Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 8

Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árlega er mikið magn tölvubúnaðar sent til Afr- íku og annarra þróunarlanda til notkunar á heim- ilum, skólum og fyrirtækjum. Þegar tölvubúnað- urinn kemur á áfangastað kemur oft í ljós að hann er ónýtur eða of illa farinn til þess að taki því að gera við hann. Samkvæmt umhverfissamtökum skapar þetta gríðarleg umhverfisvandamál í mörgum af fátækustu ríkjum heims. Stór hluti þess tölvubúnaðar sem sendur er úr landi kemur frá endurvinnslum í Bandaríkjunum sem fá hann ókeypis frá fyrirtækjum sem ekki geta notað hann lengur. Ódýrt vinnuafl í þróunarlöndunum er svo notað við að taka hann í sundur, gera við hann eða selja hann. Sagt var frá skýrslu umhverfissamtakanna sem bera nafnið „Digital rusl: Útflutningur end- urnýtingar og misnotkunar til Afríku“ í The New York Times. Í henni er því haldið fram að endur- vinnslufyrirtæki stundi það að gefa ónothæfar tölvur og búnað til þróunarlandanna. Það er gert til þess að komast hjá því að þurfa að endurvinna hlutina á viðeigandi og oft kostnaðarsaman hátt. Þrátt fyrir að í skýrslunni sé fókusinn á Nígeríu í Afríku fullyrða samtökin að ástandið sé eins í mörgum þróunarríkjum. Í mörgum þeim löndum sem um ræðir er tölvu- iðnaðurinn kominn á fullt ról en enn skortir skipulag við endurvinnslu. Það þýðir að innflutta ruslinu er oft hent í landfyllingar þar sem eitur- efni lekur út í jarðveginn, mengar grunnvatn og mjög óheilsusamlegar aðstæður skapast. Oftar en ekki eru umhverfisreglugerðir í þróunarlöndun- um ekki eins strangar og á Vesturlöndum og lönd- in því opin fyrir misnotkun af þessari gerð. Bandaríkin eru eina vestræna ríkið sem ekki hef- ur samþykkt Basel-sáttmálann sem er ætlað að takmarka verslun með hættulegan úrgang. Þróunarlönd að drukkna í tölvuúrgangi Mikill hluti þess tölvubúnaðar sem sendur er til þróunarlandanna er ónothæfur. Breska sjónvarpsstöð- in BSkyB sem er í eigu f j ö l m i ð l a r i s a n s Ruperts Murdoch hef- ur boðið 211 milljónir punda, um 22,6 millj- arða íslenskra króna, í breska internetfyrir- tækið Easynet. Þetta er nýr kimi fyrir kónginn en hingað til hefur internetið ekki spilað stórt hlutverk í fjöl- miðlaveldi hans. Með þessu harðnar enn samkeppnin á breska sjónvarpsmarkaðnum en British Telecom til- kynnti nýverið áætl- anir um að hefja sjón- v a r p s ú t s e n d i n g a r gegnum breiðband. Hlutabréf í Easy- net tóku kipp á föstu- dag við fréttirnar og hækkuðu um 35 pró- sent, í 175. Það er þó langt í þær hæðir sem þau náðu árið 2000 en þá fór hluturinn upp í 2.500 og var virði fyr- irtækisins 292 millj- arðar íslenskra króna. Í dag er virði þess tæpir tuttugu milljarðar. - hhs TÖLVUÚRGANGUR Í FÁTÆKU HVERFI Í NÍGERÍU Skapar gríðarleg umhverfisvandamál í mörgum af fátækustu ríkjum heims.                                             !             "                     #!  $  %     &% !  & '  "!      &      '  &%'            (%  )         *      +   &     +        #& %    ,-.   ,-./ 0! +        ,-.  "     '     1    /    '  &  $     '  $ 2,       23  #&  ,40,  '    5% "1 6740,   % &         $ 3,89  &    $    +!&    #'    #  &  $      $            $     #           ,-.      '    $  &     &%   "  %   #& %    1  5 2  ,  :    ;<.    1    "#&++  =  > ?                                 #        ,-.  ,-.    &     ++% " "      &  +    &  #& %  '  %     ' "   "   !     "   )       ,-. 5 2  ,+  & '#  ' @           "1         %                                         =A= :. =A= B9C. 63=A= B9D. 63=A= D.=A= ,E. =A= ,-. =A= ,<.            !                               !                        Evrópuráðið og enska úrvalsdeildin standa nú í deilum vegna sýningarréttar á beinni útsendingu fótbolta- leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hingað til hefur sjónvarpsstöðin BSkyB setið ein að sýningar- réttinum en Evrópuráðið hefur nú kraf- ist þess að samningnum verði rift fyrir næsta samningstímabil 2007 til 2010. Þess er krafist að að minnsta kosti tveimur sjón- varpsstöðvum verði veittur sýningarrétturinn á leikjum í beinni útsendingu. Verði deildin ekki við þessum kröf- um má hún eiga von á málsókn sér á hendur. Viðræður eru hafnar milli aðilanna en hafa ekki borið ár- angur. Aðrar sjónvarpsstöðvar sem vilja krækja í hlut eru NTL-Telewest, Channel 5, BBC og ITV. - hhs Ósætti um sýningarrétt Murdoch í netið Hörð barátta um sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi. FJÖLMIÐLAMÓGÚLLINN RUPERT MURDOCH BSkyB sem er í eigu Mur- dochs hefur boðið 211 millj- ón pund í internetfyrirtækið Easynet.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.