Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 6
6 1. september 2005 FIMMTUDAGUR HB Grandi ræður yfir mestum fiskveiðiheimildum allra útgerðarfyrirtækja: Nær helmingur kvótans í höndum tíu fyrirtækja AFLAHEIMILDIR HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorsk- ígildistonnum talið, en nýtt fisk- veiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósent- um af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiska- nes með 5,03 prósent. Tíu kvóta- hæstu fyrirtækin ráða samtals yfir hátt í helmingi aflaheimilda þjóðarinnar eða 47,74 prósent- um. Útgerðarfélag Akureyringa var til skamms tíma á meðal þriggja kvótahæstu útgerða landsins en nú er Brim, eins og félagið heitir í dag, í níunda sæti. Útgerðarfélagið Tjaldur, sem er í eigu sömu eigenda og Brim, er sjöunda kvótahæsta sjávarútvegsfyrirtækið og sam- anlagt nema aflaheimildir félag- anna tveggja 7,19 prósentum af heildarúthlutuninni. Samanlagð- ar aflaheimildir Brims og Tjalds á fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka námu 6,68 prósentum af heildarúthlutuninni. - kk Ætlar þú að stunda líkams- rækt í haust? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið á Þjóðminja- safnið síðan það opnaði aftur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 41% 59% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Kortasalan stendur yfir! Opið kort Gildir á fi mm sýningar Þegar löngunin grípur þig! Verð: 10.500 kr. Áskriftarkort á Stóra sviðið Gildir á fi mm sýningar Þitt sæti! Verð: 10.500 kr. Áskriftarkort á minni sviðini Gildir á sex sýningar Frábær kjör! Verð: 10.500 kr. www.leikhusid.is FLJÓTSDALSHÉRAÐ VILL VEGLÝSINGU Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljóts- dalshéraðs, hefur farið þess á leit við Vegagerðina að vegurinn frá gatnamótum Fagradalsbrautar og Norðfjarðarvegar og að Eyvind- arárbrú verði upplýstur. Þetta vill hann að verði gert áður en myrkva fer að ráði í haust enda aukið það öryggi vegfarenda til muna. AKUREYRI VILJA LÓÐ NÆRRI MIÐBÆNUM Forsvarsmenn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri hafa óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóð fyrir stúdentaíbúðir nærri miðbæ Akureyrar. Taki bæjar- yfirvöld vel í erindið er hug- mynd stúdenta að hefja byggingu fjölbýlishúss með þrjátíu til fimmtíu einstaklingsíbúðum næsta vor. VILHELM ÞORSTEINSSON EA Enn á eftir að úthluta aflaheimildum utan íslensku lögsögunnar, þar á meðal kolmunna og norsk-íslenskri síld, og ekkert liggur fyrir um aflaheimildir í loðnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN STJÓRNMÁL Jens Stoltenberg, for- maður norska Ve r k a m a n n a - flokksins, hitti tvo helstu leið- toga samtaka launafólks á ráðstefnu um velferð og valfrelsi í gær, en flokkurinn talar fyrir uppstokkun í opinber- um rekstri. „Það stendur sem samþykkt var á landsfundi Verka- mannaflokksins að við, sem hlynnt erum opinberum umsvif- um og þjónustu, viljum jafnframt stokka upp. Hægrimenn tala að- eins fyrir einkavæðingu. Endur- nýjun er okkar markmið. Það kemur meðal annars fram í áformum okkar um endurskoðun tryggingabóta sem ætlað er að fækka fólki á framfærslu hins opinbera en fjölga fólki á vinnu- markaði,“ segir Stoltenberg. Hann kveðst andvígur einka- væðingu innan heilbrigðis- og skólakerfisins og í umönnunar- þjónustu. „Ég held mig við það sem ég hef áður sagt að markaðs- lausnir gilda ekki á þessum svið- um.