Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 28

Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 28
BRÉF TIL BLAÐSINS 1. september 2005 FIMMTUDAGUR28 ÁRNI AÐALSTEINSSON, GRUNDARBRAUT 39, ÓLAFSVÍK SKRIFAR UM NIÐURGREITT SJÓNVARPSEFNI 365 Tilviljanir eru merkilega algengt fyrirbæri í íslensku samfélagi ef marka má tal sumra. Svo virðist sem að í hvert skipti sem ríkið einkavæðir, leyfir einkarekstur, rýmkar lög og reglur á markaði eða einfaldlega heldur sig frá ein- hverju þá byrji allt, eins og fyrir kraftaverk, að ganga mun betur en áður. Einnig virðist flest það sem ríkið hefur mikil afskipti af, eða hreinlega sinnir, ganga síður vel og vera undir stanslausri gagnrýni frá óánægðum skjól- stæðingum. Næstum er hægt að segja að um einhvers konar reglu sé að ræða en ekki tilviljanir. Nokkur dæmi má nú taka. Ríkið seldi bankana sína. Síðan þá hafa þeir blómstrað, fært út kvíar sínar til ótal annarra landa, aukið hagnað sinn, bætt fram- leiðni sína og þjónustu við við- skiptavini, og aukið sveigjanleika sinn og úrvalið á íslenskum fjár- málamarkaði. Óskilvirkar eining- ar hafa verið aflagðar eða endur- skipulagðar og þær skilvirku styrkt sig. Sé einhver ósammála þessum fullyrðingum hefur sá hinn sami e.t.v. rétt fyrir sér, en lausnin er einfaldlega að skipta um viðskiptabanka. Sé einhver enn ósammála getur viðkomandi komið þeirri skoðun sinni á fram- færi og markaðurinn tekur málið fljótt og örugglega að sér. Er ein- hver tilviljun að þessi bylting ís- lensks bankakerfis hafi hafist eftir að ríkið seldi banka sína? Íslenskt háskólasamfélag stendur í miklum blóma um þess- ar mundir. Metfjöldi umsækjenda sækir um í íslenskum háskólum ár frá ári, og velur milli fleiri og fleiri námsbrauta í fleiri og fleiri skólum. Þetta ferli hófst þegar ríkið gaf einkaaðilum náðasam- legast leyfi til að starfrækja skóla á háskólastigi án þess að mismuna eftir rekstrarformi. Ríkið greiðir svipaða upphæð með hverjum nemanda í einkareknum háskóla og það gerir með nemendum í þeim ríkisreknu enda eru allir rukkaðir með sköttum fyrir rekst- ur skólakerfisins. Til viðbótar greiða nemendur í einkaskólunum skólagjöld enda fáar leiðir betri til að tengja saman framboð og eftirspurn á markaði menntunar. Er einhver tilviljun að verkfræði- nám býðst nú í tveimur skólum og alls kyns önnur menntun býðst yf- irleitt eftir að einkaaðilar fengu leyfi til að keppa um nemendur í leit að háskólanámi? Hin fámenna íslenska þjóð nýt- ur samkeppni á fjarskiptamark- aði. Þetta er fáheyrt í eyrum út- lendinga sem vita hvað Íslending- ar eru margir, en staðreynd á Ís- landi. Meira að segja er það svo að margir taka samkeppninni sem sjálfsögðum hlut. Þó hafa færri í huga að óánægðir notendur fjar- skipta á Íslandi höfðu enga mögu- leika á að skipta um þjónustuaðila fyrr en ríkið, af mikilli rausn, leyfði einkaaðilum að starfrækja fjarskiptafyrirtæki. Er einhver tilviljun að nær allir Íslendingar hafi nú tök á því að reka farsíma og nettengingu fyrir brotabrot þess verðs sem tíðkaðist fyrir til- komu samkeppninnar? Getur ver- ið að minnkandi löngun ríkisins til að reka fjarskiptafyrirtæki hafi haft einhver áhrif á það? Íslenskri tilviljanaflóru