Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 4
Nýr framkvæmdastjóri KEA: Á áttunda tug umsókna ATVINNA Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Ey- firðinga en um- sóknarfrestur rann út síðast- liðinn laugar- dag. Benedikt S igurðarson , s t j ó r n a r f o r - maður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstak- lega við nokkra aðila. „ S t j ó r n i n mun koma saman næstkomandi mánudag og ef vel gengur munum við ganga frá ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra þann dag en annars fljótlega í næstu viku,“ segir Benedikt. - kk KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,41 62,73 112,42 113 76,94 77,41 10,31 11,38 9,79 9,85 8,25 8,3 0,562 0,566 90,47 91,08 GENGI GJALDMIÐLA 31.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 107,17 4 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Maður kærður fyrir að hóta barnsmóður og fyrrverandi tengdafólki: Stakk lögreglumann í pungsta› DÓMSTÓLAR Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg lík- amsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrverandi tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í ákæru kemur fram að í byrj- un júní í fyrra hafi maðurinn kastað grjóti í gegnum rúðu á heimili fyrrverandi tengdafólks síns, þannig að auk rúðubrotsins skemmdist parkett, borð og veggur í eldhúsi. Einnig rispaði hann bíl sem stóð við húsið. Þegar lögregla mætti á heimili mannsins í kjölfar skemmdar- verkana lagði hann til tveggja lögreglumanna með hnífi. Lög- reglumennirnir sködduðust ekki en þó náði hann að stinga annan þeirra í pungstað þannig að sam- festingur skemmdist. Tvö göt komu á samfestinginn, annað efst á hægra læri innanvert og hitt vinstra megin í nára „og gat kom á nærbuxur þar fyrir inn- an,“ segir í ákærunni. Maðurinn er sagður hafa stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í „aug- ljósan háska á ófyrirleitinn hátt“. Þá hótaði maðurinn barnsmóður sinni og fyrrverandi tengdafólki lífláti með bréfasendingum og SMS-skilaboðum. - óká ÍRAK Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris. Talið er að rúmlega ein milljón trúaðra sjía hafi tekið þátt helgi- göngunni í gær sem var haldin til minningar um dauða Moussa ibn Jaafar al-Kadhim árið 799, eins hinna tólf svonefndu imama sem sjíar hafa í hávegum. Sjö manns höfðu týnt lífi í sprengjuárásum sem gerðar voru við Khadim- moskuna í gærmorgun, þar sem imaminn liggur grafinn, og því voru margir þátttakenda í göng- unni óttaslegnir um að ráðist yrði á þá. Þegar stór hluti göngunnar var staddur á Al-A’imma brúnni yfir Tígrisfljótið kom upp orðrómur að sjálfsmorðs- sprengjumaður væri í hópnum. Greip þá um sig mikil skelfing og algjört öngþveiti skapaðist. Stór hluti göngumanna virðist hafa troðist undir en þeir sem áttu fót- um sínum fjör að launa stukku niður í Tígris, sem rennur tíu metrum undir brúnni. Margir þeirra komust ekki upp á bakka árinnar heldur drukknuðu í leir- gulu fljótinu. Einn þeirra sem komst upp úr Tígris var Fadhel Ali, 28 ára. „Við heyrðum að maður væri með sprengju í hópnum. Allir tóku að hrópa og því dýfði ég mér í ána og synti til lands. Ég sá konur, börn og gamalt fólk falla á eftir mér ofan í fljótið.“ Fjöldi þeirra sem lést liggur ekki nákvæmlega fyrir en BBC hermir að allt að þúsund manns séu taldir af. Líkhús borgarinnar fylltust á augabragði og því voru lík geymd úti á götu í kæfandi hit- anum. Grátandi ættingjar ráfuðu á milli líkanna og reyndu að finna ástvini sína þar á meðal. Að líkindum var enginn sprengjumaður í hópnum, í það minnsta hefur lögregla ekki fund- ið nein merki um sprengiefni. Samt sem áður kenndu leiðtogar sjía „öfgamönnum, stuðnings- mönnum Saddams og hryðju- verkamönnum“ um harmleikinn. Leiðtogar súnnía hafa hins vegar látið harm sinn í ljós. „Á þessari sorgarstundu vottum við öllum Írökum samúð okkar og sérstak- lega foreldrum píslarvottanna sem í dag biðu bana í Kazimiyah- hverfinu,“ sagði Haith al-Dhari súnníaklerkur. sveinng@frettabladid.is Spornað gegn salmonellu: Hömlur á innflutningi NEYTENDUR Umhverfisráðuneytið hefur formlega sett innflutn- ingshömlur á tiltekin matvæli sem hingað koma frá Taílandi sökum þess að í þeim hefur fundist örverumengun, þar með talin salmonella. Tilkynningin kemur í kjölfar- ið á hömlum sem Umhverfis- stofnun hafði áður sett á gagn- vart fersku og frosnu grænmeti frá landinu en geti söluaðili hér- lendis ekki sýnt vottorð um ásættanlegt örveruástand verður að taka viðkomandi vöru af markaði. - aöe Þjóðleikhúsið – leikhúsið þitt! VEÐRIÐ Í DAG Úrskurðaður í gæsluvarðhald: Ré›st á fyrrum samb‡liskonu DÓMSTÓLAR Maður sem réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína og sló ítrekað í höfuðið með felgu- lykli síðasta sunnudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. september. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestur- lands í gær, en manninum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut verulega áverka af árásinni, en maðurinn komst óboðinn inn á heimili hennar. Hún náði að flýja upp á efri hæð hússins þar sem tvö börn þeirra sváfu og hringja á hjálp, en maðurinn fór af vett- vangi. Hann var svo handtekinn og fluttur á geðdeild Landspítal- ans. - óká BENEDIKT SIGURÐ- ARSON Stjórnarfor- maður KEA segir að nýr framkvæmdastjóri félagsins verði ráðinn í upphafi næstu viku. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR „Hæ [xx] ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá [xx] aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 des- ember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga [xx] ekki pabba eda mömmu bæ bæ,“ segir í hótun manns til barnsmóður sinnar síðasta sumar. Réttað var yfir hon- um í Reykjavík í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÓLÝSANLEGAR HÖRMUNGAR Ættingjar þeirra sem fórust í Bagdad í gær voru niðurbrotnir þegar þeir sáu lík ástvina sinna. Allt a› eitt flúsund manns dóu Óttast er a› allt a› eitt flúsund sjíar hafi drukkna› e›a tro›ist undir flegar öngflveiti mynda›ist á trúarhá- tí› í Bagdad í gær. fietta er mannskæ›asti einstaki atbur›urinn í Írak sí›an rá›ist var flar inn vori› 2003.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.