.3.-17.3. 14 18.3.-24.3. 12 25.3.-31.3. 11 18. 2.-24.2 18 28 25.2.-3.3. 30 25 FJÖLDI 82% Vísir 43 29 12 mbl.is habil.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.