Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN10
F R É T T A S K Ý R I N G
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
FL Group er formlega orðið að fjárfestingar-
félagi eftir að tilkynnt var um breytingu á
skipulagi félagsins úr blandaðri starfsemi í
fjárfestingarfélag sem ýmist á önnur fyrir-
tæki að fullu eða að hluta. Þegar tilkynnt var
um kaupin á Sterling var jafnframt blásið til
mikillar sóknar.
BANKARNIR KAUPA FYRIR ÁTTA MILLJARÐA
Félagið ætlar að selja nýtt hlutafé fyrir 44
milljarða og þar af hafa 28 milljarðar verið
seldir til stærstu hluthafa FL Group: Odda-
flugs, Kötlu Holding og Baugs Group. Þessu
til viðbótar kaupa Kaupþing og Landsbankinn
nýtt hlutafé fyrir átta milljarða og lykilstarfs-
menn fyrir þrjá milljarða. Alls hafa því verið
gefin vilyrði fyrir kaupum á 39 milljörðum.
Kaupþing og Landsbankinn sölutryggja
svo fimm milljarða króna útboð sem er fyrir
fagfjárfesta. Lágmarkskaup í útboðinu eru
miðuð við fimm milljarða og því munu litlu
hluthafarnir í FL Group ekki geta tryggt sér
hlut í fyrirhuguðu hlutafjárútboði nema þeir
reiði fram fimm milljónir króna sem eru lág-
markskaup.
Fjárhagslegur styrkur fé-
lagsins verður mikill að loknu
útboði og getur það án teljandi
erfiðleika fjárfest fyrir 40-50
milljarða króna. Aðeins við-
skiptabankarnir þrír og
Straumur-Burðarás verða með
meira eigið fé og eiginfjárhlut-
fall félagsins verður um sextíu
prósent. Heildareignir munu
slaga hátt í 120 milljarða króna
og ársveltan fara upp í tæpa
hundrað milljarða. Markaðs-
virði verður það sjötta hæsta í
Kauphöllinni.
FORSTJÓRINN SANNFÆRÐUR
Það var um miðjan september sem fréttist af
áhuga FL Group á Sterling. Markmiðið með
kaupunum er að styrkja stöðu félagsins á evr-
ópskum lággjaldaflugfélagamarkaði sem
stækkar hratt og er arðbærari en nokkur önn-
ur fyrirtæki á flugmarkaði. Staða FL Group
er því orðin mjög sterk en félagið heldur utan
um þrettán prósenta hlut í easyJet.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er
sannfærður um að fyrirtækið hafi gert góð
kaup á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterl-
ing fyrir tæpa fimmtán milljarða króna. Hann
fullyrðir að verðmæti Sterling geti fimmfald-
ast á tólf mánuðum miðað við þær forsendur
sem kaupin byggjast á og gerir ráð fyrir að
Sterling skili hagnaði á næsta ári eftir mikinn
taprekstur undanfarin ár.
Kaupverðið á Sterling er um 1.500 milljón-
ir danskra króna eða tæpir fimmtán milljarð-
ar króna og miðast við að rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – svo-
kallað EBITDA-hlutfall – verði 3.500 milljónir
króna árið 2006. Auk þess er skilyrði kaup-
enda að Sterling verði afhent með þremur
milljörðum í handbæru fé. FL Group tekur
við rekstrinum um næstu áramót.
Markaðsvirði Sterling, sem er fjórða
stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er því
fimmtán milljarðar sem er einn tíundi af
markaðsvirði easyJet, næststærsta
lággjaldaflugfélagsins. Stærsta félagið
Ryanair er metið á 360 milljarða króna.
Forsvarsmenn FL Group benda á að með
því að skoða áætlaðar kennitölur nokkurra
lággjaldaflugfélaga fyrir árið 2006 séu líkur
á því að félagið nái góðri arðsemi út úr fjár-
festingunni.
TEKIÐ Á KOSTNAÐI
Danska pressan telur að hagnaður Fons eign-
arhaldsfélags á Sterling-sölunni hafi verið
ellefu milljarðar króna. Fons borgaði um
fjóra milljarða króna fyrir Sterling í mars
síðastliðnum en kaupverð á Maersk Air er á
huldu. Börsen sagði frá því á sínum tíma að
A.P. Møller-Mærsk hefði losað sig við vand-
ræðabarnið Maersk Air með meðgjöf til
Fons.
