Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 6

Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 6
JAPAN Stjórnarkreppa ríkir í Jap- an eftir að þingmenn Frjáls- lynda demókrataflokks Jun- ichiro Koizumi forsætisráðherra sviku lit og greiddu atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi í efri deild þingsins sem kvað á um einkavæðingu póstþjónustunnar. Neðri deildin samþykkti frumvarpið á dögunum en í efri deildinni í gær snerist dæmið við þar sem þingmenn felldu frumvarpið með 125 atkvæðum gegn 108. Í kjölfarið hélt Koizumi neyðarfund í ríkis- stjórninni þar sem ákveðið var að leysa upp neðri deild þingsins og boða til kosninga í haust. „Efri deildin hefur lýst því yfir að einkavæðing póstþjón- ustunnar sé ekki nauðsynleg. Því vil ég gefa japönsku þjóðinni kost á að svara því hvort hún sé þessu sammála,“ sagði Koizumi á fréttamannafundi í gær. For- sætisráðherrann sagði að kosn- ingarnar yrðu haldnar 11. sept- ember næstkomandi og kvaðst ætla að segja af sér mistakist flokki hans, frjálslyndum demó- krötum, og samstarfsflokki hans í ríkisstjórninni að halda meiri- hluta. Frjálslyndir demókratar hafa verið við völd í Japan nán- ast óslitið síðustu fimmtíu árin og því yrði fall hans úr stjórn stórtíðindi. Skoðanakannanir benda til þess að heldur sé farið að falla undan fæti hjá flokknum á meðan Demókrataflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, hefur verið að sækja í sig veðrið. Yoshinobu Shimamura land- búnaðarráðherra sagði af sér embætti í kjölfar ákvörðunar Koizumi í gær. Sú staðreynd, auk sjálfrar atkvæðagreiðslunn- ar, sýnir að miklar sviptingar eru í flokknum og að óvinsældir Koizumi fari vaxandi. Einkavæðing póstþjónustunn- ar hefði þýtt tilurð stærsta banka heims en innlán á póstgíróreikningum nema 180 billjörðum króna. Stuðnings- menn frumvarpsins telja að einkavæðingin hefði haft veru- lega jákvæð áhrif á þjóðarbú- skapinn. Þeir sem lögðust gegn sölunni kváðust hins vegar ótt- ast að hún myndi leiða til mun verri póstþjónustu í strjálbýlli héruðum landsins og uppsagna tugþúsunda póststarfsmanna. Svo greiddu einfaldlega sumir atkvæði gegn sölunni til að mót- mæla stjórnarháttum forsætis- ráðherrans. sveinng@frettabladid.is 6 9. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Snurða er hlaupin á þráðinn í kjarnorkuviðræðum: Íranar halda áfram úranvinnslu ISFAHAN, AP Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið. Í nóvember síðastlinum hættu Íranar að gera tilraunir til auðgunar úrans svo að ekki yrði gripið til þvingana gegn þeim en í gær tóku þeir upp fyrri iðju. Þá tóku eðlis- fræðingar í kjarnorkuvinnslustöð- inni í Isfahan að vinna gas úr hráu úrani en það er fyrsta stig auðgunar úrans. Gasið verður þó ekki leitt í gegnum skilvindur um sinn en það er nauðsynlegt til að auðga það. Boðað hefur verið til neyðar- fundar í stjórn Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar til að ræða stöðu mála. Ríkisstjórnir Banda- ríkjanna, Frakka, Þjóðverja og Breta hafa þrýst mjög á Írana að reyna ekki að auðga úran. Enda þótt Íranar staðhæfi að þeir hyggist ein- göngu ætla að vinna úran til raf- orkuframleiðslu þá óttast Vestur- veldin að þeir hyggist smíða kjarn- orkusprengju. Þau hafa boðist til að sjá Írönum fyrir kjarnorkuelds- neyti sem einungis er hægt að nota til raforkuframleiðslu auk annarrar efnahagsaðstoðar. Íranar hafa hins vegar hafnað þessum tilboðum og er því búist við að málinu verði nú vísað til öryggisráðs SÞ sem gæti beitt landið refsiaðgerðum. ■ Borgnesingar vilja framhaldsskóla í heimabyggð: Leita til rektors og skólastjóra SKÓLAMÁL Bæjarstjórn Borgar- byggðar stefnir að því að funda með rektor Háskólans á Bifröst og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um möguleika á að koma upp fram- haldsskóla í Borgarnesi. Málið er á byrjunarstigi en þó hefur hugmyndin verið rædd við ein- hverja þingmenn kjördæmisins. