Alþýðublaðið - 29.07.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Lemon Curt búið iil úc aykri, eggjum og mjólk, bssti brauðbætir, b^tra en sýróp, betra en hunang, nærandi, Ijiíffðilgt, drjúgt. , Agætt með pöanukökum. Fæst i Kaupfélaginu. „FaTorit“-prjónavélin er smíðuð í Sviþjóð, fundia upp í Sv/þjóð og eiukaréttur fenginn um ailan heim. Hún er hentugasta hring prjónavéi f hdmi, allra p jónavéla ein- földust, auðveldust og ódýrust Meðal hennar raörgu kosta má nefna þessa: Margbreytt verkhæfni. Framúrskarandi hljóðlans gangnr. Yinnngeta svo nndrnm gegnir. Vélin getur prjónað úr allskonar basidi, frá þvf ffnasta til þess grófasta, — Hún er óvenju endingargóð. „Favorit“ Ka?lmannsreiðhjól til solu Til sýnis & afgr. btaðsms Ritstjcrl og abyrgöirmaðcr: OlafUr FridrikssoH. Prcstsmtðjan Gutenberg. ælti að vera ttl á hverju heirailí; hún er — þessi prjónavé! — jafn nauðsyalég og saumavélin. Elnkaiölu á íslandi hefií Verzlun Gunnars Gunnarssonar Hafnarstræti 8 Reykjavík Elgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftnr. Clayton unnu hugástum, og sem dutlungar örlaganna höfðu gefið Clayton en ekki honum. Honum var þetta enn þá þungbærara vegna þess, að 'nann vissí, að hún elskaði Clayton; samt vissi hann, að hann hafði ekkert betra getað gert, en það, sem hann gerði á járnbrautarstöðinni litlu í Wisconsinaskóg- inum, Honum var gæfa hennar fyrir öllu, og hin stuttu kynni hans af menningunni og mentuðum mönnum hafði kent honum, að lífið var flestum óbærilegt án peninga og stöðu. Jane Porter hafði frá fæðingu átt hvorttveggja, og ef Tarzan hefði svift tilvonandi bónda hennar þessum gæðura, hefði hann vafalaust gert líf hennar erfitt og gleðisnautt. Tarzan kom aldrei til hugar, að hún mundi snúa við Clayton bakinu, ef hann misti bæði auðinn og metorðin, þvf hann ætlaði öðrum sömu einlægnina og trygðina og honum var samgróin. Og honum skjátlað- ist ekki. Ef nokkuð hefði getað bundið Jane fastari böndum við Clayton, þá hefði það verið einhver slík ógæfa. Hugsanir Tarzans kvörfluðu frá liðna tímanum til framtíðarinnar. Hann reyndi til þess að hugsa með á- nægju til eudurkomu sinnar til fæðingarstaðar slns, frumskógarins í Afríku; skógarins, sem fullur var a£ hættum og skelfingum, þar sem hann hafði lifað tutt- ugu, af tuttugu og tveimur árum æfi sinnar. En hvaða dýr skógarins mundi bjóða hann velkominn? Ekki eitt einasta. Hann gat að eins kallað Tantor, fílinn, vin sinn. Hin mundu sitja um hann eða flýja hann, eins og fyr meir. Jafnvel aparnir úr flokki hans mundi ekki rétta hon- um hjálparhönd. Menningin hafði að minsta kosti kent Tarzan apa- bróður að gera kröfu til samfélags við ættbálk sinn og finna til þess að, „maður er mans gaman". Ogjafnframt hafði hún gert honum erfitt fyrir að lifa öðru lífi. Það var erfitt að hugsa sér heiminn vinalausan — án nokk- urrar veru sem talaði þau nýju tungumál sern Tarzan var fariim að unna svo mjög. Það var því langt frá því að Tarzan liti á framtíðina með gleðibragði. Er hann sat þannig og reykti vindling sinn varð hon- um litið 1 spegil á vegnum, og sá í honum fjóra menn sitja við borð og spila á spil. Alt í einu stóð einn þeirra á fætur og kom annar í stað hans, er Tarzan þóttist sjá, að byðist til þess að taka við spilum hans. Þessi maður var sá lægri þeirra, er Tarzan hafði séð hvíslasl á, rétt áður á þilfarinu. Þetta vakti forvitni Tarzans, svo hann hafði augu á fjórmenningunum í speglinum meðan hann hugsaði um framtlðina. Tarzan vissi engin deili á mönnunum, nema þeim er sat gegnt þeim er síðast settist Sá hét Raoul greifi af Coude, og hafði einn þjónninn sagt Tarzan, að hann væri einn af merkismönnunum á skipinu og hátt settur í hermálaráðuneyti Frakka. Alt í einu sá Tarzan, að hinn svarti náunginn var kominn og stóð fyrir aftan stól greifans. Hann leit flóttalega í kringum sig, en sá ekki að Tarzan horfði á hann í speglinum. Laumulega dró maðurinn eitthvað upp úr vasa sínum. Tarzan sá ekki hvað það var, því maðurinn faldi það f lófanum. Hendin færðist hægt nær vasa greifans og loks slepti hún hlutnum varlega í vasa hans. Maðurinn stóð kyr þar sem hann sá á spil Frakkans, Tarzan var hissa; en nú var athygli hans svo vakandi, að ekkert atvik fór fram hjá honum. í tíu mlnútur eða svo hélt spilið áfram eftir þetta, unz greifinn vann allmikla fúlgu af þeim er sfðast byrj- aði að spila; þá sá Tarzan náungan er stóð bak við greifann kinka kolli til félaga slns. Samstundis stóð hann á fætur og benti á greifann. „Hefði eg vitað að þessi maður er útfarinn spiiasvik- ari, hefði eg ekki verið svo fús til þess, að taka þátt í spilunum", mælti hann. Jafnskjótt spratt greifinn og hinir tveir á fætur. Greifinn fölnaði. „Hvað eigið þér við?“ hrópaði hann. „Vitið þér við hvern þér talið?". „Eg veit að eg tala í síðasta sinn Við mann, sem hefir rangt við í spilum", svaraði þorparinn. Greifinn hallaði sér fram á borðið og rak manninum roknapústur beint á nasirnar, og geugu þá hinir á milli. „Þetta er einhver misskilnigur, herra minn", hrópaði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.