Fréttablaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 36
18 17. október 2005 MÁNUDAGUR Gljúfrasel m/aukaíbúð glæsilegt útsýni Glæsilegt 265 fm tengihús á þessum friðsæla og gróna stað í Seljahverfinu. Húsinu hefur verið sérlega vel við haldið og er allt hið glæsilegasta. Íbúðin er 142,4 fm. 4 svefnherbergi, bað, gestasnyrting og stór stofa. Á neðri hæð er 93. fm séríbúð sem gefur möguleika á útleigu. Glæsilegt útsýni og gróið umhverfi. Maríubaugur glæsilegt raðhús Glæsilegt endaraðhús á góðum stað í Grafarholtinu. Sérlega vandaðar og glæsilegar innréttingar. Þverspónlögð eik á skápum. Stofan er björt með halogen lýsingu, góðri lofthæð og fallegu gegnheilu eikarparketi. Útgengt er frá stofu út í garð. Þrjú svefnherbergi og fataherbergi inn af hjónaherbergi. Álfkonuhvarf glæsileg íbúð á góðum stað Frábær íbúð á fyrstu hæð í þessu glæsilega hverfi. Húsið er efst í götu á sólríkum stað. Stutt í afslappandi gönguleiðir í fallegri náttúrunni þar sem allir lausir við borgarstressið. Húsið tilbúið til afhendingar í byrjun desember. Lokuð bílageymsla sem þýðir heitur bíll á morgnana og aldrei þarf að skafa. Grandavegur góð 3ja herbergja Glæsileg 3ja herbergja íbúð í hjarta Vesturbæjar. Glæsilegar innréttingarfrá Innex og nýtt eikarparket á gólfum. Baðherbergi með vönduðum sturtu-klefa og flísalagt í hólf og gólf. Íbúðin er sérlega björt og opin. 2 góð svefnherbergi, stór stofa og opið eldhús. Engjasel góð íbúð í barnvænu hverfi Falleg og mjög rúmgóð 4ra. herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Komið er inn í forstofu með góðum forstofu- skáp og flísum á gólfi. Úr stofu er gengið út á flísalagðar suður svalir. Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skáp og einnig er skápur í öðru barnaherberginu. Á gólfum er mahagony parket. Austurberg - bílskúr aukaíbúð - leigutekjur Mjög góð 106 fm íbúð á 4 hæð ásamt bílskúr og 38 fm aukaíbúð í kjallara. Blokk var máluð og gert við sprungur fyrir 3-4 árum síðan. Möguleiki er á 4 svefnher- bergjum í aðalíbúð. Góðir leigumöguleikar. Hér er kjörið tækifæri á að eignast góða 4ra. herbergja íbúð með bílskúr. Hóll-M | Skúlagata 17 | Franz Jezorski lögg.fasteignasali | s: 595 9050 Arkitekt: Einar Ólafsson SEGIR FRÁ VERKI SÍNU Flísar, viður og flæðandi birta EINAR ÓLAFSSON ARKITEKT HJÁ ARKITEO Í BOL- HOLTI 8 HEFUR MÖRG VIÐFANGSEFNI Á SINNI KÖNNU Á SVIÐI NÝBYGGINGA, ENDURBÓTA OG INN- ANHÚSSHÖNNUNAR. MEÐAL NÝLEGRA VERKEFNA SEM HANN HEFUR SKILAÐ ER ENDURHÖNNUN 200 FERMETRA EINBÝLISHÚSS. „Hugmyndin var að opna rýmið og hanna innrétting- ar,“ segir Einar þegar hann er beðinn að lýsa breyting- um sem hann tók að sér á eldra einbýlishúsi. Hann byrjar á að lýsa baðherberginu þar sem vissar and- stæður myndast milli dökkra flísa og flæðandi birtu frá glugganum og spegilþöktum vegg. Hann heldur áfram. „Í húsinu er gangur sem hugmyndir voru um að loka en því var ég ekki hrifinn af því hann er svo fallegur. Því var unnið með lýsinguna, í samstarfi við Lumex, bæði í lofti og upp frá gólfum og eiginleikar gangsins undirstrikaðir. Í eldhúsinu gerðum við gat á einn vegg sem opnast inn í borðstofu og stofu. Þannig tengjast rýmin svolítið. Í hjónaherberginu eru þrír veggir nánast úr viði. Þeir voru þykktir til þess að búa til óbeina lýs- ingu og fá dýpt og hlýleika í herbergið. Svo er baðher- bergi inni af svefnherberginu. Þar er líka viður. Þetta er allt mjög hlýlegt og öll ljós dimmanleg eins og tíðkast í dag til að skapa mismunandi stemningu.“ Hægt er að fræðast nánar um verk Einars á síðunni www.arkiteo.is Í baðherberginu birtast andstæður milli flæðandi birtu og dökkra flísa. Eldhúsið er í senn klassískt og nútímalegt. Skorið var úr veggnum milli eldhúss og borðstofu til að opna fyrir útsýni á milli. Óbeina lýsingin í hjónaherberginu skap- ar hlýleika og dýpt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.