Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 43

Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 43
Jessica Simpsonreynir nú að þagga niður orðróm þess efnis að hún hafi farið í brjóstastækkun. Brjóstin hennar Jessicu fá að njóta sín í mynd- bandinu við lagið These Boots Are Made for Walking, en hún neitar því að hafa farið í aðgerð. „Brjóstin mín eru hundrað prósent alvöru. Þegar ég var í skóla voru brjóstin stærri en á öllum vinkonum mínum og ég var hrædd við að sýna þau,“ segir hún. „Núna finnst mér að þau geri fötin mín flott- ari. Þau eru eins og aukahlutur,“ segir Jessica. Aldrei hefurnokkur bók selst jafnhratt og nýjasta Harry Potter-bókin. Ríflega 8,9 milljónir eintaka voru seldar á Bretlandi og í Bandaríkjunum fyrsta sólarhringinn, sem er sölumet. Útgefandinn í Bret- landi sagði að sjötta Harry Potter- bókin hefði selst þrettán prósentum meira en sambærilegar tölur fyrri Harry Potter-bóka á fyrsta söludegi. JenniferLopez segir að frægðin og ríkidæmið hindri feril hennar í kvik- myndum. Hún telur að ef hún væri bara efnileg leik- kona sem berðist í bökk- um væru meiri líkur á að hún krækti í bitastætt leikhlutverk. „Til að byrja með var ég óskrifað blað. Ég fékk að vinna með mörgum frábærum leikstjórum því að ég var bara stelpa sem stóð sig vel í áheyrnarprufunni,“ segir Jenni- fer. Dívu-orðsporið virðist koma í veg fyrir að hún fái góð hlutverk. „Stóru leikstjórarnir taka mig ekki einu sinni til greina. Þeir sjá mig sem kynþokkafullan söngvara sem er allt of mikið í fjölmiðlum.“ STYLUS CX-3650 VILTU TÖLVU? Sendu SM S skeyti› BT SLF á númeri› 1900 og flú gætir unni›. Vi› sendu m flér sp urningu. fiú svara r me› flví a › senda S MS skeyt i› BT A, B e›a C á númeri› 1900. Klikka›ir aukavinn ingar! MEDION far tölvur • EPS ON prentara r • SONY m p3 spilarar GSM símar • SONY staf rænarmynd avélar • PS2 tölvur Bíómi›ar á Ævintýrafer ðina • PS2 S ingstar Battlefield 2 • God of W ar tölvuleik ir • Kippur a f Coke og enn meir a af DVD, g eisladiskum , tölvuleikju m og fleira. .. Taktu þátt ! Þú gætir u nnið fartölvu fr á BT og margt flei ra! 10. hver v innur! SMSLEIKUR Vi nn in ga r ve r› a af he nd ir í BT S m ár al in d, K óp av og i. M e› fl ví a › ta ka fl át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt i› C8 OPTIVIEW 17 100GBharður diskur! 17” WideXGA skjár! SUPER DVDskrifari! NVIDIA GeForce skjákort Flottasta skólavélin ! TÖLVULEIKIR CYBER SHOT DSC-S 40 X1 BLACK DRAGON Ódýr asta skóla vélin ! GSM SÍM AR Tökur á kvikmyndinni Flags of Our Fathers, eða Flaggi feðranna, hefjast í lok vikunnar, nánar til- tekið á föstudaginn. Að sögn Al- exíu Bjargar Jóhannesdóttur hjá Casting hefur allur undirbúning- ur gengið framar vonum. „Það er allt í góðu hjá okkur og enginn aukaleikaranna hefur hætt við,“ segir Alexía en áætlað er að stærstu atriðin verði tekin upp um helgina í Krýsuvík. Leikstjórinn sjálfur Clint Eastwood er væntanlegur til landsins í dag en áformað er að tökum ljúki hér á landi hinn 8. september. ■ Eastwood til landsins í dag CLINT EASTWOOD Skyldi íslenska fjallaloftið veita Óskarsverðlaunahafanum nægilegan innblástur til þess að hann hljóti Óskarinn fyrir