má einnig snúa við. Íslenskt landbún- aðarkerfi er eitt það verndaðasta og dýrasta í heimi. Kerfið nýtur tollaverndar, innflutningsbanna, niðurgreiðslna og þéttriðins varn- arnets reglugerða. Engu síður eru allir smásigrar kerfisins hylltir í blaðafyrirsögnum á meðan stóru töpin fá enga athygli. Staðreyndin er sú að bændur eru ein fátækasta stétt landsins og verð á landbún- aðarvörum á Íslandi er með því hæsta í heimi. Er einhver tilviljun að þetta sé raunin á sama tíma og hið íslenska landbúnaðarkerfi lúr- ir í hlýjum faðmi ríkisins? Annað dæmi í þessa áttina er rekstur menningarstofnana á Ís- landi. Þær eru einnig verndaðar af stjórnmálamönnum og þiggja stórar fjárhæðir frá skattgreið- endum á hverju ári, en án þess þó að geta keppt við annan afþrey- ingariðnað í verðlagi og aðdrátt- arafli. Listamenn heimta hverja höllina á fætur annarri og láta mikið fyrir sér fara í fjölmiðlum fái þeir ekki sínu framgengt. Al- menningur fylgist áhugasamur með en tekur á sama tíma ekki eftir því að íslensk kvikmyndahús eru með þeim fullkomnustu í heiminum og verðlagið, þótt hátt sé að margra mati, virðist duga til að reka þau án styrkja frá skatt- greiðendum. Reyndar borga kvik- myndahúsagestir skatta af sínum aðgöngueyri og styrkja þannig þá sem hafa annan smekk á afþrey- ingu. Er þetta eintóm tilviljun? Hefur fjarvera ríkisins á einum stað og nærvera þess á öðrum kannski eitthvað með þetta ástand að gera? Stundum virðast tilviljanirnar einfaldlega vera svo margar og svipaðar að þær bendi til reglu. Kannski reglan sé sú að stjórn- málamenn eigi að sinna stjórn- málum, og að einstaklingar og fyrirtæki á markaðnum eigi að sinna markaðnum. Höfundur er verkfræðingur. Nú held ég að þessi svokallaða þjónusta 365-ljósvakamiðla við landsbyggðina ætti að vera orðin eitt af forgangsmálum samkeppn- isstofnunar og neytendasamtaka hérlendis til að rannsaka. Þetta fyr- irbæri sem 365 er, mismunar svo gríðarlega áskrifendum eftir bú- setu að það hlítur að teljast lögbrot af einhverju tagi. Þeir bjóða við- skiptavinum upp á hitt og þetta frítt en gleyma að taka fram að þú verður að vera búsettur á suðvest- ur-horninu til þess að geta nálgast allt þetta efni sem þú ert að borga fyrir, til dæmis Stöð2+, Stöð 2 bíó, Sirkus, Bíórásina (sem að vísu er send út til áskrifenda Sýnar eftir að Sýn er hætt útsendingum yfir hánóttina) og Popptíví. Svo eru þeir að „hóta“ okkur áskrifendum Stöðvar2 nýrri fréttarás. Já ég segi hóta, því þegar ný sjónvarpsrás sem heitir því glæsilega nafni Sirkus kom í loftið í vor, frítt fyrir áskrifendur, náðist þessi stöð ekki nema á suðvestur-horninu, en AF- NOTAGJALDSHÆKKUNIN hjá Stöð 2 náði um allt land, svo það hlýtur að vera niðurgreiðsla af hálfu landsbyggðarinnar til 365. Hvað með að þjónusta alla? ■ Tilviljanir og reglur GEIR ÁGÚSTSSON UMRÆÐAN EINKAVÆÐING RÍKIS- STOFNANA Er einhver tilviljun a› nær all- ir Íslendingar hafi nú tök á flví a› reka farsíma og netteng- ingu fyrir brotabrot fless ver›s sem tí›ka›ist fyrir tilkomu samkeppninnar? Getur veri› a› minnkandi löngun ríkisins til a› reka fjarskiptafyrirtæki hafi haft einhver áhrif á fla›?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.