“ Frjálslyndi flokkurinn Ven- stre, sem stutt hefur hægristjórn Bondeviks, telur koma til greina að þrengja verkfallsréttinn og koma þannig í veg fyrir langvinn verkföll sem hafi haft víðtæk neikvæð áhrif á norskt efnahags- líf síðustu misserin. Gerd-Liv Valla, forseti norska Alþýðusambandsins, segir að launamunur aukist og réttindi launamanna verði skert nái hægriflokkarnir völdum á nýjan leik. Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins, heitir auknum stuðningi við þá efna- minnstu. Hann vill bæta hag ör- yrkja, gera reglur um vinnutíma sveigjanlegri og skapa þeim auk- in tækifæri til að bæta fjárhags- legt öryggi sitt umfram þann beina stuðning sem kemur frá hinu opinbera. Verkalýðshreyfingin styður Verkamannaflokkinn í kosninga- baráttunni en það er hægriflokk- unum mikill þyrnir í augum. Stuðningur samtaka launafólks við Verkamannaflokkinn og „rauðgrænt“ bandalag hans við Sósíalíska vinstriflokkinn og Miðflokkinn hefur skerpt hug- myndafræðileg átök í kosninga- baráttunni í Noregi. Frétta- skýrendur telja jafnvel að þetta geti stuðlað að nánari samvinnu hægriflokkanna á nýjan leik þótt varla fari þeir í eina sæng fyrir þingkosningarnar 12. september næstkomandi. johannh@frettabladid.is Norsku ÞINGKOSNINGARNAR KJELL MAGNE BONDEVIK Formaður Kristilega þjóðarflokksins heitir auknum stuðningi við þá efnaminnstu. JENS STOLTENBERG, FORMAÐUR VERKAMANNAFLOKKSINS Staða hans virðist sterk þegar ellefu dagar eru til þingkosninganna. Beinn stuðningur samtaka launafólks í Noregi við Verkamannaflokkinn er þyrnir í augum hægriflokkanna. Stoltenberg vill stokka upp opinbera fljónustu Beinn stu›ningur samtaka launafólks í Noregi vi› Verkamannaflokkinn er flyrn- ir í augum hægrimanna ellefu dögum fyrir flingkosningarnar. Forma›ur Verka- mannaflokksins vill ekki einkavæ›a heldur stokka upp í opinberum rekstri. NEW ORLEANS, AP Algert neyðar- ástand ríkir á hamfarasvæðunum í sunnanverðum Bandaríkjunum. Óttast er að hundruð manna hafi týnt lífi af völdum fellibylsins Katrínar. Vatnsborð hélt áfram að hækka í New Orleans í gær enda er 150 metra langt skarð í varnar- garðinum sem liggur að Pontchartain-vatni. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, telur líklegt að þúsundir manna hafi farist í fellibylnum. „Útlit er fyrir að fólk fái ekki að snúa aft- ur heim fyrr en eftir 3-4 mánuði,“ sagði Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, í sjónvarpsviðtali í gær. Hann bætti því við að lík hefðu sést fljótandi í vatninu og veruleg hætta væri talin á að af þeim sökum gætu farsóttir breiðst út um hamfarasvæðin. Staðfest hefur verið að 110 manns hafi farist í Mississippi en yfirvöld grunar að mun fleiri hafi farist. Ekki er farið að skrá fjölda látinna í Louisiana þar sem að- stæður eru einfaldlega of erfiðar. Drykkjarvatn er á þrotum í New Orleans, rafmagnslaust gæti verið í borginni vikum saman og ræn- ingjar láta greipar sópa. Þannig var byssudeild Wal-Mart keðjunn- ar í New Orleans tæmd í gær. 40.000 manns dvelja í neyðar- skýlum Rauða krossins á hamfara- svæðunum. Flytja á 25.000 íbúa Louisiana til Houston í Texas og bandaríski sjóherinn hefur sent fjögur herskip á vettvang með vistir og lyf. Sjá síðu 20 / - shg Óttast er að hundruð manna hafi farist í hamförunum í Bandaríkjunum: Ástandi› fer stö›ugt versnandi GRIPDEILDIR HALDA ÁFRAM Ótíndir ræn- ingjar víla ekki fyrir sér að fara um ráns- hendi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.