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að þetta hafi verið rætt á síðasta kjör- tímabili en þá hafi verið ákveðið að hafast ekkert að í bili. Nú sé þessi umræða aftur að fara af stað. „Það er mikill áhugi fyrir þessu hjá fólki í sveitarfélag- inu,“ segir Helga. „Í heild eru þetta 120-150 unglingar héðan sem eru utan héraðsins í námi.“ Helga segir ýmsar ástæður fyrir því að áhugi á framhalds- skóla í Borgarnesi hafi aukist á ný. Verið sé að gera vaxtar- samning við stjórnvöld og búist sé við mikilli fjölgun á svæðinu á næstu árum. Þá sé aðsókn í framhaldsnám að aukast og nú séu fimmtíu nemendur á biðlista í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. - grs Koizumi bo›ar til kosninga í haust Sameiningartillögur: Kosi› í 61 sveitarfélagi SVEITARFÉLÖG Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða sam- þykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um til- lögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán. Sveitarfélög landsins eru 102 talsins í dag og hafa íbúar tólf þeirra þegar samþykkt samein- ingu sveitarfélaga í kosningum að undanförnu og tekur sú sam- eining gildi samhliða sveitar- stjórnarkosningum næsta vor. Fari svo að allar sameiningartil- lögur sem liggja fyrir 8. október verði samþykktar verða sveitar- félögin 47 talsins, rúmlega helmingi færri en þau eru nú. Reynslan af fyrri kosningum gefur þó ekki til kynna að svo fari. Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar hefst laugardaginn 13. ágúst 2005. - bþg BJÖRGUNARSVEITARMENN Keppa við tím- ann við að bjarga mönnunum út úr námunum. Námumenn enn fastir: Kapphlaup vi› tímann SHANGHAI, AP Björgunarsveitar- menn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli því að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. Hu Jintao, forseti Kína, sem hefur lofað að bæta öryggi námu- verkamanna, skipar héraðsyfir- völdum að leggja allt kapp á að bjarga mönnunum. Það gerir björgunarmönnum erfiðara fyrir að ekki er ljóst hvaðan vatnið sem flæðir í námuna kemur. Yfirvöld í Kína verjast allra frétta af mál- inu. ■ Alltaf einfalt www.ob.is 14 stöðvar! Hefurðu ferðast innanlands í sumar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt af KEA að meina framkvæmdastjóra sínum að fara í fæðingarorlof? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 23% 77% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN MYNDAVÉLIN MYNDUÐ Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur sett upp eftirlitsmyndavélar í kjarnorkuvinnslustöðinni í Isfahan til að tryggja að kjarnorkueldsneyti verði ekki flutt þaðan út. M YN D /A P FRÁ BORGARNESI Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur nú hafið vinnu við að því að fá fram- haldsskóla í Borgarnes. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BRETLAND VARA VIÐ HRYÐJUVERKUM Bresk stjórnvöld vara þegna sína við ferðalögum til Sádí-Arabíu í kjöl- far hótana þarlendra hryðju- verkahópa í garð vestrænna manna. Varað er við því að hættan við hryðjuverk sé mikil og beinist hugsanlega að flugum- ferð til og frá Sádí- Arabíu. Flest- um sendiráðsstarfsmönnum hefur verið gefið leyfi til þess að fara heim til Bretlands. Rússneska áhöfnin tjáir sig: Höf›u skrifa› kve›jubréfin RÚSSLAND, AP Skipverjar rúss- neska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými. Þá hafi líkaminn vissulega orðið var við að súrefni var af skornum skammti, en í ljós hefur komið að súrefnisbirgðir hefðu ekki dugað nema í sex tíma til viðbótar þegar þeim var bjargað. Þegar á fimmtudag voru skipverjarnir búnir að skrifa kveðjubréf til ástvina sinna ef færi á versta veg. ■ Junichiro Koizumi, forsætisrá›herra Japans, leysti upp ne›ri deild japanska flingsins í gær eftir a› efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæ›ingu póstfljónustunnar. Búist er vi› afar spennandi haustkosningum. KOIZUMI Í KLEMMU Kosið verður um neðri deild japanska þingsins 11. september næstkomandi. Flokkur Koizumi hefur verið nánast óslitið við völd síðan 1955. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.