Bæði Hannes Smárason og Pálmi Har-
aldsson, annar af eigendum Fons, hafa vísað
því á bug að hagnaður Fons hafi verið ellefu
milljarðar og sá síðarnefndi full-
yrðir að hann hafi greitt með Ma-
ersk Air á sínum tíma en vill ekki
gefa upp kaupverðið.
Eftir mikla tiltekt í rekstri Sterl-
ing-samstæðunnar er ljóst að félag-
ið er allt annað en það var þegar
Fons festi kaup á flugfélögunum og
sameinaði þau. Íslendingarnir hafa
verið duglegir að taka til í kostnaði,
fækkað starfsmönnum um fjögur
hundruð og náð ýmiss konar hag-
ræðingu annars staðar frá.
Hár kostnaður hjá Maersk Air
kom til tals á kynningarfundi hjá
FL Group. Fullyrt er að danska flugfélagið
hafi litið svo á hlutina að það hafi verið fyrir
neðan virðingu þess að sækjast eftir afslátti
á flugvallarþjónustu hjá birgjum á Kastrup.
Þá hefur Sterling ekki farið varhluta af
mikilli farþegaaukningu eins og önnur stór
evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur legið á
bilinu 15 til 25 prósent á milli ára. Veltuaukn-
ingin er jafnvel enn meiri þar sem tekjur á
hvert sæti fara hækkandi. Stóru lággjalda-
flugfélögin vaxa meira en þau smærri og
flestir sjá fram á mikla samþjöppun í geiran-
um á næstu árum.
Kaupendur gera miklar kröfur til stjórn-
enda Sterling um rekstrarbata á næstu miss-
erum og er kaupverðið háð afkomu ársins
2006. Pálmi Haraldsson verður áfram
stjórnarformaður og Almar Örn áfram for-
stjóri. Kaupverðið getur lækkað eða hækkað
um nærri fimm milljarða. Hluti þess, um
fjórir milljarðar króna, er í formi hlutabréfa
í FL Group.
NÆSTU SKREF
Um leið og undirskriftir þornuðu á kaup-
samningnum fór gengi easyJet að hækka á
nýjan leik vegna væntinga um frekari fjár-
festingu FL Group í breska flugfélaginu.
Viðmælendur Markaðarins eru sammála um
að hið nýja fjárfestingarfélag hafi mikinn
áhuga á frekari landvinningum á evrópska
lággjaldamarkaðnum í gegnum easyJet –
annaðhvort eitt og sér eða í samfloti með
öðrum fjárfestum, til dæmis Baugi. Verð-
mæti easyJet þykir lágt að mati stærstu
hluthafa félagsins.
Stjórnarformaður easyJet hefur bent á að
hann muni ekki ræða um sölu á hlut sínum
fyrr en verðið nái um 325 pensum á hlut og
samkvæmt heimildum Markaðarins eru eig-
endur FL Group tilbúnir til að teygja sig upp
fyrir þá tölu.
Setja sig í startholurnar
FL Group þrefaldar eigið fé á næstunni og veðjar á ört vaxandi lággjaldaflugfélagamarkað með
kaupum á Sterling-samstæðunni. Fjárfestingargetan eykst jafnframt töluvert. Það er ekki síður mikið
í húfi fyrir seljendur Sterling en kaupendur að dæmið gangi upp og hafa aðilar beggja vegna borðs
tröllatrú á fyrirtækinu.
KAUPIN KYNNT FL Group kaupir Sterling
fyrir tæpa fimmtán milljarða króna og getur
verðið lækkað verulega náist ekki markmið
um 3,5 milljarða rekstrarhagnað Sterling á
næsta ári. Frá vinstri eru Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri hjá FL Group, Hannes
Smárason forstjóri og Skarphéðinn Berg
Steinarsson, stjórnarformaður félagsins.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
L
S A M A N B U R Ð U R N O K K U R R A L Á G G J A L D A F L U G F É L A G A
M I Ð A Ð V I Ð V Æ N T A N L E G A N Á R A N G U R Á Á R I N U 2 0 0 6
Markaðsvirði í milljörðum EV/EBITDA EV/Velta
Southwest 733 15,7x 2,4x
Ryanair 362 12,1x 3,8x
GOL 174 8,2x 2,5x
easyJet 120 8,9x 1,7x
AirAsia 56 16,1x 5,3x
Sterling 15 3,8x 0,3x
EV/EBITDA = Markaðsverð + skuldir/Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta
Handbært fé að upphæð þrír milljarðar króna er dregið frá EV hjá Sterling)
Heimild: FL Group