Fréttablaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 42
24 17. október 2005 MÁNUDAGUR Hlíðahverfið er gróið og virðulegt hverfi og kemst ansi nærri því að vera í hjarta borgarinnar. Hlíðarnar voru einu sinni nýjasta og flottasta hverfið í bænum, samanber setninguna „...og rúmum þúsund árum síðar, fluttum við úr Múlakampnum upp í Hlíðar,“ sem Spilverk þjóðanna söng í lag- inu um Reykjavík. Nú eru Hlíðarnar orðn- ar gróið hverfi, silfurgrátt og skærgrænt á sumrin en í öllum regnbogans litum á haustin. Hlíðabúar vilja helst hvergi ann- ars staðar vera og þeir sem hafa sótt Menntaskólann við Hamrahlíð hafa þang- að líka sterkar taugar. Úr Hlíðunum er göngufæri við bæði Miðborgina og Kringlusvæðið þannig að íbúarnir þar geta notið verslunar, veitingastaða og menningar í allar áttir. Hlíðarnar eru skuggahverfi í ákveðnum skilningi, þar má finna dimma bakgarða og húsasund, leynistíga og róluvelli sem fáir vita af. Umfram allt eru Hlíðarnar þó fjölskyldu- vænt íbúðahverfi þar sem meðalaldurinn fer stöðugt lækkandi en gamli sjarminn lifir í gömlum skeljasandshúsum og kvöldgöngum í rökkrinu. Hlí›in mín frí›a Leyniróluvöllur í Hlíðahverfinu með rómantískum rólubekk. Ljósastaurarnir í Hlíðunum syngja síst minna en aðrir staurar ann- arsstaðar. Úthlíðin er ein af fáum breiðgötum í Reykjavík og þar er meira að segja hægt að leggja báðum megin. Mörgum finnst öll húsin í Hlíðunum eins við fyrstu sýn en þegar nánar er gáð hafa þau hvert sinn sjarma. Fallandi lauf fara Hlíðahverfinu betur en flestum öðrum hverfum borgarinnar. Eitt af tignarlegustu húsunum í hverfinu, nánast eins og höll en samt í stíl við öll hin fallegu sandsteinshúsin. Myndir: Pjetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.