Flagg feðranna? Tónlistarskemmtun með þekktum listamönnum frá Alpalöndunum Þýskalandi, Austurríki og Sviss, undir nafninu „Musikantenstadl Unterwegs,“ verður haldin 5. sept- ember á Broadway. Í tengslum við þessa sýningu koma hundruð Þjóðverja til Íslands og skoða þeir landið vikurnar á und- an og eftir sýningunna. Hápunktur ferðarinnar verður síðan skemmt- unin á Broadway, sem er meðal ann- ars framhald á mikilli tónlistar- og ferðakynningu Íslands í hinum þýskumælandi heimi í Evrópu. „Þetta er held ég í fyrsta skipti sem svona alpatónlist er spiluð á tónleikum hér,“ segir Guðmundur Kjartansson hjá Island Pro Tra- vel, sem skipuleggur skemmtun- ina. „Þarna koma 35 tónlistar- menn með sjö atriði, allt frá litlum atriðum upp í heilu hljóm- sveitirnar.“ Skemmtunin er byggð á þjóð- laga og „slagara“ tónlist í tengslum við sjónvarpsþáttinn „Musikan- tenstadl“ sem sendur er út í ríkis- sjónvarpsstöðunum í öllum þýsku- mælandi löndum Mið-Evrópu. Þátt- urinn er eitt vinsælasta sjónvarps- efni þessara landa og horfa átta til tíu milljónir manna á hann á laugar- dagskvöldum. Stjórnandi þáttarins Karl Moik er orðinn goðsögn í lif- anda lífi enda nýtur hann mikilla vinsælda í þessum löndum. Hann verður kynnir á skemmtuninni. „Þetta snýst allt í kringum þennan sjónvarpsþátt sem er búinn að ganga í 25 ár,“ segir Guðmundur. „Í þessum þætti hefur Ísland fengið gríðarlega kynningu, en þessi mark- hópur sem horfir á þáttinn sækir Ís- land mest heim.“ Guðmundur telur jafnframt að koma fólksins hingað til lands sé eitt stærsta einstaka túristaverkefnið sem hefur verið sett í gang hérlendis. Í mars var sýnt myndskeið í þættinum með tónlistar- og leið- sögumanninum Inga Gunnari Jó- hannssyni og í þættinum í apríl var annað með Stuðmönnum. Bæði myndböndin voru tekin upp á Ís- landi og sýna landið í sinni fegurstu mynd. Í júní-þættinum tróðu síðan Stuðmenn upp með ensku útgáfunni af laginu „Manstu ekki eftir mér,“ við góðar undirtektir 3000 áhorf- enda í ísknattleikshöllinni í Bolzano í Suður-Týról. Auk þýskra skemmtiatriða verða þrjú íslensk tónlistarat- riði á sýningunni. Stuðmenn og Islandica koma fram auk þess sem hjónin Ásta Begga og Gísli frá Hestheimum við Hellu syngja tvísöng. Aðstoðarkynnir Karl Moik verður Ingi Gunnar Jóhannsson. Forsala á tónleikana 5. sept- ember fer fram í 12 Tónum. Miðaverð er 3.000 krónur og með 3ja rétta kvöldverði kostar miðinn kr. 7.500. ■ NYLON Stúlknasveitin Nylon syngur á laugardaginn í tilefni af útkomu Nylon- vinabandanna. Nylon syngur í sumarveislu Stúlknasveitin Nylon syngur í sumarveislu á Select við Smáralind næstkomandi laugardag í tilefni af útkomu Nylon-vinabandanna. Allur ágóði af sölu bandanna rennur til krabbameinssjúkra barna á Íslandi. Böndin fást ein- ungis í Select og í völdum verslun- um Shell í ágúst og september. Veislan á laugardaginn hefst klukkan 14.00. Auk þess að syngja gefa Nylon-stúlkurnar áhuga- sömum gestum Nylon-póstkort og veggspjöld. ■ Alpastemning á Broadway KARL MOIK Einn þekktasti sjónvarpsmaður Þýskalands Karl Moik kemur fram á sýningunni Musikantendstadl Unterwegs hinn 5. september. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.