Fréttablaðið - 26.10.2005, Síða 9
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Tölvufyrirtækið Apple stendur
frammi fyrir málaferlum frá
hópi neytenda. Hópurinn fullyrð-
ir að fyrirtækið hafi vitað um
galla í skjá mp3-spilarans þegar
hann var settur á markað í sept-
ember síðastliðnum en það hafi
ekki viljað seinka komu hans.
Spilarinn, sem er á stærð við
kreditkort og tók við af iPod
mini, hefur notið mikilla vin-
sælda. Fljótlega eftir að hann
kom á markað fóru þó að heyr-
ast óánægjuraddir neytenda
sem segja skjáinn rispast of auð-
veldlega. Hópur þeirra hefur nú
tekið sig saman og undirbýr lög-
sókn á hendur Apple á grund-
velli þessa ásakana.
Apple hefur 75 prósenta
markaðshlutdeild á mp3-spilur-
um á Bandaríkjamarkaði og sala
á iPod-um stendur fyrir þriðj-
ungi af heildarsölu fyrirtækis-
ins. Það er því mikið í húfi fyrir
fyrirtækið. Apple viðurkenndi í
lok september að sumir skjá-
anna rispist of auðveldlega en
kenna lélegri meðhöndlun smá-
söluaðila um. Þar að auki hafi
gallinn einungis komið upp í 0,1
prósentu þeirra Nano-spilara
sem höfðu verið seldir á því
tímabili. - hhs
!""# $
#
%
&
'
(
!
" #"$ %& &
'( )"$ * %&& +++, Galli á gjöf Njarðar
Hópur óánægðra neytenda undirbýr lögsókn á hendur Apple.
NÝI IPODINN GAGNRÝNDUR Margir
neytendur hafa kvartað undan því að skjár
nýja spilarans frá Apple rispist of auðveld-
lega.
INNFLUTNINGSHRAÐSENDINGAR DHL
ALLT SVO AUÐVELT
AÐ ÞAÐ ÞARF NÆSTUM
EKKERT AÐ GERA.
OG ÞESS VEGNA NÆSTUM
EKKERT AÐ ÚTSKÝRA.
Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Samkvæmt netsíðu CNN er tölvuleikjafíkn að verða
mikið heilbrigðisvandamál í Suður-Kóreu. Spilun
tölvuleikja á internetinu er gríðarlega algeng þar í
landi. Hvergi í heiminum er breiðbandstenging eins
algeng og þar en í landinu búa um 48 milljónir
manna. Um 17 milljónir manna spila tölvuleiki
reglulega í Suður-Kóreu og margir þeirra, flestir
ungir karlmenn á unglings- og þrítugsaldri, sýna af
sér þráhyggjuhegðun þegar kemur að spilun tölvu-
leikja.
Þessi fíkn veldur þarlendum sálfræðingum mikl-
um áhyggjum sem hafa ekki undan við að veita ráð-
gjöf á þessu sviði. Tímum hjá sálfræðingum vegna
þessa fjölgaði úr 2.243 árið 2003 í 8.978 í fyrra. Af
fyrstu sjö mánuðum ársins 2005 voru þeir orðnir
7.649. Í ágúst hné 28 ára maður niður og lést þar í
landi eftir að hafa spilað tölvuleik í 50 klukkutíma
sleitulaust. Þetta er ekki fyrsta dauðsfallið sem
rekja má til tölvuleikja þar. - hhs
Tölvuleikjafíkn sífellt algengari
Margir sýna af sér þráhyggjuhegðun við spilun tölvuleikja.
SPILUN TÖLVULEIKJA Á INTERNETINU ER MJÖG ALGENG Í
SUÐUR-KÓREU Þarlendir sálfræðingar hafa vaxandi áhyggjur af
tölvuleikjafíkn.