Fréttablaðið - 17.10.2005, Page 42
24 17. október 2005 MÁNUDAGUR
Hlíðahverfið er gróið og virðulegt
hverfi og kemst ansi nærri því að
vera í hjarta borgarinnar.
Hlíðarnar voru einu sinni nýjasta og
flottasta hverfið í bænum, samanber
setninguna „...og rúmum þúsund árum
síðar, fluttum við úr Múlakampnum upp í
Hlíðar,“ sem Spilverk þjóðanna söng í lag-
inu um Reykjavík. Nú eru Hlíðarnar orðn-
ar gróið hverfi, silfurgrátt og skærgrænt
á sumrin en í öllum regnbogans litum á
haustin. Hlíðabúar vilja helst hvergi ann-
ars staðar vera og þeir sem hafa sótt
Menntaskólann við Hamrahlíð hafa þang-
að líka sterkar taugar. Úr Hlíðunum er
göngufæri við bæði Miðborgina og
Kringlusvæðið þannig að íbúarnir þar
geta notið verslunar, veitingastaða og
menningar í allar áttir. Hlíðarnar eru
skuggahverfi í ákveðnum skilningi, þar
má finna dimma bakgarða og húsasund,
leynistíga og róluvelli sem fáir vita af.
Umfram allt eru Hlíðarnar þó fjölskyldu-
vænt íbúðahverfi þar sem meðalaldurinn
fer stöðugt lækkandi en gamli sjarminn
lifir í gömlum skeljasandshúsum og
kvöldgöngum í rökkrinu.
Hlí›in mín frí›a
Leyniróluvöllur í Hlíðahverfinu
með rómantískum rólubekk.
Ljósastaurarnir í Hlíðunum syngja síst minna en aðrir staurar ann-
arsstaðar.
Úthlíðin er ein af fáum breiðgötum í Reykjavík og þar
er meira að segja hægt að leggja báðum megin.
Mörgum finnst öll húsin í
Hlíðunum eins við fyrstu sýn
en þegar nánar er gáð hafa
þau hvert sinn sjarma.
Fallandi lauf fara Hlíðahverfinu betur en flestum öðrum hverfum
borgarinnar.
Eitt af tignarlegustu húsunum í hverfinu, nánast eins og höll en
samt í stíl við öll hin fallegu sandsteinshúsin.
Myndir: Pjetur