Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 70

Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 70
Á föstudaginn verður kvikmyndin Strákarnir okkar frumsýnd með viðhöfn. Hún er þriðja leikna myndin eftir Róbert Douglas. Ís- lenski draumurinn var hans fyrsta mynd en hún sló eftir- minnilega í gegn. Enda þekkja all- ir týpu eins og Tóta, draumgjarn- an Íslending sem vill auðgast á skjótan hátt. Maður eins og ég var í dramatískari dúr. Sjálfur sér Ró- bert hana sem gamanmynd. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um hálfgerða aumingja. Róbert segir auðveldara að skrifa um slíka menn. Það kveður því við nýjan tón með Strákunum okkar. Knattspyrnumaðurinn Óttar Þór er alls enginn aumingi heldur karlmaður sem tekur á sínum málum af alvöru. „Svona náungi sem stráka dreymir um að vera og stelpur dreymir um að vera með,“ segir Róbert. „Fjölskyldan þarf ekki að sætta sig við hann heldur þarf Óttar að sætta sig við fjöl- skylduna sína,“ bætir hann við. Fagurfræðilega öðruvísi mynd Róbert er nýkominn úr fríi frá Kína og staldrar stutt við því hann er á leiðinni til London til þess að sækja myndina. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur upp á filmu og hann segir það mun meiri vinnu. „Ég hef alltaf búið mig mjög vel undir allar mínar mynd- ir. Fagurfræðilega séð er Strák- arnir okkar allt öðruvísi en hinar myndirnar mínar en „fílingurinn“ er sá sami.“ Róbert skrifaði handritið í sam- starfi við Jón Atla Jónasson. Hann langaði til þess að gera alvöru fót- boltamynd. „Ég var búinn með eina mynd um knattspyrnu og velti því upp í gríni hvort ég ætti ekki að búa til þríleik um íþrótt- ina,“ segir Róbert. Hann hafi í framhaldi af því reynt að finna vinkil sem hægt væri að nota. „Mér fannst vanta leikna mynd um samkynhneigð sem passaði vel við karlmannsfótbolta þar sem hún er tabú,“ segir Róbert. Hlut- irnir æxluðust síðan þannig að myndin fjallar minnst um fótbolta og mest um samkynhneigð. „Svona var þetta líka með mynd- ina Maður eins og ég. Hún átti í fyrstu að fjalla um innflytjendur en endaði á því að fjalla um Júlla, sem verður ástfanginn af innflytj- anda,“ segir Róbert, sem reiknar með því að þurfa að loka þríleikn- um á einhverjum tímapunkti. „Við skulum bara sjá hvernig fótbolta- mynd það verður.“ Ekki knattspyrnumenn á háhæl- uðum skóm Það var ekki erfitt að fá leikara í myndina en um tvö hundruð manns mættu í prufur. „Þegar leikararnir áttu að fara með línu úr handritinu settu þeir undantekningarlaust upp höndina og fóru í ýkta útgáfu af samkyn- hneigða karlmanninum,“ segir Ró- bert og hlær. Þetta vildu þeir vera lausir við. „Þetta fótboltalið er ekki samansafn manna á háhæluð- um skóm,“ bætir Róbert við. Björn Hlynur Haraldsson og Víðir Guðmundsson leika eina parið í myndinni og Róbert segist hafa hvatt þá til þess að fara ekki of langt frá sjálfum sér. „Þeir spila fótbolta saman, horfa á hann sam- an, spila Playstation saman og sofa saman án þess að það sé eitthvað vesen. Þeir áttu að tala saman eins og þeir væru að ræða við kærustur sínar,“ segir Róbert, sem hrósar Víði í hástert. „Hann fékk erfið- asta hlutverkið. Hann þarf að vera nakinn með öðrum karlmanni. Þeir voru margir sem höfnuðu þessu hlutverki vegna þessa.“ Langir vinnudagar Strákarnir okkar var tekin upp á mjög skömmum tíma, aðeins fjór- um vikum, sem þykir knappur tími í heimi kvikmyndanna. Það komu því vinnudagar inni á milli sem voru sextán tímar. Andinn í hópnum var engu að síður góður enda valinn maður á hverjum stað. Upphaflega átti atriðið á Gay Pride-göngunni að vera síðasti tökudagurinn en vegna margvís- legra tafa varð hann sá fyrsti. „Það var mikið stress og ekkert mátti fara úrskeiðis. Það gekk hins vegar allt upp,“ segir Róbert og finnst sú sena vera með þeim betri í myndinni. Það var marg- víslegt skondið sem kom upp í kringum þessa töku. Fáir höfðu haft veður af þessari mynd og því margir sem ráku upp stór augu þegar liðsvagninn rúllaði niður Laugaveginn. „Á fimm metra fresti heyrði ég hluti á borð við: „Nei, Helgi Björns kominn út úr skápnum!“ eða „Nei, nú er öllu lokið, Valdimar Flygenring orðinn hommi“. Undir lokin voru ein- hverjir leikarar farnir að hrópa á móti: „Þetta er bara bíómynd, sjáið bara tökuvélina.“ Það er ekki mikill frítími fram undan hjá Róberti. Hann þarf að fylgja myndinni eftir á kvik- myndahátíðir og sinna kynningar- starfi. Þar að auki situr hann ekki auðum höndum hvað handritsgerð varðar og vinnur þessa stundina með Þorsteini Guðmundssyni. „Við erum að skrifa handrit um tvo aumingja sem vinna Euro- vision-söngvakeppnina og ferðast um Evrópu.“ freyrgigja@frettabladid.is 46 1. september 2005 FIMMTUDAGUR VI N N IN GA R VE RÐ A A FH EN DI R HJ Á B T SM Á RA LI N D. K ÓP A VO GI . M EÐ Þ VÍ A Ð T A KA Þ Á TT E RT U KO M IN N Í SM S KL ÚB B. 1 4 9 KR /S KE Y TI Ð . SENDU SMS SKEYTIÐ BTC LODF Á NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! Auðveldara að skrifa um aumingja Róbert Douglas ætlaði fyrst að gera alvöru fótbolta- mynd. Hann endaði á því að gera mynd um samkyn- hneigð með knattspyrnu í forgrunni. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikstjórann. RÓBERT DOUGLAS Róbert vinnur að handriti með Þorsteini Guðmundssyni um tvo aumingja sem vinna Eurovision og ferðast um Evrópu. Samkynhneigða knatt- spyrnuliðið sem fram- herjinn Óttar Þór geng- ur til liðs við er ef til vill ekki besta liðið á landinu. Samheldni og sú staðreynd að allir vilja skora, í öllum hugsanlegum merking- um þess orðs, heldur því á tánum. fiETTA ERU STRÁKARNIR OKKAR ÓTTAR ÞÓR Björn Hlynur Haraldsson MATTHÍAS Jóhann G. Jóhannsson DANÍEL Víðir Guðmundsson STEBBI Jón Jósep Snæbjörnsson RÓSI Damon Younger PERCY Serouna Yansane ALFREÐ Erlendur Eiríksson INGVAR Davíð Guðbrandsson STARRI Maríus SverrissonLOGI Árni Pétur Guðjónsson ARON Magnús Jónsson VALDI Valdimar Flygenring

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.