Fréttablaðið - 26.10.2005, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, nýkjörinn
stjórnarformaður Icelandic Group, mun jafnframt
sinna störfum forstjóra félagsins. Var þetta ákveð-
ið á stjórnarfundi að loknum hluthafafundi á mánu-
daginn. Samkvæmt heimildum Markaðarins er því
ekki verið að leita að nýjum forstjóra.
Þórólfur Árnason, sem hafði verið forstjóri í
tæpa fimm mánuði, var sagt upp störfum í kjölfar
þess að nýir hluthafar tengdir Eimskipafélaginu
komu inn í félagið.
Gunnlaugur Sævar kynnti á hluthafafundinum
skipulagsbreytingar sem væru framundan hjá
Icelandic Group. Undir móðurfélaginu verða tvö
dótturfélög:
Icelandic
Europe og
Icelandic USA og
Asía. Á þetta að auð-
velda samþættingu
fyrirtækja samstæð-
unnar sem og ytri vöxt
með sameiningum og
fjárfestingum.
Starfsemi
Icelandic í Banda-
ríkjunum og Asíu
verður rekin sem
ein rekstrar-
eining. Yfir
henni verð-
ur Ellert
Vigfússon.
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Verðhækkanir á fasteignum
hafa að jafnaði verið ofmetnar
frá ársbyrjun 2003,“ segir Ásdís
Kristjánsdóttir sem nýlega lauk
mastersnámi í hagfræði við Há-
skóla Íslands. Í lokaritgerð sinni
rannsakaði hún fasteigna- og
lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu.
Ásdís segir að frá byrjun árs
2003 til annars ársfjórðungs 2005
hafi vísitala fasteignaverðs fyrir
fjölbýlishús, sem Fasteignamat
ríkisins reiknar út, verið ofmetin
um 11,9 prósent. Sé sama vísitala
fyrir sérbýli skoðuð komi einnig í
ljós ofmat um 7,1 prósent.
Ásgeir Jónsson, lektor við Há-
skóla Íslands og leiðbeinandi Ás-
dísar í téðu meistaraverkefni,
segir hækkun fasteignaverðs
leiða til hækkunar vísitölu
neysluverðs. Því skipti ná-
kvæmni mælinga gríðarmiklu
máli þar sem flest íslensk lán séu
verðtryggð. Seðlabankinn hafi
líka tölulegt verðbólgumarkmið
sem miðist við neysluverðsvísi-
töluna. Á síðustu einu til tveimur
árum hafi mátt rekja mestan
hluta af verðbólgunni hér á landi
til hækkunar fasteignaverðs. Ef
fasteignaverð hefði ekki verið
tekið með væri verðbólga á Ís-
landi nálægt 0 til 1%.
„Það skiptir miklu máli að
hækkun fasteignaverðs sé rétt
mæld og tekið sé tillit til gæða-
þátta, svo sem þegar nýtt hús-
næði kemur inn á markaðinn. Það
er hins vegar ekki gert við núver-
andi verðbólgumælingar sem
nýta ógæðaleiðréttan mæli-
kvarða á húsnæðisverð. Af þeim
sökum gæti einhver skekkja ver-
ið til staðar í verðmælingum sem
gætu leitt af sér milljarða tap
fyrir heimili landsins vegna of-
áætlaðrar verðtryggingar. Hér
er um að ræða mjög klassísk
vandamál við mælingar verð-
bólgu. Oft getur verið mjög erfitt
að áætla áhrif gæðaþátta en
vegna þess hve húsnæði hefur
mikið vægi í vísitölu neysluverðs
skipta gæðaleiðréttingar sérstak-
lega miklu máli,“ segir Ásgeir.
Ásdís bjó til gæðaleiðrétta
vísitölu fasteignaverðs. Notaði
hún alla þá gæðaþætti sem eru
marktækir og eru að finna í
kaupsamningum seldra eigna.
„Vísitalan metur þróun fast-
eignaverðs með nákvæmari
hætti þar sem hún leiðréttir mis-
munandi gæðaþætti fasteigna.
Gæðaleiðrétt vísitala fasteigna-
verðs sýnir því hvernig fasteign
sem er eins af gæðum hefur ver-
ið að þróast yfir ákveðið tímabil,
það er hvernig nákvæmlega
sama fasteignin hefur verið að
þróast yfir ákveðinn tíma,“ segir
hún.
Auk Ásgeirs var Sigurður
Snævarr borgarhagfræðingur
leiðbeinandi Ásdísar.
Hækkun fasteigna-
verðs ofmetin
Veruleg skekkja á verðmælingum fasteigna getur leitt af
sér milljarða tap fyrir heimili landsins.
Hlutur smærri fjárfesta í FL
Group verður þynntur verulega
út á næstunni gangi áætlanir
stjórnar félagsins eftir um aukn-
ingu hlutafjár fyrir 44 milljarða
að markaðsvirði. Útboðinu er
beint til fagfjárfesta og verða
lágmarkskaup hvers fjárfestis
fimm milljónir króna.
„Við töldum að það passaði
betur miðað við aðstæður að fara
í lokað hlutafjárútboð og stefna á
stærri fjárfesta. Kannski förum
við í hlutafjárútboð til smærri
hluthafa síðar,“ segir Hannes
Smárason, forstjóri FL Group.
Stærstu hluthafar FL Group
hafa tilkynnt um þátttöku sína í
útboðinu, þar á meðal Oddaflug,
eignarhaldsfélag Hannesar
Smárasonar, Katla Holding og
Baugur Group.
Útboðsgengi er 13,6 krónur
sem er undir markaðsgengi síð-
ustu daga.
Hluthafi, sem á eitt prósent
fyrir aukninguna, á aðeins 0,4
prósent að henni lokinni að því
gefnu að hann leggi ekki fram
fimm milljónir. Nafnverð hluta-
fjár er um 2,5 milljarðar króna
fyrir aukningu en verður eftir
hana 6,3 milljarðar. Aukningin er
því 150 prósent. - eþa
Alcoa Fjarðaál og
ráðningarstofan IMG
Mannafl -Liðsauki
hafa gert með sér
samning um að
Mannafl -Liðsauki
ráði alla starfsmenn
fyrirhugaðs álvers á
Reyðarfirði til starfa
eða um 400 manns.
„Þetta er sennilega
stærsti einstaki ráðningarsamn-
ingur sem gerður hefur verið á
Íslandi. Við gerum ráð fyrir að
um 250 manns komi til starfa
strax í byrjun næsta
árs og svo um 130 til
starfa á árinu á eftir
en þegar hafa um 20
hafið störf,“ segir
Gunnar Haugen,
framkvæmdastjóri
IMG Mannafls-Liðs-
auka.
Hann segir að
miðað sé við full
stöðugildi og allir starfsmenn
muni hafa búsetu á Reyðarfirði.
„Við leggjum áherslu á að fá
bæði kynin í vinnu en þetta eru
sérfræðistörf, störf fyrir fólk
með iðnmenntun og störf fyrir
fólk með almenna menntun. Ál-
verið er sérhannað til þess að
gera konum auðvelt að starfa
þar,“ segir Gunnar. - hb
RANNSAKAÐI FASTEIGNAVERÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Ásdís Kristjánsdóttir
komst að þeirri niðurstöðu að verðhækkanir á fasteignum frá árinu 2003 séu að jafnaði of-
metnar. Munurinn nemi allt að 11,9 prósentum á verði eigna í fjölbýlishúsum.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
H
ei
ða
Hamar og VSA sameinast
Hamar ehf. hefur keypt
öll hlutabréf í Véla- og
stálsmiðjunni ehf. á Akur-
eyri. Hamar hefur rekið
vélsmiðjur bæði á Eski-
firði og í Kópavogi en
starfsemi félagsins hefur
einkum verið fólgin í við-
haldi á skipum og þjón-
ustu við stóriðjufram-
kvæmdir. Félögin munu
sameinast frá og með 1.
nóvember næstkomandi.
Með sameiningunni
hyggst félagið ná fram
hagræðingu í rekstri og flytja fleiri verkefni til Akureyrar þar sem
mikið álag er á öðrum verkstæðum. - hb
FRÁ KÁRAHNJÚKUM Hamar hefur meðal annars
komið að framkvæmdum við nýtt álver á Eskifirði.
Gunnlaugur í
stað Þórólfs
Hlutur smærri
eigenda þynntur
Litlir hluthafar í FL Group fá ekki að taka þátt í
aukningunni nema þeir leggi fram fimm milljónir.
Ráðningastofa ræður
400 fyrir Alcoa-Fjarðaál
ÁLVERSSTÆÐI Á REYÐAR-
FIRÐI Hér mun fyrirhugað ál-
ver Alcoa-Fjarðaáls rísa á Reyð-
arfirði en ráða þarf um fjögur
hundruð manns til starfa í ál-
verinu.
4 0 0 M A N N S T I L
A L C O A - F J A R Ð A Á L S
Almenn menntun 248
Iðnmenntun 61
Háskólamenntun 91